Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 32
INNIHURÐIR i landsins mesta urvali4Ai SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1968 EVRÓPURÁÐS- FUNDUR HÉR HINN 23. október n.k. mun Evrópuráðsnefnd, sem vinn- ur að auknum samskiptum milli ráðsins og þjóðþinga og almennings í aðildarrikjum þess, koma í heimsókn til Reykjavíkur. Nefndin heldur fundi 23.—25. október og kynnir sér jafnframt íslenzk málefni, fyrst og fremst störf Alþingis. Heimsóknin er lið- ur í reglubundnu starfi nefnd arinnar, sem fer á ári hverju til tveggja höfuðborga í Vest ur- og Suður-Evrópu. Fyrir- greiðslu vegna fundarins í Reykjavík annast sendinefnd íslands á ráðgjafarþingi Ev- rópuráðsins, en hana skipa Þorvaldur Gar’ðar Kristjáns- son (formaður), Eysteinn Jónsson og Bragi Sigurjóns- son. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins). Ungir Sjálfstœðismenn fjölmenna til þings: Upphaf nýrrar sóknar Ungir sjálfstæðismenn, hvaðan æfa af Iandinu, f jölmenna nú til þinghalds í Reykjavík. 1 kvöld verður sett aukaþing Sambands Ungra Sjálfstæðismanna, en und irbúningur að þinghaldinu hefur staðið undanfarnar vikur. Sam- kvæmt upplýsingum Gunnars Gunnarssonar, framkvæmda stjóra S.U.S., verðuir þingið hið f jölmennasta í sögu samtakanna. Taldi Gunnar að á þriðja hundr að fulltrúar aðildarfélaganna sæktu þingið. Þinginu er ætlað að fjalla um tvo málaflokka. Stjórnmálaverk- efni næstu ára og stjórnmála- flokkana, störf þeirra og starfs- hætti. Eins og fram hefur komið í MBL að undanförnu, er miki'll hugur í ungum Sjálfstæðismönn um að þingið verði upphaf sókn ar fyrir baráttumálum þeirra. Er ályktana þingsins að vænta opin berlega þegar á þriðjudag. Þingið verður sett af Birgi fsl. Gunnarssyni, formannd sam- Framhald á bls. 31 I gær voru 60 hestar settir um borð í Reykjafoss, þar sem skipið lá í Hafnarfirði. Hrossin fara öll til Hamborgar, en þaðan verður þeim dreift til væntanlegra kaupenda, sem eru víða að. Á myndinni sést þar sem verið e r að teyma einn hestinn að skipshlið. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. 1 milljón —til togaranefndar NEFND sú sem ríkisstjórn in skipaði á sínum tíma til þess að kanna möguleika á því að láta smíða nýja togara fyrir fs- lendinga vinnur stöðugt að þeirri athugun. Næsta skref nefndar- innar mun vera að undirbúa út- boðslýsingu á smíðinni. Nýlega samþykkti ríkisstjórnin að veita 1. miljón til nefndarinnar, ti'l þess að hún geti lokið störfum. Togarar F.I.B. hafa mest landað heima í sumar —Af 27.1 þúsund tonnum var 26.1 þúsund tonnum landað heima —Af rúmum 4.3 þúsund tonnum lönduðu skip Júpiters og Marz 2.5 þúsund tonnum erlendis — FÍB tekur vel í heimalandanir VEGNA frétta, sem birzt hafa af því, að ríkisstjómin hafi snú ið sér tll stjómar Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda og einnig til Tryggva Ófeigssonar, en félög hans Júpiter og Marz éiga 4 togara, með beiðni um að tog- araeigendur, létu skip sín landa afla sínum hérlendis í stað þess að sigla með hann til sölu er- lendis, í Þýzkalandi og Bret- Iandi, hefir Morgunblaðið snúið ið sér til Ingimars Einarssonar hjá F.Í.B. til af afla frekari upplýsinga um þessi mál og um landanir togaranna erlendis í sum ar, og fara þær hér á eftir: Aðild að F.í.B. eiga nú eig- endur 18 togara að meðtöldum Surprise, sem strandaði fyrir skömmu, en utan félagsins eru eigendur 4 togara. SÖLUR ERLENDIS MAÍ TIL AGÚST. Svo til allir togaraeigendur í F.f.B. hafa látið skip sín landa hér heima yfir sumarmánuðina maí til ágúst. Á þessum 4 mán- uðum var heildartogaraaflinn 31.416.8 lestir í 148 veiðiferðum. Af þessu magni fengu hinir 18 Þing 5US á Norðurlandi leggur áherzlu á aukin áhrif æskufólks togarar í F.