Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968 Fyrstu réttir í dag Cangnamenn úr Tungum hafa Hótelbíl með GÖNGUR eru nú í fullum gangi og verða fyrstu réttir í dag. Það eru Hrunarétt og Stafholtsrétt og á morgun Skeiðarétt og lík- lega Landmannarétt, og síðan Ihver réttin af annarri. í gær fóru t. d. Biskupstungna- menn á fjall. Þeir fara lausríð- andi og ekki er lengur skrínu- kostur hjá þeim. Eins og undan- farin ár hafa þeir hótelbíl, og sér Smári Guðmundsson, fjallabíl- stjóri um mat. í gaerkvöldi áttu þeir von á heitum mat í Hvíta- nesi, er þeir kæmu þangað, en lengst smala þeir frá Hveravöll- um. Björn Erlendsson tjáði okk- ur, að fyrir hálfum mánuði hefðu Tungnamenn sótt nokkur þúsund fjór er var við afréttargirðing- una. Leizt mönnum vel á féð og þótti það koma vænt af fjalli. RÉTTARDAGUR Mbl. fékk upplýsingar um eft- irfarandi réttardaga hjá Búnaðar félaginu, auk þeirra sem áður er getið: 21. sept. Víðidalstungurétt, Undirfellsrétf og Auðkúlurétt. 23. sept. Fljótstungurétt og Mið fjarðarrétt. 24. sept. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Hafravatnsrétt og Laugarvatnsrétt og Reynisstaða- rétt. 25. sept. Kollafjarðarrétt, Tungnarétt, Kjósarrétt, Oddstaða rétt, Svignaskarðsrétt, Þverár rétt, Mælifellsrétt, Silfrastaða- rétt. 25. og 26. sept. Stafnsrétt. 26. sept. Reykjarétt í Ölfusi. 27. sept. Rauðagilsrétt. Fyrstu tónleikur í Norrænu húsinu A kortinu sést hvar aðalveiðisvæði síldarflotans var í fyrri- nótt á 71. gr. n. br. og 3-3,40 a. I. Og til samanburðar staður inn þar sem Héðinu sá vaðandi torfur, á 68,52 n. br. og 5 v. 1. - SÍLDIN SH selur öðnun sé þoð hugkvæmt MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því sl. þirðjudag, að bræðumir Sverrir og Ragnar Magnússynir hefðu keypt gömlu fiskréttar- verksmiðju SÍS í Harrisburg í Bandaríkjunum, en Sverrir var áður framkvæmdastjóri hennar. I símtali við Sverri sagði hann m.a., að hanm myndi kaupa fisk frá verksmiðjum af Bretum, Kanadamönnium, Færeyingum og Dönum. Hann gerði ekki ráð fyrir að sér byðist fiskur að heiman. Vegna þessiara ummæla hefur Morgunblaðið snúið sér til Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og spurt um, hvort SH myndi selja þeim bræðrum fisk, ef eftir því væri leitað. Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi SH, sagði, að Goldwater Seafood Corp., dótturfyrirtæki SH, annaðist allair sölur á veg- um samtakanna á bandarískum markaði. Fyrirtækið nýti megn- ið af fiskblokkum framleiddum af hraðfrystihúsum innan SH í verksmiðju sinni í Cambridge. Hins vegar hafi verið seldar fiisk biokkir til annarra framleiðenda í Bandaríkjunum, þegar það hafi verið talið hagkvæmt. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Norræna húsinu í kvöld. Það er Kammermúsik- klúbburinn, sem efnir þEir til annarra tónleika sinna á þessu ári kl. 21. Leikið verður Tríó í B-dúr op. 99 eftir Fr. Schubert og Kvint- ett, op. 57 eftir D. Shosktako- vits. Flytjendur eru Rögnvaldur Sigurjónsson, Björn Ólafsson, Jón Sen, Ingvar Jónasson og Einar Vigfússon. Tóku á leigu aukaþotur Loftleiðir nofa DC-6B til að anna eftirspurn Skyndileg aukning farþega með Loftleiðaflugvélum frá Lux emburg til Bandaríkjanna gefur vísbendingu um áhrif heimsmál- anna svo sem innrásarinnar í Tékkóslóvakíu, á starfsemi flug- félagsins, segir í fréttabréfi Loft leiða. Gátu Loftleiðir ekki annað þessari skyndilegu aukningu á eftirspurn með reglulegum áætl- unarflugferðum sínum vestur yf- ir Atlantshaf. Því var brugðið á það ráð, að láta eina DC-6B flug vél félagsins fara fjórar aúkaferð