Morgunblaðið - 26.09.1968, Side 2

Morgunblaðið - 26.09.1968, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1968. Sjónvarp til Vest- fjarða um áramót UNDANFARIÐ hefur verið unnið að því að reisa stöðv arhús fyrir 10 kw sjónvarps- sendistöð í Stykkishólmi. Er þessari endurvarpsstöð ætlað að koma í staðinn fyrir bráðabirgðastöð f Stykkis- hólmi og jafnframt að sjón- varpa vestur til Vestfjarða. Er þá gert ráð fyrir, að sjón- varp nái um næstu áramót til Barðastrandasýslu sunnan fjalla. Ennfremur er gert ráð fyrir að reist verði í fyrsta áfanga lít- il sjónvarpsstöð fyrir Patreks- fjörð og nágrenni. Þá er og unn- ið að því um þessar mundir, að byggja endurvarpsstöð á Bæjum á Snæfjallaströnd, sem síðan endurvarpar áð stöðvum á Arn- arnesi og Óshólum við Bolung- Háskóla- fyrirlestur PRÓFESSOR Peter Foote frá University College í London flyt ur fyrirlestur í boði Háskóla fs- lands, er nefnist Um kreddu Þrándar í Götu. Fyrirlesturinn verður fluttur föstudaginn 27. september í I. kennslustofu og hefst kl. 5.30 atundvíslega. Fyririesarinn tal- ar íslenzku, og er öllum heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands) arvík. Ættu því ísafjarðarkaup- staður, Bolungarvík, Hnífsdalur og flestar sveitir við Isafjarðar- djúp að hafa fengið sjónvarp kringum áramótin. Sjónvarpsstöðin í Stykkis- hólmi er reist í nágrenni Borg- arlands, sesm er um 5 km fyrir ofan Stykkishólm í Helgafells- sveit. Hefur sjónvarpsmastur þegar verið reist þar og 130 ferm. sjónvarpshús. Þar er gert ráð fyrir stórum vélasal. Tré- smiðja Stykkishólms tók að sér smíði hússins og eru einnig í því íveruherbergi. Var unnið kapp- samlega áð byggingu hússins og fok ekki nema viku að koma því undir þak. Rafmagn verður lagt frá Stykkishólmi til húss- ins og er verið að hefja það verk. Hið nýja sjónvarpshús og sjónvarpsmastur við Stykkishólm. Sjónvarpsstöðin í Stykkishólmi er 10 kw, eða jafnstór Skála fellsstöðinni, sem sjónvarpar norður. IMýjar óeirðir urðu í Mexikóborg í gær Lögregla dreifir 20.000 stúdenfum Mexico City, 25. september. NTB-AP. Lögreglan í Mexico City réðst dag til atlögu við 20.000 stú- denta, sem söfnuðust saman á torgi bak við byggingu utanrík- isráðuneytisins í borginni og dreifði mannf jöldanum með tára gassprengjum. Stúdentamir Sambýlisvandræðin tll lykta leidd segja, að 19 ára gömul stúlka hafi verið skotin í brjóstið og vinir hennar hafi borið hana á brott til þess að koma henni und ir læknis hendur. Þessar nýju óeirðir hófust tæp um sólarhring eftir hörðustu á- tök stúdenita og lögreglu, sem átt hafa sér stað í Mexíkó um þrjátíu ára skeið og kostuðu fjóra menn lifið, samkvæmt upp lýsingum lögreglunnar, en 15 samkvæmt heimildum AP-frétta stofunnar. Stúdentarnir söfnuð ust saman við utanríkisráðuneyt ið til þess að mótmæla því að herinn hefur lagt undir sig há- skólann og 17 verkfræðiskóla og umkringdu fimm hundruð lög- reglumenn ráðuneytisbygging- una. Áður höfðu stúdentarnir hótað að taka háskóla bygging- amar á sitt vald, gera vélbyssu árás á sjónvarpsstöðina í borg- inni og koma fyrir sprengju í verzlunarhúsnæði. Bílabrennur Á öðrum stað í borginni kveiktu stúdentar í dag í strætis vögnum og stöðvuðu bifreiðar og báðu bílstjórana um benzín til þess að búa til benzínsprengj Framh. á bls. 27 19 skip með 2060 lestir ÁGÆTT veður var á sildarmiðun- um fyrri sólarhring, og er kunn- ugt um afla 19 skipa, samtals 2060 lestir: lestir. Akurey RE. 80 Héðinn ÞH. 110 Guðrún GK. 110 Gjafar VE. 115 Guðbjörg ÍS. 110 Gullberg NS. 115 Helgi Flóventsson ÞH 120 ísleifur IV. VE 150 Halkion VE 150 Súlan EA. 200 Náttfari ÞH. 10 Sigurður Jónsson SU. 50 Faxi GK. 150 Huginn II VE. 30 Magnús NK. 170 Bjiarmi n. EA. 100 Hannes Hafstein EA. 60 Bergur VE. 30 Bjartur NK. 200 SKÖMMU fyrir jólin í fyrra sögðum við frá sambýlisfólki í Reykjavík, sem háði hart stríð hvert við annað. Komst stríðið í fréttirnar, þegar hús bóndinn á neðri hæðinni klippti neðan af gluggatjöld- um og teppi, sem frúin á efri hæðinni ætlaði að viðra á svölunum. Bar húsbóndinn á neðri hæðinni því við, að tjöldin og teppið hefðu byrgt honum sýn út um stofuglugg Rannsóknarlögreglan var kvödd á staðinn og reyndi hún að stilla til friðar, en þar sem hvorugur aðilinn vildi slaka til kom málið til kasta sakadóms Reykjavíkur. Nú fyrir skömmu féllst „klipparinn" á að greiða skaða bætur og lét saksóknari mál ið þar með niður falla. Vonandi eru sambýlisvand- ræði þessa