Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 196«. — Saltfisksolur Framhald af bls. 3 Um miðjan sfðastliðinn maí- mánuð, upplýsti Ragnar Stefáns- son hjá S.Í.F að Eyvör h.f. mætti láta pakka öllum þeim saltfiski, er félagið átti þá tilbúinn til út- flutnings, þar sem afskipun mundi fara fram í byrjun júni á öllu magninu. Var það gert, en tilgreindur afskipunartími stóðst ekki og dróst hann á langinn, þar til 4. júlí að skip kom. Fékk Ey- vör þá að afskipa aðeins 27 tonn um. Lofað var afskipun á eftir- stöðvum um miðjan júlí, en þær liggja enn óseldar. Sjólastöðin h.f. hóf fiskverk- un á s.l. vori og telja forráða- menn félagsins ekki æskflegt að ganga í S.Í.F., með þeim skilyrð um um einokun, er sú stofnun lætur viðskiptamenn sína undir- gangast. Hinn 24. ágúst s.l. barst Sjóla- stöðinni hf. tilboð frá Paonessa o.fl. um kaup á 1000 smálestum af stórfiski og 1000 smálestum af milli- og smáfiski fyrir sama verð og S.f.F. hafði áður selt á ítalíu. Umsókn um útflutningsleyfi var send útflutningsdeild Viðskipta- málaráðuneytisins hinn 26. ág- úst á þessum 2000 tonnum. Svar fékkst ekki við umsókn þessari þá þegar, enda var ráðherra þá i opinberri heimsókn í Rússlandi. Þegar eftir komu ráðherrans, var gengið á hans fund og hófst þá athugun ráðuneytisins á mál- inu, sem ekki virðist enn lokið. Fyrsta Ijónið á vegi athugunar- innar var það að við gátum ekki látið í té staðfestingu á verði S.Í.F., þar sem það fyrirtæki gat ekki, eða vildi ekki, upplýsa fyr- ir hvaða verð það hafði selt og virtist ráðuneytið ekki hafa betri aðstöðu til að fá þessar upplýs- ingar en Sjó'lastöðin h.f. Að beiðni Sjólastöðvarinnar h.l, var óskað eftir að tilboð- inu frá 24. ágúst yrði breytt í ákveðið verð í stað jafnvirðis S.f.F. — sölu og barst svar 5. september, þar sem Paonessa o. fl. buðu 453.00$ í smálest cif. af I. fl. af stórfiski og tilsvarandi verð á öðrum gæða- og stærð- arflokkum. Tilboði þessu var þegar í stað komið til ráðuneyt- isins, svo og viðbótartilboði, þar sem heildarmagnið var hækkað í 3000 smálestir. Hinn 9. september barst sím- skeyti frá Paonessa o.fl., þar sem rekið er á eftir svari við til- boðunum, því fyrirtækið þyrfti að athuga um kaup á fiski frá Noregi, ef ekki gæti orðið af kaupum héðan. Ljósrit af sím skeyti þessu var strax sent ráðu neytinu svo og af símskeyti frá 17. sept., þar sem ítrekuð eT beiðni um skjót svör. Svara- frestur fékkst þó framlengdur þar til kl. 5. sl. mánudag Eftir hádegi þann dag óskaði ráðu- neytið eftir fresti til kl. 5 á þriðjudag, þ.e. 24. þ.m. Var hann veittur, en svar ráðuneytisins er ókomið enn. Nú eru í landinu miklar óseld- ar birgðir af saltfiski, ca. 13 þús- und lestir, að frádregnu því magni sem S.f.F. kann að hafa selt frá því að aðalfundur þess var haldinn 8. ágúst s.'l., en að viðbættum þeim fiski, er verk- aður hefur verið síðan. S.f.F. hefir ekki séð ástæðu til að upp- lýsa sölur sínar frá því á aðal- fundi, enda þótt sá fundur hafi samþykkt að fyrirtækið gæfi út fréttabréf mánaðarlega, um söl- ur og horfur á saltfiskmarkað- inum, en óhætt er að fullyrða, að nokkur þúsund iestir af salt- fiski liggja nu undir skemmdum, vegna þess að S.ÍF. hefir ekki itekizt að afskipa neinu teljandi magni frá því í ágústbyrjun. Samkvæmt þeim upp'lýsingum, sem tekizt hefir að toga út úr forráðamönnum S.