Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR lí.'OKTÖBER 1968 27 Ekiö á kyrr- stæöan bil EKIÐ var á R-2881, sem er dökk blár Skoda 1202, þar sem bíllinn stóð fyrir utan hús númer 48 við Grettisgötu á tímabilinu frá kl. 19:00 3. október til kl. 09:30 morguninn eftir. Vinstra fram- bretti bílsins dældaðist. Rannsóknarlögreglan skorar á ökumanninn, sem tjóninu olli, svo og vitni að gefa sig fram. Kveiktu i skúr TVEIR sex ára drengir kveiktu í rusli í öskutunnu og fleygðu síð- an logandi bréfi inn í smíðaskúr bak við húsið Ásvallagötu 46 í gærmorgun. Slökkviliðið var kvatt á staðinn og tókst því að slökkva eldinn áður en teljandi skemmdir yrðu af völdum hans. - FISKIMJÖL Framhald af bls. 8 til að markaðshorfur fyrir þessa vöru væru nú nokkru betri en verið hefir Talið er að lýsis- framleiðslan minnki á árinu 1968 um 50-100 þús. tonn niður í 960 þús. tonn, og er hvallýsið þá ekki talið meðl Aðallega verð ur þessi samdráttur í Noregi og hér á landi, en talsverð aukn- ing verður í S-Afríku og nokk- ur í Perú og Chile. Talið var, að lýsisbirgðirnar í Perú væru nú orðnar mjög litlar og sama máli gegndi um Noreg. Hinsveg- ar eru geymslubirgðir af lýsi í Rotterdam talsvert miklar. Eins og kunnugt er hefir verð lag á lýsi verið mjög lágt um hríð og mun lægra en notagildi þess gefur tilefni til. Ein af ástæðunum fyrir þessu er sú, að framleiðendur eru geysimargir ‘og samvinna með þeim ekki eins mikil og skvldi. Hinsvegar eru kaupendur sárafáir og sá stsersti þeirra notar frá 70-80prs. af heiWarframieiðslunni Þetta færa kaupendur sér í nyt, þegar framboðið er mikið og þvinga verðið niður. En fleira kemur hér til. Heita má, að lýsið sé nær eingöngu notað í smjörlíki og matarfeiti. Fyrst verður þó að herða það, eins og það er nefnt, en herzlu- verksmiðjur eru ekki nærri alls staðar til og dregur það úr lýs- isnotkuninni. I Bandaríkiunum leyfir matvælalöggjöfin heldur ekki að síidarlýsi og aðrar lík- ar lýsistegundir séu notaðar í matvæli og kemur það hart nið- ur á þessum iðnaði enda eru Bandaríkin mesti smjörlíkisfram leiðandi í heimi. Eitthvað er þó að rofa til í þessum málum, og hafa herzlu- verk^miðiuatij-öst aukizt t.i1 muna upp á síðkastið og ákveðnar til- raunir eru nú gerðar í Banda- ríkjunum til þess að fá mat- væla'löggjöfinni þar bmvt.t bann ig, að levft verði að nota Týsi í smíör-líki. Síðan fundinum lauk fór makr íll að veiðast í Noregi í stórum stíl og fer hann nser allur í bræðolu. Þar sem hann er miög 'feitur um Þot.ta levti árs getur það hðft óheppileg áhrif á þró- un lýsisverðsins, verði framhald á þes°um aflabrögðum. FLUTNINGAR A ÓSEKKJUÐU MJÖIJ Þjóðverjar gerðu sér mikið far um að kynna fundarmönnum fiskiðnaðinn í Bremen og ná- grenni og hafnarskifyrðin þar. Þýzkaland er nú mesti innflytj andi fiskmjöls í Evrópu og er áætlað að sá innflutningur nemi 520 þús. tonnum á þessu ári. Um það bil helmingurinn af þessu magni fer um höfnina í Bremen. Fer það mjög í vöxt, að mjölið sé flutt ósekkjað eins og korn. en við það snarast bæði umbúðir og farmgjöld og einnig löndunarkostniaður. Eitt Það merkasta, sem fundarmönnum var sýnt, var löndum mjöls hjá einum fó'ðurinnflyjanda í Brem- en og sa utbúnaður sem notaður er i þvi sambandi. Var þennan dag verið