Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1968. - IÐNAÐUKINN Framhald af bls. 1 kjör allra landsmanna, samfara fullri atvinnu. Til að því mark- miðj verði náð, bendir ráðstefn- an á eftirfarandi: 1. Arðsemi og framleiðnj verði ráðandi sjónarmið við fjárfest- inffu í atvinnuvegum og laga- setningu þeirra vegna, hvort heldur um eflingu eldri eða stofnun nýrra fyrirtækja eða at- vinnugreinar er að ræða. 2. Auka þarf skilning opin- herra aðila og allrar þjóðarinnar á því, að vel rekin og fjárhags- lega sterk fyrirtæki eru forsend- ur bættra lífskjara og framfara. Stefnt verði að stækkun rekstrareininga í hvers konar at- vinnurekstri, þegar sýnt þykir að slíkt stuðli að aukinni rekstr- arhagkvæmni og samkeppnis- hæfni. 3. Aukin áherzla verði lögð á rannsóknir á orkulindum og náttúruauðæfum landsins svo og hagnýtar rannsóknir í þágu iðn- aðar og fjárframlög til rann- sóknarstarfsemi tryggð. 4. Skipulega verði unnið að því að hagnýta erlent fjármagn og sérþekkingu til uppbyggingar nýrra og eldri iðngreina, enda verði gengið tryggilega frá samn- ingum hverju sinni, svo að ís- lenzkum hagsmunum verði aldrei teflt í tvísýnu. 5. Rutt verði úr vegi hindrun- um og fundnar leiðir til að örva þátttöku almennings í arðbærum ÞÆR GREINAR, sem fram hafa komið í hinu svonefnda Vatnsendamáli, eru þannig, að brýn þörf er á leiðréttingu, svo sannleikurinn í málinu komi í ljós. Fyrst ber að nefna forsíðu- frétt í einu af dagblöðum bæjar- ins. „Ekkja með fimm börn bor- in út“. Þessu er slegið fram þann ig, að fólk tekur frekar afstöðu með ekkjunni, Margréti G. Hjalte sted. Tvö af þessum börnum eru um tvítugt, eitt um fermingu, en tvö að vísu ung. Fyrirsögnin á því ekki rétt á sér. þar sem varla er hægt að kalla tvítuga menn börn, nema þeir séu and- lega vanheilir. Nokkru síðar er þess stuttlega getið í sama blaði, að ekkjan fái frest og þykir ekki mikið. Ef þá hefði staðið, „Magnús Hjaltested, sem lögum samkvæmt á að búa á Vatnsenda, gefur atvinnurekstri. 6. Þess verði gætt, að fsland einangrist ekki frá mikilvægnm mörkuðum og lagt kapp á að efla leit að mörkuðum erlendis fyrir íslenzka iðnaðarframleiðslu. ekkjunni frest“, værir fyrirsögn in rétt. Og hvemig notar svo Margrét frestinn, sem Magnús gefur henni. Fer hún frá Vatns enda eins og um var samið? Nei, hún notar frestinn til að finna enn eina átyllu til að tef ja málið. Síðan keyrir um þverbak þeg- ar þeir Magnús P. Hjaltested og Bjöm Vigfússon taka opinber- lega upp hanskann fyrir Mar- gréti. Þeir tala um, að verið sé að hrekja ekkjuna út. Alger fjarstæða. Hún hefur fengið nógan tíma til að fara frá Vatns enda skammláust. Síðan láta þeir M.P.H. og B.V. í það skína að arfleiðsluskrá Magnúsar heitins Einarssonar sé rangtúlkuð. Þeir ættu að vita betur. Arfleiðsluskráin hefurfrá þvi fyrsta verið túlkuð eins og hún er samin. „Elsti sonur skal að föður látnum búa á Vatns- Enn um Vatnsendamálið ÍBÚÐIR í HAFNARFIRÐI Til sölu 3ja herb. íbúðir í fjölbýlishúsi, sem hafin er bygging á við Suðurgötu (móts við íþróttavöllinn á Hvaleyrarholti), íbúð- irnar seljast tilbúnar undir tréverk með sameiginlegu