Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1968. Hann mun leiða mig út til ljóss- ins, ég mun horfa ánægð á rétt- læti hans. (Míka. 7.9.) t dag er föstudagur 27. sept. Er það 271 dagur ársins 1968. Cosm- as og Damianus. Árdegisháflæði er kl. 8.17. Eftir lifa 95 dagar. Upplýsingar um læknaþjónustu i borginni eru gefnar í síma 18888, símsvara Læknafélags Keykjavík- ur. Læknavaktin í Heilsuverndarstöð- inni hefur síma 21230. Slysavarðstofan í Borgarspítalan um er opin allar sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212 Nætur- og heigidagaiæknir er í síma 21230. Neyðarvaktin svarar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 til ki. 5 sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl 9-2 og sunnudaga frá kl. 1-3. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfara nótt 28. sept. er Grímur Jónsson, Smyrlahrauni 44, sími 52315. Kvöld og helgidagavarzla er í Ingólfs Apóteki og Laugar- nes Apóteki. Næturlæknar í Keflavík. 27. sept. Arnbjörn Ólafsson, 28. og 29. sept. Guðjón Klemenzson, 30 sept. og 1. okt. Kjartan Ólasfson, 2. okt og 3. okt. Arnbjörn Ólafsson. Ráðleggingarstöð Þjóðklrkjunnar um hjúskaparmál er að Lindar- götu 9. 2 hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4-5, Viðtalstfmi prests, þriðjudag og föstudag 5.-6. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð- bankann, sem hér segir: mánud. þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9-11 f.h. og 2-4 e.h. Miðviku- LÆKNAR FJARVERANDI Ófeigur J. Ófeigsson fjv. frá 1.9, til 20.10. Stg. Jón G. Nikulásson Axel Blöndal fjarv. frá 28.8.— 1.11. Staðg.: Ámi Guðmundsson. Bergsveinn Ólafsson fjv. frá 16.9- 14.10 Stg. heimilisl. Þórður Þórðar son. Bjarni Jónsson fjarrverandi til septemberloka. Eyþór Gunnarsson fjv. óákveð- ið. Frosti Sigurjónsson fjv. frá 22.7 fiákveðið. Stg. Ólafur Ingibjörnsson Slysadeild Borgarspítalans. Gunnar Biering fjv. frá 8/9— 11/11. Gunnlaugur Snædal fjv. sept- embermánuð. Guðmundur Eyjólfsson fjv. til 23. sept. Valtýr Albertsson fjv. september. Stg. Guðmundur B. Guð mundsson og ísak G. Hallgríms- son, Fischersundi. Henrik Linnet fjv. óákveðið. Stg Guðsteinn Þengilsson, símatími kl. 9.30-10.30. Viðtalstími: 10.30-11.30 alla virka daga. Ennfremur viðtals tími kl. 1.30-3, mánudaga, þriðju- daga og fimmtudaga. Hörður Þorleifsson, fj.v. til 7. okt. Jakob Jónasson fjv. frá 15. 8. —3. 10. Jón Hjaltalín Gunnlaugsson fjv 2. sept. til 17. okt. Stg. Halldór Ar- inbjarnar. Karl S. Jónasson fjv. frá 11.9 Óáveðið. Stg. Ólafur Helgason. Karl Jónsson fjv. septembermán uð Stg. Kristján Hannesson. Kristjana Helgadóttir, fjarver- andi frá 12.8-12.10 StaðgengiU Jón Árnason. Kristinn Björnsson fjarv. frá 24. sept., óákveðið. Stg. HaUdór Arin- bjarnar. Ólafur Tryggvason frá 23.9-2010. Stg. Þórhallur Ólafsson, Dómus Medica. Ragnar Arinbjarnar fjv. septem- bermánuð. Stg. Halldór Arinbjam- ar, sími 19690. Ragnheiður Guðmundsdóttir fjv. frá 1.9 Óákv. Sæmundur Kjartansson fjv. frá 13.9—1.10. Valtýr Bjarnason fjv. óákv. Stg. Jón Gunnlaugsson. Spakmæli dagsins Þeim, sem gera sig ánægða með venjulegt rykkilín, sendir Drottinn erkibiskupskápu. V. Hugo. Somræður eru einungis iullhomnur með góðum vindli, segir Huns Wulfi, vindlufrumleiðundi Hundrað ára afmæli P. Wulff vindlaverksmiðjanna var 3. sept ember, s.l. Þetta eru stærstu vindlaframleiðendur Danmerk- ur, og allur obbinn af þeim, sem á annað borð þekkja eitt- hvað til vindla kannast við þá. Fyrirtækið stofnaði ungur maður frá Holsetalandi, Peter Wulff, og hefur framleiðslan æ síðan verið í eigu fjölskyldunn ar. Slagorð fyrirtækisins „Nihil sine labore" ... ekkert án fyrir- hafnar ... hefur skáldið Hóra- tíus lagt til. Hans Wulff, sonarsonur stofn andans, annar forstjóra fyrir- tækisins, er um þessar mundir hérna í heimsókn, og var svo vingjarnlegur að gefa