Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAfHÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1968. síi^^^B MORGUMBLAÐSIIVS ::::;:;:;::;\;::i: ____ - ¦¦ ¦ ............................. N».......... FH sigraöi SAAB 13:12 í slagsmálaleik — Harkan sat í fyrirrumi en handknattleikur gleymdist FH bar sigurorð af sænsku meist- urunum SAAB í jöfnum og hörð- um leik í gærkvöld. Síðustu minútur lelksins voru miklu nær því að vera slagsmál en hand- knattleikur, ng áttu dómararnir Valur Benediktsson og Magnús V. Pétursson sinn þátt í því. Svíarnir komu óíþróttamannslega fram að leik loknum og virtust svo að þeim væri margt betur gefið en að sætta sig við tapað- an leik. Þrátt fyrir að leikurinn í gær- kvöld væri mjög jafn nema fyrstu mínúturnar var hann aldrei skemmtilegur. Til þess var harkan alltof mikil. Virtist oft og tíðuim að maðurinn skipti miklu rneira máli en boltinn. FH-ingar byrjuðu leikinn glæsilega og sýndu þá virkilega hvað í þeim býr. Um 'miðjan hálfleikinn var staðan orðin 5-1, og oienn farnir að gera því skóna að FH ynni stórsigur. En Ihinin hávaxnd Lars Göta Anders- son kom í veg fyirir það. Hann sýndi afburða lei'k og hin föstu skot hains lentu eitt af öðru í metirau. í hálfleifc höfðu FH- ingar aðeins eitt mark í forskot 6-5, og á fyrstu mínútu síðari hálfleiks tók Gösta við þar sem frá var horfið og jafnaði. Eftir munaði aldrei nema einu marki á liðunum og voru það yfirleitt FH-ingar sem höfðu fruankvæðið. Þegar 7 mín. voru eftir tók FH forustu er örn skoraði úr víti. Petterson jafn- &ði íyrir SAAB og Gösta færði þeirn eitt mark í forskot. Loka- orðin átti svo Örn Hallsteinsson er hann skoraði tvö mörk í röð á skemmtilegan hátt. Bæði liðin sýhdu líka hart á móti hörðu í þessum leik, og hvorugu verður hrósað fyrir góð- an handknaittleik. í SAAB liðinu átti, sem fyrr segir, Lars Gösta Andersson, langbeztan leik, en leiðinleg frarnkorna hans við dómaTa að leik loknum verður til að spilla fyrir áliti hans. í SAAB liðinu áttu þeir Fredriksson og Björn Andersson einnig all- sæmilegain leik. I FH-liðinu áttu þeir bræður Örn og Geir beztan leik, svo og Kristófer markvörður sem varði af stakri prýði. Annars er leikur liðsins of einhæfur og allar sóknartilraunir fara fram á miðj- unnL Sem fynr segir höfðu þeir Magnús og Valur næsta lítil tök á leiknum og mikið ósamræmi var í dómwn þeirra. Með sann- girni verða þeir hins vegar e'kki sakaðir um hlutdrægni og ekki er að efa að hlutverk þeirna hefur verið mjög erfitt. Ef strangt hefði verið dæmt er ekki ósennilegt að allir leikmenn, nema markverðirnir, hefðu feng- ið sinn reisupassa. Mörkin skoruðu. FH: örn 7, Geir 3, Birgir 2, Auðunn 1. SAAB: Lars Göta Andersson 8, Pettersson 3, Stig Larsson 1. Bikila staðráiinn í að sigra í 3. sinn í Maraþonhlaupi — Iþróttamenn ftykkjast til Mexikó og ná góðum árangri á œfingum 13.50,0 mín, nægja til sigurs í 5000 metra hlaupi á Ólympíu- leikunum sagði heimsmethafinn Ron Clarke frá Ástralíu, eftir að hann hafði hlaupið sitt fyrsta 5000 metra hlaup á uppmýkinga braut Ol-leikvangsins í Mexíkó. Clarke fékk tímann 14:19.8, sem talið er svara til 13.20. mín. á láglendi. Heimsmet Clarks í greininni er 13.16.6 mín. Clarke sagði eftir Maupið, að hann hefði varla búizt við að ná betri árangri og tæpast væri mögu- leiki á nýju heimsmeti á leik- unum. Hann sagði ennfremur að súrefnisskortur hefði ekki; háð sér í hlaupinu, en hann hefði kennt meiri þreytu og bein- Mikil var sú náö og miskunn BLAÐAMENN Mbl. og Tím- ans fengu heldur varmar viðtökur í gærkvöldi, er þeir komu í LaugardalshöIIina til að skrifa um leik FH og SAAB. Valdsmannlegur dyra vörður neitaði þeim að kom- ast í blaðamannastúkuna á þeim forsendum að þeir hefðu ekki passa, sem gefinn var út fyrir keppnistímabil- ið í fyrra!! Blaðamaður Mbl. fór þa fram á það að fá að fara og hringja, gegn loforði að hann kæmi aftur. Ekki var við það komandi, heldur notaði dyravörðurinn tæki- færið til þess að lýsa áliti sínu á blaðamannastéttinni, og var það heldur ófagurt. Við svo búið sneru blaða- mennirnir