Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIB, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1968 hvað heldurðu, að ég hafi séð þar? — Ætli það hafi ekki verið karlmaður, sem brosti til þín? Eða eitthvað þesöháttar? Jill vissi að Sandra gat verið fljót að verða hrifin af sberka kyn- inu og jafnfljót að gleyma því aftur. Hún varð því hissa, þeg- ar hin svaraði: — Nei, ekkert þvílíkt. Þarna var enginn mað- ur. En það var hitt, sem var málað á gluggann. Hún lækkaði röddina: „Atlas International R.áðningastofa — Við náum til alls heimsins.“. Jill hugsaði sig um. — Líklega er þetta staður, sem fólk leitar til ef það vill flytja úr landi. Er það nokkuð sérstaklega merkilegt? — Ekki annað en það, að þessi skrifstofa kvnni að hafa atvinnu handa okkur, góða mín. Atvinnu erlendis á ég við. Skil- urðu ekki, hvað ég er að fara? — Nei, Þú munt vera að gera að gamni þínu, Sandra. Þér er ekki alvara að ætla að fara að spyrjast fyrir þarna, hvort nokk uð sé laust, sem gæti hæft okk- ur? — Jú, vitanlega er mér alvara Hversvegna ekki það? Hvierju höfum við að tapa? Heldurðu ekki, að það væri betra að vinna á einhverjum skemmtilegum og glæsilegum stað, þar sem er blár himinn og sólskin, og fjara þar sem hægt væri að vera um helg- ar í sólbaði og hitta glæsilega menn? Jill brosti. — Þú talar eins og heil ferðaskrifstofa. Þetta væri sjálfsagt nokkuð fyrir þig! — O, þú mundir nú heldur ekki fúlsa við því kelli min. — Nei, en þetta er bara óhugs andi. Jæja, þá erum við komnar. Þær stigu út og gengu yfir götuna að háu byggingunni þar sem Grand International hýsti fjórtán hundruð manna starfs- hóp sinn. Lyftan skaut þeim upp á níundu hæð og langa skrif- stofan með neonljósunum ag löngu skrifborðaröðunum blasti við. Þegar Jill var sezt við reikni vélina sína, hafði hún alveg gleymt þessari uppástungu Söndru. Stúlkan sem sat við hlið hennar, var veik þennan dag, svo að Jill varð að gæta spjald anna hennar, auk sinna eigin. Vinstúlkurnar tvær höfðu ekki sama matartíma, svo að Jill hitti ekki Söndru fyrr en við fatageymsluna klukkan hálfsex. Jill sá samstundis að hin bjó yfir einhverju. Fallegu augun í Söndru ljómuðu eitthvað svo óvenjulega. — Bíddu þangað til við kom- um út, þá skal ég segja þér það, sagði hún til svars við spurn- ingu frá Jill. — Settu nú klút- inn almennilega á þig. Meira frá andlitinu svo að hárið sjáist. Það tekur sig betur út. Hún hnippti í Jill og kleip hana. — Þetta var betra. Ertu með hanzka? Gott. — Hvað á þetta eiginlega að þýða? spurði Jill. — Ætiarðu á fjögurra manna stefnumót með honum Pétri aftur? Ég kæri mig ■ekkert um að vera yfirskips oft- ar. Skemmti mér ekkert vel seinast. Og kunningi hans varð Mka fyrir vonbrigðum af því að ég er ekki eins og þú. 2 — Skítt með Pétur! svaraði Sandra. Það er ungfrú Cavan- agh, sem við ætlum að fara að hitta. Ég aftalaði tíma hjá henni klukkan sex, fyrir ökkur Þeg- ar Jill virtist ekkert skilja, bætti hún við: — Ungfrú Cavanagh sendur fyrir ráðningum í skrif- stofunni. Það er hún, sem ræð- ur fólk og semur vináttusamning ana. — Skrifstofunni? Er það kannski sú, sem þú varst að tala um í morgun? — Já, hvað annað? — Ertu virkilega búin að fara þangað, Sandra? — Já, svo sannarlega, svaraði hin, hreinskilnislega. — Sagðist ég ekki ætla það. Ég skrapp í Enskar bréfaskriftir Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða strax stúlku til að annast enskar bréfaskriftir. Viðkomandi þarf að geta vélritað eftir segultoandi. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag 17. þ.m. merktar: „Enskar bréfaskriftir — 8993“. Hljóðfæri til sölu Nokkur notuð píanó Horn- ung og Möller, flygill, orgel, harmoníum, raf- magnsorgel, blásin, einnig transistor orgel, Hohner rafmagnspíanetta og notað- ar harmonikur. Tökum hljóðfæri í Skiptum. F. Björnsson, sími 83386 kl. 2—6 e. h. FRÁ VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS Verzlunarskóli íslands verður settur í hátíðasal skólans mánu- daginn 16. september kl. 2 síðdegis. SKÓLAGJÖLD skulu greiðast fyrirfram fyrir skólaárið og verður þeim veitt móttaka í nýja skólahúsinu mánudaginn 16. september kl. 9—17. Skólagjald er að þessu sinni kr. 7.000.-1- félagsgjöld kr. 500.—; samtals kr. 7.500.