Morgun- blaðinu nokkrar upplýsingar. — Hvemig og hvar kaupið þið tóbakið? — Það gemm við á einskon- ar uppboðum, sem haldin em í Bremen. Fyrst koma kaupmenn irnir og kynna sér í nokkurn tíma tóbakið, sem til sölu er, og síðan er tilboðum skilað til seljanda, og em þau öll lokuð. Setjum nú svo, að tilboðum sé skilað klukkan níu að morgni. öll em þau opnuð í einu, og er þá tilgangslaust — of seint — að hækka tilboð sitt. — Þér sögðuð Bremen. Af hverju? — Áður fyrr vom þessi upp- boð haldin í Hollandi, í Amster dam, en það hefur síðar þótt hag kvæmara að halda þau í Brem- en. ■— Þetta er þá Indónesíu tó- bak, sem þið notið? — Já, með fleiru, bróðir minn hefur verið í Brasilíu og séð um innkaup þar á tóbaki fyrir okkur. — Eitthvað rámar mig í, að yztu blöðin á vindlum ykkar séu sérlega ljúffeng. Hver er ástæð- an? Það er satt þau em góð. í yzta lagið, sem þekur vindiUnn notum við eingöngu lauf frá Súmatra. í næst yzta lagið not- um við síðan lauf frá Java, og innan í látum við tóbak frá Brasilíu. I léttari vindlana blöndum við einnig Javönsku tóbaki við Bra- silíu laufið. Það krefst því þekk ingar og æfingar að geta keypt rétt lauf. — Eflaust — en þarf ekki stundum að tefla á tvær hættur? — Ekki er ég þeirrar skoð- unar. Tóbak er auðvitað mis- gott, en vindlatóbak hefur ein- göngu orðið fyrir eðlilegum, náttúrulegum efnabreytingum, kemur því „beint af skepn- unni“. — Kom faðir yðar einnig til íslands? — Já, hann kom hingað þris- var eða fjórum sinnum. Fyrst kom hann 1918 eða T9, til að stofna frímúrararegluna. Hann er því einn feðra hennar hérlendis. Þá bar fundum hans og Magnúsar Kjaran saman og hófst þar með löng og gagn- kvæm vinátta ... Faðir minn lézt, meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð. Eftir stríð, vildi fjölskyldan treysta vináttuböndin við ís- land, og kom ég hingað með konu minni í sumarfrí. Hún hef ur mikinn áhuga fyrir islenzkum bókmenntum, og prýða heildar verk Kambans, Halldórs Lax- ness og Gunnars Gunnarssonar bókasafn okkar. Siðan hefur mér orðið tíðrat- að hingað. Þetta er held ég, átjánda ferðin mín til íslands. Og nú fer ég í kurteisisheim- sókn í Tóbakseinkasöluna. Þetta aldrei farið inn á þá braut í vindaliðnaði sínum að láta nú- tímaefnabreytingar verða ráð- andi eða hafa áhrif. — En í stríðinu, hvernig gekk þetta þá? — í stríðinu var erfitt að fá tóbak, þ.e. gott tóbak. Við feng um það frá Balkanríkjunum, Þýzkalandi, Frakklandi, Rúss- landi, og víðar að. Þeir vindlar, sem við framleiddum úr því, féllu í heldur lágan gæðaflokk. — Við héldum áfram að fram- leiða góða vindla, en skiljan- lega var það í æ minna mæli, en við vildum heldur skilja góða flokka frá lélegum, en að Hr. Hans Wulff, sem framletðir þá ágætu dönsku vindla! er vináttuheimsókn. — Hápunkutur samskipta minn við ísland, var, fannst mér, vera fyrir nokkrum dögum, er ég fékk tækifæri til að kynnast fyrr verandi Forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni í Kaup- mannahöfn! — Það er sagt, að þér hafið styrkt íslenzkan námsmann? — Það er varla umtalsvert. Ég hef nokkuð liðsinnt elsku- legri ungri stúlku frá Húsavík, sem hefur lagt stund á lyfja- fræði í Kaupmannahöfn. Það er aðeins til að reyna á einhvern hátt að endurgjalda það vinar- þel, sem mér hefur mætt á ís- landi. — Eru ekki ýmsir leyndar- dómar í starfsgrein Wulff fyrir- tækisins, sem eru varðveittir eins og „sjáaldur augna“? — Nei, ég held, að Danir hafi blanda þeim saman í framleiðslu og lækka með því kröfurnar og hætta orðstír okkar. — Gerðir vindlanna eru marg ar, sem þið framleiðið? — Já, um það bil þrjátíu mis munandi gerðir, og gengur vel. Þá flytjum við út um allt, til Kenya, Saudi Arabíu o.fl. — Eru munnstykki á nokkr- um vindlanna? — Nei, Danir framleiða enga vindla með munnstykkjum! Wulff býður gullfallegan vind il, sem ekki er annað hægt en að þiggja. — Þetta er indælt augnablik! — Já, segir vindlaframleið- andinn ánægður. Og góðar samræður eru ein- ungis fullkomnaðar með góðum vindli! M. Thors FRÉTTIH Húsmæðrafélag Reykjavíkur er nú að hefja vetrarstarfsemi sína og byrjar með sýnikennslu 3 kvöld í viku, hefjast þau 1 okt. og er ætlunin að sýna meðferð grænmetis hvernig eigi að ganga frá því á réttan hótt í geymslhuólf og frysti kistur, svo og ýmiskonar grænmet- isréttir og smurt brauð. 