Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1966. «- BÍLALEIGAN AKBRAIiT SENDUM SÍMI 82347 BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaucavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 oe 36217. Simi 22-0-22 Rauðarárstlg 31 Hverfisgötu 103. Siml eftir lokun 31160. MAGMUSAR ikipholii21 s*mar21190 fH" lokun • 40 J51 ■ LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Haptaett lei{U(jald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 81743. Siffurffur Jónsson. Hlllllllllllllllll BÍLAR % Mikið úrval af notuðum bílum í ölluTn verðflokk- um. Aðetns 5 RambLer CLassic bílar eru nú eftir, en þeir seljast án útborgunar gegn faisteigna'veði. Árg. 1963, 1965, og 1966. Nofckrir Rambler Ameri- can 1966 em ennþá til sölu á gamla veTðinu ef samið er strax. 0 Menga — meinga Sr. Árelíus skrifar: „Ég þafcka prófessornum Hall- dóri Halldórssyni fyrir upplýsing arnar um sögnina menga eða meinga í „Velvakands" 19. sept. En ósköp hefur þessi lærði mað ur leitað langt til fanga. Og sjálf- sagt er að hafa það, sem réttara reynist, þótt hér sé að sjálfsögðu um smámuni eina að ræða. En mér var fyrir mestu rökrétt hugsun í þessu sem öðm. Og viðvikjandi einni fullyrðingu í athugasemdum prófessorsins vil ég gera nokkrar fyrirspurnir i ör stuttu máli. Hann telur athugasemdir minar leiða almenning í villu og „ekki fá staðizt“. Veit hinn lærði prófessor efcki, að sögnin meinga (þannig rituð) er tekin sem dæmi um réttan rit- hátt, samkvæmt hugsun og merk- ingu á fyrstu blaðsíðu í ritreglum þeim, sem notaðar hafa verið við kennslu í réttritun í gagnfræða- skólum, menntaskólum og Kenn- araskóla íslands í nær fjóra ára- tugi og eru enn notaðar með góð um árangri og athugasemdalaust. Þetta er um þá ásökun að leiða al menning í villu um rithátt. Fer maðurinn ekki yfir lækinn að sæk vatn? Veit prófessorinn ekki að sögn- in menga, sem þýðir að blanda samkv. réttum heimildum og er lánsorð úr lágþýzku er aðeins upp haflega notað um að blanda mörgu saman og þá vafalaust samstofna við mengi, en hefur svo fengið í framsetningu og merkingu þá hugs un eina að blanda ólyfjan, eitri eða meinum í vökva, hugsun og hold. Og með orðið mein í huga, valda meini, skaða og sjúkleika fær hún rökrétta hugsun, annars ekki, hvað sem væri um upprun- ann. Meinga er þá bara önnur sögn meff fyllri hugsun, rökrétt- ara samhengi. Við tölum efcki um að menga mjólk með rjóma, ekki heldur um að menga vatn með ávaxtasafa. Og varla mundu barþjónar vilja viðurkenna að þeir menguðu eða meinguðu drykki sína bak við borðið, þótt þeir blandi þar. Og prófessorinn velt og viðurkennir að sögnin „hafi verið rituð meinga í margar aldir á fslandi" Og þá einmitt í merkingunni að blanda ólyfjan í eitthvað? Sé þetta allt athugað, þá verð- ur að minnsta kosti minna úr af- vegaleiðslu minni í rithætti sagn- arinnar, enda mun ég engu breyta um notkun hennar rithátt eða hugs un. Og hafði ég þó satt að segja hugmynd um þýzku sögnina meng en, þótt mér sé hrein hebreska að sækja þangað meginrök þegar flestir eða allir Islendingar segja og hugsa men-ga á sama hátt og Stein-ka, Brún-ka, seinka lán-gef inn o.s.frv. þar sem myndun og hugsun ræður rithætti. Og þá vaknar sú hugsun, rvort við ættum að hverfa frá lifandi máli og hugsun hins daglega lífs á vit 18. alda skræða eða meira. En það er önnur saga. Annars er útrætt um þetta mál af minni hálfu og riti svo hver, sem hann hefur hugsun til. Árelíus Níelsson." 0 Áfengissala og unglingar Þröstur Haraldsson skrifar: „Velvakandi góður. Ég bið þig að koma bréfi þessu á þrykk til að reyna að auka skiln ing okkur Reykvíkinga á glæp þeim, sem við erum að fremja. Hverjir svo, sem það eru, er selja vanþroska unglingum áfengi, verða að mínu áliti að sæta harðri refsingu fyrir athæfið og bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þessir menn vita ekki hvað þeir eru að gera. Einnig er það staðreynd, að 17, 18, 19 ára „krakkar“ geta gengið inn í verzlanir ÁTVR og verzlað eftir vild. Það er einnig vítavert kæru- leysi, sem sýnt er á vínveitinga- húsum hér í borg, en það er ald- urstakmark víðast bundið við átj án ára aldur, og hver, sem inn er kominn, fær afgreiðslu á áfengi. Þar þarf og strangari gæzlu, t.d. mætti krefjast nafnskírteina. Eitt er víst, að enginn hefur gott af því að neyta áfengis, sizt okk- ar yngstu menn, því „æskan á að erfa landið". Virðingarfyllst, Þröstur Haraldsson." Q Drykkjumaður Ekki er venja Velvakanda að birta bréf, ef fullt nafn og heim- ilisfang fylgir ekki með, þótt bréf ið birtist í dálkunum undir dul- nefni. Hér verður þó gerð undan- tekning. Bréfritari kallar sig „Drykkjumann". „Kæri Velvakandi. Það eru svo margir sem leita til þín í vand- ræðum sínum. Þannig er mál með vexti, að ég er ungur og giftur maður, en nú er svo komið að konan er víst að fara frá mér vegna þess að ég drekk svo mik- ið. Ég hef leitað til læknis, en það dugar ekki neitt. Um daginn var flutt í útvarpið erindi um einhver AA-samtök, en því miður missti ég af því erindi. Konan min vill nú ólm að ég leiti þangað, en mig langar til að vita eitthvað um þessi samtök og nú bið ég þig að veita mér einhverjar upplýsingar um þau, því það er mér lífsspurs mál. Því miður get ég ekki sett mitt rétta nafn undir, þó ég viti að þú birtir það ekki, því ég skammast mín svö mikið. Ég nota þvi bara orðið Drykkjumaður". Það er rétt hjá konunni þinni bréfritari góður, AA-samtökin hafa möguleika á að hjálpa þér, en þau geta það því aðeins að þú viljir það sjálfur, að þú sért nógu sterkur til þess að horfast í augu við sjúkdóm þinn, stígir á stokk og strengir þess heit að bjarga sjálfum þér og lífsham- ingju þinni. AA-samtökin halda fundi hvert miðvikudags- og föstu dagskvöld I Tjarnargötu 3C og einnig í Félagsrheimili Langholts- sóknar kl. 2 á laugardögum. DRAGIÐ EKKI lengur að skoða okkar glœsilega úrval af borðstofuhúsgögnum Verðið er lœgra en áður hefur þekkzt. Cœðin meiri, og afborg- unarkjörin alveg einstök Munið: 5000 út ocp 2000 ú múnuði fyrir fallegt, vandað borðstofusett Biðjið um ák/œðaprufur á borðstofustóla -1 i III n Simi-22900 Laugaveg 26 Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. inil Rambler- uUINi umboðið LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 lllllllllllllllllll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.