að íanda ósekkjuðu norsku síldarmjöli úr tveim skip um og var okkur sagt, að 90prs. af norsku síldarmjöli sém til Þýzkalands kæmi, væri nú flutt á þennan hátt. Þróunin í þessum málum er mjög ör og flytja bæði Perú- menn og Suður-Afríkumenn þeg ar verulegt magn af ósekkjuðu mjöli til meginlandsins auk Norð manna. Þess má geta, að Síldar verksmiðjur ríkisins hafa unn- ið að undirbúningi á ffutningi á ósekkjuðu mjöli. Væri það mál vafalítið komið lengra á veg hér á landi, ef ekki hefðu dunið yfir þennan iðnað þeir geigvænlegu erfiðleikar, sem öllum eru kunn- ir. (Frá Félagi ísl. fiskmjölsfram- leiðenda) Atbugasemd Til áréttingar myndatexta á bl. 2 í Mbl. í gær, skal þess getið að þriðji maðurinn á myndinni er starfsmaður lögreglubifreiða- verkstæðisins. Heitir hann Þor- steinn Hjaltason. Þá hefur Skúli Sveinsson, yfirvarðstjóri, beðið blaðið að geta þess, að samstarf lögreglu og FÍB hefur verið með hinum mestu ágætum og hafi FÍB á margan hátt unnið ómetanlegt gagn að umferðarmálum lands- manna. - IÐNÞING Framhald af bls. 28 f lok þingsirns ávarpaði Vig- fús Sigurðsson forseti Landssam bands iðnaðarmanna þingheim og þakkaði iðnþingsfufltrúum góð störf og Jón Ágústsson fyr ir langt og gott samstarf í stjórn Landssambandsins. Að því loknu sleit forseti þingsins Eyþór Þórðarson, for- maður Iðnaðarmannafélags Suð- urnesja iðnþinginu. Að loknum þingslitum var þingfulltrúum boðið að skoða G'luggaverksmiðjuna Ramma h.f. í Ytri-Njarðvík. Tðnþingið gerði ályktanir um mörg mál og má þar nefna álykt anir um: Tolla og innffutnings- mál, iðnlánasjóð, Iðnaðarbank- ánn, afurðalán - fyrir iðnaðinn, fræðslumál, atvinnumál o.fl. Iðnþingið samþykkti að sæma þá Guðna Magnússon málara- meistara í Keflavík og Björgvin Frederiksson forstjóra í Reykja- vík heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli. - APOLLO Framhald af bls. 1 GEIMFARIÐ HOSSAÐIST Um það bil tveimur og hálfri mínútu eftir geimskotið tilkynnti Walter Schirra að geimfarið „hossaðist dálítið" en nokkrum mínútum síðar tilkynnti hann: „það flýgur eins og í draumi“. Schirra sem er yfirmaður geim farsins sagði að sambandið við stjórnstöðina á jörðu niðri hefði batnað, en félagi hans Walter Gunningham hafði áður sagt að það væri slæmt, þótt í stjórn- stöðinni væri sagt, að sam- bandið væri gott. Schirra bætti við: „Ég sé Kanarí-eyjar", en einn af stjórnendum tiíraunar- innar svaraði: „Þú gerir mig öf- undsjúkan". „Veðrið er líka ágætt“, sagði Schirra. Stjórnendur tilraunarinnar voru mjög ánægðir með þessa fyrstu mönnuðu geimferð Banda ríkjamanna um tveggja ára skeið Þeir sögðu, að Apollo hefði þvi sem næst farið á ráðgerða braut umhverfis jörðu og er jarðfirð þess 224 kílómetrar en jarðnánd 173 kílómetrar, en á fyrirfram ákveðinni braut hefði jarðfirð- in verið 281 kílómetri og jarð- nánd 142 kílómetrar. Yfirmenn ti'lraunarinnar sögðu, að geim- skotið hefði að flestu leyti tek- izt vel og Eisele geimfari til- kynnti að ölt tæki geimfarsins störfuðu eftir áætlun. GOTT ÚTSÝNI Þegar geimfararnir nálguðust Kanaríeyjar tilkynntu þeir að geimfarið hristist og hossaðist. Walter Schirra tilkynnti, þegar Apollo 7 hefði komizt á braUt umhverfis jörðu, um það bil tíu mdnútum eftir geimskotið, að gluggar geimfarsins væru