Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1968 15 Koma til Islands til að sjá jökla, hraun og sanda ÚTLBNDIR ferðamenn, sem leggja leið sína til íslands, koma flestir í þeim erindum að skoða þetta sérkennilega, fallega lands- lag, sem hér er. í*eir sækjast eftir því sem þeir ekki hafa heima. Og hrikalegar óbyggðir getur ís- land boðið upp á umfram flestar aðrar þjóðir. Þeir ferðamenn, sem kjósa að fara langar leiðir í leit að lúxuslífi, skemmtunum og hóteldvölum, fá það í ríkara mæli á hinum frægu baðströnd- um eða í gamalgrónum stórborg- um, og því ólíklegt að Iþeir nenni að sækja það hingað. í sumar hitti fréttamaður blaðsins hóp ferðamanna í Eld- gjá. 'Þar voru á ferð um 80 út- lendingar á vegum Úlfars Jac- obsens, sem hefur farið þrjár slíkar öræfaferðir í sumar. Úlfar miðar sínar ferðir við ofangreint sjónarmið, og því var fróðlegt að sjá hvernig hann hefur útbú- ið sig og skipulagt ferðalögin, enda ekki auðvelt að ferðast með svo stóra hópa útlendinga og veita nauðsynlega þjónustu á há- lendi íslands. Fyrirkomulag allt hefur verið að smáþróazt í rétta átt í þau fimm ár, sem Úlfar hefur farið þessar ferðir með út- lendinga, og leiðin tekið breyt- ingum, þar til nú síðustu tvö ár- in. Því fengum við nýlega við- bótarupplýsingar um ferðir sum- arsins hjá Úlfari, nú þegar flerð- um þessa árs er lokið. Erlendar ferðaskrifstofur senda Úlfari viðskiptavinina, einkum enskar, þýzkar og fransk ar ferðaskrifstofur, og eru þeim greidd 10-15% af ferðakostnaði í umboðslaun. Var aðsókn svo mikil í sumar, að þó um 80 manns væru í hverjum hópi, voru 1'5 á biðlista í miðferðinni og 20 í þeirri síðustu. — Ferða- fólkið, sem kemur, kærir sig ekki um að stoppa í bæjum, seg- ir Úlfar. Þetta er yfirleitt mennta fólk, við höfðum t.d. rektora, kjarnorkufræðinga, prófessora Og lækna, mest þó af kennurum og skólafólki. Og það er ekki fá- tækt fólk. T.d. var með okkur milljóneri, sem var nýbúinn að ljúka smáverki, olíuleiðslu fyrir 185 millj. sterlingspunda. Samt tók hann svona ferð fram yfir það að búa á stórhótelum og fara lúxusferð. Og hann segist ætla að koma aftur. Ferðinni er þannig hagað, að fólkið kemur með flugvélum til Reykjavíkur. Úlfar tekur á móti því og fer með það beint inn á tjaldstæðið í Laugardalnum, þar sem hver fær sitt númeraða tjald. Hjón fá tjald fyrir sig, en annars eru yfirleitt 3 í tjaldi. Þetta eru rúmgóð og ný tjöld með regnslám, og sér hver um að tjalda fyrir sig alla ferðina. Þeir sem koma snemma, fá kvöldmat, og morguninn eftir er framreiddur morgunverður áð- ur en lagt er upp, en alltaf er lagt af stað kl. 10 á morgnana. Eitt mesta vandamálið í svo umfangsmiklu ferðalagi, er auð- vitað matur 'handa hópnum, sem bæði þarf að vera vel framreidd- ur og umfram allt má ekki standa á honum. Þar kemur eld- húsbíllinn að notum. í honum er eld'hús frammi í með frystikist- um, 7 kósangashellum og öðrum útbúnaði, og aftur í sérstök smurbrauðsstofa, þar sem tvær stúlkur smyrja brauð og taka til álegg í plastkassa til dagsins. í eldhúsinu vinna þrjár ásamt að stoðarmanni og framreiða morg unmat og aðalmáltíðina, venju- lega kl. 7-10 á kvöldin. Eitt tíma frekasta verkefnið er að sækja vatn, um 500 lítra í kvöldmat og morgunmat. En útlendingarn ir hafa oft gaman af að hjálpa til við slíkt. Næsta sumar kveðst Úlfar þó ætla að spara tíma með því að hafa 500 lítra vatnstank