Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27, SEPT. 1963. Argentíuumenn uunu Manch United með 1 marki gegn 0 ARGENTÍNSKU meistararnir í knattspyrnu, Estudiantes, sem eru meistarar S-Ameríku, sigr- uðu Manchester United, Evrópu- meistarana í knattspyrnu, i fyrri leik liðanna í hinni óopinberu heimsmeistarakeppni félagsliða. Úrslitin urðu 1:0 í leik sem fram fór í Buenos Aires sl. nótt að ísl. tíma. Fréttamönnum ber saman um að Englendingarnir hafi verið heppnir með þessi úr- slit. Og víst er um það að Matt Busby framkvæmdastjóri Manch. Utd. var himinlifandi yfir úrslit- unum, og telur að fyrst ósigur- inn hafi ekki orðið stærri á heimavelli Argentínumannanna, muni hans lið vinna i síðari leknum hema í Englandi, og þar með verða heimsmeistari. Örslitin á Blönduósi Úrslitaleikurinn í 3. deild (verður leikinn á sunnudag- inn kl. 3 og verður háður á Blönduósi. Fjögurra liða keppni um úrslit í deildinni var háð hér í Reykjavík í s.l. viku og urðu þá Völsungar frá Húsa- vík og lið HSH (Snæfellinga- og Hnappdæla) jöfn. Þau mætast á sunnudaginm — á miðri leið — leika á nýjum velli á Blönduósi. Argentínumenn sóttu mun meir og áttu ótal markfæri sem þeir misnotuðu, enda var frammi staða markvarðar Manohester- liðsins frábær. Vörn enska liðs- ins átti hins vegar slappan leik, svo Argentínumennirnir komust oft auðveldlega í gegn, þó þeim ekki tækist að skora oftar. Sigurmarkið var skorað á 26. mínútu fyrri hálfleiks er miðherji Estudiantes, Marcos Conigliaro skallaði knöttinn í netið upp úr hornspyrnu. Sigur Argentínumanna var vel verðskuldaður. Þeir voru í sókn m e s t a n hkrta leiktímans. Leikurinn var yfirleitt prúð- mannlega leik- inn og aldrei ikom til átaka. Leikmenn mætt- ust á vallar- miðju í lei'kslok og sumir sikipt- ust á peysum til merkis um sanna vináttu. KOonigliaro skor sigurmarkið. Þegar Manohester komst í sókn, fengu sóknarmenn litlu á- orkað gegn mjög iþéttri vörn Argentínumannanna. Þó lá knött urinn einu sinni í marki Arg- entímumannanna, en markið var ekki viðurkennt vegna rang- stöðu. Einum leikmanna Manoh Utd., Nobby Stiles, var visað af velli — en brot hans var mót- mæli við dómara. Er talið vafa- samt að hann verði með í síðari leik liðanna sem fram fer í ManOhester 16. okt. vegna þessa brots. Manchester liðið var að sögn Matts Busby dæmt 17 sinnum í rangstöðu, og nefndi hann þetta við blaðamenn til að af- sanna ásakanir um varnarleik Manohester liðsins. Hann kvaðst hi-ns vegar ætla að í Manohester myndu Argentínumenn leggjast í vöm og þá myndi koma í ljós að enska liðið á sóknarmenn sem geta bitið frá sér. UNC STULKA JAFN- AÐI ÍSLANDSMET í gær jafnaði ung stúlka úr ÍR, Ingunn Vilhjálmsdóttir ísl- andsmetið í hástökki kvenna. Stökk hún á inmanfélagsmóti 1.52 m. sem er sama hæð og gild- andi íslandsmet Sigríðar Sigurð ardóttur ÍR. i | Listin að stökkva á stöng Þessi sérstæða mynd gefur okkur nokkra innsýn í stang arstökk og við sjáum þraut kappanna í nokkuð nýju Ijósi Myndin er tekin þá er Bob Seagren setti nýtt heimsmet í greininni, stökk 5,41 á úrtöku mótinu bandaríska. Það er engu líkara en hann sé í léttri handstöðu á stönginni. En ótrúlega er það langt sem hann á