Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 196« Ný tegund íslenzkrar stóriðju: Víðtæka framkvæmdaáætlun þarf í ferðamannaiðnaðinum • Tœkniaðstoð Sameinuðu þjóðanna gœti gert tillögur um uppbyggingu terðamannaiðnaðarins — • Sd atvinnuvegur sem gefur mestar gjald- eyristekjur með minnstri fjárfestingu SÍÐUSTU árin hafa heim- sóknir erlendra ferðamanna orðið æ stærri þáttur í gjald- eyrisöflun þjóðarinnar. Slíkum heimsóknum má jafna við útflutningsfram- leiðsluna, vegna þess að þær færa þjóðarbúinu gjaldeyri á sama hátt og útflutning- urinn. Nú, þegar harðnar í ári, er eðlilegt að við reyn- um að leggja síaukna áherzlu á gjaldeyrissöfnun og þá ekki hvað sízt að auka tekj- ur af erlendum ferðamönn- um, því þar eru heimatökin tiltölulega hæg — í okkar eigin landi. Þar þarf ekki að berjast við neitt verðfall á erlendum mörkuðum. í eftirfarandi grein verður lítillega rætt um nauðsyn þess að láta fara fram alls- herjar úttekt í ferðamálun- um og semja stórhuga fram- kvæmdaáætlun í þeim efn- um t.d. fyrir næstu 5 árin. Á því leikur nefnilega ekki nokkur vafi að ferðamálin eru sú atvinnugrein íslenzk sem er mesta vaxtargreinin í íslenzku þjóðfélagi í dag, ef rétt er á haldið. Árið 1967 komu hingað til lands alls 38 þús. erlendir ferða- menn og er talið að gjaldeyris- tekjurnar af þeim hafi numið alls kr. 100 millj. Þetta er all- mikið fé. En kjami málsins er sá að tiltölulega au'ðvelt ætti að vera að tvöfalda þessa upphæð á örfáum árum. Og til þess þarf ekki fjárfestingu á borð við byggingu ál- eða sjóefnaverk- smiðju upp á milljarði króna. Og þó getur gjaldeyrishagnað- urinn orðið jafn mikill af ferða mannakomunum sem af slíkum risavöxnum verksmiðjufyrir- tækjum á okkar mælikvarða. VERÐUR MIKIL GJALDEYRISLIND Augu manna hafa smám sam- an verið a'ð opnast fyrir mikil- vægi ferðamannamóttökunnar sem atvinnugreinar. Stjómkerfi greinarinnar hefur verið falið fulltrúaráði hinna ýmsu þjón- ustuaðila, sem við ferðamanna- móttöku fást, Ferðamálaráði. Þar starfa margir mætir og miklir áhugamenn að því að búa í haginn varðandi ferðamanna- móttöku, og hafa þegar komið mörgum málum vel álei'ðis. Er slíkt fyrirkomulag tvímæla laust rétt — að gefa einstakl- ingunum tækifæri til þess að fara með yfirstjórn þessara mála, — þeim einstaklingum sem starfs síns vegna þekkja hér gerst til mála, í stað þess að láta ráðuneyti eða ríkisskrifstofu fara hér með framkvæmdir. Það mun þó engum dyljast, og allra sízt þeim sem Ferðamálaráð skipa, að nauðsyn er miklu meira átaks í ferðamálunum en þegar hefur verið framkvæmt. Me'ð sanni má segja að við höf- um ekki ennþá slitið barnsskón- um sem ferðamannaland. Hér er svo margt ógert — möguleik- arnir svo gífurlega miklir. Er vissulega ekki ofmælt þótt ferða mannamóttaka eigi að geta orð- ið annar mesti gjaldeyrisat- vinnuvegur okkar Islendinga, og veitt þúsundum landsmanna ný störf á næstu árum. Það þarfn- ast þjóð, sem er í svo örum vexti sem íslenzka þjóðin — þjóð sem einnig vill ekki öllu lengur byggja allt sitt á hverf- ulum sjávarafla. Þess vegna er orðið tímabært, ekki sízt vegna yfirstandandi örðugleika í útflutnings og gjald eyrismálum, að samin verði heildaráætlun um stórfellda uppbyggingu fedðamannaiðnaðar ins. Slík uppbygging