Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1968. 27 Nokkrir munanna úr búi Magnúsar og SigTÍðar. Minjasafni borgarinnar berst góð gjöf MIN J A - og skjalasafni Reykjavíkurborgar barst ný- lega góð gjöf. Hjónin María Magnúsdóttir og Sverrir Sig- nrðsson, kaupmaður, færðu safninu að gjöf ýmis skjöl og muni úr búi Magnúsar Benjamínssonar, úrsmíðameist ara og konu hams Sigríðar Einarsdóttur. Meðal skjalanna eru skrautrituð handrit Ijóða eftir Benedikt Gröndal og ljóðahandrit Þorsteins Erlings sonar og Guðmundar Guð- mundssonar, skálds. Við beimsóttum skjalasafn- ið og hittum þar fyrir Lárus Blöndal, borgar.skj'alavörð, og fenigum að líta á gjöfina. — Skemimtilegust þykja okkur skraubrituð ljóð Grön- dals, segir Lárus, og bendir á fagurlega skrifað og mynd- skreytt skjal. — ótrulegt að Gröndal skuli hafa verið rúm- lega áttræðuir, þegar hann samdi þetta og skreytti. Þeir hljóta að hafa verið miklir vinir Magnús og hann, annars hefði hann varla sent þeim hjónum öll þessi Ijóð og 'kveðjiur. Fyrir framan okkur liggur nýárskveðja frá árinu 1907 til þeirra hjóna í bundnu máli, Csjá mynd). önnur kveðja, en ekki jafn skrautleg, liggur þar hjá, einnig frá Benedikt Gröndal. Þar segi-r: — Við heimkomu vinar míns Magn- úsar Benjamínssonar frá út- löndum, 26. marz 1902. Og undir kvæðinu stendur: — Með beztu afmælisóskum frá ofckur hjerna í Þingholts- stræti 33. Þorsteinn Brlings- son. Eftir að hafa litið yfir ljóð- in er okkur vísað inn í minja- deildina. I>ar hefur gjöfunum úr búi og verkstæði Magnúsar verið komið fyrir. Á maghony skrifborði 'hans liggja áletrað- ir smákassar með verkfærum frá Magnúsi, sem hann smíð- aði sjálfur. Ú'tskurðinn gerði sá þjóðhagi maður Stefán Ei- ríksson myndskeri. Magnús, sem var bæjarfull- trúi um skeið og Sigríður kona hans vonu meðal kunn- ari borgara Reykjavíkur á sín- um tíma. Það er því ánægju- legt að þau hjónin María, dóttir Magnúsar, og Sverrir Sigurðsson skuli hafa gefið Skjala- og minjasafni borg- arinnar þessa hl'uti til varð- veizlu. Mig furðar það hreint 'hvað þú fjekst þó af sól sem faðir þinn gat þarna norðuir undir pól, og móðir þin fæddi á svo ferlegri tíð í frostbólginn þorrann og líklega í hríð. MlllilMÍÍill v1; <H' Velkominn að vorum ströndum nú, víst er þetta bezt að sjá og heyra, það er inndælt, þetta veit mín trú, það er lífið öllu lífi meira. Stígðu nú á fátæfet föðurland fylgi þér æ lífsins bezta gleði. Aldrei þér meitt ami rnein og grand ekki raski þínu stillta geði. — Var Gröndal vanur að ' •' " • \v> V K- • < ,.>X' ><■ x<v mm - ÍÞRÖTTIR Framliald af bls_ 26 þonhlaupinu 1 Mexikó. Bikila sigraði í hlaupinu í Róm og Tokió. Hann er einn af lífvörð- um Haile Selassies og æfir mest í svipaðri hæð yfir sjávarmáli og er í Mexikó. Bikila kom til Mexíkó á mið- vikudagsmorgun. Sex stundum eftir komuna hafði hann lokið fyrsta æfingahlaupi sínu þar — 20 km. —■ Hann sagði við blaðaimenn að hann væri staðráðinn í að sigra í Maraþonhlaupinu 3. skiptið í röð. — Ég þekki lítið sem ekkert til Roelants, sagði hann ennfrem- ur en ég veit hann átti heimsmet í hindrunarhlaupi þar til fyrir skömmu. Hvort það verður hann eða einhver annar sem verður harðasti keppinautur minn, skal ég ekki um segja — en ég skal tala um það við ykkur að hlaup- inu loknu. Bikila er 36 ára gamall, 177 sm að hæð og vegur 57 kg. Ekki — ekki I FRÉTT frá fréttaritara Mbl. á Raufarhöfn, sem birtist í blað- inu á þriðjudag, skauzt eitt litið ekki inn í, þar sem talað var utn möguleika á ísframleiðslu á Raufarhöfn. Stóð í fréttinni að ekki væri til ísvél á staðnum, en ísvél er vissulega fyrir hendi á Raufarhöfn, þó ekki hafi hún enn verið notúð. Stjðrnunarfélag Noröurlands stofnað — á ráðstefnu um stjórnunarmál, sem haldin verður á Akureyri Akureyri 25. september RÁðSTEFNA um stjórnnuarmál verður haldin í skíðahótelinu á Akureyri n.k. föstudag og laug- ardag á vegum Stjórnunarfélags Norðurlands, sem verður fyrsta landshlutadeildin innari SFÍ. Ráðstefnan, sem haldin er í samvinnu við atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hefst klukkan 14.00 á föstudag og mun Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, fyltja setningarræðu. Þann dag flytja erindi: Jakob Gíslason, orkumála stjóri, Jón Sigurðsson, ráðuneyt- isstjóri, Sveinn Björnsson, frkv- stj., allir úr Reykjavík og Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri, Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri Húsavík, Ásgrímur