krist- alstærir og prýðilegt að horfa út um þá, en í Geminiferðunum hlóðust efni utan á gluggana svo að erfitt var að horfa út og stundum næstum ómögulegt. Nokkrum sinnum tiíkynntu geimfararnir að Satumus-eld flaugin „flygi vel“. Þegar kveikt var á hreyflum annars þreps eldflaugarinnar klöppuðu um 600 blaðamenn sem fylgdust með geimskotinu á jörðu niðri. Nokkr ar þotur flugu á eftir eldflaug- inni, en bilið milli þeirra breikk- aði óðum. Hlýtt var í veðri og rakt. Þús- undir manna fylgdust m^ð geim skotinu, þeirra á meðal Keith Holyoake, forsætisráðherra Nýja Sjálands sem var boðið til Kenn- edy-höfða í gær að loknum við- ræðum við Lyndon B. Johnson forseta. Forsetinn fylgdist með geimskotinu í sjónvarpi í Hvíta húsinu ásamt Michel Debré, ut anríkisráðherra Frakklands, sem er í heimsókn. Bandaríkjamenn hafa aldrei áður skotið þremur geimförum út í geiminn í einu fyrr en nú. Þetta er 3. geimferð Walter Sch- irra, en félagar hans hafa atdrei áður farið í geimferð. Banda- ríska geimvísindastofnunin ger- ir sér góðar vonir um að takast megi að skjóta öðru geimfari með þremur geimförum umhverf is tunglið og aftur til jarðar um jólaleytið og verður þá notuð ennþá stærri Saturnuseldflaug, BJARTSÝNI Geimvísindamaðurinn dr. Wernher von Braun, sem stjórn ar Marshall-geimvlsindastofnun inni í Bandaríkjunum, sagði fyrr í þessari viku, að hann teldi að ti’lraunin sem Rússar gerðu ný- lega með tunglflaug sína Zond 5. væri lokaæfing fyrir sendingu mannaðs geimfars umhverfis tunglið. Af spamaðarástæðum hefur verið dregið úr framlög- um til g eimvísindaáætlunar Bandaríkjamanna, en ekkert er til sparað svo að takast megi að senda mann til tunglsins. Rúss- ar hafa aftur á móti aukið fram- lög til geimvísinda og verja til þeirrá helmingi meira fé en Bandaríkjamenn. Þess vegna spá Rússar því, að jafnvel þótt þeir tapi í kapp- hlaupinu til tungísins verði þeir fyrstir til að koma upp fastri bækistöð á tunglinu, skjóta á loft fyrstu mönnuðu geimstöð- inni og senda geimför til ann- arra hnatta. Bandaríkjamenn hafa haft slíkar ráðagerðir á prjónunum, en þeim getur seink- að þar sem dregið hefur verið úr fjárveitingum. Þeir eru þó sann- færðir um að þeir verði á und- an Rússum til tunglsins en ótt ast að Rússar nái seinna for- skoti í geimvísindum og noti þekkingu sína í hernaðarlegum tilgangi. Geimskotinu í dag seinkaði um þrjár mínútur, þar sem kæla þurfti helíumeidsneyti í öðru þrepi eídflaugarinnar. Geimfar- arnir eru klæddir nýjum bún- ingum og nota kúlulaga hjálma. Fyrstu mennirnir er lenda á tunglinu munu notp slíka hjálma en hver þeirra kostar 100.000 dollara. Búningarnir veita vernd gegn miklum hita og hjálmarnir tryggja gott útsýni. Sjónvarps- myndavé’l í geimfarinu sendir mvndir af geimförunum beint til jarðar í um 10-12 minútur á dag meðan á geimferðinni stend ur og er búizt við að þessar mvndasendingar veki mikinn áhuga meðat almennings. » SÍBASTA FERÐ SCHIRRA Walter Schirra, hinn gamal- reyndi geimfari, segir að þetta verði síðasta geimferðin sem hann fari. Kona hans sagði í dag, að hún væri ánægð að þetta væri síðasta geimferðin. „Mér finnst hann hafa gert nóg. Marg ir yngri menn geta reynzt eins vel“. Schirra sem er 45 ára gam all, er elztur allra þeirra, sem