Morgunblaðið - 26.09.1968, Side 5

Morgunblaðið - 26.09.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1968 5 Haustveiðar í Sandgerði Við renndum til Sandgerðis fyr ir nokkrum dögum og hittum sjómenn að máli. Það var gjóla í hafinu og kvikuskvettur gengu yfir bryggjuna. Gullþór frá Keflavík lá við bryggjuna með bilað spil og við tókum tali Hallmann Sigurðsson mótorista á bátnum, sem er 26 tonn. Hallmann er eigandi báts- ins ásamt skipstjóranum, Óskari Jónssyni. — Hvað eruð þið búnir að eiga þennan bát lengi? — Það eru 5 ár í vetur, síðan við keyptum hann, á 700 þús. kr. — Hvernig hefur gengið í út- gerðinni? — Það hefur gengið svona sæmilega, en það er búið að vera nokkuð mikið bilirí hjá okkur. Við höfum verið á snurvoð á sumrin þar til í fyrrasumar, en þá tókum við troll og það erum við með núna. Á veturna höfum Hallmann Sigurðsson vélstjóri er lengst til hægri, en með honum á myndinni eru tveir hásetar á Gullþór. — Fiskgengdin virðist vera svipuð, en það sést ekki orðið fiskur, sem vanalega hefur geng ið út úr Bugtinni hér á haustin. Venjulega hefur verið hér mest ýsa, en nú sézt hún ekki, ég held að við séum búnir áð landa um 150 kg. af ýsu í sumar. — Hvernig leggst fiskiríið framundan í þig? — Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, þó að við eig um mikið eftir að óseldum salt- fiski síðan í fyrra og skreið síð- an í hitteðfyrra. Þetta vonandi lagast allt. Þeir voru að landa á Vikingi 9 tonna bát, sem er nýbyrjaður á línu. Við röbbuðum við eig- andann og skipstjórann Kristján Jónsson. — Hafið þið verið að í sum- ar? — Við höfum verið með bát- inn í stöðugu úthaldi síðan í júní í fyrra og það hefur geng- ið svona upp og niður og oft helvíti mikið niður. — Hvernig hefur sumarið ver ið? við verið á loðnu og færum, en í vetur brást loðnan í fyrsta sinn síðan við byrjuðum — Hvað eruð þið margir á? — Við erum 5 á, en nú erum við búnir að vera 9 daga í höfn Þorsteinn Einarsson skipstjóri á Voninni GK er þarna að bæta rifrildi í humartrollinu Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen. vegna spilbilunar, en það kemst væntanlega í á morgun. — Hvernig hefur fiskazt í sum ar? — Það hefur verið lélegt í sumar á trollinu og er ekkert fiskirí núna. Þeir eru að landa allt niður í körfu og jafnvel enn minna. — Hvaða veiðar ætlið þið að stunda í haust? — Við ætlum að vera á troíli í haust og líklega í vetur einri- ig, nema að eitthvað breytist sér lega. Það verður lítið við að vera ef ekki fiskast. Við hittum einnig Þorstein Ein arsson skipstjóra á Voninni. — Hvaða veiðiskap hafið þið stundað í sumar? — Við erum búnir að vera með troll síðan í byrjun júní. — Hvernig hefur gengið? — Það hefur hálf illa. Við er- um búnir að fá eitthvað um 9 tonn af slitnum humar. En það er nú reyndar fiskur með og ég held að við séum búnir að fiska fyrir eitthað um 900 þúsund krón ur. — Hvaða fiskur er það? — Mest karfi og langa. Við er um mest í kring um Eldey og við fiskum ekki bannfiskinn í humartrollið, enda kornurh við ekki nálægt þeim svæðum og ekki aðrir bátar heldur. — Hvenær var skást í sumar? — Júlí var langskásti mánuð- urinn. Það var alveg sæmilegt þá. Ludvig Storr for- maður Félags kjörræðismanna FÉLAG Kjörræðismanna er- lendra ríkja á íslandi hélt aðal- fund sinn nýlega að Hótel Sögu. f stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Ludvig Storr, aðal- ræðismað'ur Dana; Sigurgeir Sig- urjónsson, aðalræðismaður fsra- el; Karl Þorsteins, ræðismað- ur Portúgal; Sveinn B. Valfells, aðalræðismaður V-Þýzkalands; Jakob Frímannsson, Akureyri, ræðismaður Svíþjóðar. í vara- stjórn voru kosnir: Árni Kristj- ánsson, aðalræðismaður Hol- lands, Bergur G. GLslason, ræðis maður Brasilíu. EINBÝU - TVÍBÝLI Til sölu í Vogunum 12 ára steinhús á tveim hæðum, 112 ferm. hvor. Á efri hæð hússins eru 2 stofur, 2 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvotta- herbergi og forstofa. Á neðri hæðinni (jarð- hæð) em 3 svefnherbergi og 2ja herb. sér- íbúð. Tvöfaldur bílskúr í smíðum. Fullfrá- gengin og ræktuð lóð. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, 3. hæð (Húsi Silla & Valda) Símar 16870 og 24645. Kvöldsími 30587. — Hvað verður í haust? — Ætli að það verði ekki lína í haust eftir að við erum búnir að fara í slipp, það er að segja — í síðasta mánuði vorum við á lúðu á Breiðafirðinum og við fiskuðum fyrir eitthvað um 60 þús. kr. Núna erum við að byrja Kristján Jónsson skipstjóri á Víkingi. ef við fáum þá beitu. Þetta fer nú að lagast, nú og svo er það lína og net í vetur. — Virðist þér fiskurinn hegða sér eitthvað óeðlilega miðað við undanfarin ár? á línu og erum búnir að fara tvo róðra og fá 6 tonn, en við erum tveir á. Ég býzt við að við verð- um á línu alveg til vors og ég ætla að róa héðan fró Sandgerði DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Innritun stendur ytir TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Reykjavík 10118 Kópavogur 38126 Hafnarfjörður 38126 Keflavík 2062 Dansskóli Hermanns Ragnars Reykjavík 82122 33222 Dansskóli Sigvalda Reykjavík 14081 Keflavík 1516

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.