— Ó D Ý R T GRÆNMETI Blómkál, hvítkál, tómatar, agúrkur, rófur, íslenzkar kartöflur. Gróðrastöðin v/Miklatorg v/Sigtún, sími 36770. Símar 22822 og 19775. GRÖÐURHUSIÐ — Ég var að bursta tennurnar er konan mín kallaffi til mín: Útsvarsseffillinn er kominn! matartímanum, til þess að vita hvort nokkuð væri laust. — Og 'hvað var laust? spurði Jill, máttleysislega. — Einmitt það, sem við þurf- um, elskan! sagði Sandra. — Það er hjá stóru olíufélagi, am- erísku, í Beirut, Og ágætis kaup. Er þetta ekki dásamliegt? — Jú, en hvar er Beirut? Er þa'ð ekki einhversstaðar í Mið- austurlöndum, eða er ég kannski með eitthvað annað í huganum? — Stendur heima, sagði Sandra. — Það er í Libanon. Mjöig alþjóðlegur og spennandi hér um bil aldrei, segir ungfrú Cavanagh. — Þetta lítur ósköp glæsilega út, svaraði Jill. — En hvernig. . — Það er álveg dásamlegt. Þessvegna hef ég aftalað við ungfrú C. að koma aftur í kvöld og hafa þig með mér. Svo getum við undirritað samninginn sam- an og sagt upp hjá henni gömlu frú Potter á morgun, enda er þá föstudagur og bomsaraboms! Við erum komnar á leið í sól- skinið og skemmtanirnar! Jill var alveg orðlaus. Hún stóð þarna á þéttskipaðri gang- stéttinni og glápti á Söndru, sem brosti bara íbyggnu brosi. Jill var nú orðin vön þessum hug- dettum hennar, en þarna hafði hún nú rutt öllum fyrri metum. Þarna var um að tefla atvinnu þeirra og meira að segja öryggi. Hún áttaði sig samt fljótt og flýtti sér að segja: — Ertu nú alveg gengin af vitinu, Sandra? Við höfum góða atvinnu þar sem við erum. Þú veizt ósköp vel sjálf að kaupið hjá okkur er hærra en gengur og gerist hjá trygginarfélögum. Og auk þess. — En þarna eru ennþá betri kjör, góða mín. Við fáum farið greitt, og gott gistihús til að búa í og allt mögulegt. Miklu betra en hjá okkar félagi. — Það er eins og þú sért bú- in að ganga frá þessu öllu, sagði Jill. Sandra h'ló. — Já stundum get ég verið hagsýn. Það verðurðu að játa. Ég er alveg viss um að það verður voða spennandi þarna í Austurlöndunium. Og þú verður stórhrifin af því. — Nei, það verð ég ekki, sagði Jill og ætlaði að fara að leggja af stað. — Enda fer ég ekki neitt. —Víst ferðu! Vertu ekki með þessa vitleysu! — Mér finnst þetta líta grun samlega vel út, sagði Jill. — Það hljóta að vera einhverjir ag núar á því. Hversvegna ætti það að vera? "S 14. SEPTEMBER Hrúturinn, 21 marz — 19 apríl Gerðu þér glaðan dag (og morgundag) með hófsemi í mat og drykk. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Áætlanir þínar geta orðið arðsamar í dag og áfram. Kallaðu á lítinn kunningjahóp í kvöld. Tvíburamir 21. maí — 20. júní. Frændur og vinir njóta lífsins í dag, en ekki gleyma þeim er fjarstaddir eru. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. Farðu varlega, og hættu þér ekki út á hálar brautir. Gleddu ættingjanna, er á líður, Ljónið, 23. júlí — 22. gúst. Forðastu erjur, vertu samvizkusamur, og reyndu að miklast ekki. Dragðu þig snemma í hlé. Meyjan, 23. gúst — 22. sept. Það ber talsvert á þér í dag. Reyndu að halda aftur af þér, enda þótt þú eigir lof skilið, og kunnir að sigra að lokum. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Ef þér lánast að einbeita þér að vinnu þinni og stefnu I dag, mun dagurinn verða einstaklega skemmtilegur. Lofaðu öðrum að njóta hans með þér. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Hættu ekki á neitt með aðgerðir vina þinna og kunningja, enda þótt þú látir orð þeirra sem vind um eyrun þjóta Gerðu ráðstaf- anir til að lagfæra ástandið. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Leggðu þig allan fram við dagleg störf í dag. Skipuleggðu hóp- starf, og forðaztu þá. sem eru á öndverðum meiði. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Hérumbil öllum fjármálum fylgir mikil áhætta. Farðu einhverja smáferð, ef þú getur. Sjónarmiðin breytast. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Reynt verður að slá ryki í augu þér Gerðu ekkert, fyrr en þú ert öllum hnútum kunnugur, jafnvel þeim, er snerta samkvæmis- lífið. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. Erfitt reynizt að átta sig í allri ringulreið dagsins. Skynsemi þín verður þér gagnlegrl en utanaðkomandi ráð og fhlutun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.