Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1988 n BÓKMENNTIR „Jafnvel í fornöld sveif hugur eins hátt...." Hugleiðingar út af þýðingu dr. Jóns Císlasonar á Agamenon, sem út kom í Smábókaflokki Menningarsjóðs 7967 EINN AF ritstjórum Morgun- blaðsins minntist á það yið mig fyrir alllöngu, að ég skrifaði grein handa blaðinu um þýð- ingu dr. Jóns Gíslasonar á Aga- menon, — fyrsta hluta þess þrí- leiks, sem er eitthvert hið stór- brotnasta og víðfraegasta skáld- verk heimsbókmenntanna fyrr og síðar — að dómi þeirra manna á ýmsum tímum, sem hafa haft bezt skilyrði til að meta grísk bókmenntaafrek og þekkja það einnig, sem helzt er sambærilegt í bókmenntum annarra þjóða. Um höfund þríleiksins, Aiskylos, sem borinn var í þennan heim fyrir um það bil tuttugu og fimm öldum, segir dr. Jón Gísla- son meðal annars: „Aiskylos er elztur hirma þriggja miklu harmleikaskálda Forn-Grikkja. Er hanrn almennt talinn þeirra mikilúðlegastur. Fyrir Hellas hafði hann í leiklistanefnum sam bærilega þýðingu og Shakespe- atre fyrir Vesturlönd. Ef eitt- hvað úr íslenzkum bókmenntum ætti að taka til samanburðar, þá væri það líklega helzt Bjarni Thorarensen að stíl og hugsun- arhætti.'1 Og ennfremur: „Aiský los hefur oft verið niefndur fað- ir leikritaskáldskapar." Ég hafði þegar lasið þýðiing- uma allvandlega oig eins það, sem dr. Jón hefur ritað um höf- undinn, verk hans og tengsl þessa hvors tveggja við forn- gríska sögu og menningu, og nú las ég gaumgæfilega enin á ný. Og víst er um það, að ekkert skorti á, að mér þætti bókinni hæfa, að hennar væri rækilega og að góðu getið, ein hins vegar er ég ekki orðinn svo gamlaður, að ég geri mér ekki nokkra grein fyrir, hvar getu minni og þekkingu eru takmörk sett, og þóttist ég þess vanbúinn að skrifa þamnig um þesaa bók, að ve'l væri. Sá, sem ætti að gera það, þyrfti ekki aðeins að kuinina að meta málfar og stíl hins ís- lenzka texta, heldur einnig vera vel að sér í frummálimu og hafa til að bera staðgóða þekkingu á forngrískri goðafræði, heim- speki, sögu og epískum skáld- skap, því að undursamlegum sam runa alls þessa hjá himum djúp- vitru og hugmyndaríku snilling- um eiga heimsbókmenntirnar að þakka sköpun hinna stórbrotnu og sígildu harmleikja forn- grískra bókmennta. Og ég hugs- aði með mér: „Urn þessa bók eiga þeir íslenzkir menn að skrifa, sem fróðastir eru í fom- grískri tungu og menningu- og eru um leið gæddir almennum bókmenntalegum áhuga og þroska." Og svo lagði ég þá bókina frá mér. En þeim er ekki ýkjatíðför- ult, hinum íslenzku fræðimömn- um, um hinn misjafnlega hrein- lega og oft lítt friðvænlega al- faraveg íslenzkra dagblaða, og dagar og vikur liðu, án þesis að ég yrði þess vís, að nokkur þeirra fyndi hjá sér köliun tdl að stíga ofan úr hæðum sinmar háskóluðu þekkingar og þroska og vekja athygli á þeim gesti íslenzks menningarlífs, sem dr. Jón Gíslason hefur nú gefið löndum sínum færi á að kynn- ast mun n'ámar en áður hefur verið tækifæri til. Og svo var það þá eitt kvöldið í vikunni, sem leið, að ég greip ennþá eimu sinni hima litlu og snotru bók, sem er sú 23. í röðinni í Smá- bókasafni Menningarsjóðs, og kom niður á eftirmáia