Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 19«8. Rambað um í Tungnaréttum Það var glatt á hjalla hjá Biskupstungnamönnum í Jtær, þegar drætti var lokið í rétt þeirra. Göngurnar höfðu gengið vel og það hafði tekið viku að smala afrétt Biskups- tungnamanna, sem nær allt inn fyrir Hveravelli. Fjallkóngur Biskupstungna manna er Guðni Lýðsson, 26 ára gamall, og er nú fjall- kóngur í 5. sinn. Guðni sagði, að alls hefðu 28 smalað afrétt iixn. Leitarmenn höfðu mötu- neyti með sér í bíl og voru tvær ráðskonur, sem sáu um matseld. Aðrar tvær konur voru með í ferðinni og smöl- uðu með karlmönnunum. Þegar við komum að Tungnaréttinni í gær, laust upp úr hádeginu, var drætti Tungnaréttir. (Ljósm. Mbl: Á.J.) ,Nú syngjum vii drengir og syng jum dátt' úr almenningnum að ljúka. Bændur voru hressir aS vanda, þegar mikið er um að vera og það var mikið sungið í Tungnarétt. Það var ekki nóg með að réttarmenn syngju, heldur sungu þeir margraddað og listavel. Bændur skiptust á að stjórna í hringnum, sem söngmennirn- ir mynduðu, en þegar okkur bar að stjórnaði Þorsteinn bóndi frá Vatnsleysu af mikilli röggsemi. Bændur gizkuðu á að 6—8 þúsund fjár væri í réttinni og þóttu heimtur góðar í fyrstu yfirferð. Margt manna var samankomið í réttinni, heima- menn og gestir. fslenzki fán- inn blakti við hún og allt um kring réttina var iðandi líf íslenzku sveitarinnar, menn, kindur, hestar, hundar og bíl- ar voru hvað innan um annað í fögru umhverfi réttarinnar, sem stendur undir kjarr- vaxinni hlíð, á árbakka með niðandi fossum. Þegar við kvöddum Biskups- tungnamenn voru margir að leggja af stað heimleiðis með söfn sín og menn voru farnir að ræða um dansleikinn í Aratungu um kvöldið. Söng- kórarnir urðu fleiri og fleiri og það þurfti ekki annað til en að einhver segði „Nú syngjum við drengir og syngj Guðni Lýðsson, f jallakóngur. um dátt", þá var strax kom- inn söngvinn flokkur og ætt- jarðarlögin ómuðu um laut og hæð. Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, stjórnar söngnum. Ilonum til vinstri handar er Óskar Jónsson, fulltrúi hjá K.Á., sem einnig stjórnaði réttarkórnu m. Um saltfisksöl- ur til ítalíu Greinargerð frá Sjólastööinni hf. VEGNA skrifa í dagblöðum und- anfarna daga um saltfisksölu- mál, óskast eftirfarandi birt í heiðruðu b'laði yðar: I síðastliðnum marzmánuði bauðst Eyvöru h.f. og Halldóri Snorrasyni útgerðarmanni að selja saltfisk til ítalíu á vegum Guðmundar Albertssonar. Fyrirliggjandi bindandi tilboð var um 800 smálestir á 520 Bandaríkjadollara pr. smálest cif. miðað við I flokk, en söluverð S.Í.F. var þá 500.00$ pr. smá- lest cif. Áðurgreindir aðilar sóttu um ¦ útflutningsleyfi á grundvelli tilboðs þessa, en leyf ið fékkst ekki. f apríl síðastliðnum seldi S.í. F. nokkurt magn af saltfiski frá Eyvöru h.f. og var salan bund- in því skilyrði af há'lfu S.Í.F., að Eyvör h.f. undirritaði skuld- bindingu um einkasöluumboð til handa S.