fólks þar með úr sögunni. Heildarsíldaraflinn 54.187 lestir — Siglufjörður hœsti löndunarstaðurinn SILDARAFLINN í siðustu viku nam alls 7.827 lestum. Hérlend- is var landað 7.343 lestum; 15.991 tunnu saltsíldar, 41 lest í fryst- ingu og 4.967 lestum í bræðslu. Heildaraflinn í sumar var þá í síðustu vikulok 54.187 lestir og Fá Crikkir aftur hern- aðaraðsfoð? Nauðsynlegt talið að efla varnir SA-Evrópu hagnýting hans, sem hér »egir: lestir í salt (57.514 upps. tn.) 8.397 í frystingu 47 í bræðslu 38.428 Landað erlendis 7.315 Washington, 25. september. AP. Margt þykir benda tll þess, að á næstunni verði tekið til at- hugunar að Bandaríkin veiti Grikklandi hernaðaraðstoð að nýju vegna þeirrar nauðsynjar sem talið er í Washington að nú beri til þess að auka hemaðar- mátt Atlantshafsbandalagsíns. að því er áreiðanlegar heimildir herma. Sendingum skriðdreka, flug- véla og annarra þungra vopna til Grikklands var hætt eftir herbyltinguna í fyrravor, en sendingar varahluta og léttra vopna hafa ekki verið stöðvað- ar. Embættismenn í Washington segja, að hlutverki Grikklands í NATO hafi ekki verið stofnað í hættu til þessa, en ef áfram verði haldið að banna sendingar þungra vopna geti svo farið, að varnir á suðausturarmi banda- lagsins verði veiktar. Bent er á, að Albanir, hinir dyggu bandamenn Kínverja, hafi nýlega haldið því fram, að so- vézkar hersveitir hafi verið sendar til Búlgaríu og ógni þar með bæði Júgóslövum og Rúmen um, sem gagnrýnt hafa innrásina í Tékkóslóvakíu. Embættismenn í Washington segja, að þótt ekk ert hafi fundizt er sannað gæti staðhæfingar Albana sé ekki hægt að útiloka hernaðarævin- týri á Balkanskaga. Búlgarar séu tryggustu bandamenn Rússa og hafi lengi gert tilkall til hér- aða í Júgóslavíu auk þess sem so vézk blöð haldi áfram harðri gagnrýni á stjórn Titos. Þyrluskip á Miðjarðarhafi f dag sagði Thomas H. Moor- er aðmíráll, yfirmaður banda ríska flotans, að Rússar hefðu sent fyrsta þyrlumóðurskip sitt til Miðjarðarhafs um helgina og gæti skipið sennilega landsett fót gönguliða frá sjó. Talið er, að návist skipsins beri vott um að Rússar leggi áherzlu á að auka flotastyrk sinn á Miðjarðarhafi, þar sem 6. bandaríski flotinn hefur ráðið lögum og lofum. Moorer aðmíráll sagði í dag, að það væri greinilega stefna Rússa að ráða yfir nýtízkulegum flota- deildum á ö’llum heimshöfum, en fréttaritarar telja, að sú ráðtsöf un Rússa að senda skipið til Miðjarðarhafs sé til þess ætluð, að veita Egyptum siðferðilegan stuðning vegna hinnar auknu spennu í‘ sambúð fsraelsmanna og Araba. Búlgarska fréttastofan vísaði í dag afdráttarlaust á bug stað- hæfingum Albana um, að öflugt sovézkt herlið hafi verið sent til Búlgaríu. Fréttastofan sagði, að staðhæfingar Albana væru upp spuni frá rótum. Á sama tíma í fyrra inn þessi: í salt (9.907 upps. tn.) í frystingu í bræðslu Til innanlandsneyzlu Landað erlendis var afl- Iestir 1.446 143 207.837 15 6.734 216.175 Löndunarstaðir sumarsins eru þessir: lestir Reykjavík 11.068 Siglufjörður 19.754 Ólafsfjörður 293 Dalvík 379 Hrísey 96 Krossanes 279 Húsavík 592 Raufarhöfn 2.792 Mjölið úr Hans Sif til írlands Raufarhöfn, 25. september. ASKJA fór héðan í dag til Bel- fast í írlandi með um 400 tonn af síldarmjöli, sem bjargað var úr flutningaskipinu Hans Sif á strandstað. — Ólafur. Vopnafjörður Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Eskifjöi'ður Reyðarfjörður Fáskrúðsf j örður Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Færeyjar Hjaltland Skotland Þýzkaland 743 6.314 429 1.033 1.615 225 83 910 267 955 1.072 1.061 4.227 Jón Kjartansson strandaði ekki ÞORSTEINN Gíslason, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, hefur beð- ið blaðið fyrir eftirfarandi til leiðréttingar á frétt um strand skipsins við Noreg: „Jón Kjartansson var á heim- leið frá Þýzkalandi og kom við í Ulsteinsvik í Noregi til að fá viðgerða hiliðarskrúfu, sem þar var framleidd. Þurfti að taka skipið upp í slipp og þegar menn skipasmíðastöðvarinnar voru að flytja skipið í slippinn rakst eitt blað skrúfunnar í stein við slipp bryggjuna. Var blaðið rétt á staðnum. Auk þess kom óveru- leg dæld á eina botnplötu. Það er rangt, að skipið hafi strand- að og dráttarbátur komið því til aðstoðar. Okkur hefur gengið vel í sumar og höfum aflað fyr- ir 8.2 milljónir króna, selt í Þýzkalandi og tvisvar í Skot- landi. — Kærar kveðjur“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.