skotið hefur verið út í geiminn, og fyrsti geimfarinn, sem farið hefur þrjár geimferðir. Hann fór sex hringferðir um jörðu í Mer curi-geimfari. Hann var þá einn síns liðs. Seinna stjórnaði hann geimfarinu Gemini 6 þegar „stefnumót“ var reynt í fyrsta skipti í geimnum. Sjónvarpsáhorfendur í Bret- landi og Evrópu fylgdust með geimskotinu, sem var sjónvarpað beint frá Kennedy-höfða. Sov- ézka fréttastofan Tass birti stutta frétt um Apollo 21 mínútu eftir að því var skotið frá Kennedy- höfða. - VIÐRÆÐUR að spjóti um 60 m. Ég hefi stokk ið 2 m í hástökki. Óskar æfir í sal einum mikl- um, þar sem lyftingakeppnin mun fara fram. Húsið er um 20x50 m og eru þar 16 lyftingapallar, auk aranarra áhalda og tækja. Æfing air hjá honium hafa gengið vel (140-120-150). Sundfólkið kemur til með að æfa í möngum sundlaugum viðs vegar um borgina fram að keppni. Æfingaæ hjá sundfólkinu hafa gengið vel og það náð mjög góðum áraingiri, einkum á' styttri vegalengdunum. Eiins og fyrr segir búa ís- lenzku þátttakendurnir í 10 hæða fjölbýlishúsi og hefur flokkur- inn 5 herbergi til umráða. Sam- býlismenn okkar eru m.a. Hol- lendingar og Kúbumenn og í setustofu þeirra hangir mynd af Castro. Framhald af bls. 1 ogarnir hefðu lýst yfir stuðningi við ákvarðanir miðstjómnar tékkó slóvakiska kommúnistaflokks- ins á fundum þeirra í janúar og miaí. Dubcek kvað það blekkiragu að halda að hernámslðið yrði flutt á brott á eirani nóttu og sagði að mótmæli stoðuðu lítið. Ludvik Svoboda forseti sagði í dag, að væntanlegur fundur miðstjórnarinnar mundi sýna þjóðirarai hvernig haldið yrði á- fram á þeirri braut að efla allar jákvæðar hliðar hiranar sósíal- istísku stefnu, sem hira nýja for- ysta hefði markað. Haran gagn- rýndi ummæli vestrænna blaða um skilyrðislaiusa uppgjöf Tékkó slóvaka, en þau miðuðu að því að hefta sósíalistíska þróun þjóð airiranar. í Bem var frá því skýrt í dag, að rúmlega 1000 Tékkóslóvakax hefðu beðizt hælis í Sviss sem pólitískir flóttamenn síðan iran- rásin vair gerð. 8.500 Tékkóslóvak ar hafa flúið til landsiras. Moskvu-blaðið Pravda sakaði í dag tékkóslóvakíska rithöfunda og blaðamenn, sem dveljast í út- legð, um að láta nota sig í rógs- heirferð gegn Sovétrikjuraum og herbúðum sósíalista. Blaðdð beindi einkum skeytum sínum að útlögum í V-Þýzkalandi, og nefn ir sérstaklega fv. ritstjóra Lit- eramy Listy. - DÖMAR Framhald af bls. 1 Eins og áðuir segir er allur að- búraaður fyrsta flokks. Matiuir er fjölbreyttur og góður, kannski of góður „upp á línumar“. Þuraraa loftið, marg umtalaða hefur ekki angrað okkur að ráði. Við urðum þó þreyttari en venju lega að lokraum fyrstu æfingun- um. Öll höfum við það ágætt og sendum beztu kveðjuir heim. - ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 26 einn af silfurmönnum pana frá síðustu HM keppni. í ágúst sl. var hann vatinn til að leika með Heimsliðinu á móti Heimsmeist- urum frá Tékkóslóvakíu, eini Norðurlandabúinn í því liði. Lund er sterkur leikmaður og vinstrihandarskot hans hafa ver ið höfuðverkur margra af beztu markvörðum veraldar. Verner Gaard er einn af silfur- leikmönnum Dana frá siðustu HM keppni, með 19 landsleiki að baki, 5 unglingalandsleiki og 12 leiki með Kaupmannahafnarúr- vah. Lék hér með því á síðasta ári, en