Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Fullveldi kommúnistaríkja takmörk sett, segir Pravda Innrás r Júgóslavíu ekki áformuð, segir sovétstjórnin heimsókn Dubeeks frestað ennþá einusinni Moskvu Moskvu, 26. sept. AP-NB # Moskvublaðið Pravda Jýsti yfir því í dag, að komm- únistalönd nytu ekki ótak- markaðs fullveldis. Blaðið sagði, að engin kommúnista- stjórn hefði rétt til að taka ákvarðanir, sem skaða mundu sósíalismann í landi þess eða mikilvæga hags- muni annarra kommúnista- landa. Pravda gaf í skyn, að það væri á valdi sovétstjórn- Barnard gefur augun Sao Paulo, 26. sepember. - AP. 6UÐUR-AFBÍSKI læknirinn Christian Bernard kveðst hafa leiðtoga tékkóslóvakíska komm- lagt svo fyrir í erfðaskrá sinni, 1 únistaflokksins, í þessari viku. arinnar að ákveða hvenær slíka hættu bæri að hönd- um. • Þótt ekki væri minnzt á Tékkóslóvakíu í greinini, er tal- ið fullvíst að átt hafi verið við Tékkóslóvaka og einnig Rúm- ena og Júgóslava. 1 fréttum frá Belgrad segir, að Sovétríkin hafi veitt Júgóslavíustjórn tryggingu fyrir því að ekki verði gerð inn- rás í Iandið, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum. Rússar hafa einnig sagt að þeir hafi aldrei haft slík áform á prjónunum, og hefur fullvissun- um Rússa verið fagnað í Júgó- slaviu, þar sem hervæðing var undirbúin eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. # Samtímis þessu sagði tals- maður tékkóslóvakíska sendi- ráðsins í Moskvu í dag, að ef til vill yrði ekkert af fyrirhugaðri heimsókn Alexanders Dubceks, að augnabankinn í Sao Paulo fái augu hans að honum látnum. Dr. Barnard skýrði frá þessu eftir heimsókn í sjúkrahús í Sao Paulo, þar sem dr. Euryclides Zerbini framkvæmdi fyrsta hjartaflutning í Suður-Ameríku í maí síðastliðnum. Talsmaðurinn sagði, að ekki hefði verið ákveðið hvenær heimsóknin færi fram, en ef til vill yrði það í næstu viku. ABYRGIP. GAGNVART HREYFINGUNNI í hinni löngu grein Pravda segir, að sérhver kommúnista- flokkur sé ekki einvörðungu ábyrgur gagnyart þjóð sinni heldur öllum kommúnistalönd- um og allri kommúnistahreyf- ingunni. Kommúnistaríki gætu valið framtíðarleið sína en hefðu ekki frelsi til að víkja frá komm únisma. Kommúnistaríki hefðu skilyrðislausan s j álf sákvörðunar rétt í minni ráðstöfunum, sem gripið væri til í samræmi við þennan rétt, svo fremi að Sör- um kommúnistaríkjum væri ekki ógnað. Kommúnistariki væru fullvalda, en fullveldi þeirra yrði að hvíla á stétta- grundvelli og mætti ekki vera óhlutstætt fullveldi, en með þessu orðalagi er greinilega vís- að til skilgreiningar á fullveldi samkvæmt þjóðarrétti. í greininni er því mótmælt að hernám Tékkóslóvakíu sé brot á þjóðarrétti og fullveldi lands- ins og sagt að lög og réttarfar lúti lögmálum stéttabaráttunnar og félagslegrar þróunar. Rétt- arreglur marxisma og leninisma hefðu ekki verið rofnar með hernáminu og bargaralegar rétt- arfarshugmyndir ættu ekki við í samskiptum kommúnistalanda. Þessi réttlæting á hernámi Tékkóslóvakíu er talin opinská- asta yfirlýsingin um afstöðu sovétstjórnarinnar tij annarra kommúnistalanda. Sagt er, a'ð þeir sem vanþóknun hafi á her- náminu sniðgangi þá staðreynd að innrásin hafi verið gerð til að verja hagsmuni heimssósíalism- ans og varað er við því, að Rúss ar séu staðráðnir að halda áfram ráðstöfunum gegn andsósíalist- ískum öflum í Tékkóslóvakíu. Framhald