Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 26
26 MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1968 Fyrstu keppendur á OL eru að koma til Mexikó Keppni leikanna stendur í 1214 stundir og 50 mínútur FORSETI Mexikó Diaz Ordaz sem er verndari OL-leikanna þar í landi kallaði alla fulltrúa í mexikönsku OL-nefndinni og starfsmenn leikanna til Mexikó- borgar í gær, því hann taldi það skyldu þeirra að vera til staðar þá er fyrstu keppendur kæmu til landsins, en það verður nú um heigina. _ Með þessu bófst einskonar skrúðganga mexikönsku fuiltrúanna til Ol- ympiumiðstöðvanna. Og næstu daga hefst straumur íþrótta- fólksins þangað. Flest Olympíumannvirkin eru nú fulligerð. Húsnæðið fyrir 7226 keppenidur frá 119 löndum stendur tilbúið og bíður kepp- endanna. Og án nokkurs efa verður öllum undirbúningi lokið á góðum tíma fyrir setningu leikanna 12. október. Alls verður keppt í 19 greinum fþrótta á ieikunum. Gamansam- «r blaðamaður í Mexíkó lagði ftram eftirfarandi spurninigu: — Ef svar þitt verður rétt, færð þú 64 þús. dali. Geturðu sagt mér hve marga klukkutíma keppni í öllum greinum leik- anna stendur yfir. Þú verður að svara innan 60 sekúndna ef þú átt að fá „pottinn" .... Timinn leið. — Mér þykir það leitt. Þú misstir af verðlauniunum. Keppn in stendur samkvæmt nákvæmri áætlun í 1214 klukkustundir og 50 mín. Og nú er Olympíueldurinn á leiðinni. — Leið hans er að mestu í fótspor Kolumbusar sem famn leiðina frá gamla heiminum MEÐ samiþykki menntamálaráðu neytieins gekkst íþróttakennara- skóli íslands dagana 26. ágúst fyrir námskeiði íþróttakennara. Námskeiðið var haldið í Reykjavík í húsakynnum barna- og gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Námskeiðið sóttu alls 92 kenn arar en 81 mættu í allar kennslu stundir. Aðalkennarar voru frá fþrótta kennaraskólum Svíþjóðar í Stokkhólmi og Örebro. Þau Ulla Britt Ágren og Andres Eriksen. Einnig kenndi Vignir Andrés- son, en fyrirlestra fluttu Stefán Hermannsson, verkfræðingur um ný efni í slitlög á íþrótta- svæði og Hermann Sigtryggsson til hins nýja heims. Og leikarnir eiga að vera haldnir í þeim sama anda milli heimshlutannia. Það er með þessu haldið upp á 476 ára afmæli farar Kolumbusar. Lengsti keppnisdagurinn verð- ur er úrslitakeppnin í skotfimi fer frám en þá stendur keppnin yfir i 18 stundir. Iþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ak- ureyrar um iþróttakennaranna og æskulýðsstörf. Þorsteinn Ein- arsson iþróttafulltrúi rikisins leiðbeindi um íþróttamannvirkja gerð. Á námskeiðinu voru sýndar kennslumyndir um íþróttir. f sambandi við námskeiðið var haldinn aðalfundur iþróttakenn- arafélags íslands. Jónína Tryggva dóttir lét af formennsku en við tók Guðmundur Þórarinssson. Stjórnendur námskeiðsins voru Árni Guðmundsson skóla- stjóri íþróttakennaraskóla ís- lands og íþróttafulltrúi rikisins Þorsteinn Einarsson. Fræðslumálaskirfstofan. 92 sóftu íbrótta- kennaranámskeið Forsetabikarinn afhentur Guðmundi Á 17. JÚNÍ mótum um allt land er keppt um Forsetabikarinn, sem forseti tslands gaf 1954. Er hann farandgripur, sem veitist þeim frjálsáþróttamanni, sem vinnur bezta afrekið á þessum mótum hverju sinni. í- ár vamn Guðmunur Her- mannsson, K.R., bikarinn fyirir afrek sitt í kúliuvarpi, 18,11 m, sem gefur 1378 stig skv. stiga- töflunni. Á íþróttaþinginu afhenti for- maður Í.B.R., Úlfar Þórðarson, Guðmundi bikarinn. Pólverjar eru hættir Þúsundir. skólabarna aftur i þríþraut F RÍ ÞRÍÞRAUT FRÍ fyrir yngstu keppendurna, skólabórn sem fædd eru 1955, 1956 og 1957, er nú hafin. Er keppt í öllum skól- um landsins og eru keppnis- greinar í þríþrautinni 60 mi Sigurvegari í hverjum flokki hlaup, hástökk og knattkast hljóta verðlaun og stigahæsta (tennisknöttur 60 gr.) Það eru stúlkan og stigahæsti drengur- bæði stúlkur