Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1968 15 SiifsiiíHiSsiiis mi Grumman Tracker, kafbátaeyðingavél. Flugvélar frá flugmóðurskipum eru seud- ar á loft hvernig sem skyggni er eða veður, hvort sem er dagur eða nótt. Flug- mennirnir fá því í sífellu fyrirmæli um hvernig þeir eigi áð haga sér ef eitthvað kemur fyrir, ekki síst þegar ívan er á næstu grösum. „Spennið þið beltin, herrar mínir, við erum að fara að lækka flugið“. Þriggja tíma flugferð frá Keflavík út að flota NATO sem tók þátt í æfingunum „Silfurturn“ var að ljúka. í farþegaklefa litlu tveggjáhreyfla Grumman-vél- arinnar sátu fimm blaða- menn, og tveim í viðbót var troðið aftur með ganginum. Farþegakl.finn svokallaði var varla mikið meira en einn sinnum tveir metrar að stærð og það var ekki fjarri lagi að við hefðum þurft að „klæða okkur í hann“. Áður en við lögðum af stað urðum við að koma okkur saman um hvern ig við ætluðum að hafa fæt- urna og aðra hluta okkar virðulegu anatomiu, því þeg- ar á loft var komið var eng- inn möguleiki að breyta um stellingu. Við vorum spjnntir fastir með fjórum eða fimm ólum, klæddir umfangsmikl- um björgunarvestum og með mikla hjálma á höfðum. í hjálmunum var innbyggð tal- stöð óg það var um hana sem urgandi rödd flugstjórans barst þegar hann bjó okkur undir lendingu. Ég var svo heppinn eða óheppinn að sitja í sæti rétt milli flugmannanna svo að ég sá út um framrúðuna. Ég var heppinn að því leyti til, að þetta var skemmtilegasta sætið miíðan á fluginu stóð, og óheppinn að því leyti til að ég sá hversu andskoti lít- ið flugþilfarið á móðurskip- inu var. — Gjörið svo vel að reyra óiarnar vel að ykkur. Við rykktum í endana og sátum eins og í skrúfstykki meðan þilfarið á USS. Wasp náigaðist með óhuggulegum hraða. Rétt þegar við vorum að koma niður var skotið upp grænni rakettu. Flugstjórinn barði eldneytisgjafirnar fram og rykkti stjórnvelinum aft- ur. Næstu s;kúndurnar flugu hendur hans nánast yfir takka og hnappa, meðan aðstoðar- flugmaðurinn flutti benzín- blönduna fram á „rich“ og setti upp hjólin. Flugvélin steig hratt og við fórum annan hring. — Við vorum heldur hátt í þetta skipti, tilkynni flug- maðurinn, en búið jfckkur und- ir lendingu núna. Aftur nálg- aðist þetta frímerki, sem við áttum að setjast á og í þetta skipti gekk allt samkvæmt áætlun. Á þiljum flugmóðurskipa eru vírar, s:m stöðva vélarn- ar þegar þær lenda. Á nokkr- um metrum fara þær niður úr 80 mílna hraða niður í núll. Okkur hafði verið sagt að bíta tönnunum saman áður en við lentum, til að við bit- um ekki af okkur tunguna. Þess í stað var bara öllu lofti þrýst úr okkur, og hinir blaðamennirnir vörpuðu að auki öndinni léttara. Ég gerði það ekki af þeirri einföldu ástæðu, að ég átti eftir að fara á loft aftur og lenda á kanadiska flugmóður skipinu Bonaventurte. Ég fékk aðeins að teygja úr fótunum meðan verið var að búa vélina undir flugtak. Á þiljum skipsins var hífandi rok, sem varla var nema von: Það var 12 hnúta vindur og skipið sigldi með 18 hnúta hraða. Vindurinn var þó svo óstöðugur, að það þótti viss- ara að nota „katapúltið" til að koma okkur á loft. Þegar flugvélar eru settar á „kött- inn“, sem kallað er, er krók- ur tengdur við þær og þeim skotið á loft með annaðhvort gufu- eða vökvaprtessu. Ég var nú einn blaðamanna í vélinni og flugmaðurinn gaf mér skipun um að halla mér vel aftur. Hann faérði hægri fótinn á mér þannig að ég studdi honum á skjalatösku, sem Var á milli þeirra. Hreyflar vélarinnar voru settir á fulla ferð, og jafn- vel bólstraði hjálmurinn sem ég var með, megnaði ekki að draga mikið úr hávaðanum. Vélin titraði og skalf. Skyndi- lega rykktist flugvélin til og geystist eftir þilfarinu. Ég þrýstist atfur í sætið og var sannfærður (eins og svo oft áður) um að nú væri mín síð- asta stund komin. Vélin steig svo til lóðrétt upp í loft- ið og áður en ég vissi af byrj- uðu flugmennirnir að draga af hreyflunum og byrja venju- legt flug. Þegar við komum að Bona- venturé endurtók sama sagan sig og stynjandi ,og skjálfandi á beinunum var ég leiddur niður