á bls. 31 Ball hættir Washington, 26. september AP-NTB. Johnson forseti tilkynnti í I kvöld, að George W Ball, | aðalfulltrúi Bandaríkjanna |hjá Sameinuðu þjóðunum, 'hefði beðizt lausnar og s'kip- I aði James Russel Wiggins, rit ) stjóra blaðsins Washington i Post eftirmann hans. Ball . hyggst taka þátt í kosninga- ’ baráttu Hubert Humphrey, I varaforseta. Johnson lagði á- | herzlu á, að Báll hefði ekki í sagt af sér vegna skoðanaá- : greinings, en því er haldið Ifram að Ball sé andvígur ) Vietnamstefnunni, vilji m.a. | að öllum loftárásum á Norður L Vietnam verði hætt. Frá óeirðunum í Mexíkó. Lögreglumaður ber stúdent með byssuskeftinu. Nú virðist ást andið vera að færast aftur í eðli legt horf. Kyrrt í Mexikó Mexico City, 26. september. NTB Búas má við að deila stúd- enta og ríkisstjórnarinnar í Mexi kó leysist eftir nokkra daga, að því er áreiðanlegar héimildir í Mexico City hermdu í kvöld. Sjö manns hafa beðið bana, 100 hafa særzt og 500 hafa verið hand- teknir í óeirðunum, sem geisað hafa i borginni undanfarna daga Heimildirnar herma, að meiri- hluti hófsamra stúdentaleiðtoga vilji semja beint við stjórnina um kröfur sínar. Stúdentarnir vilja fá aukin áhrif á málefni há- skólans og krefjast þess að her- Frá Iðnþróunarráðstefn unni síðastliðið vor. Ályktun Iðnþróunarráðstefnu Sjálfstœðismanna: IÐNAÐURINN UNDIRSTAÐA VEL- MEGUNAR OG ATVINNUÖRYGGIS — á að njóta jafnréttis við aðrar atvinnugreinar DAGANA 2.—4. maí var haldin iðnþróunarráðstefna Sjálfstæðis- manna að tilhlutun Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, þar sem fjallað var um alla helztu þætti iðnaðarins og flutt 30 erindi. Að loknu fundahaldi var 5 manna nefnd falið að vinna úr erindunum og umræð- unum álitsgerð, en síðan var ráðstefnan kölluð saman að nýju hinn 12. sept. sl. og þá gengið frá áliti, sem sent var miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og þing- mönnum og er nú birt. Inngang- ur ályktumarinnar fer hér á eftir, en að öðru Ieyti er hún birt á siðu 14 og 15 i blaðinu í dag: Iðnþróunarráðstefna Sjálfstæð ismanna, haldin í Reykjavík 2.—4. maí og 12. september 1968, bendir á þá höuðnauðsyn að treysta og efla íslenzkt atvinnu- líf á grundvelli einstaklings- og athafnafrelsis. Vinna þarf mark- visst að því, að efnahagsþróunin verði gerð óháðari aflabrögðum og mörkuðum fyrir einhæfar sjáv arafurðir en nú er, svo að hægt verði að tryggja batnandi lífs- Framhald á bls. 24 menn, sem hafa haft hann á valdi sínu verði fluttir burt. Ástandið í Mexico City komst í eðlilegt horf í dag, og undir- búningur Olympíuleikanna gekk sinn vanagang. Erlendir íþróttafréttamenn halda áfram æfingum sínum í Olympíubæn- um, en þangað er klukkustund- arakstur frá þeim stöðum, þar sem mestu óeirðirnar hafa geisað. Flestir þeirra hafa lítið fylgzt með óeirðunum,sem hafa átt sér stað í iðnaðarhverfi í norður- Framh. á bls. 12 )l\lcCarthy líþróttafrétta- ritari New York, 26. sept. AP TÍMARITIÐ „Life“ skýrði frá því í dag, að Eugene Mc- I Carthy, öldungardeildarþing | maður, hefði verið ráðinn til þess að skrifa íþróttafréttir í blaðið og myndi hann fjalla 1 um „baseball". McGarthy mun hafa í I hyggju, að koma fram í sjón- varpi um öll Bandaríkin í fnæsta mánuði til þess að vinna | að kosningu Humphreys í em ibætti Bandaríkjaforseta. •V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.