3 vikna matreiðslunámskeið (kvöldnám- skeið) byrja 8 okt. Ætlunin er líka að halda sauma og föndurnámskeið. 1 dag í viku er opið hús frá 2-6 fyrir félags- konur sem vilja hittast, læra og vinna saman. Námskeið Húsm^ðra félags Reykjavíkur hafa alltaf í gegnum árin verið vinsæl og vel sótt. Þar eru bæði giftar konur og ógiftar. Þær yngstu hafa verið 16 ára. öllum ber saman um að nám- skeiðin séu mjög gagnleg. Stjórn félagsins hefur á öllum tímum sett metnað sinn í að gera þessi nám- skeið eins vel úr garði og frekast er unnt. Nú eru húsakynnin mjög vistleg í Hallveigarstöðum og kennslukona verður í vetur fröken Dagrún Kristjánsdóttir, sem öllum er kunn úr útvarpi og víðar. Allar nánari upplýsingar fást um námskeiðin £ símum: 12683, 19248 og 14617 næstu daga. sá NÆST bezti Ung húsfreyja kom inn í kjötbú'ð.. hér í bæ þar sem fyrir innan borð stóð danskur afgreiðslumaður. Húsfreyja bað um kjöt af ársgömlu folaldi. „Det kalder man nú 'tripp," svaraði sá danski. daga frá kl. 2-8 e.h. og laugardaga frá kl. 9-11 f.h. Sérstök afnygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtimans. Bilanasími Rafmagnsveita Rvík- ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt- ur- og helgidagavarzla 18-239. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargö u 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21 Langholtsdeiid, I Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svara í síma 10000. I.O.O.F. 1 = 1509278 Va = Fl. □ Gimli 59689307 — Fjhst. Garðeigendur — eigum á lager hinar vinsælu brot- steina í vegghleðslur, hell- ur í ýmsum stærðum, einn- ig 6 kantaða og kantsteina. Hellu- og steinsteypan sf. við Breiðholtsv. S. 30322. Sólbrá, Laugavegi 83 Úrval bamafata, sendum gegn póstkröfu um land allt. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir . bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf, Súðavogi 14. - Sími 30135. Loftpressur — gröfur Tökum að okkur alla oft- pressuvinnu, einnig gröfur til leigv Vélaleiga Símon- ar Símonarsonar, sími 33544. Rússajeppi óska eftir að kaupa fram- byggðan rússajeppa með dísilmótor. Sími 30935. Vantar 3ja—4ra herb. íbúð 1. okt. Hámarksleiga 5000 kr. Skil- vísleg borgun. Tilb. sendist til Mbl. merkt: „2030“. Tilboð óskast í Willy’s jeppa, station, eins og hann er eftir veltu. Lít- ið skemmdur. Uppl. í síma 7028 ikl. 12—1 og 7—8,30. Einbýlishús eða sérhæð óskast til leigu fyrir fámenna fjölskyldiu í Rvík, Kópavogi eða Garða- hreppi. Tilb. sendist Mbl. merkt: „2012“. Barnagæzla - Árb.hverfi Get tekið barn á fyrsta eða öðru ári í gæzlu hálfan dag inn. Sími 82378 eftir kl. 5. Keflavík Til sölu glæsilegar 5 herb. íbúðir í Keflavík í smíðum. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík. Simi 1420. Kennslu í píanóspili byrja ég aftur 1. október. Katrin Viðar, Laufásvegi 35, sími 13704. Óska eftir að taka á leigu 2ja—3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 16806. Til leigu Nálægt Miðbænum er til leigu góð þriggja herbergja íbúð. Leigist frá og með 1. okt. n. k. Tilb. til afgr. Mbl. f. 30. þ. im. merkt: „2011“. Húsnæði 2ja—3ja herb. íbúð óskast strax, sem næst Miðbæn- um. Tvennt fullorðið í heim ilL Tilb. til Mbl. fyrir 1. okt. merkt: „123 — 2035“. Ung hjón utan af landi óska eftir íbúð til kaups, 2ja—3ja herb. Góð útborgun. Tilb. sendist Mbl. merkt: ,,2010“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.