Í.F., er nú treyst á sölu við Portúgal, en þar er verð mun lægra en fæst á ítalíu. Er því óhjákvæmilegt að saltfiskverkendur verði fyrir stórfelldu fjárhagslegu tjóni, bæði vegna enn frekari skemmda á fiskinum, ef afskipanir dragast enn, og einnig vegna þess lægra verðs, sem S.I.F. fær í Portúgal, en við gátum fengið á ftalfu. Sé þessi staðhæfing vefengd, væri ekki úr vegi fyrir forráða- menn S.Í.F., að gera fulla grein fyrir þeim sölum, sem þeir kunna að hafa samið um frá 8. ágúst sl. Það skal að lokum upplýst, að viðsemjendur okkar á ítalíu er áreiðanlegt fyrirtæki, sem keypt hefir hér fisk áður og bjóða þeir óafturkallanlega bankaá- byrgð fyrir andvirði saltfisks- ins. Hefir Útvegsbanki fslands kannað þá hlið málsins og hefir eindregið mælt með, að útflutn- ingsleyfið verði veitt. öllum ætti að vera ljóst, að hér er um mikið hagsmunamál að ræða, því auk hins beina fjár hagslega tjóns, sem áður hefir Verið rakið, má ekki gleyma hinu, að verði hin ítölsku firmu neydd til að kaupa saltfiskinn í Noregi, er ekki víst að þau leiti til fs- lendinga næst, þegar þeir þurfa að kaupa A.m.k. virtist óhjá- kvæmi'legt að viðkomandi aðil- ar geri fulla grein fyrir því, hvers vegna þurfi vangaveltur í heilan mánuð til að ákveða, hvort veita megi útflutningsleyfi fyrir saltfiskbirgðum sem liggja nú undir skemmdum og S.Í.F., virðist ekki geta selt. Virðingarfyllst, F.h. Sjólagtöðvarinnar h.f. Jón Guðmundsson Grænuhlíð 22. - RÚSSAR VARA Framhald af bls. 1 anna, er ekkert það að finna í yfirlýsingunni, sem endurspegl- ar þær yfirlýsingar, sem valda- menn í Egyptalandi og öðrum Arabalöndum hafa komið fram með að undanförnu um, að mikl- ar líkur séu á, að ný styrjöld kynni að skella á í Austurlönd- um nær, ef ísrael heldur áfram núverandi stefnu sinni. Sovézk stjórnarvöld, sem hafa veitt Arabaríkjunum umfangs mikla hernaðaraðstoð og aðra hjálp, svo að þau gaetu endur- bætt aðstöðu sína eftir ósigur- inn í iúnístyriöldinni í fyrra, eru eftir öllu að dæma þeirrar skoð- unar ennþá, að ný styrjöld myndi hafa hroðalegustu afleið- ingar í för með sér fyrir Araba- ríkin. Zamjatin neitaði að svara spurningu varðandi hernám Rússa á Tékkóslóvakíu og sagði, að þessi tvö mál stæðu f engum tengslum hvort við annað. f svaryfirlýsingu sinni sagði Abba Eban m.a., að atburðirnir í Tékkóslóvakíu hefðu verið á- minning til allra smáríkja í heími um, hve auðvelt sé að ráðast á þau og hve nauðsynlegt er fyrir þau að standa saman. Hann sagði enn fremur, að það segði mikla sögu, að þær tvær ríkis- stjórnir fyrir utan Varsjárbanda lagið, sem stutt hefðu innrásina í Tékkóslóvakíu, hefðu verið rík- ísstjórnir Egyptalands og Sýr- lands, „en hugmyndafræðileg til hneiging þeirra væri að beita ofbeldi og valdi". ----------? ? » - GYDINGAR Framhald af bls. 1 „málin væru leyst og draga mætti andzíonisma út úr flokks- áróðrinum". En nokkrir herská- ir flokksmenn munu samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa látið í ljós „undrun" á flokks- fundum upp á síðkastið vegna þess, að herferðin gegn Gyðing- um skuli hafa verið gefin upp á bátinn. Kunnugir segja, að Gyð- ingar í Póllandi hafi orðið illi- lega fyrir barðinu á þessari af- stöðu. Síðan Pólland sleit stjórnmála- sambandi við ísrael eftir sex daga stríðið í júní 1967, hafa margir pólskir Gyðingar flutzt til ísraels. Hollenzka sendiráðið í Varsjá, sem