Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 21
MORGUNB'LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPT. 1968 21 Listiðnaður í Norræna húsinu ÞAÐ er mikill viðburður þegar sett er upp norræn listiðnaðar- sýning í höfuðborginni enda skeður það ekki oft, en norrænn lis'tiðnaður er háþróaður og þekktur um víða veröld. For- ráðamenn Norræna hússins eiga miklar þakkir skyldar fyrir að hafa haft frumkvæðið að sýn- ingu þessari, því það er mikið hlutverk að þroska formskyn al- mennings og auka á'huga á list- rænu handbragði. Sýningin er ekki viðamikil og það mun hafa verið erfitt að koma henni upp í þessum húsakynnum, sem ætl- uð eru til ólíkrar starfsemi og geldur sýningin þess óneitanlega. Þó á hún rétt á sér, sem rammi utan um opnun sjálfs hússins, sem fær meiri svip fyrir vikið og gestir sem almenningur hafa þá meira af Norðurlöndum fyrir augum — andrúmsloftið verður norrænna. Þó að sýningin sé ekki stór um sig er margt um fallega gripi og listræna, en óvenjulegt er að sjá slíka sýn- ingarmuni í bókahillum, þannig að aðeins getur að líta ein-a hlið þeirra, þá er ýmiskonar heim- ilisiðnaði komið fyrir á handrið- um. Er ég var staddur þar á sunnudegi veitti ég því athygii að ; fólk gekk þar um sem væri það í verzlun o-g handfjatlaði Kúluflaska eftir Bertil Vallien, Svíþjóð. munina óspart — og þó það væri e.t.v. ekki bannað þá er slíkt óviðeigandi og gefur svip af kaupstefnu frekar en listiðnaðar sýningu. Ég hefi fregnað a!ð hinn frægi arktekt hússins, Finninn Alvar Alto, hafi látið svo um mælt að næsta skrefið ætti að vera að byggja sýningarskála við húsið. Líst mér vel á þá hug- mynd því mjög mikilvægt er vegna einangrunar okkar að við séum í stöðugu sambandi við list og listíðir bræðraþjóðanna og það mundi auka aðdráttarafl hússiins til mikilla muna. Stærsti ljóður á þessari sýningu er að það er of mikill. samtíningur ólíkra 'hluta, t.d. hefði átt að að- greina betur listiðnað og heim- ilisiðnað, sem er tvennt ólíkt. Þá falla sumir kirkjumunir ekki vel inn í heildarmyndina vegna þess hve rúmfrekir þeir eru, hefði átt að afmarka þedm sér- stakan bás. Ennfremur er upp- setningin á þann veg að mikla fyrirhöfn þarf til að skapa sér rétta heildarmynd af því, sem hver þjóð leggur af mörkum, þannig er skál og vasi eftir einn af finnsku þátttakendunum sitt í hvorum enda aðalsalarins og er góðum listamanni lítill greiði gerður með því. Þá furðaði mig að texti í sýningarskrá skyldi vera á norsku. En við skulum skoða sýninguna sem kynningu og samtíning list- óg heimilis- iðnaðar frá. Norðurlöndum og líta á hana í því ljósi frekar en raunhæfa sýningu þess bezta í norrænum listiðnaði í dag — og þá getum við slakað á kröfum og lækkað seglin. En eitt árétt- ar þessi sýning og það er nauð- syn þess að í framtíðinni verði sett upp sterk og eftirminnileg norræn sýning á listiðnaði, þeg- ar aðstæður hafa skapazt til þess hér í borg. Norrænum heimilis- iðnaði mætti einnig gera skil með sérstakri sýningu. — Og þá er bezt eftir þetta forspjall að snúa sér að sjálfum sýninganmunun- um og athuga hvað hver þjóð hefur upp á að bjóða. Við byrjum á Danmörku, sem er fremst í sýningarskránni sam- kvæmt stafrófsröð og skulum halda okkur við stafrófið að