Morgunblaðið - 26.09.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.09.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1968. 19 - UTAN UR HEIMI Framhald af bs. 14 er í huga að atvinnuleysi (þekktist varla — var 0,5% — árið 1966. Nokkuð dró úr eyðslu neyt- enda á fyrra ári, en nú er hún að aukast á ný. Sala á nýjum bílum í júlí vaxð 12% meiri en í sarna mánuði í fyrra. Frá ferðaskrifstofum berast skýrslur um að fleiri Þjóðverjar fari utan í ár en nokkru sinni fyrr. Þegar þeir líta til baka eru flestir Þjóðverjar sam- mála um að samdrátturimn 1967 hafi verið ill nauðsyn, sem lyfti iðnaðinum á nýjar framfararbrautir. AUKIN SAMKEPPNIS- HÆFNI Ef litið er á árssikýrslur framleiðenda kemur árangur uppstokkunarinnar í ljós. Rekstur margra fram- leiðslufélaga var endurbætf- ur. Öllu óþarfa sarfsfólki var sagt up. Hætt var við smíði og framleiðslu þess vamings, sem ekki skilaði hagmaði. Meðalstór félög -hófu sam- vinnu um tækniupplýsingar. í stuttu máii þá var dregið úr útgjöldum á breiðum grundvelli. Einmig hófst sókn eftir stærra hlut á erlendum mörk uðum til að bæta upp sam- dráttimn heima fyrir. „Flest verzlunarfélög standa ibetur að vígi í dag fjárhags- lega og eru betur samkeppm- isfær en þau voru fyrir sam- dráttinn," segir einn af for- ustumönmum iðnrekenda. Samnlei'kurinn er sá að margir hagfræðimgar óttast að baráttan gegn verðbólg- unni hafi gert þýzkam iðmað of samkeppnishæfam. Við- skiptajöfnuður landsins er allt of hagstæður að áliti sumra leiðtoga. Talið er að útflutningur lamdsins nemi um 230 milljörðum króna meira en innflutmingurimn á árinu 1968. Viðskiptagengi Þjóðverja á heimsmörkuðun- um skapar vamdræði hjá ýmsum öðrum viðskiptaþjóð- um, sem eiga erfitt með að standast samkeppnina. Að því er varðar Bretland og Banda- ríkin, þá er þeirra vandamál að selja nægilegt vörumagn á heimsmörkuðunum t il að greiða fyrir innflutning simn — af því leiðir óhagstœður viðskiptajöfnuður. Af þessum sökum gerast þær raddir æ háværari, sem teggja hart að Þjóðverjum að hækka vöru- vorð til að bæta samkeppn- isaðstöðu annara ríkja á mörkuðunum. Þýzkir hagfræðingar líta sivo á að þetta yrði unnit að gera á tvehman hátt. Anmars vegar mætti draga úr bar- áttunni gegn verðbólgumni. Iæiddi það til þess að þýzkar vörur hækkuðu í verði á út- flutningsmörkuðum og auð- valdaði innflutning á erlend- um vörum til Þýzkalands. Hinsvegar væri sivo unnt að hækka gengi marksins gagn- vart öðrum gjaldeyri. Hvor leiðin sem væri Isiddi til þess að auðvelda öðrum ríkjum að keppa við Vestur- Þjóðverja á mörkuðum heims ins. Snemma í september í fyrra lýstu vestur-þýzk yfir- völd því yfir að ekki yrði um að ræða neina endurskoðun á gengi marksins, að minnsta kosti ekki á þ:ssu ári. Hins- vegar telja sumir hagfræðing. ar að með áframhaldandi grósku í viðskiptum geti verð bólgan skollið á án frekari aðgerða. Afköst iðnaðarins eru nú 86% af hámarki, en voru hæst 89% þegar verð- bólgan var mest árið 1965. Vart hefur orðið við fleiri hættumerki. Mörg