Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 19G8 Jltwgtiitfrfðfrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúl Fréttastjórl Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. ÞJÓNUSTA HINS OPINBERA egar harðnar á dalnum og alvarlegir erfiðleikar gera vart við sig í atvinnulíf- inu, er ríkari þörf á því en nokkru sinni fyrr, að embætt ismenn hins opinbera og lána stofnanir leggi sig alla fram um að greiða fyrir atvinnu- rekstrinum og létta störf þeirra manna, sem hafa það erfiða hlutverk með höndum að stjórna atvinnufyrirtækj- um í mjög slæmu árferði. Þeg ar á allt er litið eru embætt- ismenn og stjórnendur lána- stofnana fyrst og fremst þjónustuaðilar, og þeim ber að leysa verkefni sín af hendi með Jþví hugarfari að stuðla sw» Pöm kostur er á að því, að aoðvelda atvinnurekstur- inn og halda uppi atvinnu. 1 slíku árferði hljóta þessir að- ilar einnig að hafa nokkuð önnur sjónarmið í huga en þegar vel gengur. í slæmu árferði er ekkert vit í því að ríghalda í strangar reglur eða fordæmi, sem gera það eitt að verkum að skapa atvinnu- rekstrinum ennþá meiri erf- iðleika og óþægindi. Því miður er mjög undan því kvartað, einmitt um þess- ar mundir, að þessir þjónustu aðilar sýni ekki nægilega mik inn skilning á þörfum og erf- iðleikum atvinnulífsins. I fyrsta lagi er kvartað yfir því, að afgreiðsla mála gangi allt of seint hjá hinu opin- bera og þegar þau fái af- greiðslu byggist hún á ein- kennilegum sjónarmiðum. í öðru lagi telur atvinnurekst- urinn lánastofnanir oft óþarf- lega harðar í kröfum sínum til atvinnufyrirtækjanna, sér staklega þegar svo illa stend- ur á sem nú. Auðvitað hljóta stjórnend- ur lánastofnana að gæta vel þess fjár, sem þeim hefur ver ið falið til varðveizlu, og öll- um er kunnugt, að viðskipta- bankarnir hafa teygt sig miklu lengra til móts við þarfir atvinnulífsins en þeir raunverulega hafa bolmagn til. Samt sem áður eru oft nefnd fjölmörg dæmi þess, að hægt hefði verið að greiða fyrir þýðingarmiklum mál- efnum atvinnulífsins, ef minni stífni hefði gætt. Hitt blandast engum hugur um, að afgreiðsla mála gengur ótrú- lega seint hjá hinu opinbera og svo virðist sem skrif- stofuveldið sé komið á svo hátt stig að ef mál er einu sinni komið áleiðis inn í bákn ið komi það ekki út aftur nema með harmkvælum. Einn vísar til annars og enginn virðist þora að taka ákvörð- un nema í allra smæstu mál- um. Þetta ástand verður auð- vitað ekki þolað til lengdar og það verður sérstaklega á- berandi, þegar miklir erfið- leikar steðja að í atvinnulíf- inu og þeir, sem sinna því van þakkláta starfi að stjóma at- vinnufyrirtækjum, þurfa á allri þeirri fyrirgreiðslu að halda, sem kostur er að veita þeim og það fljótt. ERFIÐAR ATVINNUHORFUR IT'regnir um uppsagnir hjá * atvinnufyrirtækjum benda til þess að mikil óvissa sé um atvinnuhorfur í haust og vetur. Að vísu er ástæða til að undirstrika þá stað- reynd, að þessar uppsagnir eru engan veginn vísbending um að þeir aðilar, sem sagt hefur verið upp störfum, verði að hverfa frá þeim þeg ar í stað, heldur má búast við að margir a.m.k. verði laus- ráðnir þar til málin skýrast betur. Engu að síður er ljóst, að horfur í atvinnumálum eru alvarlegar. Það hlýtur að verða þýðingarmesta verk- efni stjórnarvalda, Alþingis, verkalýðssamtaka og samtaka atvinnurekenda að gera allt sem í valdi þessara aðila stend ur til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Sl. vetur