Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPT. 1968 Útgefandi Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórr Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjórl Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Súni 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Síml 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. AFTURHALDSMENN- IRNIR í ATVINNU- MÁLUM fTtyrir tveimur árum urðu *• Framsóknarmenn og kommúnistar berir að því að vera mestu afturhalds- menn í íslenzkum atvinnu- málum. Þeir börðust hatram- lega gegn stóriðjuframkvæmd um í Straumsvík í tengslum við Búrfellsvirkjun og drógu upp alls kyns hryllingsmynd ir af því, sem gerast mundi, ef fslendingar gengju til sam- starfs við erlenda aðila um þessar framkvæmdir. Þessar raddir eru nú þagnaðar. f dag furðar menn á, að það kostaði hörð átök á Alþingi að fá framgengt þessum viðamiklu framkvæmdum. Ein af fjölmörgum rök- semdum, sem Framsóknar- menn og kommúnistar beittu á sínum tíma gegn þessum framkvæmdum var sú, að þær mundu taka vinnuafl frá undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar en þá var mikill uþpgangstími í sjávarútveg- inum. Stjórnarflokkarnir bentu hins vegar á, að reynsl an kenndi okkur íslendingum að treysta ekki um of á sjáv- araflann, þar gætu skjótt skiptzt veður í lofti og einnig voru nýir og fjölmennir ár- gangar að koma á vinnu- markaðinn. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að orustan um álbræðsluna var háð á Al- þingi hófst verðfall á íslenzk um útflutningsafurðum er- lendis og síðan hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Ef nú nyti ekki við framsýni stjórn arflokkanna og ef ráð stjórn- arandstöðunnar hefðu verið tekin væru nú engar stór- framkvæmdir í Straumsvík og við Búrfell og stórfellt at- vinnuleysi væri í landinu. Framsóknarmenn og komm únistar reyna að fela aftur- haldsstefnu sína í íslenzkum atvinnumálum og segja að ríkisstjórnin hafi ekki búið nægilega vel að íslenzkum at- vinnurekstri. Því til stuðnings segja þeir, að samdráttur hafi orðið í iðnaði, togaraflotinn hafi gengið úr sér og vanrækt að auka vinnslu síldarinnar. Ekki þarf annað en aka um iðnaðarhverfi Reyjavíkur- svæðisins og Akureyrar til þess að sjá hve stórfelld upp- bygging hefur orðið í iðnaðin um í tíð núverandi ríkisstjóm ar. Áður en hún kom til valda hafði iðnaðurinn ekki um lángt skeið fengið að byggja ný verksmiðjuhús og endur- nýja vélakost sinn. Frá árinu • 1960 hafa ný verksmiðjuhús þotið upp og vélakostur iðn- aðarins hefur verið endurnýj aður. Jafnframt hefur iðnað- urinn orðið að aðlaga sig breyttum markaðsaðstæðum innanlands og hefur gert það með þeim árangri, að hann er nú mun betur undir það búinn en áður að standast samkeppni við erlendan vam ing innanlands og hefja út- flutningsstarfsemi. Framsóknarmenn og komm únistar segja, að togaraflot- inn hafi ekki verið endumýj aður. Allir vita, að togararnir hafa lítinn rekstrargrundvöll haft um langt skeið fyrst og fremst vegna þess, að þeir búa ekki lengur við þau fiski mið, sem þeir áður höfðu. For senda þess að tryggja rekstr- argrundvöll togaranna er sú, að rýmka veiðiheimildir þeirra en Alþingi hefur verið ófáanlegt til þess fram að þessu. Samt sem áður hefur ríkisstjómin unnið að því að smíðaðir verði nýir skuttog- arar en ljóst er að nýtt blóma tímabil í togaraútgerð getur tæplega hafizt fyrr en togar- arnir eiga þess kost að starfa við rýmkaðar veiðiheimildir. Framsóknarmenn og komm únistar segja að vanrækt hafi verið að auka vinnslu síldar- innar. Reynslan sýnir, að auk in vinnsla síldar er engin töfralausn á atvinnumálum þjóðarinnar. Fullkomin niður suðuverksmiðja var byggð í Hafnarfirði með öflugum stuðningi ríkisvaldsins en öll um er kunnugt hvernig sá rekstur hefur gengið. Nú hef ur verið reynt að efla hann á ný með aðstoð ríkisvaldsins. Höfuðstaðreyndin um af- stöðu ríkisstjórnarinnar til íslenzkra atvinnuvega kemur auðvitað