Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 5
, ^íORGJJNBLAÐIÐ,r LAUGARDAQUR 12. OKTÓBER 1968 5 Nýtum starfskrafta og aðstððu verzlunarstéttarinnar til útflutnings — sagði Kristján G. Gíslason, tormaður Ve rzlunarráðs íslands á aðalfundi þess í gœr Á AÐALFUNDI Verzlunarráðs- ins í gær, flutti Kristján G. Gísla son, formaður þess ræðu og fer meginhluti hennar liér á eftir: Alkunna er, að gjaldeyristekj- ur okkar hafa stórminnkað enda þótt framleiðslumöguleikar ofan- nefndra atvinnuvega hafi aldrei verið meiri. Við heyrðum að af- urðir okkar hafi lækkað í verði og séu jafnvel óseljanlegar, og rekumst stundum á það í ræðu og riti, að nú skorti sölu á af- urðunum. Getur Þjóðin treyst því, að allt sé gert til þess að koma afla okkar, bezta fiski í heimi, á borð allra þeirra, sem vilja neyta hans og greiða fyrir hann? Er það tryggt, að óskum kaupendanna sé fullnægt? Er það tryggt, að gæðin séu fullnægj- andi, umbúðirnar æskilegar og varan ávallt tiltæk kaupandan- um? Nýlega var ennfremur minnzt á það í útvarpserindi hvers vegna verzlunarstéttin legði hönd á plóginn í sambandi við sölu afurðanna, en kepptist þess í stað við að ná umboðum fyrir nylonsokkum o.s.frv. eins og ræðumaður komst að orði, Þeir sem kunnugir eru málunum vita, að það hefur ekki verið sótzt eftir samstarfi verzlunarstéttar- innar af þeim aðilum, sem hafa á hendi sölu afurðanna, enda þótt (verzlunarsétttin hafi marg oft óskað eftir þessu samstarfi. Það er von mín að hér verði breyting á. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði hlýtur að vera æski- legt að nýta þá krafta, sem þjóð in á og þá aðstöðu sem verzlun- arstéttin hefur til þess að koma vörunni til neytenda, finna nýja neytendur, aðlaga söluvörur okk ar óskum neytendanna finna nýj ar vörur til útflutnings og á þann hátt auka útflutningsmagn- ið og verðmætið. Sannleikurinn er sá, að verzl- unarstéttin er ekki eingöngu þjónustustétt heldur og fram- leiðslustétt. Það er tilgangslaust að framleiða vöru, ef hún selst ekki. Varan þarf að komast til neytanda, sem greiðir hana, þá fyrst er hringnum lokað, Við höfum heyrt um ýms framleiðslufyrirtæki, sem ekki hafa dafnað, eðárhafa stöðvað starfsemi sína vegna þess að ekki var séð fyrir sölu fram- leiðslunnar. Önnur heyrum við nefnd, sem hafa sölusamning að hornsteini í uppbyggingunni. Þessu til skýringar vildi ég t.d. benda á nýgerðan sölusamning milli Kísiliðjunnar og firmans Jobns Manville sem dæmi um að stofnendurnir hafi gert sér fulla grein fyrir mikilvægi þess hátt- ar starfseminnar, sem að sölunni lýtur. Agrip úr þessum sölusamningi birtist í Fjármálatíðindum, ágúst -desember heftis 1966, í grein eftir forstjóra verksmiðjunnar. Birt er tafla er sýnir stighækk- andi umboðslaun í samræmi við framleiðslumagnið á hverjum tíma: 0 — 3.000 tonn 10% 0 — 6.000 — 12% 0 — 9.000 — 15% 0 — 12.000 — 18% 0 -— 20.000 — 21% 0 — 24.000 — 24% 0 — 28.000 — 28% 0 — yfir 28.000 tonn 31% „Þetta ákvæði gerir það að verkum, að Johns-Manville legg ur auðvitað aðaláherzlu á að auka söluna sem fyrst til að fá hærri umboðslaun. Þetta er áreiðanlega annað mikilverðasta ákvæðið í sölusamningnum, vegna þess að arðsemi verks-miðj unnar, og þar