framan á húsi bílsins, sem dælt er í um leið og komið er í tjald- stað, og hafa svo krana úr hon- um inn í eldhúsið. Aðra fyrirkomulagsbreytingu hóf hann í sumar, sem sparar klukkutímavinnu í áningarstað. Til hans kom franskur maður og sagði honum, að í slíkum ferðalögum í Frakklandi, fengi fólkið bara í upphafi ferðarinn- ar plastpoka með diskum, hnífa- pörum og bolla í. Svo væri eftir máltíðir settur út uppþvottabali og hver þvæi sinn disk og hefði hjá sér. Og þetta hefur verið gert. — Allir eru ánægðir, eng- inn kvartar þó diskarnir séu þá ekki þvegnir svo sérstaklega vel, segir Úlfar. Og það sem mest er um vert, það styttir þann tíma, sem fer í máltíðina. — Þessir erlendu ferðamenn hafa oft mikla reynslu og benda Matur framreiddur í áningarstað manni á það, sem þeir hafa bezt séð annars staðar. Og þegar máltíðin hefst, naæta allir með diska sína og hnífapör. Smíðuð hafa verið langborð, sem hengd eru sitt hvoru megin á eld húsbílinn. Sperrur halda þeim frá bílnum, svo stúlkurnar geti staðið fyrir innan og afgreitt mat inn. Og svo koma allir í röð og sækja á sinn disk. Svona geng- ur mjög hratt að skammta mat- inn, segir Úlfar. Það er munur að geta haft tedrykkjufólkið öðru megin og kaffifólkið hinum rnegin, og góðan aðgang að borð- unum. Og ef rignir höfum við plast, sem strengja má milii þriggja bíla, og rnynda himin yfir „borðsalinn". Þannig eru kassarnir með smurða brauðinu og áleggskassarnir látnir út um hádegi og stúlkurnar hella kaffi og tei í bollana, Sama er með máltíðirnar á kvöldin. Hver ferð tekur 14 daga. Farið er í Þórsmörk, um Skaftár- tungu í Eldgjá, Fjallabaksleið í Landmannalaugar, yfir Tungnaá í Veiðivötn, sunnan Þórisvatns, yfir Köldukvísl og norður Sprengisand í Jökuldal, þaðan niður að Mýri í Bárðardal, um Köldukinn, Húsavík, Tjörnes og í Hljóðakletta, sem útlendingarn ir eru ákaflega hrifnir af. Þá er farið í Ásbyrgi, að Dettifossi og í Herðubreiðarlindir og Öskju og þaðan um Mývatnsöræfi að Mývatni og síðan þjóðveginn um Akureyri, Glaumbæ og suður Kjöl í tveimur áföngum með viðkomu við Gullfoss, Geysi og á Þingvöllum og loks til Reykja- víkur, þaðan sem sumir fara heim strax næsta morgun, en aðrir dvelja nokkra daga á eigin vegum. Flestir þeir, sem verða eftir, fara með Flugfélaginu í Grænlandsferð. — Þetta fól.k vill einmitt ferðast um hálendið, segir Úlfar. Það kærir sig ekkert um mikinn gróður. Þegar við komum með það í Vaglaskóg, lít- ur það varla á trén. Rektor einn frá París sagði mér, að aflokinni ferð, að fallegastur væri sand- urinn norðan við Vonarskarð. Þetta fólk segist koma til íslands til að horfa á jökla, sanda og hraun. Það getur haft. ánægju af fallegum runna, en sækist ekki eftir slíku. Það er gaman að fara með útlendinga þessa leið. Þeir eru t.d. alveg frá sér numdir yf- ir litadýrðinni í Landmannalaug um og á Fjallabaksleið, og þykir stórkostlegt að koma svo allt í einu yfir á breiður af svörtum söndum. Ferðin yfir Tungnaá þykir þvílikt ævintýri, að ég held að ég haldi áfram að fara yfir ána á Hófsvaði, þó brú komi neðar. Og af svörtum söndunum er svo allt í einu komið að gróð- urvin við Veiðivötn. Yfirleitt er leiðin öll svo fjölbreytt. Ég er búinn að gera tilraunir með leið ir undanfarin ár, og nú held ég að ekki sé hægt að bæta meira úr. Allir vinsælustu öræfastaðir íslands eru með. — Svo þú telur þetta réttu stefnuna, að fá svona útlendinga í ferðir til íslands? Hvað um ágóðann? — Já, ég tel tvímælalaust að það sé rétta stefnan, svarar Úlf- ar. Maður sér í blöðunum tölur um hve þjóðin fái mikinn gjald- eyri frá hverjum útlendum ferða manni, og ég held að þessar ferð- Úlfar og Gunnar Jónsson, bílstjóri. ir gefi alls ekki minna, ef ég reikna það sem ferðin hjá mér kostar, 9300 kr. á mann, og flug- farið hingað og héðan með flug- félögunum, og að auki það sem menn eyða hér. T.d. fer 8.