rými full- frágengnu. Sérþvottahús og sérgeymsla með hverri íbúð, og auk þess sérgeymsluklefi á jarðhæðinni. íbúðarstærð um 86 ferm. Fyrirkomulag hagkvæmt, sbr. teikningin. Sanngjarnt söluverð, frá kr. 700 — 745 þús. eftir staðsetningu íbúðanna í húsinu og bílskúrsréttindum. — Útborgun á þessu ári kr. 150 þús. — Húsið verður fokhelt í ágúst—sept. 1969, en afhendingartími er áætl- aður á árinu 1970 (eftir Húsnæðismálastjórnarlánum). ÁRNI GUNNLAUGSSON, HRL. Austurgötu 10, Hafnarfirði, sími 50764, kl. 9.30—12 og 1—5. enda.“ Ef um rangtúlkun væri að ræða hlyti hún að vera kom- in fram fyrir löngu, þar sem arfleiðsluskráin er samin 1934. Þeir Björn og Magnús minn- ast á, að Margrét hafi unnið frá- bært starf á Vatnsenda, og það er rétt. En af einhverri óskiljan legri ástæðu virðast þeir álíta, að hún ein sé fær um að vinna þar þörf verk. Sá maður, sem lögum samkvæmt, á nú að búa á Vatnsenda er örugglega fær um að gera þar umbætur engu síður en hún. Margrét G. Hjalte sted lagði á sínum tíma fram fjármagn þegar hún kom að Vatnsenda. En hún fer þaðan engan veginn sem snauð mann- eskja. Hún fer engan veginn á vonarvöl, og er því ekki vork- unn á að fara frá Vatnsenda. Þrjóska hennar hefur hins veg ar kostað hinn rétta ábúanda jarðarinnar stórfé fyrir utan þá skapraun, sem hann hefur af þessu mátt líða. Vona ég, að með þessari grein fái hann einhverja uppreisn æru en það á hann svo sannarlega skilið. Hafnarfirði 26. sept 1968. Ólafnr B. Ólafsson. Heildarsöltun rúmlega 71000 tunnur síldar UM miðja viku var búið að salta í landi 17877 tunnur af síld og sjósaltaðar tunnur voru þá 53195. í síldarfréttum frá Landssambandi ísl. útvegsmanna í gær sagði, að all gott veður hafi verið á síldarmiðunum sl. sólarhring og tilkynntu 14 skip um afla, alls 1365 elstir. Skipin voru að veiðum á 69 gr. 10 min. n.br., og á 4 gr. 20 mín. v.l. lestir. Jörundur II. RE. 130 Reykjaborg RE. 25 Óskar Magnússon AK. 90 Þórður Jónasson EA. 100 Sléttanes ÍS. 110 Sigurbjörg ÓF. 200 Huginn H. VE. 90 Hrafn Sveinbjarnarson III. OK. 30 Hrafn Sveinbjarnarson GK. 20 Margrét SI 90 Arnfriðingur RE. 30 Kristján Valgeir NS. _ 130 Júlíus Geirmundsson ÍS. 100 Örn RE. 220 HOLLENZKUR ÞAKPAPPI NÚ ER HVER SÍÐASTUR TIL AÐ HUGSA UM FRÁGANG Á ÞAKINU FYRIR VETURINN — ÞAKPAPPINN ER HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA FRAMLEIDDUR í EIG- TN VERKSMIÐJUM f SEX ÞJÓÐ- LÖNDUM. ★ Undirpappi frá kx\ 26.70 M2 ★ Asfalt frá kr. 8.40 kg. ★ Yfirpappi frá kr. 57.80 M2 • Gerum tiillögur og endanleg tilboð í hverja byggingu. # Framkvæmum verkið ef óskað er með fullkomnuim tækjuan og þaulvönum mönnum. • Mangra ára ábyrgð á efni og vinnu. Kaupið ódýrasta og bezta efnið á markaðinum og hafið samband við okkur sem fyrst T. HANNESSON & CO. Brautarholti 20 — Sími 15935. Síldarstúlkur — Sildarsfúlkur Okkur vantar strax nokkrar vanar síldarstúlkur til Seyðisfjarðar. Saltað innanhúss — fríar ferðir — frítt hús- næði — úrvals aðbúnaður. Upplýsingar á skrifstofu Sunnuvers h.f. í Hafnarhvoli sími 11574 og í Keflavík í síma 1136. SUNIMIiVER HF. SEYÐISFIRDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.