gætti verulegs atvinnuleysis eftir áramótin og fram í febrúar, en úr því fór það batnandi. Að vísu mátti skýra atvinnu- ástandið að hluta til þá, með stöðvun frystihúsanna um skeið og fleiri slík atriði komu til greina, en ekki þýðir að loka augunum fyrír því, að atvinnuhorfurnar eru sízt betri nú en þær voru fyrir ári. Hinar alvarlegu horfur í at vinnumálum ættu einnig að stuðla að því, að þjóðareining skapist um lausn þeirra stór- felldu erfiðleika í efnahags- og atvinnumálum, sem þjóð- in stendur nú frammi fyrir. 0 UTANÚI RHEIMI Ski ipta um flokkí ) í kosn- ing ;abaráttunni í Svíþjúð Nú líður að lokum kosn- ingrabaráttunnar í Svíþjóð, en þingkosningarnar þar eiga að fara fram á sunnudaginn kem ur. Það sem fólki verður hvað tíðræddast um, er hvort svo miklar breytingar verði á fylgi flokkanna, að stjómin falli. Þá hefur annar þáttur sett mikinn svip á kosninga- baráttuna nú síðustu daga, en það er, hve margir stjórn- málamenn hafa skipt um flokka, á meðan kosningabar- áttan hefur staðið yfir. 1 þeirra hópi eru m.a. þrir þing menn og hafa þeir lýst því opinberlega, að þeir hafi skipt um flokk. Að því er virðist, hafa flokkaskiptin átt sér stað á me'ðal þekktra manna úr öll- um stjórnmálaflokkunum. Kommúnistaflokkurinn hefur samt orðið greinilega verst úti og hefur innrásin í Tékkó slóvakíu haft þar sín áhrif. Að minnsta kosti 15 trúnaðar- menn í flokknum hafa sagt sig úr honum og er Rolf Ut- berg, fyrrum upplýsingastjóri flokksins þekktastur þeirra. Henning Nilson, þingmaður flokksins fyrir Gavle hefur skorað á stuðningsmenn flokksins að greiða sósíal- demokrötum atkvæði sitt í kjördæmum, þar sem fram- bjóðandi kommúnista á ekki möguleika á kjöri og þar sem þingsæti sósíaldemokrata eru í hættu. Er þetta andstætt áskorunum sjálfs flokksins um, að kommúnistar eigi alls- staðar að vera með. Þá hefur það einnig vakfð athygli, að menn sem standa til vinstri við sjálfan komm- únistaflokkinn hafa sagt sig úr honum, til þess að mót- mæla mótmælum flokksins gegn árás Rússa á Tékkó- slóvakíu. Er sú skoðun því út- breidd, að kommúnistar verði fyrir talsverðu fylgistapi í kosningunum. Högem, sem er íhaldssam- ur flokkur, hefur mátt sjá að baki Dagmar Heurlin, en hún hefur átt sæti á þingi fyrir flokkinn fyrir Stokkhólm. Nú er hún efst á lista fyrir nýjan flokk í borginni, (jKristelig Demokratisk Samling", sem tvisvar áður hefur boðið fram en án nokkurs teljandi árang- urs. Tage Erlander. Nýtur meiri vinsælda persónulega en Sósí aldemokrataflokkurinn. Frú Heurlin átti þess nú ekki kost að fá öruggt sæti hjá Hægri flokknum. Nú berst hún hins vegar fyrir „Guð, góðu siðferöi og eigin kjöri“, eins og Aftonbladet, blað sósíaldemokrata, kemst að orði og er ekki laust við, að þar kenni svolítillar mein fýsi. Þá hefur Sten Sjöholm, sem verið hefur þingmaður fyrir Þjóðflokkinn boðið sig fram fyrir sérstakan flokk ,,Sam- ling 68“, sem er sérstakur borgaralegur flokkur, er kom ið hefur verið á fót í Suður- Svíþjó’ð. En sósíaldemokratar eiga einnig við þetta vandamál að stríða, því að í sjónvarpsvið- tali fyrir nokkrum dögum skýrði Hermansson frá nöfn- um meira en 50 fyrrveraníi sósíaldemokrata, sem nú hefðu lýst því yfir, að þeir styddu kommúnista. Á meðal þeirra var Bo Hammer, sem er fram arlega í félagsmálum stúdenta. Hann er nú í öðru sæti á eftir Hermansson á lista kommún- ista í Stokkhólmi. Mikil