og drengir sem rétt inn hljóta flugfar hjá FRÍ. eiga tU keppnj og tvö efstu í' hvorum flokki eru tilkynnt til FRl og síðan eru valin þau 6 beztu í hverjum flokki tU úr- slitakeppni og fer hún fram á vegum FRÍ í júní 1969. Síðast tóku þátt í þessari þrí- þraut 358 börn víðsvegar á land- inu og er þetta fjölmennasta íþróttakeppni unglinga á land- Keppt er eftir leikreglum í frjálsum íþróttum og geta nem- endur fengið allar upplýsingar hjá íþróttakennurum skólanna — og þeir snúið sér til FRÍ til frekari upplýsinga. Keppnin síðast sýndí að áhugi barnanna fyrir þessu verkefni í íþróttatímunum var mikill og ætti hver íþróttakennarj að nota þetta tækifæri í byrjun kenmslu- tímans, en undankeppnin stend- ur frá 1. sept. til 31. okt. nk. PÓLVERJAR hafa nú ákveðið að draga bæði lið sín sem til— kynnt höfðu verið í Evrópu- keppni um bikar meistamliða og bikar bikarmeistara úr keppn- inni. Er þetta gert í mótmæla- skyni við það að Ewópusiam- bandið skyldi framkvæma að nýju drátt um það hvaða lið skyldu leika saman, en þá á- kvörðun tók sambamdið eftir innirás landanna fimm í Tékkó- slóvakíu. og mótmæli vestrænna landa gegn innrásinni. Á ÚRTÖKUMÓTI Bandaríkja ( manna í frjálsum iþróttum, fyrir Olympíuleikana urðu 1 tveir menn tU að bæta heims- I metið í 200 m hlaupi og hinn I I þriðji jafnaði fyrra metið. j John Carroll hljóp vegalengd- ina á 19.7 sek og Tommie! ^ Smith á 19.9 sek. Þriðji mað- ( I ur hljóp á 20.0 en það er gild- I andi heimsmet Tommie Smith.l Talið er mjög ólíklegt að ( i árangur þessi verði staðfest- . ur þar sem hlaupararnir not- ' uðu nýja gerð af skóm, með | einskonar burstasólum, en/ þeir þykja mun betri en; venjulegir gaddaskór. Glímunómskeið fyrli ísofförð og ndgrenni GLÍMUSAMBAND ÍSLANDS og íþróttabandalag ísfirðinga gengst fyrir glímunámskeiði á ísafirði, sem hefst sunnudaginn 22. sept- ember nk. Kennarar verða Þorsteinn Kristjánsson, landsþj. Glímusam- bandsins og Gísli Kristjánsson ísafirði, sem gefur nánari upp- lýsingar. Væntanlegir þátttakendur í námskeiðinu snúi sér til Gísla Kristjánssonar senn fyrst. Búizt við metaðsókn Benfica og Vals f athugun að setja stólsœti upp á brautinni traman við stúkuna — að leik — Við spörum ekkert til þess að hafa Laugardalsvöll- inn í góðu ásigkomulagi þá er Benfica og Valur leika á miðvikudaginn, sagði Baldui Jónsson vallarstjóri í samtali við Mbl. í gær. — Ég held mér sé óhætt að fullyrða að bann verður í því bezta ásigkomulagi sem hægl er að hugsa sér með grasvöll í september norður við Dumbshaf. Og vallarins vegna ætti knattspyrnan að geta orðið af bezta tagi, og ég ber ekki kvíðboga fyrir að hin- ir heimsfrægu atvinnumenn kvarti yfir vellinum. — Hvernig gengur sala að- göngumiða? — Fyrirfram sala hefur aldrei verið jafn mikil og nú. Hátt á sjötta þúsund miðar eru þegar seldir og salan er enn ör enda væri ógerningur að afgreiða slíkan miðafjölda „við innganginn“. Leikurinn hefst kl. 6.15 og má ætla að margur hafi nauman tima til að komast til leiksins — og þá betra að hafa miðann til- búinn. Að sjálfsögðu ræður veður á leikdagimn miklu um loka- tölu áhorfenda. Metið hér á vellimum er 12600 manns. Ég væri ekki undrandi þó það yrði slegið nú. — Gerið þið sérstakar ráð- stafanir í þessum efnum? — Eftirspurn eftir sætum er mjög mikil og má segja að hringt sé í mig dag og nótt út af slíku. Það er því í athugun að koma upp stólaröðum á brautinni fyrir framan stúk- una. Er unnið að því máli, hvort sem það tekst eða ekki. — Sérstök löggæzla? — Það verða frá okkur 30 gæzlumenn, sem er meira en nokkru sinni fyrr. En ég vona að enginn, hvorki ungur né gamal'l, verði til þess að sýna þessum ágætu gestum nokkra ókurteisi. Slíkt á að verða okkur metnaðarmál, sagði Baldur Jónsson vallarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.