Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1968. 21 - MATISSE Framhald af Ws. U hreinu litasamsetningum, sam- ræmdum eða andstæðum, endur- skin þess algera.hins fulllokna. Auðvitað féllu hinir hreinu lit- ír ekki inn í akademisk form, fjarvídd eða „anatomíu" og ár- amigurinn var því óhlutlæg og ýkt form. Tilgangurinn var að úti loka hina ytri náttúru en við- ihalda tilfinningunni, þar sem til- finning og þjálfað brjóstvit var nauðsynleg undirstaða til að finna litasamsetningarnar. „Fau- vistarnir" voru þannig miklir kól oristar, og sumir þeirra sköpuðu nýjan liítahrynjanda, sem var mikilvæg listræn uppgötvun. „Impressjónistarnir" uppgötv- uðu litina, þeir komu ljósi og lofti inn í málverkið — þeir boð uðu að skuggi væri ekki vönt- un á lit heldur litur með minna ljósmagni. Hjá „Fauvistum" varð liturinn litur í sjálfu sér með ó- takmörkuðum möguleikum til að skapa form með því að láta þriðja liit verka á móti tveim and- sitæðum — rökrétt samhengi, hug lægt eðli litanna, að sjá umhverf ið í nýju ljósi með tilfinningu og hugmyndaflugi en ekki skynsemi, sjá eðli hlutanna á annan hátt en á ytra yfirborði. „Kúbism- inn" er að nokkru leyti skref á- fram í sömu átt, en það er þó verulegur munur mi'lli þessara tveggja liststefna meiri vísindi og útreikningur í kúbismanum. Þriðju víddina vantaði aldrei al- veg í myndir Matisse, en þar sem litir hans og iínur björguðust vel án hennar, hafði hann ekki mikinn áhuga á hennL Margir gagnrýnendur hafa skírskotað til þessarar vöntunar á þriðju víddinni sem galla hjá listamann inum. En gallinn liggur þó hjá gagnrýnendum sjálfum. Þriðja víddin getur gefið efni til list- rænnar úrvinnslu, en það getur myndflöturinn einnig. Ef Matisse hefði notað þriðju víddina í rík- ara mæli, hefði hið listræna sam- hengi og hinn liatræni ríkdóm- ur rýrnað. Það er aðeina ef við tökum óþvingað á móti hinni töfrandi veröld hans í línum lit- um og útfærslu að við skynjum hið fullkomna hjá Matisse. Ma- tisse sýndi ekki neinn sérstak- an áhuga á mannlegri tilveru, hann tjáði ekki trúarlega, þjóð- félagslega eða dramatíska tilfinn ingu, en skýrleiki hans vó upp á Söngíólk Kór Laugarneskirkju óskar eftir karlaröddum. Upplýsingar gefa Magnús Einarsson, sími 30911 óg Gústaf Jóhannesson, sími 83178, milli kl. 7—8 s.d. Síldarsöltunarstúlkur óskast að Sólbrekku í Mjóafirði strax. Fríax ferðir, kauptrygging. Upplýsingar í síma 1976, Akranesi. CREKSÁSVFGI22 - ?4 »30280-322ffi LITAVER Vinyl veggfóðrið komið. Mikið úrval 122-24 1-322G2 - LITAVER Belgísk, þýzk og ensk gólfteppi. Sama lága verðið móti þeim takmörkunum, það kom því öllum mjög á óvart er hami á síSustu árum æfi sinnar teiknaði myndir í kapellu í Vence, sem nú er heimsfræg. í eigin heimi, lita og lína, átti hug- myndaflug hans sér engin tak- mörk — hvar sem hann bar niður blómstraði akur hans. Enginn skyldi halda að bylt- ingar í myndlist komi ósjálfrátt og án innri baráttu og rökhyggju. Þær eru óumdeilanlega ávöxtur þess að málari vegur og metur ríkjandi viðhorf og gerir upp við þau, vegna þess að þau full- nægja honum ekki lengur — hann gerir uppgötvanir sem hann vinnur úr og gefur varan- legt gildi Allar sveiflur í mynd- list hafa jafnan einungis skráð til merkra afreka nöfn þeirra, sem unnu rökrétt, meðvitað og af ríkri eðlisvísun fyrir hinum á- kveðnu lögmálum Ustarinnar, sem aldrei verður fram hjá geng ið. Ný sending af hollenzkum buxnadrögtum og enskum kápum. Bernharð Laxdal Kjörgarði. Verzlið í stærstu blómaverzluninni. Gróðurhúsinu GROÐURHUSIÐ við Sigtún, sími 36770. HÚSMÆDUR! HÚSMÆÐUR! Fimmtudagar — innkaupsdagar Matvörur — hreinlœtisvörur Aðeins þekkt merki — Flestar vörur undir búðarverði OPIÐ TIL KLUKKAN 10 í KVÖLD X) Vnrumarkaðurinn lif. ARMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 PLYMOUIH VALIANT LÆKKAÐ ¥ERÐ Getum boðið vandlátunr bifreiðakaupendum hinn glæsilega og trausta VALIANT til afgreiðslu nú þegar. Vtllant 100 4-door Sedan Athugið, að þar sem CHRYSLER verksmiðjurnar hafa ákveðið að lækka verðið á hinum vinsælu VALIANT bifreiðum, er þetta einstakt tækifæri til að eignast sterka og endingargóða CHRYSLER byggða bifreið á gamla verðinu. Hafið samband við skrifstofu vora sem fyrst. VÖKULL H/F Hringbraut 121 Sími 10600. W CHRYSLER INTERNATIONAU Landsmalnfelogid Vörður HÁDEGISVERÐARrUNDUR verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 28. september n.k. kl. 12. Dómsmálaráðherra JÓHANN HAFSTEIN ræðir um ATVINNUÖRYGGI STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.