með skattgreiðsl- ur félaganna, verður ekki um- talsverð, fyrr en verksmiðjan er komin upp í 12.000 tonna fram- leiðslu. Síðan fer afkoman ört batnandi og verður orðin mjög góð, þegar framleiðsaln er kom- in upp í 30.000 tonn þrátt fyrir há sölulaun. Það er því tvímæla laust beggja hagur, að verk- smiðjan komist sem fyrst í fulla stærð, — en þó er það sérstak- lega hagur íslendinga, þar sem skattgreiðslan eykst mikið, bæði frá framleiðslufélaginu og sölu- félaginu, auk þess sem fram- leiðslukostnaður lækkar líka mikið á tonn“. Ennfremur segir forstjórinn: „í stjórn sölufélagsins eru 5 menn og þrír þeirra íslenzkir ríksiborgarar, þar af einn til- nefndur af ríkisstjórninni, þótt ríkið eigi ekkert í félaginu. Er þetta gert, til að hægt sé að fylgjast sem bezt með sölunni, verður, afgreiðslum og þess hátt ar.“ Þessi sölusamningur finnst mér að ýmsu leyti athyglisverð- ur. Samningurinn ber með sér, að starfsmöguleikar og fram- tíðarhorfur verksmiðjunnar séu ekki sízt háðir sölumöguleikum afurðanna og því hafi þessi þátt ur framleiðslunnar. verið tryggð ur þegar í upphafi. Verksmiðjan fer fyrst að borga sig, þegar salan er kom- iií upp í 12.000 tonn, en þá hafa Kristján G. Gíslason sölulaunin aukizt frá 10% upp í 18prs, og þá fyrst fer verksmiðjan að skila verulegum gróða, þegar sölulaunin hafa hækkað upp í 31prs., en þá er framleiðslan jafnframt komin upp í 28.000 tonn, Jafnframt sýnir þetta, að hin stighækkandi sölulaun, eða hækkandi álagn- ing í prósentum, hins erlenda firma skaðar ekki hagsmuni okk ar, þvert á móti er hún álitin nauðsynleg forsenda fyrir vel- gengni verksmiðjunnar. Dæmið sýnir ennfremur, að það er dýrt að selja og dreifa vöru, og sölu launin eru ekki talin eftir. Enn- fremur má benda á, að hér er um hálfopinbert fyrirtæki að ræða, þar eð ríkisstjórnin til- nefnir einn mann í stjórnina til þess meðal annars „að hægt sé að fylgjast sem bezt með söl- unni, verðum, afgreiðslum og þess háttar" eins og að ofan get ur. Um leið og þetta hálfopinbera fyrirtæki semur við erlendan að ila um að greiða honum allt að 31prs. sölulaun af vöru sem seld er í heilum skipsförmum, þá telur hið opinbera hæfilegt að greiða innlendum aðilum allt nið ur í 6prs. fyrir sölu á lagervör- um með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Ég er sannfærður um, að hin- ir íslenzku aðilar telji ekki, að sölulaun kísilgúrsins séu bein- línis tekin úr vasa íslenzkra þegna, heldur hljóti þau að sko8 ast sem hluti af framleiðslu- kostnaðinum. Eins og áður var getið hefur verzlunarstéttin nær eingöngu starfað að innflutningi til lands ins. Ef til vill er það að bera í bakkafullan lækinn að minnast enn einu sinni á verðlagshöftin, sem eiga að tryggja íslenzkum neytendum hagstæð verzlunar- kjör. Hér er, eins og margoft hefur verið bent á, ekki um veí-ðlagshöft að ræða heldur álagningarhöft, meðal annars með þeim meinlega galla, að eft ir því sem varan er dýrari í innkaupi þeim mun hærri er álagningin eða öfugt. Þessi vit- leysa mun vera framámönnum þjóðarinnar ljós, en þeir fá ekki rönd við reist, á meðan trú in á álagningarhöftin er við lýði meðal háttvirtra kjósenda. Ef til vill opnast augu manna, ef við verðum aðilar