bjartsýni ríkir meSal borgaralegu flokkanna um úr- slit kosninganna — svo mikil, að þar er þegar farið að ræða um, hverjir eigi að taka sæti í þriggja flokka stjóm, sem Þjó'ðflokkurinn, Miðflokkur- inn og Hægri flokkurinn eigi aðild að. Er formaður Mið- ílokksins, Gunnar Hedlund, gjarnan nefndur á nafn sem forsætisráðherra slíkrar stjórn ar. Iskoðanakönnunum undan- farið hefur það þótt koma frám, að Tage Erlander for- sætisráðherra nyti meiri vin- sælda persónulega en flokkur hans, Sósíaldemokrataflokkur inn. Þannig eiga samkv. síð- ustu skoðanakönnun 64% allra kjósenda að vera þeirrar skoð unar, að hann hafi staði'ð sig vel sem flokksleiðtogi og er þetta miklu meira en fyrir einu og hálfu ári, en í febrúar 1967 voru aðeins 41% þessar- ar skoðunar. Þá benda skoðanakannanir til þess, að stjórnarflokkur- inn hafi bætt aðstöðu sína, frá því að bæjar- og svíítar- ' stjórnakosningar fóru fram 1966, en þá stóð flokkurinn sig illa og fékk aðeins 42,3% atkvæða. Siðustu skoðana- kannanir benda til þess, að hann muni fá um 44,6% at- kvæ'ða, en það er samt mun minna en flokkurinn fékk í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, en þá hlaut hann 47,3% í kosningum til neðri deildar þingsins. Þrír stærstu borgaralegu flokkarnir virðast allir hafa aukið fylgi sitt nokkuð frá því í þingkosningunum 1964. Á það hefur þó verið bent í skoðanakönnunum nú, að þar sé gert ráð fyrir allt of litl- um hreyfingum á fylgi stjórn málaflokkanna. Ýmislegt bendi til þess, að á kjördag muni eiga sér stað meiri hreyf ing meðal kjósenda en átt hafi sér stað kannski nokkru sinni fyrr. Framboð Wallace ógn- ar Nixon og Humphrey Atlanta, Georgia, 12. sept. (NTB) Kynþáttaóeirðirnar í stórborg- um Bandaríkjanna undanfarin fimm sumur hafa leitt til þess að kynþátta-öfgamaðurinn Ge orge C. Wallace fyrrum ríkis- stjóri í Alabama, er nú í þeirri aðstöðu að forsetaframboð hans er bein ógnun við framboð þeirra Richards Nixons og IIu- berts Humphreys. Þeir sem fyrir nokkrum ár- um litu á Wallace sem negra- hatara og blaðrara, eru nú farn ir að leggja við eyrun og hlusta á tillögur hans til lausnar helztu vandamálum Bandaríkjanna. Wallace var áður fulltrúi demókrataflokksins og kjörinn á vegum flokksins til ríkisstjóra- embættfeins í Alabama í nóvem- ber 1962. Gegni hann því em- bætti í fjögur ár, en síðan tók kona hans, sem nú er látin, við því. Nú býður Wallaos sig fram til forsetakjörs á vegum óháðs flokks sem hann sjálfur er stofnandi að og stjórnandi. Von ast hann til þess að hljóta það mörg atkvæði í kosningunum í nóvember að hvorki Nixon né Humphrey nái tilskildum meiri- hluta kjörmanna, og verði því að semja við hann til að ná kjöri. Fari eins og Wallaoe vonar, mun hann leggja áherzlu á að ná samningum við viðkomandi forsetaefni um, að hætt verði baráttu fyrir jafnrétti kynþátt- anna, hann fái að Vera með í ráðum við skipan í laust em- bætti hæstaréttardómara, og ef til vill að hann fái ráðherraem- bætti í næstu ríkisstjórn. Einn- ig leggur Wallace áherzlu á, að völd einstakra ríkja Bandaríkj- anna verði aukin, og dregið úr afskiptum ríkisstjórnarinnar í Waishington af málum einstakra ríkja. Stjórnmálafréttaritarar segja, að alls ekki megi vanmeta styrk Wallace. Kosningabarátta hans hefur að vísu eintoennzt nokkuð af kynþáttamálum, en hann hef- ur talsvert dregið úr árás- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.