þessu sinni. Danir eru víðfrægir fyrir listiðnað sinn og við þekkj- um listiðnað þeirra vafalaust betur e.n listiðnað hinna Norður- landaþjóðanna, því að með dönsk um húsgögnum, sem eru vinsæl hér hafa einnig borizt góðir hlut ir listiðnaðar á markað hérlend- is. Þeir sýna mikið af silfri, sem er mjög vandað og er erfitt að gera þar upp á milli sýnenda. Þó vekja sérstaka athygLi verk Hennings Koppel, sem er mjög fjölhæfur og vinnur af mikilli listfengi hvar sem hann ber nið- ur — mjög eftirminnileg verður hin stóra silfurskál hans — þá er ekki síður ástæða til að stað- næmast við vasa, fat og krukku eftir sama (keramik). Þá er Sör- en Georg Jensen einnig framúr- skarandi og Astrid Fog í silfur- skartgripum einföldum og sterk- um. Þá vöktu athygli mína fall- eg glerskál eftir Per Liitken, stórt keramikfat eftiir Peder Rasmussen og fastmótaður vasi eftir Axel Salto, sem nýtur sín vel meðal annarra gripa, en Salto var um margt brautryðj- andi í keramik í Danmörku. Einnig dvaldist mér við að skoða skartgripi í fornum stíl eftir Bent G. Petersen. Finnar eru mjög vandaðir í ölkt, sem þeir taka sér fyrir hend ur — og meðal þeinra hefir und- anfarið átt sér stað merkileg þróun á sviði myndlistar og list- iðnaðar og standa þeir nú mitt í þeirri þróun. Hið fágaða rya- teppi Mirja Tissari gefur góða innsýn í vinnubrögð á því sviði, en þeir hefðu gjarnan mátt sýna okkur fleiri teppi. Skartgripir þeirra eru athýglisverðir t.d. eft- ir Kaija Aarikka, Paula Háiv- áoja, Pirkko Stenros og Björn Weckström. Glervinna þeirra er einnig athyglisverð hvort held- ur sem hún birtist í formum staupa og vínglasa hjá Tapio Wirkkala eða í formi langra þrí- litla sívalra vasa Oiva Toikka. Þá eru vasi og skál eftir Timo Sarpanevo frábærir og sérkenni- legir hlutir, bæði í formi og áferð. Færeyingar sýna ekki mikið, en hlutir þeirra eru geðþekkir og fallegir, athygli vekur Trónd- ur Patursson fyrir einfalda hluti. Málverk Ingálfs af Reyni, sem mun vera gjöf til hússins, er ánægjulegt framlag, og húsinu vel samboðið. íslendingar standa ekki, frek- ar en Færeyingar á jafn háþró- uðu stigi og hin Norðurlöndin að því er fjölhæfni varðar, en á vissum sviðum koma þeir til jafns við þau t.d. í því bezta í keramík, þar sem við eigum hæfileikamikið fólk svo sem Jón- ínu Guðnadóttur, Hauk Dór og Kolbrúnu Kjarval, sem líkur eru til að auki við þann árang- Framhald i bls. 30 NORSKU RAFMAGNSÞILOFNARNIR fyrirliggjandi í 5 stærðum. Gamla verðið. RAFMAGN H.F. Vesturgötu 10 — Sími 14005. IMotaðar Skodabifreiðir SKODA 1202 STATION 1964. Verð kr: 80.000.— SKODA OCTAVIA 1965. Verð kr: 87.000.— SKODA OCTAVIA SUPER 1964. Verð kr: 75.000,— SKODA OCTAVIA SUPER 1962. Verð kr: 55.00,— SKODA OCTAVIA 1960. Verð kr: 35.000,— Bifreiðirnar eru til sýnis að afgreiðslu okkar, Elliðavogi 117. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi h/f Sími: 1-93-45. ttarfoiiarhurfir INNI LTI BÍLSKLRS SVALA ýhHÍ- tr 'Ktikurfir h ö 3. VILHJALMSSDN RANARGÖTU 12. SÍMI 19669 10 ára abyrgð TVÖFALT EINANGRUNAR 20ára re'ynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF 10 ÁRA ÁRYRGÐ Silfurskál eftir Henning Koppel, Danmörk. Smíðajárn eftir Tróndur Patursson, Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.