dr. Jóns. Hann hefur mál sitt á þessa leið: „Ef einhver spyrði mig, hvers vegna ég hefði verið að þýða Agamenon, mundi ég svara, að það hefði ég gert í þeirri trú, að með því væri ég, þó af veikum mætti væri, að efla sjálfstæði þjóðar vorrar. Þessu til skýrinig ar vildi ég segja örfá orð: Stjómarfarslegt sjálfstæði er auðvitað afiar mikilvægt. En þvi rná aldrei gleyma, að það er að- einis tækifæri, sem oss gefst. Hitt varðar mestu, hvemig vér neytum þess. Hið memmingarlega sjálfstæði er í rauninni undir- staða og forsemda sjálfstæðis á öllum öðrum sviðum. Það er því engin firra að halda því fram, að það sé einm þáttuæ í sjálf- stæðisbaráttunni — og hún mun stamda jafiniengi og íslenzk þjóð er til — að þýða hin merkustu rit heimsbókmenntanna á vora tuingu." Dr. Jón víkur síðan að slíku menningarstarfi hjá stórþjóðum heims, þar sem segja má, að hver ný kynslóð þýði „snilldar- verk heimsbókmenntanna af nýju og Leitist við að kryfja þau til margjar. En hér er til þessa hvorki manmafli né fé. Br því næsta líkiegt, að viðleitni vor til að draga björg í vort andlega þjóðarbú beri eigi þann ávöxt, sem skyldi. Eigi má þó leggja árar í bát, þó að við ramman sé reip að draga." Dr. Jón getur þess síðan, hve veiga- mikið skáldverk Agamenon sé, og segir því næst: „Valið þarf því ekki að af- saíca. Hitt er annað mál, að kall- ast mætti fífldirfiska að ætla sér að þýða slíkt verk, sem magn- að er kynngi, bæði að hugsum og orðfæri." Þá er ég greip bókina i þetta einn, hafði ég kvöldið áður les- ið formáia dr. Jakobs Benedikts sonar fyrir öðru bindi íslenzkra rita í frumgerð, Brevis commen- tarivs de Islandia, sem fyrirtæk- ið Endurprent gefur út, — en með þeirri bók „hófst rithöf- undarfieriil Arngríms lærða" til varmar fslendingum gegn erlend um rógberum og loddurum — og kynning Arngríms erlendis á ís- landi og íslenzkri menningu. Þeg ar ég svo las eftirmáia dr. Jóns, datt mér í hug viðhorf Arngríms lærða til bókar sinnar og ætt- jarðar. Dr. Jakob Benediktsson lýkur þannig formála sínum: „Sjálfur lýsir Amgrímur við- horfi sínu nokkuð í lokaorðum bókarinnar, og hæfir að ljúka þessum formála á þeim orðum, nú þegar fjórar aldir eru liðn- ar frá fæðingu hans. Hann á- varpar þar ættjörðina og ssgist munu haifia erindi sem erfiði ef aðrir íslendingar geri betur síð- ar á sama vettvangi" o-g enda þótt orðstír minn hverfi í skugga ritverka þeirra, skal ég samt hugga mig við ágæti þeirra manna, sem Skyggja á nafn mitt. Því að enda þótt umhyggja fyr- ir nafini og orðstír skuli ærin vera, á hún að vera meiri fyrir ættjörðinni: sé virðing hennar hólpin og óspjölluð, megum vér einnig telja oss hólpna og heila á húfi." Frá því að bók Arngríms lærða kom út og til þess er dr. Jón skrifar eftirmála sinn, eru liðniar þrjár aldir og þremur aldarfjórðungum betur, — „en“, datt mér í hér, „er ekki brú yf- ir haf aldanna milli niðurlags- orða Arngríms lærða og eftir- mála dr. Jóns, — andinn bak við starf þeirra bsggja sá hinn sami svo sem þá líka sá ándi hafii verið að verki hjá snillingun- um séra Jóni á Bægisá, Svein- biimi Egilssyni, Jónasi Haligríms syni, Grími Thomsen, Steingrími og Matthíasi — að