Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 12
F 12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1968 Johannes Jósefsson á Borg — Minning Af tryggð var þér gefið hjá trölli og día hið tállausa íslenzka hjarta, og hátt yfir niðdimma nóttina rís nafnið þitt minningabjarta. Sjá, oft fór þér Jóhannes bálviðri um barm og bræði um andlits þíns grettu, og þó bjó þér svikalaust sumar við hvarm og sóLskin í handtaki þéttu. Og því er sem Fjallkonan felur sinn harm. og sólskin í handtaki þéttu. I. Jóh. K Mesti íþróttamaður íslands og liinn víðkunnasti þeirra allra, i {Tóhannes Jósefsson, grímukappi jÞg fyrrverandi eigandi og hótel- ítjóri að Hótel Borg, er falinn fcð faðmi frónskrar moldar, 85 j&ra að aldri. |Í Lokaglíma Jóhannesar á Borg Jparð bæði löng og ströng. En fcann varð, eins og Þór forðum, 'fiS lúta lögmálinu mikla og Elli tnæddi hann til uppgjafar þeirr- |tr, sem hann mætti með hinni Víðfrægu karímennsku sinni, skap íestu og sálarró. > í bók þeirri, er kom fyrir al- Inenningssjónir á jólum 1964 og Bkráð var eftir frásögn hans og , Ijallar um meginþættina í hinu , viðburðarríka lífi og víðreistu æfi Jóhannesar, segir hann sjálfur þessi fáu orð framan við bókar- ftfnið: ,,í þessa bók hefur höfundur skráð það eitt, sem ég vildi seg.ja og með þeim hætti, sem I 'ég vildi það sagt hafa." '• Þessi orð, þýðing þeirra og inn tak, lýsa Jóhannesi afar vel. |>etta vitum við og finnum, vinir fcans, sem áttum því láni að fagna feð kynnast náið hinum sérstæða jnanni og persónuleika, Jóhann- tsi Jósefssyni. Hann hefur sjálf- |u* sagt allt það, er hann vildi iagt hafa og við það verður , fckki bætt nú /við brottför hans héðan frá okkur. Hitt vitum við |afnvel, að ótal margt merkilegt 0g frásagnarvert var við frá- tögn bains bætandi. En það vildi hann sjálfur eiga með sínum nán tistu og vinum sínum og kaus fcízt að bera á borð né torg , i>g því síður æskti hann þess, 'bS fjölyrt yrði um hann farinn, timfram eigin frásögn. i Jóhannes Jósefsson var ekki 1 inargmáll maður. En hann frar þeim mun gagnorðari, íannorður og hreinskilinn, iHann grundaði skoðanir af hákvæmni og mótaði þeim Btefnumið, sem ekki var frá vik- K5. Engircn málaflækjumaður vair hann og fyrirteit slíkt háttarlag. Hann var frá öndverðu ákaflega kröfuharður við sjálfan sig og Slíks hins sama krafðist hann af öðrum. Allra manna var hann lausastur við tortryggni og hann vildi í lengstu lög geta treyst öðrum. En brygðist slíkt traust, Var líka trausti og trúnaði frá hans hendi lokið í eitt skipti fyrir öll. Þannig var hann hrein Bkiptinn, hreinryndur og tröll- tryggur þeim, sem hann kaus sér Itiil vina. Rúmir þrír áratugir eru liðnir frá því er fundum okkar Jó- hannesar bar fyrst saman. O- rjúfandi vinátta var með þeim Johannesi og föður mínum frá barnæsku þeirra á Akureyri. Mér vair sú gæfa gefin að ganga krókalausa leið inn í vináttu þessara göfugmenna, sem þó voru tim svo margt ólíkir. Sú vinátta hefur vaxið og eflst ár frá ári ög þó ef til vill mest hin síð- ustu arin, eftir að lokaglíman ttiikla hófst af alvöru fyrir glímu kappanum heimskunna, Jóhann- esi á Borg, sem tókst, úr sár- ustu fátækt