að efna- hagsbandalögum annapra alvöru þjóðfélaga, t.d. ef við göngum í E.F.T.A, Þá munu erlend inn- flutningsfyrirtæki fá sömu að- stöðu hér heima og innlend til þess að verzla, nema hvað þau geta látið sér í léttu rúmi liggja álagningarhöftin hér heima. Þau selja vöruna á samkeppnisverði iOg greiða verzlunarkostnaðinn burtséð frá leyfðri álagningu. Væntanlegur verzlunarhagnaður verður eftir í heimalandi hins erlenda heildsala, og verður vart varið til byggingar verzlunar- halla á fslandi hvað þá til ann- / arra þjóðþrifa framkvæmda. Við trúum að frjáls samkeppni ann- ars vegar og verðgæzla neyt- enda hinsvegar tryggi bezt verzl unarkjör. í sambandi við innflutnings- verzlunina má ennfremur geta þess, að nú virðist dafna vel við hliðina á kaupmanna og sam- vinnuverzlun svonefndar inn- kaupastofnanir ríkis og bæja. Ætla mætti, að verzlunarstétt- inni væri treystandi til þess að útvega þessum stofnunum hag- kvæmustu vörur á lægsta fáan- lega verði, en vettvangur stofn ananna sé að leita eftir og taka við tilboðum frá hinum ýmsu fyr irtækjum verzlunarstéttarinnar og velja á hverjum tíma það hagkvæmasta. Verzlunarstéttinni hefur verið legið á hálsi fyrir það að flytja til landsins óþarfa varning og verja til hans dýrmætum gjald- eyri. Því er til að svara að frjáls verzlunarstétt álítur ekki í sínum verkahring að ákveða hvernig menn verja fjármunum sínum, en skylda hennar er hinsvegar að uppfylla óskir neytendanna um vöruval. 1 frjálsu þjóðfélagi eru vissulega áhöld um hvað sé óþarfa vam- ingur og um stig óþarfans, en minnumst þess að ríkið sjálft verzlar með áfengi og tóbak. Hitt er annað mál, að við er- um allir sammála um það, a» hagkvæmast sé að framleiða sem ailra mest í landinu sjálfu af þeim vörum sem við neytum, svo fremi að það hafi ekki um of neikvæð áhrif á verzlunarkjör- in. íslenzkum iðnaði verður að sjálfsögðu bezt borgið með því að nýta hugvit og framleiðslu- getu þjóðarinnar til þess að skapa verðmæti úr þeim nátt- úruauðæfum sem landið býr yf ir. Þarna eiga verzlun og iðnað ur áreiðanlega sameiginlegt hags muna- og metnaðarmál. Verzlunarstéttin ber ekki ábyrgð á verzlunarjöfnuðinum á hverjum tíma, en að sjálf- sögðu fær frjáls verzlun ekki staðizt, ef verzlunarjöfnuðurinn er óhagstæður til langframa. Það er í annarra verkahring að gæta þess, að kaupgetan haldist í hendur við framleiðsluna og rétt gengi sé skráð. Áður en ég lýk máli mínu vil ég drepa á eitt atriði, sem ég tel veigamikið í sambandi við uppbygigingu atvinnuveganna, en það eru fjárfestingarmálin. Það er eðlilegt að þjóðfélags- þegninn í blóma lífsins hugsi til elliáranna þegar starfskraftam- ir dvína, og reyni að gera sér grein fyrir hvernig hann bezt megi tryggja afkomu sína. Það er lagt til hliðar af laununum og sumir leggja inn á sparisjóðs bók. Menn hafa þó rekið sig á, að verðgildi krónunnar hefur stöðugt minnkað, en verðgildi t.d. fasteigna haldizt, því engar Framhald á bls. S VOLKSWACEN - /969 - LAND-ROVER ÝNING á morgun sunnudag frá kl. 2—7 e.h. að Laugavegi 170—172 Komið — skoðið — reynsluakið — Upplýsingasími 7/276 — Heildverzlunin Hekla hf. BÍLA í dag laugardag og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.