Morgunblaðið - 26.09.1968, Síða 28

Morgunblaðið - 26.09.1968, Síða 28
 Heimílistrygging er nauðsyn * ALMENNAR TRYGGINGARP FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1968 Meiri kjötútflutn- ingur en i fyrra — fyrsti farmurinn fer á morgun Að öllum líkindum verður meira flutt út af kjötframleiðslu þessa árs, en síðasta árs, að þvi er Agnar Tryggvason hjá útflutn- ingsdeild S.Í.S. tjáði Morgun- blaðinu í gær. Af framleiðslu sl. árs voru flutt út um 4000 tonn. 'Verðlagsgrund-! jvöllur landbún- aðorvora óhveðinn tíl tveggja óro Tfimefnd í verðlagsmálum' landbúnaðarins ákvað í gær I nýjan verðlagsgrundvöll, sem| gilda skal til tveggja ára. i Hins vegar er eftir að reikna! út áhrif þessa nýja grundvall' ar á búvöruverðið og niður-1 stöðu af þvi ekki að vænta ( fyrr en eftir nokkra daga. Agæt hrefnu- veiði í sumur Góð hrefnuveiði hefur verið í ísafjarðardjúpi í sumar. Hefur Karl Þorláksson frá Súðavík, sem stundar þessar veiðar ásamt Kjartani syni sínum, veitt 12 hrefnur í sumar, og annar bát- ur, sem einnig er gerður út frá Súðavík, hefur fengið fimm hrefnur. Góður markaður er fyrir hrefnukjöt þar vestra. Fyrsti farmurinn af fram- leiðslu þessa árs, 130 tonn, fer til Bretlands og Þýzkalands með leiguskipi, sem á að leggja af stað á morgun. Á sunnudag kem ur annað leiguskip og lestar um 400 tonn af nýju lambakjöti til Bret'lands og Þýzkalands. Bretar keyptu mest af útflutn- ingsframleiðslu síðasta árs, eða S hluta, en síðan komu Fær- eyingar og einnig var kjöt selt til Hollands, Vestur-Þýzkalands, Danmerkur, Finnlands og Sviss. Öll þessi lönd munu kaupa eitt- hvað af framleiðálu þessa árs, en einnig opnast nýr markaður í Frakklandi og verður selt þang- að kjöt fyrir rúmlega hálfa millj. króna. Norðmenn hafa á undanförn- um árum keypt af okkur saltað dilkakjöt, en þau viðskipti hafa farið minnkandi og af fram- leiðslu síðasta árs voru aðeins seld 92 tonn til Noregs. Þessa mynd af Surprise á ið mesta hallann af togaran- upp vélarnar, en þegar því strandstaðnum tók Ámi John um, sem enn liggur þvert fyr er lokið, má vænta þess, að sen í gær, en eins og á henni ir í fjörunni. Nú vinna björg tilraun verði gerð til að ná sést hafa björgunarmenn tek unarmenn að því að þrífa togaranum út. Saltað af ful lum krafti á Raufarhöfn og Seyðisfirði Söltunarmet hjá Óðni h.f. SALTAð var af fullum krafti á Raufarhöfn og Seyðisfirði í gær en síldin, sem barst til Neskaup- staðar var illsaltandi vegna rauð átu. Saltendur á Austurlandi auglýsa nú eftir síldarstúlkum og í gær komu tvær flugvélar MYNDIN er tekin í brúnni á Óðni í gær. Frá vinstri: Hannes Finnbogason, læknir, sem var með Óðni í fyrri ferð- inni, Sigurður Ámason, skipherra, og dr. Snorri Hall- grunsson. frá Reykjavík til Raufarhafnar með síldarstúlkur. f gærmorgun kom Gísli Árni til söltunarstöðv arinnar Óðins h.f. á Raufarhöfn með um 330 tonn og um tíuleyt- ið í gærkvöldi var búið að salta í 1600 tunnur en búizt var við að um 1800 uppsaltaðar tunnur fengjust úr aflanum. Er það þá það mesta, sem ein stöð hefur saltað úr síldveiðiskipi í einu og að líkindum einnig það mesta, sem fengizt hefur úr afla eins veiðlskips. Hjá Norðursíld á Haufarhöfn var saltað í um 500 tunnur úr Jóni Garðari og í nótt voru þrjú skip væntanleg til Raufarhafn- ar með síld, Héðinn ÞH með 110 tonn til Björgu hf; Faxi með 150 tonn