Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968 13 Nasser forseti og Fawzi hermálaráðherra koma af stjórnarfundi. Hér var um að ræða fyrsta fund egypzku stjórnarinnar síðan í júlíbyrjun og þar kom Nasser í fyrsta skipti fram opinberlega áiðan hann kom frá Sovétrikjunum í síðasta mánuði, þangað fór hann til að leita sér lækninga. hafa fengið nýja leiðtoga, sem hafa lagt kapp á að sýna kjós- endum að þeir séu sjálfs sín herrar. Fylgishrun kommúnista. Erlander og jafnaðarmenn lögðu á það megináherzlu í kosn ingaáróðri sinum, að andstæðnig arnir hefðu engin úrræði og gætu ekki myndað ríkisstjórn, og virð ast hafa átt auðvelt með að gera samstarf borgaraflokkanna tor- tryggilegt. En jafnaðarmönnum var ekki aðeins ógnað frá hægri heldur einnig frá vinstri, og má telja líklegt að sigurvonir borg- araflokkanna hafi að töluverðu leyti byggzt á þeirri ógnun, sem jafnaðarmönnum stafaði frá kommúnistum. Innrásin í Tékkóslóvakíu gerði þessa hættu að engu, stuðlaði Krlander: Hættir hann á næsta ári? að ósigri kommúnista og tryggði jafnaðarmönnum sigurinn. Fáir höfðu geð í sér til að kjósa komm únista, þótt leiðtogi þeirra, Her- manson fordæmdi innrásina og Rússa sjálfa. Nýjar kosningar fara fram í Svíþjóð eftir aðeins tvö ár, þar sem fyrir þann tíma verður samþykkt breyting á stjórnar- skránni þess efnis að efri deild þingsins verði lögð niður og þing ið verði í einni deild. Og kosn- ingabaráttan í ár er sennilega sú síðasta sem Erland;r fonsæt- isráðherra stjórnar fyrir hönd jafnaðarmanna. Hann er 67 ára gamall og búizt er við að hann láti af embætti á næsta ári. Erlander nýtur geysimikilla vinsælda, en mjög skiptar skoð- anir eru um líklegan eftirmann hans. Olof Palme menntamála- ráðherra, sem hefur staðið fram- arlega í ýmsum mótmælaaðgerð- um. Róttækra strauma hefur gætt í flokki sænskra jafnaðar- manna, en eldri kynslóðin í flokknum hefur reynt að halda þeim í skefjum. Þess vegna rík- ir mikil óvissa um stefnu flokks ins í framtíðinni. Margir koma til greina SENN líður að því, að dr. Antonio de Oliveria Salazar, ein ræðisherra í Portugal, dragi sig í hlé. Salazar er 79 ára gamall og hefur verið alvarlega veikur að undanförnu. Margir telja að hann nái sér aldrei að fullu eft- ir heilauppskurð, sem gerður var á honum fyrir skemmstu og samkvæmt síðustu fréttum er tví sýnt um líf hans. Ekkert bendir til þess að Sal azar hafi valið sér eftirmann, þótt hann hafi verið við völd í tæp fjörútíu ár. Val eftirmanns* ins getur haft mjög afdrifaríkar afleiðingar, ekki aðeins fyrir þróun mála í Portugal, sem stendur öðrum Vestur-Evrópu- þjóðum langt að baki í efnahags- legu tilliti, heldur einnig fyrir þróunina í nýlendunum Angola og Mozambique. Margir telja, að þegar Salazar hverfi af sjónar- ; viðinu mun Portugalar gera sér grein fyrir, að þýðingarlaust sé að halda í þessar nýlendur. Þótt ekkert sé vitað um álit Salazars er þó talið að fimm menn komi einkum til greina sem arftaki hans. ■9 Joao Antunes Varela, 49 ára gamall lögfræðiprófessor, sem gegndi embætti dómsmálaráð- herra unz honum var vikið úr stjórninni í fyrra, er af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Sal- azars, enda nýtur hann virðing- ar valdaklíkunnar jafnt sem and scæðinga hennar. Þótt hann standi mjög langt til hægri, var hann talinn lýðræðissinnaðisti ráðherrann í stjórn Salazars. Brottvikning hans hefur aflað honum virðingu margra stjórnar andstöðuhópa.. • Marcello Caetano, fyrrum ráðherra og núverandi forseti lagadeildar Lissabon-háskóla, sem nýtur mikillar virðingar og hefur víðtæka reynslu af stjórn arstörfum. Hann er fyrrverandi konungssinni og talið er hann njóti víðtæks stuðnings kaþ ólskra samtaka. • Adiano Moreira, fyrrver- andi nýkndumálaráðherra, sem á marga vini í hópi menntamanna Um tíma var hann talinn lang- líklegasti eftirmaður Salazars, en stjarna hans hefur lækkað að undanförnu. Það varð til þess að draga mjög úr áhrifum hans, að andstæðingur hans var skipaður forseti herráðsins í síðasta mán- uði. • Vanacio Deslandes hershöfð- ingi, sem var skipaður herráðs- forseti, Moreira til