skapar ekki einungis ný störf innan- lands fyrir vinnufúsar hendur og aflar gjaldeyris, heldur verð ur hún flugfélögunum okkar báðum lyftistöng, og treystir þau verulega í fjárhagssessi, miðað við það sem nú er. NÝ GISTIHÚS SKORTIR Verkefnin eru hér ótalmörg. Þegar hafa verið byggð allnokk- ur myndarleg gistihús hér í Reykjavík á síðustu árum, eftir langa kyrrstöðu í þeim efnum — eða allt frá 1930, er Hótel Borg var tekin í notkun. Nú er samt svo komið að yfir allan sumartímann er erfitt að fá hótelherbergi hér í Reykja- vík, svo með sanni má segja a'ð hugsa verði fyrir framtíðinni, með frekari gistihúsabyggingar á skipulagsskránni. Ekki á þetta síður við ástandið úti á landi. Þar hafa líka risið upp nokk- ur ágæt gistihús síðustu árin en betur má ef duga skal. Sérstak- lega þarf að reyna að sameina byggingar gistihúsa og félags- heimilanna, þar sem öll veitinga aðstaða er fyrir hendi. Bygging félagsheimilanna er öðrum þræði eitt mesta félagsmála- hneyksli sfðustu ára hér á landi, þar sem tugmilljóna hallir standa mest ónotaðar allt árið. Mun leitun á óarðbærari krón- um en í þéssi steinbálkn hafa verið lagðar. Ef unnt væri að virkja þessi heimili til gistihúsa- halds væri mikið unnið. GJALDEYRISGILDI ÖRÆFANNA Öræfin íslenzku og islenzki hesturinn hafa ótrúlegt aðdrátt- arafl í augum þeirra manna sem í ys stórborganna búa. Skipuleggja þarf með vaxandi ferðamannakomum gistihús inni á öræfum, sem væru áningar- staðir bílferða og hesitaferða um fjöll og firnindi. Þessi hlið ferða mannamóttökunnar er enn á frumstigi — en það þekkja all- ir sem hafa t.d. tekið þátt í hin- um vikulöngu hestaferðum Ferðaskrifstofunnar frá Laugar- vatni í hópi útlendinga, hve miklir möguleikar liggja hér ónotaðir. íslenzk öræfi hafa til þessa dags valdið nokkurri ógn í hugum margra landsmanna, sem erfð er frá liðnum tímum. Mál er að fegurð þeirra, reisn og mikilfengleiki, verði gerð kunn íslendingum í æ auknum mæli, en ekki síður þeim útlend ingum sem hingað koma. Ekk- ert land í Evrópu getur boðið gestum sínum í slíkar ferðir sem á Islenzkum jöklum og öræfum. Þar eigum við sannkallaða gullkistu, sem eftir er að mestu að opna. Gistihús búin góðum þægindum á stöðum sem Land- mannalaugum, Hveravöllum, Þórsmörk o.s.frv. eru lykillinn að fjölmennum ferðum um hinn óbyggða hluta miðbiks lands- ins. BAÐHÓTEL OG HEILSU- MIÐSTÖÐ VIÐ HVERINA Ýmsir vökumenn, svo sem Gísli í Ási, hafa undanfarin ár bent á þann mikla fjársjóð sem við eigum í hverum okkar og uppsprettum — ekki einungis til orkusköpunar, heldur og til stofnunar baðstaða og heilsu- linda. Allir þeir sem eitthváð þekkja til þjóðhátta í löndum svo sem Þýzkalandi og Tjekkó- slóvakíu vita hve verðmikil at- vinnugrein baðstaðimir þar eru í efnahagslífi þessara landa. Þó eigum við í okkar landi lindir tærs hitavatnsog leirs, sem ekki standa að baki lindum þessarra landa. Hér eru enn að mestu ónotaðir risavaxnir möguleikar í því efni að byggja baðhótei og koma upp lækningamiðstöðvum við hverina, í stíl við það sem annars stáðar hefur verið gert. Hundruð þúsunda manna sækja slík hótel úti á meginland inu sér til hressingar á ári hverju og ekki er að efa að með skynsamlegu kynningar- starfi myndu fjölmargir leggja leið sína hingað til lands, ef