Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 1
28 SÍÐDR 224. tbl. 55. árg. LAUGARBAGUR 12. OKTÓBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ötlegöardómar íMoskvu — Sakborningarnir segjast áfram munu berjast gegn óréttlœti Mos'kivu, 11. okt. (NTB-AP). • f dag var kveðinn upp dómur í Moskvu í máli fimmmenning- j anna, sem sakaðir voru um að hafa efnt til mótmælafundar í höfuðborginni hinn 25. ágúst sl. vegna innrásarinnar í Tékkó- slóvakíu. Hlutu þrjú hinna á- kærðu 4 og fimm ára útlegð, en tveir allt að þriggja ára vist í vinnubúðum. • Dr. Pavel Litvinov, sonarson- ur Maxims Litvinovs fyrrum ut- anríkisráðherra, var dæmdur til fimm ára útlegðar einhversstaðar í Sovétríkjunum, frú Larissa ,Daniei, eiginkona rithöfundar- ins Juli Daniel, sem er að af- plána fangelsisdóm, hlaut fjög- urra ára útlegð, og rithöfundur- inn Konstantin Babitsky einnig fjögurra ára útlegð. Stúdentinn Vadím Delone var dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vist- ar í vinnubúðum, og verkamaður inn Vladimir Dreljuga til þriggja ára vinnubúðavistar. • Tatjana Litvinov, föðursystir dr. Pavels, sagði við fréttamenn að réttarhöldum loknum, að dóm unum yrði öllum áfrýjað. Það var Lev Almazov dómari, varaforseti borgarréttaæins 1 Moskvu, sem sikýrði frá dómiun- urn í dag. Höfðu vinir sakborn- iinigainn'a og fréttamenn, sem eikki feingu aðganig að réttansalnum, safnazt saman fyrir framan dóms húsið, og fyrstu viðbrögð þeirra er þeir fengu að heyra niðurstöð urnar voru: „Útlegð — það er að mininsta kosti framför." Við svipuð réttarhöld til þessa haifa sakborningar venjulega verið dæmdir til vistar í fangelsi eða vinnubúðum. Almazov dómari skýrði frá þvi að þeir sem dæmdir voru útlæg- ir yrðu hafðir í stofufangelsi og umdiir eftirliti þar til þeir væru komnir til staðarins, þar sem þeir eiga að afplána dómana. Fá þeir að taka fjölskyldur sínar með í út legðina, og stunda þar vinnu við sitt hæfi. Einnig sagði Almazov að sá tjmi, sem sakbornimgaimir hafa setið og eiga eftdæ að sitja í Framhald á bls. 27 Nýjar viðræiur um hernámið í Moskvu Fjöldi manns fylgdist með þegar Apollo-geimfarinu var skotið frá Kennedy-höfða 1 gær Moskrvu og Frag, 11. október. NTB-AP. TÉKKÓSLÓVAKÍSK ráðherra- í nefnd undir forsæti Oldrich Cern ; ik forsætisráðherra er væntanleg til Moskvu næstu daga og mun APOLLO 7. SKOTIÐ A LOFT hún undirrita samning um bráða birgðadvöl nokkurs hluta herliðs Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu og um brottflutn- ing þess sem verður af herlið- inu stig af stigi, að því er áreiðan legar heimildir í Moskvu hermdu í dag. Sagt er, að í samningnum verði kveðið á um að flestar hersveit- ir VaTsjárbandalagsríkjann verði fluttar frá og með 28 október, en þá verða liðin 50 ár fré stofn- um tékkóslóvakíska lýðveldis- ins. Þrír bandarískir geim- farar í 11 daga geimferö „Skemmtum okkur konunglega" Tunglferð á næsta leiti Kennedyhöfða, 11. okt. GEIMFAR Bandaríkjamanna „APOLLO 7“ myndaði langa eldrák á himni þegar því var skotið frá Kennedy-höfða kl. 15.03 í dag með þremur geim förum, Walter Schirra, Walt- er Cunningham og Donn Eisele og í kvöld hafði ferð- in gengið að óskum. Geimfar- arnir tilkynntu að þeir „skemmtu sér konunglega“ og þeir stýrðu farinu upp að öðru þrepi Saturnus-eldflaug arinn^ir, sem skaut þeim á loft, en án þess að snerta það. Tenging var hvorki reynd né fyrirhuguð, en hér var um að ræða mikilvægan lið í filraun- inmi og nauðsynlegam undirbún ing umdir mannaðar tunglferðir. Cunningham geimfari stýrði far inu upp að hring sem málaður hafði verið efst á eldfiauga- þrepið og sneri við þegar fjar- lægðin var aðeins um einn og bálfur metri. Geimförunum fanmst mikið til um útsýnið úr geimfarinu og sáu laust brak umhverfis geim- farið. Geimfarið var losað frá öðru þrepi Saturnus-eldflaugar- innar tveimur kukkustundum og 55 mínútum eftir að því var skot ið á loft eims og ráðgert hafði verið. Skömnlu síðar reyndu geimfararnir í fyrsta skipti að stýra geimfarinu sjáMir. Eftir aðskilnað annars eld- fAaugaþrepsins og geimfarsims var lengd geimfarsins 33 metrar en Saturnus-eldflaugin var 70 metra há og vó tæp 34 tonn Sjálft geimfarið vegur 16 tonn og er hér um að ræðá stærsta mannaða geimfar Bandarikjanna og um leið stærsta mannaða geim far heimsins. Apollo 7 er um það bil tveimur lestum þyngra en stærsta geimfar Rússa. Ef allt gengur að óskum fer geimfarið 163 hringferðir um jörðu og er hér um að ræða fyrsta áfanga nýrrar geimferða áætlunar, sem miðar að því að senda menn til tunglsins. Apollo 7 verður 11 daga í ferðinni. Næsta geimfar, Apollo 8, sem ráðgert er að skjóta á loft eftir rúma tvo mánuði, á að flytja þrjá geimfara umhverfis tungl- ið og aftur til jarðar. Framhald á bís. 27 Skýrt var frá hinum væntan- tega samningi í lokayfiiriýsingu Moskvufundarins 4. október, en samnmgurinn var endanlega gerður í viðræðum sem tékkó- slóvakísk sendinefind hefur átt við sovézka ráðamenn, en hún mun hafa komið til Moskvu á þriðjudaginn. Sovézk blöð hafa ekki sagt frá komau nefndarinnar, og tékkóslóvakískar heimildir í Moskivu hafa ekkert viljað segja um viðræðumar. Alexander Dubcek, aðalleið- togi tékkóslóvakiska komimún- istaflokksins, sagði í dag að þrátt fyrir sikuldbindingair sam Moskvu-viðræðurnar hefðu í för með sér kæmi ekki til mála að horfið yrði aftur til þess ástands er ríkti áður en frjálsræðisþró- unin hófst. Slíkt mundi valda sósíalismanum og lífi þjóðarinn- ar óbætanlegu tjóni og sovézku leiðtogunum hefði verið gert grein fyrir þessu. Sovézku leið- Frambald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.