Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 17
MORGU'NBLAÐHD, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 196« 1 — Villandi ummæli Franxh. af bls. 12 félögin geta ekki endurnýjað framleiðslutæki sín með venju- legum hætti. AÐSTÖÐUMUNUR, KAUP NÝRRA, DÝRARI TOGARA Að ýmsu leyti hefur B.Ú.R þó verri aðstöðu en t.d. útgerð Tryggva Ófeigssonar. B.Ú.R. er fyrst og fremst stofnuð til at- vinnuöryggis fyrir Reykvíkinga Má benda á í því sambandi, að beinar launagreiðslur Bæjar útgerðarinnar á árunum 1960- 1967 námu um 490 millj. króna, og eru þá hlunnindi til starfs- fól'ks innifalin, svo sem framlög til lífeyrissjóða og fæði togara sjómanna. Auk þessa mun Bæj- arútgerðin hafa greitt fyrirtækj- um, sem útgerðin á viðskipti við, laun, sem nema 100-200 milljón- um króna á þessum tíma. En erf itt mun vera að sundurliða þá upphæð nákvæmlega. Árið 1948 samdi ríkisstjórnin um smíði 10 togara fyrir íslend- inga. Sumir af þessum togurum voru tilbúnir til afhendingar á | árinu 1950. Á þessum tíma hafði verðlag hækkað í Bretlandi, og urðu togararnir því allmiklu dýrari en togarar þeir, sem komu til landsins 1947-49. Veru legur hluti af þeim lánum, sem fylgdu skipunum, voru í sterl- ingspundum og vextir af lánun- um helmingi hærri en af lánum þeim, sem fylgdu togurunum, sem komu til landsins árið 1947- 1949. Þegar kostnaðarverð þess- ara 10 togara var endanlega gert upp, reyndist það um þris- var sinnum hærra en verð fyrri togaranna. Var nú leitað til togaraútgerðarmanna um kaup á þessum togurum, en eng ir fengust kaupendur utan Út- gerðarfélags Ólafs Jóhannesson- ar á Patreksfirði, sem keypti tvo þeirra. Eins og kunnugt er neyddist togarafélag þetta til að hætta störfum fyrir nokkrum ár um vegna fjárhagsörðugleika. Um þetta ileyti fór-nokkurt at vinnuleysi að gera vart við sig í landinu, og varð það til þess að ýmis bæjarfélög festu kaup á 8 af fyrrgreindum 10 togurum. Reykjavíkurborg keypti 4 þeirra, og kom það í hlut Bæjarútgerð- arinnar að gera þá út. En rétt á þessu stigi málsins að gera sér grein fyrir þvi, hversu geysimik- ill munur var á aðstöðu Tryggva Ófeigssonar sem gerði út 3 tog- ara og allir keyptir á árinu 1947- 1948, og aðstöðu B.Ú.R., sem nú gerði út 8 togara, og voru 4 þeirra, hver um sig, tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en hver einstakur togari Tryggva Ófeigs- sonar. Vextir af lánurn þeim, sem þessum 4 togurum B.Ú.R. fylgdu voru 4i prs., en af lánum þeim, sem fylgdu togurum Tryggva Óf eigssonar 2i prs. Loks voru verulegur hluti af lánunum með B.Ú.R. togurunum í sterlings- pundum, eins og áður getur, en lánin með togurum Tryggva voru innlend. Áttu þessi lánskjör eft- ir að auka mjög á skuldabyrði Bæjarútgerðarinnar, en vegna gengisbreytinga, sem hafa átt sér stað á undanförnum árum, hafa skuldirnar vegna kaupa á þessum fjórum skipum fram til þessa aukizt um hvorki meira né minna en kr. 24.371.000.00. Er upphæð þessarar aukningar á skuldabyrðinni, einungis vegna gengisbreytinganna, um það bil tvöfalt hærri en allt kaupverð þriggja togara Tryggva Ófeigs sonar samanlagt. Eins og gefur að skilja jókst vaxtabyrðin að sama skapi. Hverjum manni hlýt ur að vera ljóst, hversu gífur- legan aðstöðumun hér er um að ræða. ÚTGERÐ DIESELTOGARA Til víðbótar þeim 30 togurum, sem ríkisstjórn íslands samdi um smíði á árið 1945, samdi hún árið 1946 um smíði tveggja dieseltog- ara. Mjög voru skiptar skoðanir meðal útgerðarmanna um ákvörð un þessa, þar sem talið var, að því fylgdi mikil áhætta og vandi að taka að sér rekstur