Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1968 21 - KÖTLUGOS Framhald af bls. 3 líkindum gefur þessi uppfyllmg bezta hugmynd um, hve fram burður flóðsins hefur verið mik- ilL Því þar sem togarar voru stundum að veiðum áður, er nú svartur sandur. Og þessi breyt- ing varð öll á fáum klukkutím- um“. Guðgeir Jóhannsson kennari segir frá því, að þennan dag hafi 3 vélbátar úr Vestmannaeyjum og flutningabáturinn Skaftfell ingur verið í víkinni (í Vfl^ í Mýrdaí). „Var verið að ferma og afferma báta þessa í óðaönn, þeg ar gosið kom. En því var hætt, þegar til þess sást. Var búist við straumköstum og bylgjum frá jök ulhlaupinu. I>ó var haldið áfram að draga tunnur út í Skaftfell- ing nokkru lengur. En því varn eiinnig hætt um kl. 5 e.h. Var þá kominn óvenjulega mikill straum ur í sjóinn. Sogaðist hann svo langt frá ströndu að upp komu sker og ktettar, sem aldrei áður hafa sést um stórstraumsfjöru. En eigi féll hann að aftur neitt til muna. Var þá bátunum eigi vært, og lögðu þeir af stað hver af öðrum. Þessu næst fer að bóla á öddum, er koma frá hlaupinu og stefna beint til vesturs, þvert yf- ir smáöldur þær, er áður voru á sjónum, og komu beint úr suður- átt. Hin fyrsta af straumöldum þessum skall alla teið vestur að Reynisfjalli og veður skammt fyr ir aftan vélbát þann, er síðast- ur lagði af stað. En hann sakaði ekki. Nokkrar öldur komu á eft- ir þessari, en þá leið nokkur stund, sem engar öldur sáust. Ein um kl. 7 e.h. kemur annar öldu- flokkur. Sést til þeirra, hvar þær bruna hvítfextar og háreistar austur allan sjó. Brotna þær loks til fulls og skel'la af miklu afli á urð þeirri, sem hér er aust an undir Reynisfjalli. Fara þær hærra en mestu brimöldur, þar sem þær koma beint að tandi, en eigi verða þær að tjóni hér, vegna þess að þær gamga sam- hliða ströndinni". Morguninn eft ir sást vel, „að tveir tangar komu fram í sjó og eru allmikl- ir. Þeir eru þaktir afarstórum ís- jökum. Annar tanginn er fram undan Múlakvísl, en hinn er nokkru utar, er sá mflu meiri. Milli tanga þessara er vík, og virðist þar mjög lítið brim“. Víkur nú frásögninni austur í Álftaver. í skýrslu Gísla Sveins- sonar, segir svo: „Um hádegis- bil fóru allmargir bændur úr Álftaveri og fleira fólk til VógJ réttar, því að þá var réttardag- ur. Safnsmenn allir, 16 að tölu, voru dreifðir um allan austur- hluta Mvrdalssamd's, hið efra, vestan frá Mýrdalsjökli og aust ur að Kúðafljóti. Um miðmunda tóku réttarmenn eftir því, er þeir biðu safnsmanna, að und- arlega þungan nið var að heyra í vestri, og leiddu menn ýmsum getum að því hvað valda mundi, sjávarhljóð eða annað, en um nónbil þótti sýnt, að jökulhlaup mundi geta verið, og voru ungl- ingar, er við rétt voru staddir sendir heim. Smám saman varð móðan svartari yfir Mýrdalsjðkli og kom fyrsta reiðarslagið, og steyptist á sömu stundu kolsvart þykkni til landsuðurs yfir toft- ið. Fjárréttin liggur ofan við ána Skálm og allnærri, en hún renn- ur af sandlnum austur í Kúða- fljót og sést nú þaðan til smal- anna, rak hver það fé, er hann hafði fyrir hitt, en brátt yfir- gáfu þeir fjárhópana. Setti hver á harðasprett og kaflaði hver til annars, að „Katla væri að koma“. Hlupu réttarmenn á hesta sína, er hjá stóðu og hleyptu fram yfir Skálm, en