iðnfyrir- tæki hafa skýrt frá töfum á afgreiðslu hráefna. Sumsstað- ar hefur borið á skorti á vinnu afli. Að meðaltali eru nú þrjár stöður lausar fyrir hvern atvinnuleysingja í land inu. Óttazt er að iðnrekendur grípi til yfirboða til að tryggja sér faglærða verka- menn, og örva þannig kaup- gjaidshækkanir. Framleið- endur sjálfir eru teknir að ræða hugsanlega verðhækk- un. Þrátt fyrir allt kunna Þjóð verjar að meta kosti stöðugs vsrðlags og styrks gjaldmið- ils. Er það áliit flestra að núna, eftir að kostirnir hafa komið svo greinilega í ljós, muni verðbólgu áfram haldið niðri, og henni ekki hleypt út í þær öfgar, sem áður var. (Þýtt og endursagt úr U. S. News & World Report") - ERLENT YFIRLIT Framh. af bls. 15 Aukin andúð á óspektum HUBERT HUMPHREY vara- forseti er í alvarlegum mótbyr á þessu stigi baráttunnar fyrir for setakosningarnar í Bandaríkjun um. Barátta hans virðist lítinn hljómgrunn hafa fengið enda hef ur hún verið sviplítil og lítt til þess fallin að vekja brifningu. Barátta Richard Nixons for- setaefnis repúblikana hefur aft- ur á móti gengið vel, og um þessar mundir hefur hann ör- uggt forskot, en um leið vinnur aðskilnaðarsinninn George Wall- ace sífellt á, og er það ef til vill Nixon meira áhyggjuefni en Humphrey. Nixon hefur hagnazt á þeim erfiðleikum sem Humph- rey á við að stríða, en þeir virð ast eiga sér aug'ljósar ástæður. Gagnrýni sú, sem Humphrey hefur sætt í flokki sínum, hefur stórum spillit fyrir honum. óspe'kt ir margra vinstrisinnaðra demó krata hafa leitt til harðnandi af stöðu meðal íhaldsamari kjós- enda. Þessir andstæðingar Hum- phreys hafa gert honum mjög erf itt um vik að sigra í kosning- unum. Meginástæðan fyrir erfiðleik um Humphreys er ef til viil sú, að yfirgnæfandi meirihluti banda rískra kjósenda er á miðjum aldri og býr við góð kjör og að þeir haía ekki laðazt að 'hon- um. Þeldökkir öfgamenn og öfga fúilir andstæðingar Vietnam- stríðsins eru aðeins örlítill minni hluti meðal þjóðarinnar. Aðgerð ir þeirrar hafa hins vegar leitt til þess, að þróunin hefur stefnt tiil hægri í bandarískum stjórn- málum, því að þær hafa vakið ótta og gremju sæmilegra vel- efnaðra kjósenda. Nixon hefur mæta vel kunnað að færa sér í nyt þessa harðn- andi afstöðu miðstéttanna, og athyglisvert er hvernig hann hef ur hagað kosningabaráttu sinni í samræmi við niðurstöður skoð anakannana. Nixon og Spiro Ag new varaforsetaefni hafa gert það að aðalbaráttumáli sínu að berjast fyrir aukinni löggæzlu og heita því að berjast 'gegn glæpum. Nixon hefur á varkár an hátt fært sér í nyt ótta meiri hluta kjósenda við þeldökka öfgasinna og Agnew hefur óbeint tekið upp baráttu gegn kommúnistum Þessi afstaða virð ist í samræmi við afstöðu meiri- hluta þjóðarinnar, því að sam- kvæmt nýlegri Harris-skoðana- könnum telur 81prs. bandarísku þjóðarinnar, að löggæzla í land- inu hafi farið út um þúfur. 