ir til Keflavíkur, þar sem far- þegum þeirra var bætt á RR- 400 flugvélarnar, sem voru að koma frá Norðulröndum á leið til Bandaríkjanna. í sama skyni leigðu Loftleiðir tvaer Boeing 707 þotur frá Air France, til að fljúga beint frá Luxemburg til Bandarík j anna. Framhald af bls. 27 firði. Allir eru að búa sig undir að fá nú loks síld. Ekki kvaðst fréttaritari Mbl. hafa orðið var við aðkomustúlkur til síldarsölt unar. En óvenjumargar heima- stúlkur færu nú í síldarsöltun. Bæði hefði verið mjög lítið um vinnu fyrir þær í sumar og skól arnir eru ekki byrjaðir enn. Tungufell frá Tálknafirði var væntanlegt í nótt til Fáskrúðs- fjarðar með 570 tunnur af salt- aðri síld og 60 lestir í bræðslu. Og Tálknfirðingur er væntanleg ur þangað um helgina með 800 tunnur. Tekiö upp úr 220 ha Kartöfluuppskera tœplega í meðallagi ÞYKKVABÆ, 18. sept. — Kart- öfluuppskeran er almennt hafin hér, en tekið er upp um hálfum mánuði seinna en venjulega. Þar sem verið hefur svo góð tíð að undanfömu var beðið, til að láta garðana jafna sig aftur eftir frostáfallið um mánaðamótin. Þá var frostnótt og sviðnuð blöð. í ár voraði líka seint og klaki var F riðars veitirnar: Möguleiki ú við Duni og sumsturfi Svíu Viðræður standa nú yfir milli Mellemfolkelig samvirket í Dan mörku og Svíþjóð og þeirra að- ila íslenzkra, sem áhuga hafa á stofnun friðarsveitar hérlendis. Sagði séra Jón Bjarman í sam- - V-ÞYZKALAND Framhald af bls. 1 Hann bætti því við, að viss lönd innan NATO hefðu borið fram tillögur þess efnis, að heræfing- um, sem fram ættu að fara í Ev- rópu í lok ársins 1969, yrði flýtt þannig að þær yrðu látnar fara fram í byrjun ársins. 12.000 banda rískir hermenn yrðu semdir aft- ur tia Evrópu á næsta ári til þess að taka þátt í heræfingun- um. Utanríkisráðherrar Bretlands og Belgíu urðu sammála um það á sameiginlegum fundi sínum í dag, að innrásin í Tékkóslóvak- íu hefði gert samstarf ríkja Vest ur-Evrópu enn mikilvægara en áður. tali við Mbl. í gær, að ekki væri ósennilegt að samstarf tækist við Dani og Svía. Þá skorti fólk í sveitirnar en hefðu hinsvegar fjármagn, sem ekki væri til stað- ar hérlendis. Friðarsveitimar veita þróunarlöndunum ýmsa að stoð, sérstaklega á sviði tækni- mála, og eru þær yfirleitt skip- aðar ungu fólki. Nýling gistiher- bergja yiir 1007° f fréttabréfi, sem Loftleiðir gefa út, er frá því skýrt, að nýt ing gistiherbergja hafi farið upp fyrir 100 prs. sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst. Eru töl urnar fyrir þessa mánuði 101 prs 97,3 prs. og 101,6 prs. Borið sam- an við tölur fyrra árs, er aukn- ingin 21, 7.1 og 7.4% I júní voru gistinætur í hótelinu 4.368, í júlí 4,771 og í ágúst 4,974. lengi í jörðu. Útkoman er því sú, að upp- skeran verður í lélegu meðallagi í ár, sæmileg hjá þeim beztu, en heldur lakari hjá öðrum. Hér eru um 210-220 hektarar undir kartöflurækt. Ef tíð helzt svona áfram, verður lokið upptöku um næstu helgi. Allt er tekið upp með fullkomnustu vélum, sem völ er á og eru um 40 sjálfvirkar vélar í gangi við það. Venju- lega erum við ánægðir ef við fá- um 350 poka úr hektaranum, en ég gæti trúað að núna fengjust um 300 pokar til jafnaðar. Það er þó ágizkun. Heyskap er nýlokið hér. Eru heyin léleg, annað hvort úr sér sprottin eða hrakin, nema hvort tveggja sé. En magnið er í meðal lagi. Hefur heyskapartíð verið á kaflega erfið. — Magnús. Meiri sauöfjárslátrun í haust en í fyrra Haustslátrun sauðfjár er nú nýlega hafin í nokkrum slátur- húsum, og eftir helgi munu flest sláturhús landsins taka til starfa. Slátrun byrjaði á Blöndu ósi 