norður á Oddeyri, með iárnvirja sínum og karl- mennsku, að kynna land sit* og þjóð út um viða veröld og jafn- framt að verða höfðingi á „setri sínu", þar sem hann setti óaf- mánanlegan svip á höf uðstað land ins á miðju æfiskeiði og jafnan síðan, en Hótel Borg, í hjarta Reykjavíkur, er í því efni minnis varði æfi þessa merka manns. Það var aldrei neinn meðal- memiskubragur á för Jóhannes- ar. Víkingslumd hans og hið ó- venjulega líkamlega atgerfi leyfði slíkt ekki. Hann fór heilí úr höfn og kom heill í höfn og lét aldrei storma, brim né boða hefta för sína né knésetja framgang sinn og frama. Skaphöfn hans var þess háttar að markið var sett og þyí varð að ná. Þessvegna var hann virtur og dáður mest af þeim, er þekktu hann bezt og reyndu hann mest. Slíkt mat hann lika meira en allt annað en sneyddi hinsvegar hjá því að gera hosur sínar grænar fyrir fjöldanum. Jóhannes á Borg var víðlesinn og margfróður maður. Hann unni fögrum skáldskap og las hann á mörgum tungumáíum. Umfram annan skáldskap unni hann ¦ljóðlistinni. Mest dáði hann Matt hías Jochumsson íslenzkra skálda fyrir sakir yf irburða andlegt flug, Hannes Hafstein, sakir karl mennsku og drengskapar og Ein ar Benediktsson sakir vitsmuna í ljóðlistinni. Hann átti í fórum sfaum merkilegt og geysimikið safn af lausávísum ótatmargra höfunda og henti þær gjarna á lofti með leiftur í augum, þá er við sátum á tveggja manna tali, enda var hann sjálfur smefck vís á íslenzkt mál og hagorður vel. En slíkum kunnáttu- og á- hugamálum sínum flíkaði Jóhann es fáum. Veiðimaður var Jóhannes á Borg svo af bar, hvort heldur var með byssu og boga eða línu hjól og stöng. Hann var lista- maður í veiðimennsku sinni og hafði tamið sér þroskaða og eft- irbreytniverða veiðimenningu. Hann unni útivist í faðmi ís- lenzkrar náttúru, en ísland var honum allt, ættjarðarástin svo heit og sterk að allt annáð varð að lúta fyrir henni. Æska fslands var Jóhannesi glímukappa heilagt hugðarefni. Hann skipaði sér kornungur í félagssveitir æskunnar, var stofn andi Ungmennafélaganna á fs- landi og fyrsti formaður fyrsta ungmennaféíagsins, sem stofnað var, Ungmennafélags Akureyrar enda kjörinn heiðursfélagi Ung- mennafélags íslands og íþrótta- sambands íslands. Nú er þessi a'ldni „víkingur" fallinn að foldu. í lokaátökun- um varð hann þeirrar mikiu gæfu aðnjótandi að búa við ó- venjulega og frábæra umhyggju ást og hlýleika síðari konu sinn ar, Brynhildar Sigurðardóttur. Dóttir Brynhildar, maður hennar og ung börn þeirra vörpuðu birtu og gleði í sál hins aídna kappa. f návist þeirra leið hon- um vél og naut æfikvöldsins, sáttur við allt og alla. Vinátta Jóhannesar Jósefssonar var meira en gulls ígildi. Hún gaf fordæmi til eftirbreytni svo sem og ölí lífsbarátta hans, karl mennska, þróttur, drengskapur og ættjarðarást. Á Jóhannesi Jó- Fæddur 28. 7. 1883 — Dáinn 5. 10. 