framan hennar er nærri öll byggðin, en nálægt 100 föðmum ofar en þeir þeystu yfir ána valt þá fram óðfluga geysihár vegg- ur hrásvarts jökulflóðs með braki og gusum sem í hafróti. Sluppu bændur fram yfir, en smalar hleyptu í Skálmarbæjar- hraun, sem er bar ofan ár og austur við Kúpafljót, efstur í ÁTftaveri. í hælunum á réttar- mönnum, er riðu í skyndi til bæja, mátti heita að jökulflóðið kæmi. Stefndi það 9 bæinn Holt — þar er þríbýli —, braut á augabragði niður túngarðana og flæddi á túnið. Flýði þá fólk af bæjum þeim að Herjólfsstöðum, er standa hærra. Allt þetta gerð ist á fjórðungi stundar, og var þá kominn á ísköld krapasletta með blautri sanddífu, varð rokkið fyrir sóíarlag. Dundu nú yfir látlaus reiðarslög með ægi- ’legum gauragangi, bærinn Holt umkringdist af flóðinu. Heim að Hraunbæ kom flóðið, svo að mun aði 2 stikum frá húsvegg. Af öðrum bæjum sunnan svonefndr- ar Landbrotsár flýði fólkið í beitarhús, er hærra standa og unnar. Engum varð svefnsamt þá nótt, er í hönd fór. Vöktu bænd ur til þess að hafa auga með hlaupinu og reyndu að bjarga skeppnum þeim, er þeir náðu í, en lítt sást frá því að myrkur var mikið, en eldslögin lýstu á- vallt annað veifið. Kl. 8 að kvöldi þessa dags var jörð ö'll í Álftaveri svört orðiin af sandi. Fram á nóttina var svo mikill ó- gangur af þrumum og eldingum að enginn hefir lifað annað eins, þeirra er nú eru uppi í byggðar- laginu. Frá klukkan 1 um nótt- ina til kl. 4 vægði dálítið þrum- unum, en frá 4-5 hélst óslitinn þrumugnýr, hægari frá 5-6, og til þess tíma var á álitrings öskuregn. Lagði þá reykinn norð ur af jöklinum til óbyggða því að vindstaða breyttist". Enn skal getið eins manns í Skaftártungu, sem með naumind um slapp úr heljargreipum hlaups ins. Hann var frá Hrísanesi og ætlaði úr Skaftártungu í Álfta- ver, sem leið liggur yfir Hólms- árbrú. „Var hann kominn all- langan spöl frá brúnni, þegar hann verður var við hlaupið. Hleypur hann þá alít hvað af tekur í áttina til brúarinnar, og þegar hann kemur þar, hafði hlaupið fyllt gljúfrið upp að brúnni og var tekið að skella yfir hana gegnum handriðið. En hann sá þó þann kost að stökkva yfjr brúnna. Studdist hann að nokkru við handriðið og komst annig yfir, þótt straumurinn væri orðinn állstrangur á brúnni. En rértt í þeim svifum, er hann var kominn heilu og höldnu yfir, sópaði hlaupið þeim htuta brúar innar af, sem nær honum var, og síðar fylltist gljúfrið alger- lega, og geistist þá hlaupið yfir allt það svæði, er hann hafði áður farið um handan árinnar“. Sem fyxr er sagt urðu menn £ Vík' gossins fyrst varir, er þeir fundu jarðskjálftankipp, svo að hrikti í húsum og glamraði í 'leirtaugi og lausum munum, um tveimur tímum áður en sást til híaupsins. Auk flóðsins sást mikill mökkur upp úr Mýrdals- jökli. Kjartan Leif Markússon í Hjörleifshöfða lýsir honum svo: „Upp úr Mýrdalsjökli kom gíf- urlegur mökkur og mest bar á vatnsgufumekki þennan fyrsta dag gossins, sem þeyttist upp af ofsakrafti. Undir sólarlag var mökkurinn afar tilkomumikil! að sjá þegar kvöldsólin skein á hann. Þegar tók að rökkva fór maður að sjá í mekkinum mikil og skær eldleiftur eða skínandi ljósrákir, sem lifnuðu, þutu um loftið í allar áttir og dóu svo út, allt á einu augnabliki. Og gekk svo á