Stefánsson, frkvstj. Akureyri og Marteinn Friðriksson, frkvstj., Sauðárkróki. Einnig verða frjáls ar umræður. Á laugardag flytjia þessir er- indi: Guðmundur Einarsson, frkvstj. Reykjavík, fvar Bald- vinsson, hagræðingarráðunautur Akureyri, Björn Ólafsson, frkv- stj. Húsavík, Lárus Jónsson, deildarstjóri Akureyri, Skafti Ás kelsson, frkvstj. Akureyri, og Jón G. Sólnes, bankastjórl Ak- ureyri. Þann dag verður einnig geng- ið frá stofnun Stjómunarféliags Norðuralnds. Félagssvæðið nær yfir Norðurland allt í mjög víðri merkingu, það er frá Stranda- sýslu til norðanverðrar Norður- Múlasýslu. Tilganigur félagsins verður eins og segir í drögum að félags- lögum, „að efla áhuga á og stuðla að kerfisbundinni stjórn- un, hagræðingu og almennri hag sýslu í hvers konar rekstri ein- staklinga, félaga og hins opin- bera og vinna að samvinnu þeirra sem slíkan áhuga hafa. Með því vill félagið stuðla að bættum at- vinnuháttum og aukinni fram léiðni með þróun verklegrar menningar og vaxandi al- menna velmegun fyrir augum“. Frumkvæði að stofnuninni átti atvinnumálanefnd Akureyrar og nokkrir áhugamenn sem ýmist hafa verið félagar í SFÍ eða tek ið þátt í námskeiðum á vegum þess. Sveinn Björnsson, frkvstj. Iðnaðarmálastofnunar íslands,- og Konráð Adolphsson, frkvstj., SFÍ, hafa komið til Akureyrar til að undirbúa félagsstofnunina, en í undirbúningsnefnd hafa ver ið: Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, Valur Arnþórsson, fulltrúi, og í- var Baldvinsson, hagræðing- arráðunautur, allir á Akureyri. — SV. P. Fyrstu hljdm- leikor Siníóní- unnor í kvöld í kvöld verða haldnir fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands. Stjórnandi er Sverre Bruland. Einleikari er Detlev Kraus. Á tónleikunum verða leikin verk eftir Hovland, Moaart og Brahms. Kraus er fæddur í Hamborg 1919. Hann var við framhalds- nám hjá Wilhelm Kempf í mörg ár, og hefur víða farið í hljóm- leibaferðir, einn og með frægum sinf óniuhlj ómsveitum. Hann hefur að mestu lagt stund á verk eftir Beethoven og þykir afburðagóður túlkandi þeirra. Slela ávísunum al drukknum mönnum Nýlega handtók rannsóknarlög reglan í Reykjavík 22ja ára gamla stúlku, sem við yfirheyrsl ur játaði að hafa stolið ávisana- eyðublöðum og falsað og selt á- vísanir samtals að upphæð um 20.000 krónur. Stúlkan stal eyðublöðunum af drukknum mönnum, sem hún hitti í heimagildum að loknum dains- leikjum, en ávísanirnar seldi hún í verzlunum í Reykjavík. Fyrir nokkru sagði Morg- unb'laðið frá handtöku annarrar ungrar konu, sem notaði sömu aðferð og þessi til að verða sér úti um ávísanaeyðublöð og tókst þeirri að falsa og selja ávísanir að upphæð samtals um 150 þús. kr. - MEXÍCÓ Framhald af bls. 2 ur. Þeir hrópuðu til vegfarenda og báðu þá að ganga í lið með stúdentum. Til minniháttar átaka kom þegar lögreglan dreifði hópi stúdenta fyrir utan einn verkfræðiskólann, en ekki er talið að þá hafi sakað Hins veg- ar munu tveir stúdentar hafa beðið bana í átökum hjá öðrum verkfræðiskóla í nótt og mun annar hafa fallið fyrir kúlu úr byssu félaga síns. 1 nótt logaði eldur í skrifstof- um ríkisrafveitunnar og segir slökkviliðið að um íkveikju hafi verið að ræða og er tjónið met- ið á tæpa hálfa milljón ís- lenzkra króna. Skipzt var á skotum á ýmsum stöðum í borg- inni. f fréttatilkynningu er þrír stúdentar sem kalla sig fulltrúa þeirra tæplega 100.000 stúdenta, sem stunda nám við háskólann og 70.000 stúdenta verkfræðiskól anna segir að bekkjarbræður þeirra liggi í blóði slnu í verk- fræðiskólunum, sem lögreglan hefur á valdi sínu, og á heimil- um sínum. Hinir særðu hafa neit að að láta starfslið Rauða kross- ins stunda sig af ótta við að verða framseldir lögreglunni. Stúdentarnir þrír fóru þess á leit við Alþjóða Rauða kross- inni íGenf, að sendir yrðu full- trúar á vettvang til að stunda hina særðu, enda hraki þeim óð- um. Lögreglan hefur vísað staðhæf ingum stúdentanna á bug og seg- ir að Rauði krossinn í Mexíkó sé fullfær um að stunda hina særðu. Stúdentarnir segja, að rúmlega 50 manns hafi særzt í á tökunum. Rúmlega 700 manns hafa verið handteknir síðustu fimm daga, en þeir hafa ekki verið ákærðir og allmargir voru látnir lausir í dag. Þúsundir þeirra hermanna, sem hafa haft hina 17 verkfræðiskóla á valdi sínu, hófu í dag brott- flutning þaðan í nótt. Talsmað- ur skipulagsnefndar Olympíu- leikanna, sem fram fara í borg- inni í næsta mánuið, segir að leik arnir séu ekki í hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.