1968 Hniginn í valinn horski drengur kempan knálega og kostum búna. Falla um siðir að foldarbarmi stofnar traustir sem stráin veik. Man ég þig ennþá frá æskudögum íturvaxinn með eld í barmi, djarfan, framsækinn, fremstan sveina, bálaði í augum hin bjarta glóð. Ungur fórstu þér frama að leita með frændum vorum á fróni „Dofra", kominn svo heim þú kenndir okkur æskumenningu og íþróttaval. Aftur fórstu svo út í heiminn frægð þar hlaustu með fremstu þjóðum glímukappinn sem garpar hylltu með íþróttaflokk er af öðrum bar. Man þig ennþó hún Akureyri hugstæðastan af hennar sonum. Þráði það eitt um áraraðir til föðurhúsa að fá þig heim. Aldrei varð henni að óskum sínum Reykjavík tók þig sem rekka fleiri. Því hafa aðstæður eflaust ráðíð að aðswtur kaust þar og athafnasvið. Ganga þfn ðll var með glæsibragði þar til ellin þig aldinn lagði. Far þú nú heill til feðra vorra signi þig drottins dýrðlega hönd. Hjörtur (Vlafsson. sefssyni sannaðist betur en á flestum mönnum öðrum: „Heilir hi'ldar til, heilir hildi írá koma hermenn vorgróðurs íslands." Far vel, góði vinur. Þús- undfaldar þakkir. Jakob V. Hafstein. Eg kynntist Jóhannesi á Borg þegar ég var unglingur. Þá var hann orðinn heillaður af lax- veiðum og kom því oft til Borg- arness á leið sinni til veiðiánna í Borgarfirði. Einhvern veginn skapaðist það þannig að hann tók okkur Kristján á Ferjukoti að sér. Auðvitað litum við ungl- ingarnir upp til þess manns sem hafði unnið stórfelld afrek út- um allan heim og verið mesti í- þróttagarpur landsins. Hann gaf okkur skýrar fyrirskipanir sem við hlýddum skilyrðislaust enda fannst okkur ekkert sjálfsagðara. En þegar hann komst að því að við vorum aldir upp við lax- veiðar og höfðum stundað þær frá því við vorum smá tappar, hættu fyrirskipanirnar og hann tók fegins hendi við því litla sem við gátum miðlað honum af kunnáttu okkar. Aldursmunur- inn hvarf og við tók vinátta sem hélzt ævilangt. f mörg ár hafði Jóhannes veiði réttindi í Hítará. Þar byggði hann sér veiðihús sem hann kallaði Lund eins og æskuheimili sitt. f Hítará er veiðisvæði sem nefnt er Grettisstiklur. Sagt er að Grettir hafi veitt þar lax er hann hélt til í Grettisbæli, sem er þar nokkru ofar. Þessu veiði- svæðí hafði Jóhannes hvað mest ar mætur á. Þegar «hann hafði dregið lax á þessum slóðum tók hann gjarnan lífinu með ró, sett ist niður, dró upp nestispakka sinn og fékk sér kaffisopa. Var þá stundum sem hann kýmdi á góðlátlegan hátt um leið og hann horfði í áttina til Grettis- bælis og kinkaði kolli til Grett- is vinar síns. Árin liðu og ég réðist til Jó- hannesar að Hótel Borg. Þar kynntist ég honum á allt öðrum vettvangi. Hann virtist hrjúfur á yfirborði, en starfsfólkið sem unnið hafði hjá honum lengi, mat hann mikils. Hann hafði þann sið er hann réði til sín starfs- fólk, að ganga frá öllu munn- lega. Það starfsfólk sem lengst hafði unnið fyrir hann vissi að loforð hans og útrétt hönd var jafn áreiðanlegt og langur skrif legur samningur. Enda var margt hjúa hans sem fór aldrei frá honum. Það kallaði hann aldrei annað en húsbóndann og mat hann því meir sem það kynntist honum nánar. Á undan Jóhannesi höfðu ver ið ýmsir ágætir brezkir lávarð- ar sem stunduðu laxveiðar í án- um f Borgarfirði. Jóhannes bar aldrei lávarðartign á þessa heims visu. En fólkið í Borgar- firðinum sem kynntist honum mest og bezt, krýndi hann lá- varðartign á sinn eigin hátt. Það gleymir honum aldrei. Þegar