frá, en af tilvilj- un mættu þeir einum af stjórnarmönnum H.K.R.R., sem hleypti þeim inn. MikU var sú náð og miskunn! En við þessar tafir missti annar blaðamaðurinn af þeim happ drættisvinning að fá sæti í blaðamannastúkunni. Það er varla von að blaða- menn fýsi til að fá slíkar kveðjur aftur og óvíst er að blaðamenn áðurnefndra blaða komi til að skrifa um leik í Laugardalshöllinni, fyrr en búið er að kippa þessum málum í lag. Blaðamenn þurfa ekki að sýna passa þeg- ar þeir eru beðnir um að aug lýsa eitthvað fyrir handknatt leikinn, en þegar þeir svo koma tíl að skrifa um leiki, kemur önnur hlið upp á ten- ingnum. — stjL 9 gegn I og 3-0 Júgóslavar gersigruðu Finna í fyrri leik sínum í undankeppni knattspyrnu er liðin maattust í HM í knattspyrnu. Unnu Júgó- slavar 9-1 en í hálfleik var stað- an2-0. Leikurinn fór fram í Bel grad. í Kaupmannahöfn mættust Tékkar og Danir í sömu keppni og unnu Tékkar verðskuldaðan sigur 3-0. í hálfleik stóð 2-0. 31100 sáu leikinn. verkja en ella. Clarke hafði litla keppni í hlaupinu, þar sem bezti langhlaupari Rússa mætti ekki til hlaupsins og ástralski hindrunarh'lauparinn Kerry O' Brian gafst upp á miðri leið. Æfingaprógramm heimsmethaf- ans er nokkuð strangt, þar sem hann h leypur 10 km. og 5 km. með aðeins eins dags hvíld á milli. Rússnesku íþróttamennirnir hafa einnig byrjað æfingar sín- ar í Mexico og hafa máð mjög góðum árangri á æfingum. Þann ig stökk t.d. Gavrilov 2.20 metra í hástökki og Blitzentsov 5.10 metra í stangastökki. Belgíski hlauparinn Gaston Ro- elamts hefur sagt, að hann geri sér vonir um að sigra í þremur greinum á leikunum. í 3000 metra hindrunarhlaupi, 10 km, hlaupi og maraþonhlaupi, en hann sigraði í síðast nefndu greininni á „reynsluleikunum" í Mexikó í fyrra. Margir telja samt að Eþíópíurnaðurinn Bikila sé líklegastur sigurvegari í Mara Framh. á bls. 27 Á sunnudaginn var æfS á' I Olympíuleikvanginum í Mexí ( i co setningarathöín leikanna. | i Meðal annars var þúsundum , marglitra blaðra sleppt á' ' leiksvæðinu og látnar stíga I tU lofts. Hermenn „léku" i { I hlutverkum keppenda. Allt i fór rólega fram og tókst vel ' nema hátalarakerfi vallarins I Iþarf úrbóta við. Clay í hring- inn 11. nóv. Tveir framkvæmdastjórar i hnefaleikum í Columbus í Ohio hafa tilkynnt, að Cassius Clay muni heyja 15 lotu kappleik 11. nóvember þar í borg. Leikurinn er skráður sem sýningarkeppni — og mótherji hans er enn ó- kunnur, en „verður tilkynntur síðar", sögðu þeir. Hörku golfkeppni í slagvebri hjá GR Opið golfmót var háð á vegum GR í Grafarholti um síðustu helgi. Vonzkuveður var og var]a leikfært, en kylfingar létu það ekki á sig fá og náðu mjög góð- um árangri miðað við aðstæður Hörkukeppni varð milli þeirra efstu en sigurinn féll í skaut Jóhanni Eyjólfssyni þeim gamal- kunna garpi, sem 'lítt hefur haft sig í frammi á golfmótum að und- anförnu. Úrslit urðu (18 holur) Jóhann Eyjólfsson 78 högg Einar Guðnason 79 högg Tómas Árnason 80 hðgg í 1. flokki sigraði Þorvarður Árnason á 84 höggum en í 2. flokki Ásmundur Sigurðsson frá Golfkl. Suðurnesja á 89 höggum en Sveinn G íslason GR þurfti 90 högg. Á laugardaginn heimsækja fé- lagar í Golfkl. Rvíkur félaga sína í Golfklúbbi Suðurnesja. Verður þar keppt í tvíliðaleik milli klúbbanna og er þess vænzt að sem flestir kylfingar GR mætL Hindra OL-för Sænskir stúdentar ráðgera ' mótmælaaðgerðir tU aS 'hindra sænska Olympíukepp- I endur í för þeirra til Mexikó I að því er Aftonbladet skýrir frá. Sænsku keppendurnir halda af stað 3. oktober í | leiguflugvél frá Stokkhólmi. Hyggjast stúdentarnir aftra 1 för þeirra með „setuaðgerð- I um á flugvellinum og á veg- um sem til hans liggja" Beutersfréttastofan hefur ' það eftir einum stúdentanna, að slíkar aðgerðir séu stuðn ingur við stúdentana í Mexi kó, sem hafa átt í blóðugum erjum við lögreglu og herlið í Mexíkóborg. Annar sagði, að ef vélinni tækist að komast í loftið frá Arlandaflugvellinum, myiulu i danskir stúdentar reyna að i halda áfram verkinu, er flug vélin millilendir þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.