dieseltog- ara, m.a. vegna þess, að ekki var unnt á þessum tímum að fá vél- stjóra með nægilegri þekkingu á dieselvélum. Auk þess var alls engin reynsla fengin á styrk leik og hæfni véla og togvindu. Engir einkaaðilar óskúðu eftir kaupum á togurum þessum, og kom það því í hlut Bæjarútgerð- arinnar að gera út þessa togara. Með því að hefja þannig fyrstir íslendinga útgerð á dieseltogur- um tók Bæjarútgerðin á sig mikla fjárhagslega áhættu. Rétt er að geta þess að fyrstu tilraunir með rekstur dieseltog- aranna kostuðu útgerðina mikil fjárútlát til menntunar vélstjóra og ýmiss undirbúnings. Einn af þeim fjórum togurum B.Ú.R., sem að framan er getið (dýrari togurunum) var einnig diesel- togari. Með tilkomu þessara 3ja dieseltogara, sem eru b.v. Hall- veig Fróiðadóttir, b.v. Jón Þor- láksson og b.v. Þorkell máni, og með tilkomu togarans Gylfa, sem var í eigu Ólafs Jóhannessonar á Patreksfirði, fengu íslendingar sína fyrstu reynslu af rekstri dieseltogara. Vitað var, að olíueyðsla diesel- vélanna væri mun minni en olíu eyðsla gufutogaranna. Hins veg- ar liggur nú ljóst fyrir, að ending dieselvélanna stenzt ekki saman burð við endingu . gufuvélanna, og hefur Bæjarútgerðin af þess- um sökum orðið fyrir verulegum skakkaföllum, sem haft hafa mikil áhrif á afkomu útgerðar- innar. Vélabilanir hafa verið tíð- ar á undanförnum árum og vfð- gerðir kostnaðarsamar. Legudag ar í höfn hafa því verið óeðli- lega margir, og hafa þær stöðv- anir verið einkar tilfinnanlegar, sérstaklega með tilliti til þess, að þær hafa orðið nú á síðustu tímum, þegar afli togaranna al- mennt hefur farið vaxandi. Sið- astliðin 3 ár hefur viðgerðar- kostnaður á vélum og öðru í sam bandi við þær og legudagar í höfn í heild verið sem hér segir. Á það skal bent, að eftirtaldir legudagar eru ekki allir vegna viðgerðar, en þeir eru óejlilega margir. und og fyrir tilstyrk ríkisvalds ins gert við erlenda aðila um söl ísfisks á erl. mörkuðum. Hef- ur hann margsinnis brotið þessa samninga, til stórtjóns fyrir ís- lenzka togaraeigendur og þjóð- ina í heild. ÞIGGUR STYRKINA Brottför Tryggva Ófeigssonar úr FÍB. á áengan hátt rætur sín- ar að rekja til þess, að starfsemi félagsins sé á nokkurn hátt áfátt Unnið hefur verið mikið og oft erfitt starf að því að sjá togaraútgerðinni borgið, þótt við svo ramman reip hafi verið að draga vegna verðlagsþróunar hér innanlands, aflabrests og lítils, almenns skilnings, að félag- ið hafi ekki reynzt þess megn- ugt að sporna við þeim sam- drætti, sem orðið hefir í togara- útgerð hér á landi undanfarin ár, enda á togaraútgerð nú víð- ar við erfiðleika að etja en hér á landi. Hitt er sönnu nær, að Tryggvi Ófeigsson hefir ekki get að unað því að sitja við sama borð og aðrir, að lúta sömu reglum og skyldum og aðrir. Því verður ekki trúað að Tryggvi Ófeigsson hafi verið að spara fé lögum sínum þær 40 þús. krón- ur eða 10 þús. krónur á hvert skip, sem honum var gert að greiða i félagsgjald árlega eins og öðrum. Hins vegar rekur Tryggvi Óf eigsson skip sín í skjóli þeirr- ar fyrirgreiðslu, sem F.Í.B hefir ndanfarin ár auðnazt að fá hjá ríkisvaldinu til að koma í veg fyrir algera stöðvun togaraút- gerðarinnar. Það hefir aldrei dregizt fyrir honum að sækja sinn skerf af þeim stuðningi, sem þannig hefur verið veittur fyrir baráttu F.