Í.B. 27.116.6 lestir þar af lönduðu þeir hér heima 26.072,6 lestuim í 116 veiðiferð- um, en 1044 lestum erlendi-s í 7 veiði- og söluferðum. Tveir tog- arar fóru 6 af þesisum 7 sölu- ferðum, en eigendur þeirra eru ekki jafnframt frystihúsaeigend ur. Samkvæmt þessu hafa togarar hlutafélaganna Júpiters ogMarz sem ékki eru í F.Í.B., aflað þessa sumarmánuði alls 4.300,2 lestir í 25 veiðiferðum. Þar af hafa þeir aelt erlendis 2.464.5 lestir í' 17 veiði- og söluferðum og því land að hér heima 8 sinnum, alls 1.835.7 lestum. Allar þessar tölur eru úr skýrslum Fiskifé'lags íslands. Sumarmánuðina er markaður oftast lélegur fyrir ísfisk í Bret landi og Þýzkalandi, sem eru Framhald á bls. 31 í>IN<x Sambands ungra Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi voru háð á Siglufirði 17. ágúst og á Sauðárkróki 21. september. Þing- in setti Steingrímur Blöndal, varafownaður sambandsins, en fundarstjórar voru þeir Björn Jónasson Siglufirði og Kári Jóns- son Sauðárkróki og fundarritari Óli Hertervig Siglufirði. Bæði þingin sótti fjöldi fulltrúa frá flestum félögum sambandsins, en á dagskrá þeirra voru auk kosn- inga í stjórn og fulltrúaráð, skipulagsmál Sj áif stæðisflokks- ins og nýjiustu viðhorf í íslenzk- um stjórnmálum. í stjórn sambandsins voru kjörnir eftirtaldir menn: Stein- grímur Blöndal, Siglufirði, for- maður, Björn Arnviðarson Húsa- vík, Guðmiundur Hallgrínjsson -Akureyri, Jónas Ragnarsson Siglufirði, Karl Helgason Blöndu ósi, Þorbjörn Árnason Sauðár- króki og Þorleifur Jónsson Ól- afsfirði. Miklar umræður urðu á þing- unum um skípulagsmál og stjóm mál almennt og störfðu nefndir milli funda. Á síðari fundinum voru álit nefnda rædd og eftir- farandi ályktanir samþýkktar samhljóða: STJÓRNMÁLAÁLYKTUN 1) Þing Sambands ungra Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi hald- ið á Sauðárkróki 21. september 1968 vill vekja athygli á þeirri grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins, að einkaframtak fái notið sín og frelsi einstaklings- ins ríki á sem flestum sviðum. Framh. á hls. 12 iFelldu tillögu um útflutningsi leyfi fyrir Sjólastöðina ) JÓN Guðmundsson, útgerðarl | maður og fleiri boðuðu til( l fundar með saltfiskframleið- 'endum í gær í Snorrabúð að I Hótel Loftleiðum. Var þar | fyrst og fremst rætt um sölu- i málin. Fundarboðendur báru fram I tillögu þess efnis, að fund- ) urinn skoraði á sjávarútvegs- I málaráðuneytið að veita Sjólastöðinni h.f. útflutnings- I leyfi fyrir 2 þúsund tonnum | af saltfiski til ftalíu. Fundarmenn felldu tillöguna i með 11 atkvæðum gegn 10, en ; einn greiddi ekki atkvæði. Fundurinn samþykkti að \ I fara fram á það við stjóm Sölusambands ísl. fiskframleið- enda, að boðað verði til auka 1 fundar félagsmanna þegar I stjórnarformaður og fram- I kvæmdastjóri SÍF, sem nú eru erlendis, eru komnir heim ■ aftur. f gærkvöldi barst Morgun- ) blaðinu greinargerð SÍF um ( i sölur á saltfiski til ftalíu og ( " er hún birt á blaðsíðu 2. Vlðurkenningarstyrkir úr Rithöfundasjðöi Rithöfundasamband íslands mun úthluta fjórum viðurkenn- ingarstyrkjum úr Rithöfunda- sjóði íslands n.k. laugardag. Hver styrkur um sig verður 100 þús kr., og eru það stærstu lista mannaviðurkenningar sem veitt- ar hafa verið hértendis til þessa. Mbl. hafði í gær tal af Stefáni Júlíussyni formanni Rithöfunda- sambandsins og sagði hann, aS sjóðurinn hefði verið stofnaður eftir að ný bókasafnslög voru sett. Þau kveða á um að lOprs. af framlagi ríkis og sveitarfé- Framhald á hls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.