gætir hagsmuna fsraels í Póllandi, hefur engar opinberar tölur um fjölda þess- ara flóttamanna, en þeir munu vera um 1.000 samkvæmt góðum heimildum, og ennþá fleiri hafa sótt um leyfi til þess að flytjast af landi brott „Vér morðingjar" a föstudaginn N.k. föstudag 27. september, hefjast aftur sýningar í Þjóð- leikhúsinu á leikriti Guðmundar Kambans, Vér morðingjar, og verður þessi sýning af tilefni 40 ára afmæli Bandalags íslenzkra listamanna. Leikurinn var sýndur 12 sinn- um á s.I. leikári á leiksviði Þjóð- leikhússins og auk þess var leik ritið sýnt 35 sinnum úti á landi á s.I. vori. Leikurinn hlaut mjög góða dóma allra gagnrýnanda og sýningin í heild þótti mjög athyglisverð. Aðsókn á leikritið var einnig mjög góð. Aðalhlut- verkin eru leikin af Krist- björgu Kjeld og Gunnari Eyjólfssyni, en með önnur hlut- verk fara eftirtaldir leikarar: Guðbjörg Þorbjarnardóttir Gísli Alfreðsson, Sigríður Þorvalds- dóttir, Erlingur Gíslason og Anna Guðmundsdóttir. Leik- stjóri er Benedikt Árnason. Á s.l. vori voru 80 ár liðin frá fæðingu Guðmundar Kambans, og heiðraði jóðleikhúsið minn- ingu þessa merka höfundar með því að sýna þetta athyglisverða leikrit hans, Vér morðingjar. Myndin er af Gunnari og Kristbjörgu í hlutverkum sín- um - AÐSTOÐUDU Framhald af bls. 38 að máli og ræddi við þá um f erSina. — Við fórum frá Reykja- vík 1. september sl., sagði Sigurður, og vorum komnir á miðin 4 dögum síðar. Ferðin hefur gengið með ágætum og fenigum við yfirleitt ágætt veður þar nyrðra. Við aðstoðuðuim 35 skip við viðgerð á leitar- og siglinga- tækjum, og kafaraT okkar skáru nót úr skrúfum 5 skipa. Læknirinn um borð veitti 22 skipverj.um læknisaðstoð, við fluttum póst í 50 skip og 70 sinnum afgreiddium við skeyti til og frá flotan<um. Við spurðum Sigurð hvort mikið hefði verið af veiðiskip- um frá öðmm þjóðum á mið- urrum. — Jú, þarna hafa verið á milli 30 og 40 norsk skip, 5 til 10 færeys'k skip, nokkur sænsk skip og loks 2—300 rússnesk skip, gizka ég á. Við aðstoðuðum 5 erlend skip í þessari ferð — þrjú norsk og tvö færeysk. — Fer Óðinn nú aftur á síldarmiðin? — Það er óráðið ennþá, en hjálpatrskipið Goðinn er núna á miðumim — og kom þangað um líkt leyti og við vorum að fara. Sigurður gat þess að lok- um að íslenzku siómennirniT hefðu lýst yfir mikilli ánægju með þjónaistu þá, er Óðinn hefur veitt á miðunum i sum- ar. Við smerum okkur þessu næst að dr. Snorra, og spuxð- um við hann hvers eðlis læknisstörf hans hefðu verið: — Ég þurfti nokkrum sinn- um að ger« að meiðslum á skipverjum, en engin þessara tilfella voru mjög alvarleg. Til að mynda þurfti ég að fást við fingurslys og einn maður fékk tóg í höfuðið og hlaut sár, sem leit mjög illa út í fyrstu, en reyndist þó ekki svo alvarlegt, er betur var að gáð. Einnig voru ýmsir daglegir kvillar ein« og geng- ur, svo sem tannpína, kvef og fleira. — Telur þú að fenginni reynslu úr þessari för brýna nauðsyn að læknir sé til taks á miðunuim? — Já. óneitanlega er mikið öryggi fyrir sjómennina og iafnframt fyrir fjölskyldur þeirra í landi að vita, að læknir sé nærstaddur á hinum fjarlægu miðum, enda þótt flest tilfellin í ferðinni væru þess eðlis, að skipverjar hefðu getað gert að þeim sjálfir. Þó voru tvö tilfellm svo alvarleg, að skipin hefðu þurft að sigla með sjúkling- ana í land ef læknir hefði ekki verið til staðar. Það sparar