11. sept. sl., en einnig er haf in slátrun á Akureyri, Borgar- nesi, Kópaskeri og í slátur- húsi S.S., við Laxá í Leirársveit. Líkur benda til að heldur fleira fjár verði slátrað í haust en í fyrra, en þá var slátrað um 860 þúsund f jár. Jón Bergsson 'hjá Sláturfélagi Suðurlands sagði að fyrsta slát- urhús félagsins sem tók til starfa í haust hefði verið við Laxár- brú í Leirársveit, en þar var byrjað í fyrradag. f dag ætti svo að hefjast slátrun í sláturhús- unum í Djúpadal og Heliu í Rangárvaliaisýslu og í Reykja- vík. N.k. mánudag hæfist svo slátrun á Selfossi í Laugarási í Biskupstungum, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Áætluð tala sláturfjárs hjá S.S. í haust væri um 170 þúsund, og er það heldur meira en í fyrra, en þá var slátrað í húsum félagsins 168 þúsundum. Guðjón Guðjónsson forstöðu- maður afurðadeildar S.Í.S., sagði að byrjað hefði verið að slátra á Blönduósi 11. sept. í fyrra, og mundi það vera fyrsta sláturhúsið er hæfi störf í haust. Þá væri einnig byrjað á Akur- eyri, Borgarnesi og á Kópaskeri Ákveðið verð Suð- vesturlundssíldur og upp úr helgi mundu flest sláturhús kaupfélaganna taka til starfa. Jónmundur Ólafsson yfirkjöt- matsmaður gaf blaðinu þær upp lýsingar að slátrun í haust mundi veðra heldur meiri en í fyrra, en þá var slátrað um 860 þúsund fjár. Búizt hefði ver ið við að mun meiri slátrun yrði, ein góð heyskapartíð í sumair h.efði orðið til þess að bændur settu meira á, en útlit hefði ver- ið fyrir. Farþego- og vöru- flutningar Loft- leiða aukast FYRSTU 7 mánuði ársins jókst farþegaflutiningur Loftleiða í á- ætlunarflugi um 4,7% miðað við sama tíma í fyrra og var far- þegafjöldinn 98,916. Fluitningur jókst um 15,0% á sama tíma. í júnímánuði höfðu 867 far- þegar á vegum Loftleiða á leið milli Evrópu og Ameríku við- dvöl á íslandi og í ágúst 878 far- þegar. Nálægt helmingur þess- ara farþega stanzaði meira én tvo sólarhringa. Miðað við sama tíma í fyrra fækkaði heldur hin um svokölluðu „stop-over“ far- þegum vegna skorts á hótelher- bergjum fyrir þá. Á fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvetsins í morgun varð samkomulag um eftirfar- andi lágmarksverð á sild til fryst ingar veiddri á Suður-og Vestur- landssvæði, þ.e. frá Hornafirði vestur um að Rit, tímabilið 1. september til 31. desember 1968. A. Stórsíld (3 til 6 stk. í kg) með minnst 14 prs heilfitu og ó- flokkuð síld (beitusíld), hvert kg. kr. 1.87. B. Önnur slíd, nýtt til fryst- ingar, hvert kg. 1.36. í yfirnefndinni áttu sæti: Jón as H. Haralz, sem var oddamað- ur nefndarinnar, Björgvin Ólafs- son og Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son fulltrúar síldarkaupenda og Ingimar Einarsson og Jón Sig- urðsson, fulltrúar síldarseljenda. Frá Verðlagsráði S jávarútv egsins - FÓRNARLOMBUM Framhald af bls. 1 stjórn rúmenska kommúnista- flokksins gerði í apríl, en þar voru dómarnir fordæmdir og skuldinni að miklu leyti skellt á fyrrverandi einræðisherra Rúm- eníu, Gheorghe Gheorghiu-Dej, sem var bæði forseti og flokks- leiðtogi og andaðist 1965. Þess- ari samþykkt var líkt við af- hjúpun Stalíns í Rússlandi 1956. Rækjuverðið úkveðið Á fundi Verðlagsráðs sjávar- útvegsins 1 dag var ákveðið eft- irfarandi lágmarksverð á rækju er gildir frá 16. september til 31. desember 1968. Rækja (óskeMett) í vinnslu- hæfu ástandi, og ekki smærri en svo, að 350 stykki fari í hvert kg, pr. kg. kr. 8.50. Verðið er miðað við, að selj- andi skili rækjunni á flutnings- tæki við hlið veiðiskips. Frá Verðlagsráði Sjávarútvegsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.