fram í þeirri stór- felldu atvinnuuppbyggingu, sem orðið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hún er meiri og örari á styttri tíma en nokkur daemi em til um í sögu þjóðarinnar. Hundr uð nýrra og fullkominni fiski skipa með gjörbreyttri tækni hafa verið keypt til lands- ins eða byggð í landinu í nýj- um og fullkpmnum skipa- smíðastöðvum. Nýjar síldar- verksmiðiur, söltunarstöðvar og fiskverkunarstöðvar hafa risið unn um allt land á þessu tímnhili. Því hefur fvlgt lífs- k’arabvltin <» með bióðinni. Áróður Framsóknarmanna *®cv-v ÉkkfA'ii ||1 VWHÍIi il 'AN IÍD HFIMI \iiiV U 1 nli U1% nlIIVII 15 ára drengur skipt- ir um hjarta í mús Fimmtán ára gamall gagn- fræðaskólanemi vakti í dag á sér athygli um þvert og endi langt Þýzkaland er hann lýst því yfir að honum hefði tek- izt að flytja hjarta milli tveggja hvítra músa. Franz Ziegler frá Ansbach kvaðst hafa framkvæmt að- gerðina á tveimur og hálfri klukkustund og hafa notað við hama hjarta- og lungna- vél, sem hann hafi gert úr fiskabúrsdælu. Þýzkir læknar telja hinsveg ar aðgerð Zieglers, semer syk ursjúklingur ,mjög óserinilega og dýraverndunarfélagið í Ansbaoh hefur kært Ziegler fyrir yfirvöldum staðarins. Franz Ziegler sagði í við- tali við stórblaðið „Bild zeit- ung í dag að hann hefði tek- ið myndir af hinum ýmsu stig um aðgerðari nnar, sem hann framkvæmdi uppi á háalofti í húsi foreldra sinna, og að hamn muni „sanna fyrir öll- um að ég er enginn svikari“. Læknar draga í efa a'ð Zie- gler geti hafa saumað jafn 'lítið líffæri og músarhjarta á sinn stað, en Ziegler kveðst hafa flutt hjarta úr karlmús í aðra mús. Læknarnir segja, að Ziegler hefði þurft að tengja hjartað við fjórar æðar svo líf hefði mátt haldast. Ziegler hefur svarað með því, að hann hafi aðeins tengt það við tvær æðar, og full- yrti að það væri aðferð, sem fundin hafi verið upp af Dr. Denton Cooley, hinum heims- kunna hjartaskurðlækni í Ho uston í Bandaríkjunum. Frú Susanne Ziegler móðir drengsins, segir að hann hafi undirbúið sig „í marga mán- uði“. Hún sagði að hann hefði notað vasapeninga sina, ' 2 mörk á viku' til kaupa ýmis tæki, stækkunargler og ljós ti'l aðgerðarinnar. Ziegler hefir selt myndir sínar af uppskurðinum þýzka myndablaðinu „Der Stem“. Sagt er að Zjelger hafi haft hvítu músina með sér til Ham borgar er hann afheniti „Der Stern“ myndirnar af aðgerð- inini. REYKJAVÍKURBRÉF Framhald af bls. 17 manna hans“. Alþýðublaðið spyr réttilega: „Kannast menn ekki við tón- inn í þessari 30 ára gömlu sam- þykkt? Er hann ekki nákvæm- lega hinn sami og kom fram í árásum og kröfum Sovétrússa gegn Tékkum?" Ennfremur segir í Alþýðu- blaðinu: „Þjóðviljinn segir, að það sé ,,ósæmileg fölsun“ af Alþýðu- blaðinu að halda fram, að ágrein ingur verkalýðsflokkanna h£ifi snúizt um stjómarfarslegt lýð- ræði. Þó er staðreynd, að 1938 neituðu kommúnistar að fallast á, að hinn nýi sameiningarflokk- ur skyldi vinna „á grundvelli laga og þingræðis að því að ná löggjafarvaldinu og fram- kvæmdavaldinu í sínar hendur, til þess að geta breytt þjóð- skipulaginu í samræmi vfð stefnu sína.“ Sannleikurinn er sá, að kommúnistar ekki einungis neituðu að samþykkja þetta heldur eru til óteljandi yfirlýs- ingar þeirxa, þar sem þeir lýsa algerri andstöðu sinni við lýð- ræði og frjálslega stjómar- hætti. Að þessu sinni skal ein- ungis vitnað í Verkalýðsblaðið 1934, sem sagði: „Kommúnistaflokkurinn er byltingaflokkur og ætlar sér ekki þá dul, að leiða stéttabar- áttuna til lykta með atkvæ'ða- seðlurn." Auðvelt er að margfalda því- líkar tilvitnanir, ef Þjóðviljinn rankar ekki við sér og minmist betur þeirra meginkenninga, sem flokkur hans ætíð hefur haldið i heiðri. Gísli vill stjórn- leysi Menn velta því að vonum fyr ir sér, hvort nokkuð árangur verði af þeim viðtölum stjóm- málaflokkanna, sem nú hafa verið teknar upp. Um það skal engum getum leitt á þessu stigi málsins. Viðræðurnar eru enn á frumstigi, og fulltrúar flokk- anna