ógleymdum Magnúsi Ásgeirssyni? ... Og skyldi ég þá ekki freista þess, hvað sem minni getu líð- ur, að vekja athygli á þeim göfga gesti, sem dr. Jón hefur leitt í garð að þessu sinni í þeim vændum að efla með því „sjálf- stæði þjóðar vorrar" — og það því fremur, sem hann hefur áð- ur sýnt rækilega í verki, að hug ur fylgir máli? — ★ — Bókin hefst á ritgerð eftir dr. Jón um harmleikinn, skáldið Ai- skylos og fomgríska menningu. Ritgerðin er tuttugu og tvær blaðsíður, og þó að eínið sé ær- ið viðamikið, tekst höfundinum að gera því slík skil, að hver sæmilega skýr og andlega vök- ull maður ætti við iesturinn að fá það glögga hugmynd um helztu grundvalilaratriði þassa stórbrotna skáldverks, að þrátt fyrir að ýmsu sérlegt form- og hugmyndaheim, sem kemur þeim a'llframandlega fyrir, sem þar er nýr geistur, geti hann að veru- legu leyti notið hins myndauðga og ljóðræna stíls og hátíðlega málfars, hinnar djúpu og kynngi mögnuðu hugsunar og hims á- stríðuþrungna og svo sem goð- magnaða örlagaþimga. Au'k þess mætti ætla, að þessi ritgerðveki hjá hugsandi og fróðleikisfúsum lesanda löngun til að kynnast nánar þeim undraheimi speki, fleygra hugmynda og frábærr- ar listar, sem er arfleifð alla mannkyns frá hinni fámennu att ísku þjóð, og þykir mér nú hæfa að drepa á nokkur almemnt for- vitnileg atriði, sem fram koma í þessairi ritgerð. Svo sem öllum þeim er kunn- ugt, er mumið hafia manmkyns- sögu, sigruðu hinir fámenmu att- íkubúar óvígan her Persaveldis, hins víðlenda og volduga aust- ræma ríkiis, sem var voðaiskelf- ir allra simnia niágranna. Jafin- vel í vitumd sigurvegara nmia sjálfra var sigurinn með slík- um ólíkindum, að þeir trúðu þvi fastlega, að hanrn hefði fyrst og fremst verið guðunum að þa'kka, — þeir hefðu verið í veriki með Grikkjum og leiðtogum þeirra, af því að þeir af sinini guð- legu speki og forsjá hefðú ekki vilja, „að einn maður réði bæði yfir Asíu og Evrópu, guðlaus maður, sem, saurgað heifði hei'lög vé guðanma og jafnvel ætlað að hneppa höfuðs'kepnurnar í fjötra." Og sú óbifanlega trú attíkumanima, að þeir nytu einm- ig að styrjöldinni lokimmi hylli og handleiðslu guðainna, fyllti þá um a'lllangt skeið andlegri orku og nærfellt ómiennskum móði til verndar frelsi sínu og lýðræði — og gæddi þá undur- samlegum sköpuniarmætti. í þessu andrúmslofti ólst Ai- skylos upp, og hann varð allt í senn: stæltixr og hugrakkur her- maður, ákafur trúmaður, einlæg- ur ættjarðar- og frelsisvinur og eldheitur og hreinhjartaður hug sjónamaður. Þegar í æsbu kynnt ist hann fornhelgum sögnum og hetjuljóðum þjóðar sinnar og hreifst af þeim, og hann var hreykinn af að hafa með sverð í hendi takið þátt í vörnum fóst- urlands síns. Hann orti og ekki sjálfum sér til ágætis upp úr arfgengum sög um og sögnum hinna ljóðrænu og dramatísku harmleiki sána og samdi við þá tónlist, sem nú er raunar löngu týnd, en efi að lík- um lætur hefur verið svo sam- rærnd efni og anda leikjanna, að hún hefur magnað þá og aukið stórum áhrif þeirra. Tilgangur hans var að vitka og þroska þjóð sína og efla trú hennar á forsjá guðanna. Dr. Jóni farast þannig orð um einn þáttinn í samtíðar- og fram tíðargildi harmleikja