eftir að fara upp á Við til að komast yfir, að því er virðist. Skýringin er sú, að stökkv ararnir halda neðar um stöng ina í atrennu en stökkhæðin krefst. Á ákveðnu augna- bliki í stökkinu verða þeir svo „að klifra upp stöng-- ina á höndunum. Þetta er Sea gren að gera hér á myndinni og undirbúa lokastökkið frá stönginni yfir rána. Honum tókst þetta í þessu stökki — og heimsmetið er því 5.41 m. nú. Hann er í stangarstökk- liði Bandaríkjanna ásamt John Pennel og Casey Carri- gan. Mjótt á mununum hjá Fram ogFH s. 1.8 ár — //ð/n mœtast í leik n.k. mánudagskvöld Fram mœfir sœnsku meisfurunum í kvöld 1 kvöld er síðasti leikurinn í heimsókn sænsku handknattleiks meistaranna, Saab. Hefst leikur- inn kl. 20.30 í Laugardalshöll- inni Mótherjar sænsku meistar- anna í kvöld verða íslandsmeist arar Fram. Pað fýsir án efa marga að sjá meistara’lið landanna í kappleik sín á milli. FH-ingar sýndu að ísl. félagslið standa Svíunum á sporði,en sá leikur var svo harð ur og slagsmálakenndur, að með honum fæst varla rétt mynd af getu hvors liðs. Vonandi verður handknattleik urinn sjálfur í hávegum hafður í kvöld og þá verður án efa mjög ganan af viðureigninni. Framarar eru þegar í góðri út haldsþjálfum en munu óðum vera að „finna getu sína“ í kappleik. Það sýndi sig á Akureyri er þeir unnu FH í úrslitaleik — í stuttum leik, sem aldrei hefur verið þeirra sterka hlið. Og í kvöld gefst því tækifær ið til að sjá beztu lið íslands og Svíþjóðar í keppni, þar sem baráttan ætti að geta orðið góð, því leikurinn er „vináttuleikur“ þar sem ekkert er undir komið sigri eða tapi, eins og t.d. í Ev- rópukeppni eða slíkum leikj- um. Á MÁNUDAGINN kemur efnir Fram til afmælishátíðar í Laug- ardalshóllinni í tilefni af 60 ára afmæli félagsins, sem var fyrr á þessu ári. Aðalþátturinn á af- mælisháíðinni verður leikur á milli Fram og FH í handknatt- leik, en á undanförnum 8 árum hafa þessi lið eldað grátt silfur og hlotið íslandsmeistaratitilinn til skiptis. Til gamans birtum við hér úrslit leikja Fram og FH frá 1961: 1961 FH—Fram 18 16 tslm. 1962 FH—Fram 18:20 1963 FH—Fram 15:15 Afm’/ 1963 FH—Fram 20:24 íslm 1963 FH—Fram 26:38 íslm 1964 FH—Fram 20:27 íslm. 1964 FH—Fram 13:14 ísl.m 1965 FH—Fram 21:21 Afml 1965 FH—Fram 20:18 ÍSlm. 1965 FH—Fram 23:21 íslm. 1966 FH—Fram 21:20 fsilm. 1966 FH—Fram 16:20 Íílm. 1966 FH—Fram 21:15 Aukaúrslit 1966 FH—Fram 23:25 HSIl. 1967 FH—Fram 17:14 fslm. 1967 FH—Fram 15:15 íslm. 1967 FH—Fram 12:16 Aukaúrslit 1968 FH—F ram 17:17 íslm. 1968 FH—Fram 15:26 íslm. Samtals eru þetta 19 leiikir — hraðkeppnisleikir ekki taldir með — og hefur Fram unnið í 9 leikjum, FH 6, en 4 hefur lykt- að með jafntefli. Nánar verður sagt frá afmæ‘1- ishátíð Fram í blaðinu á morg- un. Keppt í 400 metru hloupi kvennu Eftir er að keppa í einni grein á Meistaramóti íslands í frjáls- um íþróttum. Er það 400 metra h'laup kvenna, sem jafnframt er hý grein á meistaramótinu. Ákveð ið hefur verið að keppnin fari fram n.k. mánudag á Melavellin um og hefst hún kl. 5.30 Stúlkur, sem ætla að keppa eru beðnar um að láta skrá sig til þátttöku á staðnum, nokkru áður en hlaupið skal hef jast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.