Jóhannes kvaddi Hítar- á fyrir nokkrum árum, þá farinn að heilsu, var sem hann væri að kveðja lífið. Lífsgleðin var þorr in. Jóhannes kom í mörg ár á hverju vori til Borgarness á leið sinni til veiðistaða. Þá heimsótti hann ávalt foreldra mína. f því sambandi minnist ég orða móður minnar er hún sagði að henni finndist vorið þá fyrst vera kom- ið þegar hún heyrði í heiðlóunni og Jóhannes á Borg hefði komið í heimsókn. Sjálfur minnist ég manns sem var stórfenglegur persónuleiki sem ég mun aldrei gleyma. Þau kvöddu landið jafnt þetta haust, heiðlóan og Jóhannes á Borg. Jóh Afagnússon ÞEGAR ég stend yfir moldum' vinar míns, Jóhannesar Jósefsson ar, þá er ég að kveðja mann, sem var sérstæður persónuleiki og ólíkur öðrum mönnum á marga lund. Hann var mesti ís- lendingur, sem ég hefi kynnst, og sennilega hefir bann verið líkastur fornköppunum frægu, af síðari tíma mönnum. Þegar skap hans var harðast og vöðv- arnir stæltastir hefir hann vafa lítið verið fræknasti íþróttamað ur landsins, þekktur erlendis og dáður af hverju mannsbarni í landinu, og fyrirmynd var hann ungum mönnum, sem dáðu afl og hreysti. Frá erlendum fjölleikahúsum barst hróður hans og sagnir mynduðust um íslendinginn sem skoraði á blámenn og berserki til átaka, en enginn vissi til þess, að hann hefði nokkurn- tíma fallið fyrir þeim. En nú þegar Elli kerling hefir lagt þennan hálf níræða heiðurs- mann að velli, vil ég minnast að nokkru á það afreksverk sem hann vann eftir að hann kom al- kominn til fslands, skömmu fyrir 1930, eftir ára langa dvöl erlend is. Alþingishátíðin árið 1930 var enginn hversdagsviðburður í lífi okkar fámennu þjóðar. Þá sóttu landið heim fyrirmenn og full- trúar annarra þjóða, auk fjölda annarra erlendra manna. Sá var þó gallinn á, að hvergi var hægt að hýsa þetta fólk svo sæmandi væri. Og þá skeður það, að Jóhann- es Jósefsson Iyftir því grettis- taki, sem engum öðrum var fært. Hann bjargar heiðri íslands. Hann byggir Hótel Borg. Fyrir þetta afrek varð Jóhannes fræg- ur á nýjan leik. Hótel borg var reist af svo miklum myndarbrag og framsýni, að enn er þetta hús glæsilegur minnisvarði þeirra sem að byggingunni stóðu. Þegar Jóhannes fann aldurinn færast yfir, seldi hann Hótel Borg í árslok 1959, enda hafði hann þá stjórnað fyrirtækinu um 30 ára skeið. Við eigendaskiftin á Hótel Borg hófst kunnings- skapur og síðar vinátta okkar Jóhannesar. Gömul sögn segir, að maður þekki ekki manninn fyrr en mað- ur hafi haft við hann viðskipti. í þeim samskiftum, sem ég átti við Jóhannes örlaði fljótt á þeim eiginleikum, sem sjálfsagðir þóttu hjá söguhetjum fornbók- menntanna: Orðheldni og traust! Nú þegar þessi heiðursmaður er horfinn sýnum, vil ég fyrir. hönd okkar eigenda Hótel Borg- ar votta honum virðingu og þökk, og ástvinum hans biðjum við blessunar. Aron Guðbrandsson. Kveðja frá U.M.F.l. Ungmennafélagshreyfingin sér djúpar rætur. Stofnendur hennar, þeir Jó- hannes Jósefsson og Þórhallur Bjarnason, setja þó að sjálfsögðu á hana persónulegt mót. Jóhannes hverfur að vísu snemma af vettvangi félagsskap- arins og brýtur sér braut af eig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.