sjómönnum mikið ó- mak og mikirun kostnað að hafa lækni á miðunum. Vil ég nefna sem dæmi, að skömmu áður en við komum á miðin, handleggsbrotnaði skipverji um borð í einu ís- lenzku skipanna. Hann var fluttur um borð í norska rannsóknarskipið, sem flutti hann síðan með sér til Noregs, þar sem gerit var að sáruim, hans. Menn geta ímyndað sér hvaða kostnað það 'hefur haft í för með sér. — Annars er það igífurlegt traust fyrir veiðiskipin að hafa óðinn á miðunum til að- stoðar, þvi að ekki mk mikið út af bera til að veiðiskipin verði fyrir óhöppum og stöðv- ist. og skipverjar geti ekki lagfært það sjálfir, án þess að fá sérstaka aðstoð, sagði Snorri að endingu. - HÆTTA A OFRIÐI Framhald af bls. 1 nauðsyn væri á aukinni árveknL Jafnvægi í kjarnorkuvopnabún- aði hefði minnkað hættuna á kjarnorkustyrjöld, en þetta jafn vægi hefði samtímis leitit til þeas, að hættan á árás, þar sem beitt yrði venjulegum vopnum, væri ekki lengur útilokuð. Hernám Tékkóslóvakíu væri heiftarlegt brot á þjóðarrétti og hefði skap- að alvarlegt pólitískt hættuá- stand. Endir yrði ekki bundinn á þetta ástand, nema hernáimi Tékkóslóvakíu yrði hætt, en all- ur heimurinn utan Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra væri þeirrar skoðunar, að hernám væri ó- löglegt. - TÉKKÓSLÖVAKÍA Framhald af bls. 1 áróðri sínum og reyndu meira að segja að auka hann. Þá væri það staðreynd, að meiri hluti blaða, útvarps- sjónvarpsstöðva væri í höndum þess fólks, sem lengi hefðu ráðizt á kommún- istaflokk Tékkóslóvakíu og gagn rýnt vináttuna við þjóðir Sovét- ríkjanna og annarra sósíalista- ríkja. Zdenen Cernik, sem er nýr sendiherra Tékkóslóvakiu hjá Sameinu'ðu þjóðunum, lagði á það áherzlu í dag, að stjórn sín óskaði ekki eftir því, að innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu og hernám yrði rædd í neinni mynd á Allsherjarþinginu. — Við vonum, að almennings- álitið í heiminum muni skilja, að við óskum eftir því að leysa þetta vandamál innan hins sósial istíska samfélags sjálfs, sagði Cernik á fundi með blaðamönn- um í dag. — Stefna stjórnar minnar er fullkomlega ljós. Ef fram kemur tillaga um að ræða Tékkóslóvakíu á nokkurn hátt, þá munum við verða á móti henni. Innrásin í Tékkóslóvakíu er ekki á málaskrá Allsherj arþings ins, en það er Ijóst, að innrásin og hernámið verða eitt helzta málið í sitjórnmálaumræðum þingsins. Margir vestrænir sendimenn hjá Sameinuðu þjóð- unum eru þeirrar skoðunar, að Tékkóslóvakia vilji, þrátt fyrir andstöðu sína opinberlega, um- ræður á Allsherjarþinginu. Slík- ar umræður gætu orðið til þess að styðja kröfur Tékkóslóvaka um, að hernámsliðið haldi brott. Nýr hollenzkur prins f æðist Utrecht, Hollandi, 25. sept- ember NTB. Beatrix, krónprinsessa Hol- lands fæddi dreng í dag. Er þetta annað barn krónprinsess- unnar, en hún er 30 ára gömuL Fyrsta barn hennar var líka drengur, William Alexander prins, sem fæddist 27. april I fyrra. Varð mikill fögnuður, er hann fæddist, því að nú verður karlmaður erfingi hollenzku krúnunnar í fyrsta sinn í fjóra ættliði. Júliana drottning og maður krónprinsessunnar, Claus prins, voru í sjúkrahúsinu, er nýi prinsinn fæddist. í opinberri yfirlýsingu, sem gefin var út eftir fæðinguna, segir, að barnið sé „heilbrigt og vel skapað" og að bæði móður og syni líði veL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.