Morgunblaðið - 26.09.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.09.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 196«. v, 11 " ...... ' " FYRIRHEITID Höfundur: Aleksd Arbúzov Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson Leikmynd: tlna Collins grunnur lyftir sögu þremenn- inganna í æðra veldi, ljær henni mikilvæga . mennska vídd með því að tengja hana heimssögu- legum viðburðum og rjúfa þröngan einkaheim persónanna. Þó eru það ekki sjálfar ógnimar sem höfundurinn leitast við að lýsa, heldur sá heimur allsleysis og mennskrar hlýju og sam- kenndar sem hörmungarnar skapa: einstaklingurinn stendur nakinn og heill á barmi glötunar og dauða, hefur engu að tapa nema eigingirninni og ekkert að vinna nema inntak hvers líðandi andartaks. Þannig ler ástatt um þremenningana í fyrsta þætti leiksins, en síðan kemur lífið og gerir heldur betur strik í reikn- inginn. Verkið er slungið sér- kennilegri og tærri Ijóðrænu, umvafið töfraljóma hinna björtu nátta í Deníngrad, þráttfyrir óhrjáleik atvikanna. „Fyrirheitið“ fjallar fyrst og fremst um tímann og skaðvæn áhrif hans á líf og tilfinningar hvers einstaklings. Að þessu leyti á verkið ýmislegt sam- merkt með leikriti Priestleys, „Tíminn og vdð“, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir nokkr- um árum, nema hvað enska Hákon Waage (Marat) og Þórunn Magnúsdóttir (Líka). Arbúzov er hagvirkur leik- ritasmiður. Þremur þáttum leiksins, sem gerast með margra Hákon Waage (Marat), Amar Jónsson Magnúsdóttir (Líka) í öðrum þætti. (Leonídik) Þórunn ÞAU EÁjHEYRÐU tíðindi urðu á laugardagskvöldið, sennilega fyrir hreina handvömm, að efnt var til frumsýninga samtímis í Þjóðleikhúsinu og Iðnó. Ég var svo lánsamur að vera erlendis, svo ég þurfti ekki að gera upp á imilli leikhúsanna það kvöldið, en á sunnudagskvöld komst ég ekki undam því og sá þá aðra sýn ingu á „Fyrirheitinu" í Þjóðleik- húsinu við góðar undirtektir sárafárra áhorfenda. Er raunar furðulegt að verkið skuli ekki vekja meiri forvitni meðal leik- listarunnenda, því sannarlega er okkur ekki á hverjum degi bsð- ið uppá nýleg rússnesk verk í leikhúsum hifuðstaðarins. ,yFyrirheitið“ er eftir Aleksei Arbúzov (f. 1908), sem hóf rit- höfundarferil sinn fimmtán ára gamall, en fékk fyrsta leikrit sitt, „Stétt“, frumsýnt 1939. Hann hefur orðið vinsæll fyrir leikrit sín í heimalandinu og raunar vakið athygli víðar, m.a. með leikritunum „Tanja“, „Saga frá Irkútsk“, „Klukkan tólf“ og verkinu sem Þjóðleikhúsið hefur nú tekið til sýningar, en það hef- ur meðal annars verið sýnt við miklar vinsældir í Lundúnum og New York. Einhver af leikritum Arbúzovs munu hafa verið flutt í Ríkisútvarpinu. ,,Fyrirheitið“ er einföld og viðburðalítil saga um samskipti þriggja einstaklinga, konu og tveggja karlmanna, á 17 ára skeiði, en á bakgrunninum eru hinir voveiflegu atburðir í Len- íngrad á stríðsárunum, þegar Þjóðverjar sátu um borgina á þriðja ár og hungrið og kuldinn surfu að íbúunum. Ekki fer milli mála að þessi ógnvænlegi bak- í SKÓLANUM, HÉIMA OG í STARFINU ÞURFA ALLIR AAARGA BIC verkið er allt smáborgaralegra og þrengra. „Fyrirhieitið“ býr yfir einhverri þeirri eigind sem ósjálfrátt minnir á Tsékhov — eða er það bara hinn sérkenni- legi rússneski hugblær, einlægn- in, tryggðin og vináttan, dapur- leikinn og ljóðrænan, þráin eftir því stóra og frjósama handan við rúmhelgina? ára millibili, er skipt í samtals 14 atriði, sem hvert um sig varpa ljósi á þær breytingar er tíminn veldur innra með persónunum. Þróunin er markviss, allt að því óhugnanlega rökvís. Af sinni frægu kaldhæðni leika örlögin sér að tilfinningum persónanna, blekkja og afvegaleiða, dulbúa styrk og veikleika, unz þar er komið að byrja verður uppá nýtt í þeirri von að betur takist að fenginni reynslu. Éyvindur Erlendsson setti „Fyrirheitið“ á svið, og er það fyrsta leikstjórnarverkefni hans i Þjóðleifchúsinu. Sviðsetningin var í mörgu tilliti ferskleg og lifandi, en hún geldur þess að tveir leikenda eru nýliðar, og má telja mikið dirfskubragð að leggja svo þunga raun á nálega óreyndar herðar. Hefði ekki verið nær að finna viðaminna verkefni handa hinum ungu leik^ndum, sem vitanlega þurfa að fá tækifæri til að glíma við verðug viðfangsefni? Einsog fyrr segir, gerist leikurinn á 17 árum, og er leikendum ætlað að túlka þrjú æviskeið, það fyrsta innan við tvítugt (16—16 ára), næsta fjórum árum síðar og það síðasta þrettán árum þar á eftir. Það furðulegasta vi'ð