Í.B., heldur ekki núna, eftir að hann er genginn úr félaginu. Þrátt fyrir þetta hefir ein- hvern veginn tekizt að skapa allalmennt álit þess efnis að svona væri ekki, Tryggvi Óf- eigsson væri ekki „bónbjargar- maður hins opinbera“ eins og Viðgerðarkostnaður á vélum togaranna Hallveigar Fróðadótt- ur, Jóns Þorlákssonar og Þorkels mána: 1965 1966 1967 Samtals: H. F. 712.524.57 625.105.67 2.361.698.98 3.699.329.22 J. Þ. 722.999.84 918.600.97 1.385.242.60 3.026.843.41 Þ. M. 697.560.63 1.519.426.99 2.137.862.24 4.354.849.86 Samt. 2.133.085.04 3.063.133.63 5.884.803.82 11.081.022.49 Legudagar í höfn: 1965 1966 1967 Hallveig Fróðadóttir 42 223 154 Jón Þorláksson 96 59 70 Þorkell máni 50 49 101 Af rekstri dieseltogaranna má draga þá ályktun, að rétt sé að skipta um vélar mun fyrr en ætlað hafði verið til þess að hinn mikli viðgerðarkostnaður síðari ára geri ekki að engu kosti diesel vélanna fram yfir gufuvélarnar. Enda mun það vera reynsla á vélum í fiskibátum, að hag- kvæmt sé að skipta um vélar að 8—12 árum liðnum. Að undan- förnu hefur það verið í athugun hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, hver kostnaður væri við að skipta um vélar í þessum togur- um. SAMSKIPTI TRYGGVA Vlð AðRA TOGARAEIGENDUR Eins og ég benti á í upphafi greinar þessarar, hefur það ver- ið venja Tryggva Ófeigssonar að skeyta skapi sínu á Bæjarút- gerð Reykjavíkur þegar eit-t hvað gengur honum á móti. Sannleikurinn er sá, að í við- skiptum sínum við aðra togara- eigendur hefur hann reynzt al- gjörlega ófær um alla samvinnu og lauk skiptum hans við starfs- bræður sína með því, að hann sagði sig úr félagssamtökum Fé- lags íslenzkra botnvöpruskipa- eigenda á s.l. ári. F.Í.B. hefur verið mjög gagnleg og sjálfsögð samtök togaraeigenda, sem hald ið hafa mjög vel á öllum hags munamálum togaraútgerðarinn- ar, bæði gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Hins vegur hef ur Tryggvi átt mjög erfitt með að aðlaga sig að þeim samning- um, sem F.Í.B. hefir með vit- eitt sinn sagði í blaði hér í borginni. TRUFLUN Á ENSKA MARK- AðlNUM, SAMNINGAR Vlð ÞJÓðVERJA í morgunblaðinu s.l. föstudag er frá því skýrt að togaraeig- endur í Bretlandi þrengdu í júlí í sumar að löndumum út- lendinga í Grimsby, en það skeði einmitt meðan Tryggvi Ófeigsson lét skip félaga sinna sigla nær visðtöðulaust á brezka markaðinn, þótt þar lægi að jafnaði mikill fiskur óseld- ur. Þetta skeði eftir að aðrir ís- lendir togaraeigendur höfðu hætt að láta skip sín sigla þangað. Þót,t aðstæður á brezka markaðn um hafi batnað nú, er á haustið leið, hafa brezkir togaraeigend- ur nýlega samþykkt einróma, að taka ekki upp að nýju um óákveð ínn tíma regluna, sem áður gilti, um að togarar okkar þyrftu aldrei að bíða lengur löndunar í Grimsby en 48 klst. Er nú löndunaraðstaða okkar í Bret- landi stórum ótryggari en áður. Um þýzka markaðinn er það að segja, að síðan 1950 hefir gilt samkomulag milli íslenzkr ar og þýzkrar togaraútgerðar um að skipuleggja framboðið á ísfiskmörkuðunum þar í landi. í stórum dráttum gerist þetta með þeim hætti, að sérstök nefnd skipuð fulltrúum fisk'k.aupenda, togaraeigenda og aðalumboðs- manni íslenzku togaraútgerðar- innar, kemur vikulega saman til fundar meðan aðalsölutími ís- lenzku togaranna stendur yfir. Er þar reynt að átta sig á, hver aflabrögð þýzku togaranna muni verða, nánast gerð veiði- og löndunaráætlun allt að þremur vikum fram í tímann og út frá henni áætlað hver þörf markaðs ins fyrir viðbótarmagn sé fyr- ir ísfisk frá öðrum, aðallega okkur íslendingum. Skilaboð koma hingað samdægurs um nið urstöður nefndarinnar og er til þess ætlazt og því lofað af okk- ar hálfu að hafa hliðsjón af þeim við ákvarðanir okkar um siglingar á markaðinn. Sér hver maður, að þetta skipulag hentar báðum aðilum í aðalatriðum vel. Við sjáum