þessum látlausu eld- ingum með ógnar braki og brest um, svo björgin nötruðu og jörð- in skalf. En þetta var ekki eldur úr gjánni í jöklinum heldur raf- magn í mekkinum. Mér er sér- staklega minnisstætt í myrkrinu um kvöldið, þegar lítið sást orð- ið til flóðsins og ekkert til jök- ulsins, að heyra reiðarslögin og vatnsniðinn. Niðurinn var gífur- legur þungur, trö'llslegur og heift arlegur", Þegar við vöknuðum um morguninn var allt með kyrrð og spekt og flóðið gersamlega fjarað út. Hinn 14. var heiðskírt veður og gott, en öskumistur svo mikið að óglöggt sá til sól- ar. Þá fyrst féll fíngerð aska, svo að sporrækt varð. Gífurlegt vatnsflóð flóði nú fram Sand- inn þennan dag, en var með öðrum hætti en fyrst, því jaka- ferðin var engin, þar sem flóð- ið hafði nú óhindraða framrás úr jöklinum. f fáum orðum sagt var svo þetta vatn stöðugt að renna fram í heila viku, en þá fór það þverrandi. Næsta sunnu dag, þ. 20. október var svo fjar- að að sandurinn mátti kallast þurr á móti því sem áður var. Komust menn þá loks yfir sand- inn. En þó að vatn væri hætt að koma fram úr jöklinum, þá virtist sem eldgosið sjálft rénaði ekkert. Gosmökkurinn var alltaf jafn gífurlega mikill dag og nótt. Stundum virtist hann hvítur, en oft kolsvatur og steig gríðálega hátt. Þannig var þetta alla daga gossins. Mátti heita að eldgos- fð etæði í 3 vikur. Þá virtist það detta skyndilega nið- ur. Smá gufugos sáust 3. og 4. nóvember og svo ekkert meir“. Þó ekki yrðu mannskaðar í Kötlugosinu 1918, olli það miklu tjóni. Skemmdust afréttarlönd, heimahagar og tún af ösku, aur- burði og leir og sandi. Og auk þess fórst mikið af sauðfé og hrossum, er hlaupið hremmdi. Öskufal’lið kom harðast niður á Skaftártungunni. Fór fram endur mat flestra jarðanna (fasteigna- mat) svo miklar breytingar höfðu orðið á þeim til hins verra. M.a. fór Búlandssel í Skaftártungum í eyði. Sigurjón bóndi flúði það- an og flutti að Galtalæk, þar sem hann og fjölskylda áttu eft ir að upplifa annað eldgos í Hek'lu árið 1947. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 1Q.10D LINDARBÆR K M 2 *fl Q d Gömlu dansarnir í kvöld. Polka kvartettinn leikur. Húsið opnað kl. 8,30. Lindarbær er að Lindar- götu 9. Gengið inn frá Skuggasundi. Sími 21971. Ath. Aðgöngumiðar seld- ir kl. 5—6. P »A LiNDARBÆR Hárgrei ðsl ustofur Hárgreiðslusveinn óskar eftir starfi á góðri hár- greiðslustofu. Tilboð sendist biaðinu fyrir 15. þ.m. merkt: „Hár- greiðslusveinn — 2208“. Atvinna Vanar saumakonur óskast strax. Upplýsingum ekki svarað í síma. VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS H.F. Þverholti 17. Rafvirkjar — atvinna Innflutningsfyrirtæki vill ráða nú þegar til starfa rafvirkja á aldrinum 25—35 ára. Starfið felst aðallega í viðgerðarþjónustu, jafnframt sölu- og afgreiðslustörfum. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi bifreið til umráða. Væntanlegir umsækjendur skili eiginhandarumsókn- um, með upplýsingum um fyrri störf, á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 19. þ.m., merktum: „Þjónustu- störf — 2207“. MA‘ESTRO leika frá kl. 4—7 og 9—1. Munið nafnskírteinin. KLÚBBURINN Matur framreiddur frá kl. 8 e.h. Borðpantanir í síma 35355. OPIÐ TIL KL. 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.