ekki með landsliðinu sL haust. Hann er fjölhæfur leik- maður sem skorar mikið af mörk um í hverjum leik og þá á ótrú- legasta hátt. Zard er tollþjónn að atvinnu. Gert Andersen. Fyrirliði liðs- ins og fyrirliði landsliðsins er það lék hér sl. haust. Hann hef- ur leikið 57 landsleiki, og 30 sinnum með Kaupmannahafnarúr sitofufaragelsi þar til í útlegðiraa er komið, verði þrefaldaður og síðan dregiran frá útlegðartím- amum. Getur þetta orðið til að stytta útlegðiraa um allt að því hálft ár. Vinur eins sakbonningsiins benti hirasivegar á að útlegðin gæti í raiunimni orðið lengri en dómarmir segja til um því þegar isalcborniinigarn ir hafa afpláraað dóma síraa ber þeim að sækja um það til yfirvaldarana að fá að setjast á ný að í Moskvu, en þau leyfi er erfitt að fá, jafnvel við beztu aðstæð'Ur. Svo var að sjá sem vinir og ættiiragjar siakborniragamna sættu sig við dómana og teldu þá væga. Ástæðan fynr því að Delone og Dremljuga voru dæmdir til virarau búðasetu, var að báðir höfðu þeir brotið af sér áður. Delone hafði hlotið skilorðsburadiran dóm fyrir ólöglegar mótmælaaðgerð- ir í fyrra, en Dremljuga var áður dæmdur fyrir svartamarkaðs- stanfs'emi. Vinir sakborningarana segja að í lokaorðum síraum hafi sak- bominigarn.ir talað reiðilaust ,en lýst því jafnframt yfir að þeir rraundu halda áfram að berjast gegn óréttlæti, eins og komizt var að orði. Eranfremur sögðu vinirnir að Valentiraa Lbueratsova dómari hafði þaggað niður í sak- borningunum í hvert sinra sem þeir mirantust atburðararaa í Tékkóslóvakíu. Hafa yfirvöldin lýst því yfir að hér sé um að ræða sakamál, en ekki póliitískt afbrot. - ÍÞROTTIR Framhald af bls. 26 Við höfum farið okku>r h'ægt við æfiragamar enn sem komið er. Guðmundur hefur þó varpað kúlunni 18,20 m og Valbjörn kast váli. Kom hér með tveim liðum á síðasta ári (Kaupmannah. úr- vali og landsliðinu). Var val- inn til að leika í síðustu HM keppni, en neitaði vegna ósam- komulags við þjálfara liðsins og Handknattleikssambandið. Andersen, er frábær leikmað- ur mikill keppnismaður og sterk- ur varnarleikmaður. Hann er verkfræðingur að mennt. Pal’le Nílsen. Hefur leikið 3 unglingalandsleiki. Einn efnileg- asti leikmaður Dana, og eru miklar vonir bundnar við hann í framtíðinni. Hann er að ljúka íæknisfræði námi. Gunnar Jurgens. Hefur leikið 18 landsleiki, 3 unglingalands- leiki og fjölda leikja með Kaup- mannahafnarúrvali. Lék með því hér í fyrra. Hann er einn af Silfurleikmönnunum frá síðustu HM keppni. Jurgens er ungur og skemmti- legur leikmaður, og kemur oft á óvart í leikum sinum. Frithiof Bager. Einn hinna Ungu og efnilegu, landsliðskandi data í Danmörku í dag. Hefur leikið 3 unglingalandsleiki. Pal'le fversen. Formaður hand knattleiksdeildar HG og leik- maður með aðalliðinu. Otto Jensen. Skemmtiíegur leik maður og harður varnarspilari. Steen Sörensen. Þriðji mark- vörður liðsins en þó með 2 lands Hki að baki á síðasta ári. 5 linnum í Kaupmannahafnarúrvali, og lék með því hér. Claus Heinze. Ungur og upp- rennandi leikmaður, með fram- tíðina fyrir sér. Kurt Madsen er einn hinna ungu leikmanna, sem HG hefur á að skipa og eiga eftir að gera garðinn frægan fyrir félagið, og danskan handknattleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.