okk ur naumast hag í því, að sigla langa leið, fjóra til fimm sólar- hringa, með fisk á markað, sem þegar er yfirfullur. Hér skal strax tekið fram, að samþykki íslenzkra togaraeig- enda á þessu fyrirkomulagi var gert og margendurnýjað með vit und og vilja íslenzkra stjórnar- valda. Jafnframt skal tekið fram, að stjórnarvöldin vilja að sjálf- sögðu fylgjast með framkvæmd ísfisklandana erlendis og tryggja skipulega framkvæmd þeirra enda er óheimilt að selja ísfisk erlendis án útflutningsleyfis frá þeim. Er það útflutningsdeild Viðskiptamálaráðuneytisins, sem slík leyfi veitir og hefir ætíð verið hin bezta samvinna milli þeirrar deildar, og F.Í.B. um fyrirkomulag þessara mála. Hins vegar hafa hvað eftir annað orð ið árekstrar við Tryggva Ófeigs son, sem telur sig yfir það haf- inn að hlíta réttum reglum, síð ast fyrir rúmri viku, er hann lét togarann Neptúnus selja í Bremerhaven 23.f.m., þótt hon- um væri synjað um útflutnings- leyfi til löndunar mánudaginn 23. september. Hins vegar var honum heimilað að landa þriðju- daginn 24. september., en hann hafnaði því boði Viðskiptamála- ráðuneytisins. Aðalumboðsmað- ur okkar í Þýzkalandi neitaði einnig að samþykkja, að togar- inn Neptúnus seldi þar og formaður þýzka togaraeigenda- félagsins tilkynnti hingað, að félag hans myndi kæra til yfir- valda í Bonn, ef sölur okkar yrðu jafn hömlu- og skipulags lausar og horfði. Ástæðan fyrir synjuninni var sú, að Tryggvi hafði ekki í tíma komið fram með óskir um að landa mánudaginn 23. september né heldur óskað eftir löndun fyr ir skipið í þeirri viku. Nú stóð þannig á, að búið var að raða íslenzku togurunum niður á vik una, og skyldu tveir togarar, sinn í hvorri höfninni, Cuxhav- en og Bremenhaven, en einn tog ari á þriðjudag. Var uppistaðan í afla þeirra ufsi og markaður- inn talinn vafasamur vegna mikils framboðs á ufsa. En þrátt fyrir ítrekuð mótmæli þýzkra og íslenzkra aðila landaði Tryggvi aflanum úr togaranum Neptún usi í Bremerhaven á mánudag. Varð það þá að samkomulagi milli eigenda b.v. Þormóðs goða og eigenda b.v. Maí, til þess að forðast að markaðurinn á ufsa félli alveg saman, að landa úr báðum skipunum í Cuxhaven og selja hluta aflans á mánudag og nokkurn hluta á þriðjudag. Auð vitað landaði Tryggvi öllum afla úr Neptúnusi á mánudag, og naut þannig góðs af ráðstöf- unum eigenda b.v. Þormóðs goða b. v. Maí, sem eru Bæjar- útgerci Reykjavíkur og Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar. Stofnaði Tryggvi með þessum aðgerðum löndunarmöguleikum íslendinga í Þýzkalandi í stórhættu og er ekki hægt að segja um að svo stöddu, ’ hvaða afleiðingar þær geta haft í framtíðinni. Hitt liggur nú ljóst fyrir, að fram- ferði hans bakaði bæði Bæjarút gerð Hafnarfjarðar og Bæjarút- gerð Reykjavíkur tjón, sem nem ur mörg hundruð þúsund krón- um. Á sama hátt hefir ekki aðeins Framhald á bls. 21 Kúplings- disknr iyrir Renault R-8 Renault Dauphine Simca Ariane Simca 1000 Peugeot Panhard PL-17 Fiat 1100 og 124 Varah/utaverz/un * Jóh. Olafsson & Co. Brautarholti l Sími 11984. Illllllllllllllllll 6ÍLAR Mikið úrval af notuðum bílum í öllum verðflokk- um. Enn eigum við notaða Rambler Classic bíla, sem seljast án útborgun- ar gegn fasteignaveði. 3 Rambler American bílar hafa nýlega bæzt á sölu- skrá. Glæsilegir bilar. Árgerð ’65, ’66 og ’67. Hagstæðir greiðsluskil- málar. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Rambler- JON umboðið LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 lllllllllllllllllll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.