gerðu sér frá upphafi Ijóst, að þær hlytu að taka nokkum tíma. En athyglisvert er að lesa það, sem einn af helztu áhrifa- mönnum Framsóknar, Gísli Guð- mundsson, segir í Tímanum sl. þriðjudag. Hann skrifar: „Vegna hins pólitíska ástands í landinu undanfarin ár, hafa til- mæli forsætisráðherra, þrátt fyrir kreppuna, sem skollin er á, komið ýmsum á óvart, og við- brögð manna því, eins og von er til, af ýmsu tagi. Hugmynd- um um nýtt samstarf þing- flokka um lausn efnahags- kreppunnar er misjafnlega tek- ið. Ýmsir hafa þó orð á því, að nú þurfi, er mikfð liggur við, að reyna þá leið, er aldrei hefur verið reynd fyrr, samstarf aHxa þingflokka um stjórn landsins fyrst um sinn. Sumir telja þetta vera þá leið, er ríkisstjómin vilji nú fara, ef fær reynist. Aðrir draga í efa að hún vilji það. Auðvitað er hægt að hugsa sér samstarf færri flokka. Og að sjálfsögðu bólar á þeirri hug- mynd að æskilegt sé, að þjóð- inni gefist kostur á að velja nýtt þing, nú, þegar fyrir ligigi haldbetri upplýsingar stjórnar- valda um ástand í þjó'ðmálum, en verið hafi til staðar fyrir 1S mánuðum, er síðast var kosið til Alþingis. Þess minnast menn einnig, að fordæmi er fyrir því, að forseti íslands skipi utan- þingsstjórn. Vera má, að siík stjóm gæti komið einhverju til leiðar, sem ekki getur orðið sam komulag um milli hinna stríð- andi flokka.“ Orð Gísla em þeim mun at- hyglisverðari, sem hann er einn helzti hugsuður Framsóknar- flokksins. Bollaleggingar hans ver'ða trauðlega skildar á annan veg en þann, að efst í huga hans sé áð koma stjóminni frá. Enda segir hann berum orðum: „Þessu næst hygg ég ráðleg- ast, að ríkisstjóm sú, er nú sit- ur, segi af sér, og starfi sem bráðabirgðastjóm um sinn, til að skapa eðlilega aðstöðu tíl hinna raunverulegu viðræðna um nauðsynlega lausn mála og nýtt samstarf, sem framkvæm- anlegt kynni að reynast.“ Urræðfð á því að vera það að gera landið stjómlaust! og kommúnista um, að stjórn arflokkarnir hafi vanrækt ís- lenzka atvinnuvegi er því fjarstæða. Eftir stendur hins vegar afturhaldsstefna stjórn arandstöðunnar í atvinnu- málum. VERÐUGASTA SVARIÐ ¥ grein, sem Páll V. Daníels- son ritaði hér í blaðið í gær um innrás kommúnista- ríkjanna í Tékkóslóvakíu og afstöðu kommúnista á íslandi til hennar segir greinarhöf- undir m.a.: „Einu mótmæl- in, sem geta haft veruleg áhrif, er fylgishrun koommún ista í löndum hins frjálsa heims. Það gæti orðið Tékk- um raunhæf hjálp í þrenging- um þeirra og frelsisbaráttu. Þess vegna eru þeir sem ljá kommúnistum fylgi ábyrgir fyrir hverjum þeim degi, sem Tékkar þurfa að þola hersetu og kúgun Ráðst j órnarríkj - anna, og fyrir næstu harm- leikjum svipaðs eðlis, sem vafalaust eiga eftir að gerast áður en kommúnisminn líður undir lok, sem ein hin harð- ýðgislegasta einræðis- og kúgunarstefna“. Þetta eru orð að sönnu. Og það er ekki sízt hlutverk unga fólksins í landinu að tryggja að fylgishrun kommúnista verði afgerandi. Engin kyn- slóð hefur bundið jafn mikl- ar vonir við bætt ástand í Evrópu og heiminum yfirleitt en einmitt unga kynslóðin. Þeir sem eru tvítugir í dag voru eins árs, þegar komm- únistaskríllinn grýtti Alþing- ishúsið 1949, 5 ára þegar rússneskir skriðdrekar réð- ust á A-Berlín 1953 og 8 ára þegar blóðbaðið varð í Ung- verjalandi 1956. Þetta unga fólk hefur tekið út þroska sinn einmitt á þeim árum, þegar friðsamlegn horfur hafa skapazt í Evrópu. Engir hafa því orðið fyrir sárari von brigðum vegna innrásarinn- ar í Tékkóslóvakíu og afstöðu kommúnista til hennar og einmitt þetta unga fólk. Vori- ir þess um betri heim í fram- tíðinni. hafa verið skertar hrapalega. Þess vegna er það fyrst og fremst hlutverk ungu kyn- slóðarinnar að sjá svo um, að fylgishrun kommúnista í næstu þingkosningum verði algjört og afgerandi og sýna með þeim hætti fyrirlitningu sína á glæpaverkinu í Tékkó- slóvakíu og afstöðu kommún- ista á fslandi til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.