75 prs telja að linkind dómstóla eigi þátt í því, rúmlega 60prs. að orsökin sé skipulögð glæpa- starfsemi, 59prs. að þeddökkir óeirðaseggir eigi sökina og 56 prs. að kommúnistar hafi grafið undan löggæzlunni. REPÚBLIKANAR MEIRIHLUTAFLOKKUR? Um leið og stefna Nixons hef ur fengið góðan hljómgrunn, hafa baráttuaðferðir hans gefizt vel, og hann þarf ekki að kvarta yfir fjárskorti eins og Humph- rey. Síðan Nixon var útnefndur forsetaefni hefur varla liðið sá dagur, að hann hefur ekki ein- hvers staðar komið fram í út- varpi eða sjónvarpi. En hann hefur af ásettu ráði forðazt stóru sjónvarpsstöðvarnar, þar sem harðskeyttir fréttamenn geta komið honum í bobba með erf- iðum spurningum, og einbeitt sér að litlum úrtvarps- og sjónvarps stöðvum. Venjulega hefur hann haft þann hátt á að koma fram í þessum stöðvum um svipað leyti og hann hefur verið á kosn ingaferðalagi um þau svæði, sem þessar stöðvar ná til. Af ásettu ráði hefur hann forðazt að lenda í sjónvarpskappræðum, við Hum phrey eða aðra. Sú stefna Nixons að forðast stóru sjónvarpsstöðvarnar sýn- ir að hann telur mest um vert að ná nánu sambandi við þann hluta kjósenda, sem hann kall- ar „gleymdu Ameríkumennina“ og hafa fengið sig fullsadda á óeirðum og mótmælaaðgerðum. Þessi aðferð hans hefur gefizt svo vel, að hann hefur mjög góða sigurmögulei'ka. Hinn kunni stjórnmálasérfræðingur Joseph Alsop bendir á, að aðstaða demó krata sé uggvænleg og þeir geti tapað kosningunum, en uggvæ*- legra sé, að republikanar virð- ist vera á góðri leið með að vinna fylgi meirihluta kjósenda, miðstéttanna, sem s'litnað hafi úr tengslum við demókrata. Þá geti svo farið, að demokratar verði ekki lengur meirihlutaflokkur og republikanar taki við því hlut- verki um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Ungling vantar til sendiferða fyrir Fræðsliumálaskrifstofuna og Fi-æðslumyndaeafn ríkisins, Borgartúni 7. Upplýsingar í Fræðslumálaskrifstofunni (sími 18340). Fræðslumálastjóri. Tilboð óskast í hárgreiðslustofu sem er í fullum ganigi, getur verið laus 1. des. n.k. eða eftir samkomulagi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „2368“ fyrir næstu mán- aðamót. // Þai jafnast ekkert á við Lark." Lark filterinn er þrefaldur. IARK FILTER C1GAHETTES rrF' nm RICHLY REWARDJNG UNCOMMONLY SMOOTH g': / Reynið Lark, vinsælustu nýju amerisku sigarettuna NÝJAR ÍBÚÐIR TIL SÖLU á einum fegursta stað í Hraunbæ. íbúðir þessar eru 2ja og 3ja herb. og seljast alveg fullfrágengnar. I eldhúsi eru vandaðar eldhúsinnrétt- ingar, og eldavélar, með aðskildum bakaraofni, fyrir ofan eldavélina er eldhúsvifta með lykteyðandi kolafilt. Vélar þessar eru frá hinu þekkta firma SJEMENS. Baðherb. eru með vönduðum Iireinlætistækjum og vandlega flisalögð. Mikið er af skápum í íbúðinni og allar inni- hurðir úr harðvið. f þvottahúsi eru aOíiar nýtízku þvottavélar. Gufubaðstofa í kjallara. Sérinngangur í hverja íbúð og sérgeymsla í kjallara. íbúðir þessar geta verið til afhendingar innan 3ja vikna. Komið og skoðið, teikningar liggja fyrir á skrifstofunni. FASTEIGNASALAN, Óðinsgötu 4. Sími 15605.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.