mikillar gremju, kemur einnig til greina sem eftirmaður Salazars. Ef til vill er hitt þó mikilvægara að talið er hann hafi mikil áhrif á það hvaða mann heraflinn ákveð ur að styðja sem eftirmann Sal- azars. Stuðningur hersins er ómissandi. • Franco Nogueira utanríkis- ráðherra, sem nýtur töluverðra vinsælda. Bráðabirgðastjórn? Margir telja sennilegt, að her foringjastjórn eða bráðabirgða- stjórn fari með völdin þar til sá leiðtogi, sem endanlega verðifyr ir valinu, hafi aflað sér nægi- lega mikls stuðnings til þess að fara einn með völdin. Sá sem líklegast er að talið að taki að sér að veita bráðabirgðastjórn forstöðu er Antonio Motta Viega sem hefur verið helzta hjálpar- hella Salazars á undanförnum þremur árum. Flestir þeir, sem vel fygjast með gangi mála í Portúgal, eru sammála um, að likur á því að til vopnaátaka komi þegar Sal- azar hverfur af sjónarsviðinu séu hverfandi litlar. Neðanjarð arhreyfingar, sem barizt hafa gegn stjórninni ljóst og leynt er í molum vegna aðgerða leynilög reglunnar. Herská skrit blaða í Kairó HERSKÁ skrif egypzkra blaða að undanförnu og hvass- yrtar ræður, sem haldnar hafa verið á landsfundi Arabíska sós íalistasambandsins,. eina stjórn- málaflokksins sem leyfður er í Egyptalandi, hafa valdið því, að nokkuð hefur verið um það rætt að ný styrjöld milli Araba og ísraelsmanna sé yfirvofandi. Salazar: Enginn arftaki. Blöðin hafa sagt í tilefni af hinum hörðu átökum Egypta og ísraelsmanna við Súezskurð í síðustu viku, að hvenær sem er geti soðið upp úr á landamær- unum. Þessi skrif gætu átt að þjóna þeim tilgangi að búa eg- ypzku þjóðina undir það, að ár- ás verði gerð á skurðinn og reynt að ná aftur þeim land- svæðum, sem Egyptar misstu í sex daga stríðinu. Líkt og 1967. Ritstjóri blaðsins A1 Ahram, Hassnein Heikal, sem er óopin- ber talsmaður Nassers forseta, skoraði á þingið að búa sig und ir orrustuna, sem væri í vænd um, og koma á fót alþýðuher, sem yrði egypzka hernum til að stoðar. Hann sagði, að styrjöld væri eina ráðið vagna þver- móðsku og hroka ísraelsmanna og hélt því fram, að þeir væru ekki nógu öflugir til þess að ráð ast yfir Súezzkurð og inn í Eg- yptaland. Og á þinginu sagði Nasser, að eina leiðin til þess að ná aftur herteknu svæðimum væri að beita vopnavaldi. Þessi herskái tónn minnir mjög á andrúmsloftið, sem var ríkj- andi fyrir sex daga stríðið. Og þá eins og nú vanmátu Arabar hernaðarstyrkleika fsraelsmanna og gerðu of mikið úr eigin styrk leika. En sá möguleiki, að Nass- er sé aðeins að undirbúa nýtt taugastríð til þess að treysta stöðu sína heima fyrir og í Ara- baheiminum er alveg eins líkleg ur og sú skýring að hann sé að undirbúa nýja árás á Sínaískaga Þá er sú hætta fyrir hendi, að hann missi stjórnina á atburða rásina eins og á dögunum fyrir sex daga stríðið. Orðsending fra LAUFINU Þrátt fyrir mikla tol'laleekkun getum við boðið nýjar vörur á eftirtöldu verði, Buxnadragtir með pilisi á kr. 2800.— Haust og vetrarkápur frá 2200.— með skinnum frá 2500.— Dragtir á kr. 2500.— með skinnum 2800.— Stuttjakkar leðurlíking (gallon) 1680.— Kápur leðurlíking 2400.— Rúskinnskápur margir litir kr. 6150.— LAUFIÐ, Austurstræti 1 og Laugavegi 2. KAUPMENN - KAUPFÉLÖG (jJcUutcr) Búðarkassarnir eru ódýrusu búðar- kassamir á markaðnum. ÓBREYTT VERÐ — AÐEINS KR. 8.742.00 Ssisli cJ. oloRttssn 14 Vesturgötu 45 — Símar 12747—16647. Á fimmtudaginn í næstu viku hefjast námskeiðin. Innritað er í dag og á morgun. Síðustu innritunardagar eru á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Fjölbreytt og skemmtilegt nám ENSKA — DANSKA — ÞÝZKA — FRANSKA — ÍTALSKA — SPANSKA — NORSKA — SÆNSKA. ÍSLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA. ÍSLENZKA FYRIR ÍSLENDINGA. LESTUR, STAFSETNING. Kvöldtímar — síðdegistímar Kennsla í hinum vinsæla enskuskóla barnanna hefst miðvikudaginn 2. október. Hringið í dag eða á morgun. Það verður erfitt að ná sambandi við okkur eftir helgi. Sími 1 000 4 og 1 11 09. MÁLASKÓLINN MÍMIR Brautarholti 4 (innritun kl. 1—7 e.h.). Kvenkuldastígvél Kvenskór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.