slík ar lækningamiðstöðvar við hver ina væri að finna. Ekki aðeins Hveragerði er hér ákjósanlegasti staður, heldur mætti koma slíkum hvíldar- og hressingarmiðstöðvum upp ann- ars stáðar á landinu, þar sem leir- og vatnshveri er að finna. Hér þarf að virkja íslenzka læknastétt til samvinnu við ferðamálayfirvöld í þessum efnum. Ríkmannleg bað og hress ingarhótel kosta að vísu mikið fé, en reynsla annarra þjóða hér I í álfu sýnir að það fé kemur fljótlega til skila aftur — með góðum vöxtum. LAND SKÍÐAÍÞRÓTTAR- INNAR Áður var minnzt á aðdráttar- afl sumarferða á íslenzkum ör- æfum og fei'ða á íslenzka hest- inum. Enn er svo ótalinn sá kafli sem fjallar um vetraríþrótt irnar. Enn hefur okkur ekki dottið í hug að auglýsa ísland sem land vetraríþróttanna, svo sem frændur okkar Norðmenn gera. Astæðan er m.a. sú að okkur hefur til þessa skort skíða hótel. Þáttur í áætlun nýrrar ferða- málaaldar hér á landi er sá að reisa skíðahótel, þar sem að- stæður eru beztar, svo sem á Akureyri (þar sem komin er góð byrjun) og á Isafirði, og fá hing- að ferðamenn á sama grund- velli sem Norðmenn gera, og hafa gó'ðar tekjur af. Nafn lands ins er ódýrasta og bezta auglýs- ingin fyrir skíðaferðum hingað. Hvar ætti að vera skemmtilegra að fara á skíði en einmitt á snæ- landinu íslandi? Hundruð þús- unda sækja heim Svissland og Austurríki á hverjum vetri frá öðrum Evrópulöndum. Lítið brot, af þeim fjölda sem kæmi hing- að til lands myndi breyta ferða- mannamyndinni til muna. ARÐBÆRASTA FJARFESTINGIN Ýmsir munu geta tekið undir margt af þvi, sem að framan hef ur verið sagt, enda fæst af því nein nýjung eða opinberun. En fjármagnsskorturinn hindrar að hér sé nokku'ð nýtt hægt að gera, segja hinir sömu. Vitan- lega er fjármagn nauðsynlegt til þeirra gistihúsaframkvæmda og ferðamannamóttöku sem hér hefur verið rætt um. En í því sambandi skal ein grundvallar staðreynd nefnd. Reynsla ann- arra þjóða sýnir að af hverri krónu sem fjárfest er kemur mesturinn arðurinn af þeirri krónu sem fjárfest er í ferða- mannaiðnaðinum. Og ekki að- eins arður, heldur einnig erlend ur gjaldeyrir. Þess vegna á ís- lenzka þjóðin að beina því fjár- magni, sem hún hefur laust, í ferðamannai'ðnaðinn — efcki síð- ur en í stóriðjuna eða ný frysti- hús. 1 öðru lagi kostar nýsköpun íslenzka ferðamannaiðnaðarins ekki feikilegt fé. Hér er um að ræða þjónustuiðnað, þar sem ekki þarf að kaupa neinar dýr- ar verksmiðjuvélar. Kostnaður- inn er við byggingu gistihúsa, og tiltölulega líti'ð fram yfir það. Þjónustufyrirtækin eru þegar fyrir hendi, vinnuaflið og sam- göngufyrirtækin, svo sem bif- reiðar, hestar og flugvélar. Þau þarf ekki að skapa frá grunni. Þess vegna er það líka stað- reynd að í fáum iðngreinum þarf jafn litla fjárfestingu til arðsem- ismyndunar eins og í ferða- mannaiðnaðinum. Þess vegna ætti sú fjárfesting að koma einna efst á blaði í uppbygging- aráætlunum næstu ára. Gleymum því ekki að ein stóriðjuverksmi'ðja kostar 2—3 milljarði ísl. króna, eftir nýleg- um upplýsingum sérfræðinga í Framhald á bls. 20 Frá skíðaskálanum í Kerlingarfjöllum. Lítil skíðahótel þurfa að rísa mörg á fjöllum. Þau verða miðstöðvar ferðamannastraums hingað á vetrum, svo sem í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.