Aiskylos- ar: „Úrslitaþýðingu fyrir þróun leiklistar hafði það frumkvæði Ais/kylosar að bæta við einum leikara á sviðinu. Áður hafði að- eins verið um kórinn og leið- toga hans að ræða. En þessi merka nýjung Aiskylosar skap- ar grundvöll fyrir leikræna þró- un og samtöl á sviðinu. Er yngri samtíðarmaður hans, Sófókles, bætti við þriðja leikaranum, fór Aiskylos að dæmi hans. Má þá fyrst svo að orði kveða, aðharm leikurinn sé alskapaður." í ritgerðinni gerir dr. Jón sér- staiklega grein fyrir efni, gerð og boðskap hins mikla Oresteia- þríleiks, en eins og áður getur, er Agamenon fyrsti leikur þeirr- ar frægu þrenningar, og fjallar meginhluti ritgerðarinnar um þann leik. Þar er að mjögmörgu vikið, sem leiðbeinir lesandan- um, en ég drep hér aðeins á tvö hin athyglisverðustu atriði. Ann að þeirra er sjálfur kjami þessa leiks og þríleiksins alls, hin ris- mikla undiralda svo ástríðu- þrunginna átaka gkáldsins við heiltækt og sígilt viðfangsefni, að einmitt þau gera leikinn jafn tímabæran og áhrifaríkan nú og um óræða framtíð og hann mun hafa verið með Grikkjum fyrir hálfium þriðja tug alda. Þetta við fangsefni er hin ævafoma, ó- hagganlega og síharmræna stað- reynd, að jafnvel þeirri hefnd, sem virðist fyllilega rökræn aí- Ieiðing hermdarverks — jafnvel refsingu, sem að beztu manna yf- irsýn virðist réttlát og þjóðfé- lagsleg nauðsyn, miðuð við glæp þann, sem drýgður hefur verið, fylgir einhver sú rangsleitni, sem leiðir af sér annað hermd- arverk, ainnan glæp — og þann- ig áfram — einstaklingurinn, ætt in, stéttin, þjóðfélagið, þjóðirni- ar verða þrautpíndir fangar inn an vítahrings orsaka og afleíð- inga ... Og hver er sú lausm, sem hinn spakvitri Aiskylos eygir? Honum er ljóst, eins og LAWN BOY GARÐSLÁTTUVÉLIIM. Vél hinna vandlátu. FLJÓTVIRK QAN SETNING: Hin sjálfvirka kve stilling sér fyrir þ Eitt handtak á au inngjöfina, létt ta gangsetningarsnú una — og LAWN- þýtur I gang. JAFN SLÁTTUR: Hjólafestingar eru hreyfan- legar, svo ÓJöfnur hafa ekkert að segja fyrir sláttugæðin. TAKIÐ EFTIR, þér hafið aldrei séð Jafngóðan slátt Aður. FULLKOMIN RYÐVÖRN: Hllfin utan um sláttuhnifinn og móforhllfin eru úr sérstakrl málmblöndu, og þess vegna getið þér hreinsað LAWN BOV vélina einfaldlega með garðslöngunni án þess að ryð.myndist. STERK MÓTORHLÍF I^R TREFJAPLASTI og tvöföld hllf utan um siáttu- hnlfinn, að framan og aftan. — Pess vegna er LAWN BOY öruggasta vélin sem þér láið I dag. OUTBOARD MARINE — framleiðendur LAW BOY sláttuvélanna, EVINRUDE og JOHNSON utanborðsmótoranna og snjósleðanna — eru meðal reyndustu framleiðenda mótora I heiminum. Allt, sem þeir vita um vélar — sem er nógu mikið til að flytja stærstu báta um vötn og höf, — hafa þeir notfært sér við byggingu LAWN BOY aláttuvélarinnar. En LAWN BOY er samt enginn utanborðsmótor, sem bjargar drukknandi manni til lands. Hin langa og góða reynzla þeirra veitir ótvírætt traust og öryggi. Sem sagt: vélin er frá gangsetningar- 8núru til útblástursrörs eingöngu gerð með slátt I huga. Þér getið fullkomlega treyst LAWN BOY. ÞÚR H • EYKJAVfK SKÓLAVÓRÐUSTÍG F 1 25 © LAWN BDV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.