í setustofu yfirmann- anna þar sem ég fékk stífan viskísjúss (Guð blessi Johnnié Walker) EF Í*IÖ FARIÐ í SJÓINN Eins og fimm aðrir kolleg- ar mínir sem þarna voru, var ég dálítið reikull á fótunum í fyrstu, jafnviel þótt flugmóð urskipið hreyfðist lítið sem ekkert. Ég skorðaði mig líka vel í efri kojunni þegar ég fór að sofa, sannfærður um að ég myndi vakna í vaskin- um fyrir neðan, einhverntíma um nóttina. Sem betur fór slapp ég þó við það og vakn- aði hress og endurnærður daginn eftir. Það var ekkert sérstakt á dagskránni, við máttum rölta um skipið að vild og fylgjast m!:ð því þegar flugvélarnar lentu og var skotið á loft aft- ur. Bonaventure er fremur lítið flugmóðurskip (20 þús- und lestir) og um borð eru aðeins 18 flugvélar, enda er skipið eingöngu notað til kaf- bátaveiða. Sex vélamna eru tveggjahreyfla þyrlur en hin- ar eru tVaggjahreyfla Grumm an Tracker. Hlutverk þeirra er að finna kafbátana og eyðileggja þá áður en Iþeir geta komizt í skotfæri við flotann. Þær eru sífellt á lofti dag og nótt og mynda nokk- urskonar varnarvegg allt um- hverfis skipin. í vopnabúnaði þeirra eru bæði djúpsprengj- ur og tundurskiayti sem elta kafbáta uppi. Um kvöldið fylgdumst við með þegar nýr hópur flug- manna fékk skipanir pínar áður en þeir héldu af stað. Það fór allt fram á fagmáli, sem við skildum lítið í. Þó skildum við að það hafði orð- ið vart við rússneska kafbáta og i flugsveitarforinginn kvaðst halda að kjarnorku- kafbátur væri einhversstaðar í grendinni. Að lokum sagði han-n: — Ef þið farið í sjóinn í nótt þá farið upp í fyrsta skip sem kemur að ykkur. Ef það er ívan verður það bara að hafa það, við sækjum ykkur til hans. Ef það hinsvegar er í björtu, þá bíðið ;sftir okkur. Meðan við biðum eftir að flugvélarnar færu á loft, rædd um við við Kennedy, yfir- mann flugsveitanna, um gagn semi þeirra við kafbátaveið- ar. — Reynsla undanfarinna ára hefur sannað að á stríðs- tímum kemst engin skipa- lest yfir hafið nema í fylgd með flugmóðurskipi. Þetta er að vísu einhver stærsta æfing sem NATO hefur haldið, en það eru alltaf einhverjar minni æfingar allan ársins hring. Það hefur komið í ljÓ3 svo að ekki verður um villst, að flugmóðurskip sem hefur kafbátaeyðingavéiar innan- borðs er eina vopnið sem get- ur verndað skipakstir al- mennilega. Að sjálfsögðu verður það að hafa vernd fylgdarskipa, en flugmóður- skipið verður kjarninn í þeirri flotadeild. Við urðum varir við að þótt foringjar skipsins for- dæmdu innrás Varsjárbanda- lagsríkjanna í TékkísLóvakíu, glöddust margir þeirra yfir þeim á’nrifum sem hún hefði haft á NATO. Þeim fannst alltof mikdl trúnaður lagður á friðarvilja Rússa. — Það er alliaf rfitt að fá fólk til að leggja fram fé til landvarna á friðartímum. Þess vegna hafa Bretiand og Bandaríldn tvisvar þurft að heyja stríð, óundirbúin. Þessa var farið að gæta töluvert fyr ir innrásina í Tékkóslóvakíu, fólk vildi minnka fjárframlög til landvanra og til NATO. Nú sér það aftur að þrátt fyrir fögur orð er ógnunin raun- veruleg, það er kaldhæðnis- legt en satt að innrásin hefur styrkt alla aðstöðu NATO. Við göngum upp í brúna og litum út á þilfarið. Ein flug- sveitin :r að búa sig undir flugtak og önnur mun koma inn til lendingar innan skamms. Það er kolniðamyrk ur en öðruhvoru má sjá dökk- klæddar verur skjótast yfir þilfarið með vasaljós í hend- inni. Flugvélarnar eru búnar að hita hreyflana og komnar í skotstöðu. Neyðarútgangarn ir fyrir ofan flugmannssætin eru opnir, til þess að þeir geti komizt fljótt út ef flug- takið skyldi mish.ppnast og þeir lenda í sjónum. Ærandi dynur fyllir brúna. Ein flug- vélanna er rétt að fara á loft og flugmaðurinn hefur gefið fulla eldsneytisgjöf. Gneistar frá hreyflunum dansa eftir þilfarinu. Svo er „kötturinn leystur úr læðingi" og vélin FraniU. á bls. 19 Orrustuvél frá HMS Eagle.fylgist með rússneskri sprengjuflugvéi sem kom í „kurteis- isheimsókn." Auk orrustuvéla var radarstýrðum elðflaugum og byssum beint að þeim. • ;v. Seaking, kafbátaeyðingaþyrla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.