sýninguna var kannski það, að hinum ungu leikendum tókst sízt upp í túlkun sinni á fyrsta skeiðinu, æskuárunum. Hygg ég að þar eigi leikstjórinn meiri sök á mistökunum en leikararnir. Hann hefur af einhverjum ókunnum orsökum Ifosið að gera unga fólkið barnalegt úr hófi fram, ýkja allt látæði þess og tjáningu, og fyrir bragðið verða nokkurskonar straumrof í leikn- um. Sú samkveiking sem á að eiga sér stað í lok fyrsta þáttar átti sér aldrei stað, og þannig var í raiuninni kippt tilfinninga- legum stoðum undan framhald- inu, þó áhorfendur gerðu sér ef- laust flestir ljóst hvað fyrir höf- undinium vakir og samsinntu því innra me'ð sér. Mér fannst líka hljómfallið eða rýtminn í fyxsta þætti losaralegur og víða bein- línis þvingaður fram með of- forsi, þannig að eðlileg tjáning og viðbrögð leikenda fengu alls ekki notið sín. Af þeim sökum fór líka talsvert af ljóðrænu leiksins forgörðum. Túlkun tveggja seinni þáttanna tókst hinsvegar miklu betur, og voru víða í þeim skemmtileg tilþrif. Amar Jónsson, sem lék Leoníd- ik, skilaði sínu hlutverki jafn- bezt, enda reyndastur leikenda. Hafði hann hlutverkið fullkom- lega á valdi sínu frá upphafi, en leikur hans varð helzti úthverf- ur í síðasta þætti, þar sem mest reyndi á hann, einsog innlifunin brygðist og grípa yrði til tækni- bragða. I heild var sarrrt- túlkun Arnars á hinum tilfinninganæma Leonídik hugkvæm og heilsteypt. Þórunn Magnúsdéttir lék Líku, stúlkuna sem vinirnir elska, og gerði hlutverkinu fui’ðugóð skil þegar á leikinn leið, en var eins og fyrr segir alltof bamaleg og þvinguð í fyrsta þætti. Bezt var túlkun hennar í síðasta þætti; þar náði hún góSum tökum á uppgjöf og magnleysi þeirrar konu sem brugðizt hefur hug- sjón sinni. Raddbeiting Þórunn- ar var örugg ®g eðlileg á hinu þrönga tónsviði seinni þáttanna, en hún hafði ekki vald á blæ- brigðum fyrsta þáttar. Hákon Waage lék Marat, hinn vellygna vonbiðil Líku, sem læt- ur í minni pokann fyrir vini sínum í fyrstu atrennu, en sigr- ar í þeirri næstu. Hann galt þess í fyrsta þætti á sama hátt og Þórunn, að leikurinn var í rangri tóntegund framanaf, en hann sótti'í sig veðrið, þó framganga hans í seinni þáttunum væri ekki allskostar örugg eða lýta- laus, einkum a'ð því er varðaði raddbeitingu. Eigi að síður skynjaði maður í túlkun hans ákveðna þróun, vöxt, þroska. Verkefnið var honum ofviða, en vakti grun um hvað í honum býr. Fyrir minn smekk voru leik- tjöld Unu Collins það nýstár- legasta og merkilegasta við sýn- inguna, þá þau ættu kannski ekki beint við hinn raunsæja anda verksins. Sviðsmyndin var djörf, táknræn eg stér í sniðum, Ijósmyndir notaðar af mikilli hugkvæmni og frumleik til að magna sviðinu líf. Hinsvegar má vera a'ð leiktjöldin hafi dregið athyglina frá efni sjálfs leiksins, og ekki er ósennilegt að „víð- átta“ og margbreytileiki sviðsins hafi gert hinum ungu leikendum óþarflega erfitt fyrir. Þeir kynmu að hafa náð betri töl4im á leikn- um með öflugra aðhaldi sviðs- ins, þ.e.a.s. þrengri og þéttari sviðsmynd. Þýðing þeirra Steinunnar Briem og Eyvinds Erlendssonar á leikritinu er ákaflega hnökrótt og losairaleg, víða flatoeskjuleg og beinlínis klunnaleg, og held ég að hana hefði mátt bæta til muna með meiri yfirlegu og næmara eyra fyrir framsögn leik- enda. Einsog fyrr segir var sýn- ingunni vel tekið af leikhúsgest- um, þó hún væri hvergi verulega hrífandi. Sigurður A. Magnússon. Kosningum til A.S.Í. þings haldið áfrom NOKKUR félög hafa nýverið kosið fulltrúa sína á A.S.t. þinig, en kosningu til þingsins lýkur 6. október. Fara þau hér á eftir: Félag ísl. rafvirkja: Óskar Hallgrímsson, Magnús Geirsson, Sigurður Sigurjónsson, Bjarni Sigfússon, Jón Á. Hjörleifsson. Verkakveninafélag Keflavíkur og Njarðvikur: Anna Pétursdótt- ir, Ásta Kristjánsdóttir og Þóra Gísladóttir. Félag bifvélavirkja: Sigurgest- ur Guðjónsson og Árni Jóhanins- son. Verksmiðjusalan Laugavegi 42 (áður Sokkabúðin) selur vörur á hagstæðu verði: Nælonsokkar kr. 15.— Crepesokkar kr. 39.— Frottesloppar, dömu og herra aðeins kr. 495.— Handklæði kr. 35—, 65.— Rúllukragapeysur úr lambsull aðeins kr. 195.— Álnavara á hálfvirði. Samkvæmiskjólaefni aðeins kr. 195.— meterinn. Komið og gerið góð kaup Verksmiðjusalan Laugavegi 42. Ungur knupfélagsstjóri óskar eftir atvinnutilboðum, gæti hafið störf í des- ember eða eftir samkomulagi. Tilboð sendist afgr. MbL fyrir 3. október merkt: „Kaupfélagsstjóri — 2042“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.