og Þórður Jónas- son til Norðursíldarinnar. Á Seyðisfirði var í gær saltað á sex stöðvum úr átta bátum og gizkaði fréttaritari Morgunblaðs- ins á, að saltað hefði verið í um 1000 tunnur alls. Lítið er um að komufólk á Seyðisfirði ennþá. Tveir bátar komu til Neskaup staðar í gær, Börkur NK með 100 tonn og Sveinn Sveinbjörns son með 150 tonn. Síldin var full af rauðátu og hafði því þolað illa geymslu. Yar saltað í rúmar 300 tunnur úr Berki, en ekkert var hægt að salta úr Sveini Sveinbjörnssyni, þar sem síldin var svo götótt á kviðnum vegna rauðátunnar. Von var á þrem- ur bátum til Neskaupstaðar í nótt, Magnúsi NK með 150 tonn, Bjart NK með 200 tonn og einn- ig var von á Helga Flóvents- syni með 120 tonn. — 0 — „Þetta er eiginlega búið að vera endalaus söltun hjá okkur síðan á laugardagsmorgun", sagði Einar Guðmundsson, for- stjóri Óðins h.f. á Raufarhöfn, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. „Sl. laugar- dagsmorgun kom Gísli Ární og söltuðum við úr honum í 764 t., þá kom Fylkir og var saltað í 772 tunnur úr honum, þá kom Þorsteinn og fengum við 526 tunn ur úr honum. Úr Sóley söltuðum við í 100 tunnur og tóku-m auk þes-s 660 t., sem skipverjar höfðu saltað í úti á miðunum, og í morgun kom svo Gísli Árni aft- ur. Við höfum rúmlega 60 söltun arstúlkur núna og eru þær bún- ar að standa sig vel, eins og reyndar allur mannskapurinn í heild“. Aðstoðuðu um 40 skip og veittu 22svar læknishjálp í Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 214 millj. — í ágústmánuði síðast liðnum Óðinn kom af síldarmiðunum í gœr VARDSKIPIÐ óðinn kom til Reykjavíkur í gærdag eftir 25 daga útivist á síldarmiðunum norður í hafi. Skipið hefur verið þar nú í sumar og veitt veiðiskipunum ýmiss konar þjónustu. Dr. Snorri Hall- grímsson, yfirlæknir, var með skipinu að þessu sinni og veittj sjómönnum læknisþjón- ustu, þegar hennar var þörf. Morgunblaðið hitti dr. Snorra og Sigurð Árnason, skipherra, Framhald á b]s. 20 VÓRUSKIPTAJÖFNUÐURINN við útlönd var í ágústmánuði sl. óhagstæður um 214,3 millj. kr., að því er segir í tilkynningu frá Hagstofu íslands, og vöru- skiptajöfnuðurinn fyrstu átta mánuði ársins óhagstæður um 2144,8 milljónir. í ágústmánuði sl. árs var vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður um 206,8 millj. og fyrstu átta mánuði sl. árs var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 1971,4 milljónir. Það skal tekið fram að tölur frá sl. ári eru reiknaðar á því gengi sem gilti fyrir gengisbreyting- una í nóvember 1967, en tölur 1968 eru miðaðar við það gengi, sem þá tók gildi. í ágústmánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir samtals 298,7 milljónir, en innflutningurinn nam 513 milljónum. í ágústmánuði 1967 voru flutt- ar út vörur fyrir 307,8 millj., en inn fyrir 514,6 milljónir. Það sem af er þessu ári hafa vörur verið fluttar út fyrir 2807,4 millj., en inn fyrir 4952,2 milljónir. Á sam-a tíma í fyrra nam útflutningurinn alls 2675,7 millj., en innflutningurinn 4647,1 milljón. Af innflutningi þessa árs eru skip 174,5 millj., flugvélar 133 millj., vörur til Búrfellsvirkjun- ar 271,6 millj. og innflutningur til íslenzka álfélagsins h.f. 149,6 millj. króna, eða samtals 728,7 milljónir króna. Á sama tíma I fyrra nam þessi innflutningur samtals 617,6 millj. króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.