-9. hver maður, seha með mér er, tíl Grænlands á eftir. Þetta fólk virðist hafa rúm auraráð, því það kaupir mikið þennan stutta tíma sem það stanzar á Akureyri og hér í Reykjavík. Þó við kom- um seint að kvöldi, þá fæ ég að koma með það í minjagripabúð- ir. Mér reiknast svo til, að það eyði svona 22 þús. kr. á mann. Þetta eru ekki nákvæmar töíur, en ekki fjarri lagi. Ég tel rétt að kynna töfra öræfanna því fólki, sem það vill, án þess að það taki upp hótel fyrir öðrum. Og mörgum þykir sport í að tjalda sjálfir og búa í tjaldi. Það eina, sem við getum verulega keppt um við aðra, er náttúra fslands. Þegar fólk er búið að sjá allt það sérkennilega í lands- lagi, sem hér er að finna, verð- ur því jafnan að orði: — Mikið eigið þið gott að búa í svona fall- egu landi! Og margir koma aft- ur og aftur. — En verða ekki vandrséði, ef þið lendið í miklum rigningum með svo stóra hópa á öræfum? — Við vorum nú svo heppnir að fá aldrei rigningu í tjaldstáð í sumar. Mest rigndi 4-6 tíma í einu, og það munar auðvitað miklu. Rigning mundi gera allt miklu erfiðara. Ferðafélagið hér ög á Akureyri hefur sýnt mér þá vinsemd að veita aðgang að hús um sínum, ef illa viðrar. Og satt að segja finnst mér of mikið að hafa 80 manns í ferð. Nú, þegar ég sé fram á hve mikil aðsóknin er að þessu, þá ætla ég að fækka í hverri ferð og hafa fleiri ferðir næsta sumar. Þá verða alltaf að vera í ferð tveir hópar í ein.u. Útilokað er að byrja fyrr á vor- in. í fyrstu ferðinni, sem hófst um miðjan júlí, lentum við í bleytum og urðum að krækja fyrir skafla, t.d. á norðanverðri Sprengisandsleið, en þar hefur Vegagerðin lagað vel í sumar. Reyndar urðu vandræðin mest á vegum í byggð. Við ljúkum ferð um um 16. ágúst. Kánnski væri hægt að halda áfram 10 dögum lengur, en það fer eftir árferði, og maður verður að vera viss um að koma útlendingum heil- um í höfn án mikilla vandræða. — Það munar öllu að hafa þrælvana bílstjóra, eins og ég hafði, bætir Úlfar við, þá Gunn ar Jónsson frá Dalvík með ann- an bílinn, Guðna Sigurjónsson og Guðmund Kjerúlf með hinn, og svo Má Nikulásson frá Land- leiðum á eldhúsbíln'um. Farar- stjóri í fyrstu ferðinni var Guð- mundur Magnússon, teiknikenn- ari, sem missti framan af þrem- ur fingrum á hægri hendi, þeg-- ar hann fór í spilvindu skammt frá Mýri í Bárðardal, er við vor- um að draga upp bíl. Sem betur fer, voru í ferðinni 4 læknar, sem gátu séð um sjúklinginn, þar til sjúkrabíll kom á móti frá Ak- ureyri, en fingurnir fóru. Og enskur læknir, sem hefur oft komið til fslands, tók að sér far arstjórn. Sjálfur var ég farar- stjóri í miðferðinni, því mér tókst ekki að fá annan, og Sig- urður Magnússon, kennari var Framhald á bls. 19 Bílarnir á Vaðöldu. Þama vilja útlendu ferðamennirnir stanza til að taka myndir. íslendingar vilja gróður í hvammi, útlendingar svarta sanda og öræfalandslag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.