Í.F. á öllu því saltfisk- magni, er félagið átti og eignast kynni. Framhald á bls. 20 • KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. MIKIÐ ÚRVAL SKÚFATNAÐAR! DÖMUDEILD • STAKAR BUXUR ÚR TERYLENE OG ULL. • PILS — MARGAR GERÐIR • PEYSUR — ÞYKKAR ÞUNNAR. • SKYRTUBLÚSSUR f ÚRVALI • SKOKKAR — VESTI — JAKKAR O. M. FL. PÓSTSENDUM UM LAND ALLT. HERRADEILD STAKAR BUXUR ÚR TERYLENE OG ULL. STAKIR JAKKAR FÖT — ENSK FRAML. PEYSUR í ÚRVALI SKYRTUR í ÚRVALI REGNJAKKAR O. M. FL. KYNNIÐ YÐUR OKKAR HAGSTÆÐA VERÐ í BÁÐUM DEILDUM. STAKSTEINAR Óttinn við útlendinga Margra alda erlend áþján hef- ur valdið því, að íslendingar hafa lengi verið hræddir við þaS sem útlent er, áhrif erlendra manna og þjóða á íslenzk mál- efni og ekki sízt íslenzka tungu. og menningu. Þessi rótgróni ótti er skiljanlegur, þegar litið er til sögu þjóðarinnar og hann gerir það einnig að verkum, að ís- lendingar standa betur vörð um ýmis þjóðarsérkenni eu sumar aðrar þjóðir. Að þessu leyti er$ því óttinn við það, sem útlent er jákvæður. En veröldin hefur breytzt mikið og íslendingar hafa gert sér glögga grcin íyrir því. Menn gera sér tæpast Ijóst nú, hve róttæka breytingu þurfti á viðhorfi þjóðarinnar al- mennt til þess að breyta um ut- anríkisstefnu frá því, sem ver-j ið hafði, tíl þcirrar stefnu náinna samskipta og samstarfs, sem upp var tekinn eftir striðið. Kn. það er til marks um þroska þjóSV arintiar, að sú utanríkisstefnaj sem byggir á náinni samvinnu við Norðurlöndin, þátttöku í' Atlantshafsbandalaginu og varn, arsamningnum við Bandarikin, í hefur jafnan uotið yfirgnæfandi trausts þorra landsmanna, Saœt sem áður hafa sumir stjórnmála flokkar og stjórnmálamenn lagt sig í líma við að notfæra sér rót- gróna varúð þjóðarinnar í sam- skiptum við aðra í pólitísku tæki færisskyni og þar með kynt und-j ir einangrunartilhneigingarJ sem engum gagna á þeim tím-í um, sem við lifum nú. „Utanstefnur" Þessi viðlcitni ákveðinnaT stjórnmálamanna hefur veriðk sérstaklega áberandi í tíð núver-j andi ríkisstjórnar, þegar leitaðj hefur verið samstarfs við er-l lenda aðila um atvinnuuppbygg-| ingu hér á landi, sem ekki er'. fært að ráðast i án slikrar sam- vinnu. Þessi viðleitni birtíst einn ig í kátbroslegu upphlaupi stjóra arandstöðublaðanna og þá sér- staklega kommúnistablaðsins, þegar háttsettir embættismenn. og ráðherrar fara til útlanda íi erindum lands og þjóðar. Þá er gjarnan talað um „utanstefnurai og látið að þvi liggja að nú sé' eitthvað illt í vændum. Það er einmitt sú einangrunarstefna,) sem lýsir sér í slíkum skrifum, sem hefur tröllriðið heimsbyggði inni um aldir og leitt til tor- iryggni og vantrausts milliþjóða. Og vísasti vegurinn til þess að koma í veg fyrir, að fslendingar' búi við sömu lífskjör og aðrar þjóðir og haldi fullri reisn í sam skiptum við aðrar þjóðir er ein-, mitt að kynda undir slíkar ein- angrunartilhneigingar. Aukin samskipti Höfuðeinkenni þeirrar þróun- ar, sem orðið hefur á alþjóða-' vettvangi frá stríðslokum, érj einmitt það, að þjóðirnar hafa I leitazt við að ef la samvinnu sína og gagnkvæm kynni. Með því móti einu er kleift að draga úr tortryggni milli þjóða og bandalaga og koma í veg fyrir' stórfelld hernaðarátök, eins og þau, sem hvað eftir annað hafa orðið á þessari öld. íslendingar verða einnig að gera sér ljóst,' að samstarf þjóðanna i efnahags málum verður æ nánara og það er einmitt slíkt samstarf, sem gerir þjóðunum mögulegt að bæta stöðugt lífskjör sín. Menn- irnir, sem hérlendis reyna að skapa tortryggni í garð alls þess, sem útlent er, og reka upp l vein, þegar íslenzkir menn reka erindi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, eru einangrunarsinn- ar og afturhaldsmenn og stöðug upphlaup þeirra eru bæði hvim leið og gera mikið ógagn. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.