Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐliR Elduðu mat og tóku til — Apolloferðin gengur svo ve/ oð líklega verður sent far umhverfis tunglið á jóladag Kennedyhöfða, 16. okt. AP. SKEGGJAÐIR, en hvíldir ogr end urnærðir, veittu geimfararnir í Apollo 7, áhorfendum sínum á jörðinnr tilsögn í geimaldarmat- reiðslu í morgun. Hinar daglegu sjónvarpsmyndir frá þeim eru nú kallaðar „The Wally, Walt and Don Show“ eða „Sjónvarps- þáttur Wally, Walt og Dons“, og hafa náð miklum vinsældum. — Ferðin hefur gengið svo vel að talið er mjög líklegt að þrír geim farar verði sendtr í hringferð umhverfis tunglið um jólaleytið, nánar tiltekið á sjálfan jóladag. Sjónvarpsþátturinn í morgun byrjaði á því að venju að Walt)h- er Schirra, flugstjöri, hélt kynn- ingarspjaldi hans upp að sjón- varpsvélinni, en á því stendur: „Kveðjur frá fallega Apollo her- berginu, hátt yfir jörðinni". Þeir gerðu þó ekki jafn mikið að gamni sínu og síðustu tvo daga, en sýndu þess í stað ýmis- legt sem þeir gera í sínum dag- legu störfum. Walther Cunning- Kosygin fdr til Prag til að ganga frá nauðungarsamningunum — þeir voru undirritaðir í gœrkvöldi markmið þeirra er að tryggja öryggi Tékkóslóvakíu, sagði Kosygin Prag 16. okt. AP-NTB. í kvöld undirrituðu forsæt- isráðherrar Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna í Hrddiny höll inni í Prag samning þann, sem gerður hefur verið um áframhaldandi hernám Sovét ríkjanna í Tékkóslóvakíu. Alexei Kosygin, ritaði undir samninginn fyrir hönd Sovét- ríkjanna og Oldrich Cernik, forsætisráðherra Tékkóslóvak íu, af hálfu lands síns. Við- staddur var meðal annarra Ludvik Svoboda, forseti Tékkóslóvakíu. Að sögn tékkneska sjón- varpsins er kveðið á um „tímabundna“ dvöl sovézka hernámsliðsins í Tékkóslóvak íu, en einstök atriði voru ekki birt. Þó er þess getið, að So- vétríkin heita því að flytja á brott nokkurn hluta herliðs síns fyrir veturnætur og meiri hluta hersveita hinna Var- sjárbandalagsríkjanna, sem að innrásinni stóðu, þ.e. frá Austur Þýzkalandi, Búlgaríu, Ungverjalandi og Póllandi mjög bráðlega. í samningun- um er lagt bann við að Tékkó slóvakía haldi áfram þeirri stefnu, sem þróazt hafði und- anfarna mánuði í lýðræðisátt og tekinn verði að nýju upp réttlínu kommúnismi í land- inu. Kosygin kom ásamt fylgdar- liði til Prag síðdegis í dag. Með honum voru m.a.: Gretcho, varn armálaráðherra, Gromyko, utan- ríkisráðherra og Kusnetsov, að- stoðarutanríkisráðherra. Flugvél Kosygins lenti á flugvellinum við Prag, aðeins fjórum klukku- stundum eftir að Cernik, forsæt- isráðherra kom heim frá fund- unum í Moskvu, Þar sem gengið Framhald á bls. 20 ham sýndi hvernig þeir fram- reiddu heitan mat, og Schirra sagði að hann væri hræðilegur kokkur. Eisele tók við vélinni og beindi henni að vatnspolli á gólfinu. — Schirra sagði að pollurinn stafaði að því að gufa þéttist á rörum kælikerfisins, en vissi ekki ná- kvæmlega hvernig það skeði. — Þar sem erfitt er að fá rör- lagningamann hingað upp, ætlar Don að reyna getu sína, ég 'hef nú ekki alltof mikla trú á honum. Framhald á bls. 20 Það er óvenjulegt að sjá ekkert brosandi andlit þegar leiðtogar kommúnistalandanna hittast. En þegar Rússar komu til að fá nuðungarsamningana undirritaða voru engin faðmlög og mót- tökurnar kuldalegar, eins og sjá má á andlitunum. Frá vinstri: Sendiherra Rússa í Tékkó- slóvakíu, Kosygin og Cernik, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu. (AP-mynd). |Ætlo oð bjarga Titanic London, 16. október. AP. . T1L.KYNNT var i dag að íákveðið hefði verið að reyna lað lyfta farþegaskipinu Tit. 1 |anic af hafsbotni. Titanic í kfórst i jómfrúrferð sinni fyrir l 56 árum, þegar það sigldi á ■ ísjaka á fullri ferð. Af 2.224 Imanneskjum um borð, fórust |1.513. Skipið var 46.328 lestir (að stærð. Sá sem skipuleggur leið- Framhald á bls. 20 Ota Sik kominn til Sviss með fjölskyldu sína — Sagður hafa beðið hœlis sem póli- tískur flóttamaður Harry Eddon í sjúkrahúsi á ísafirði Bern, Sviss, 16. október. AP. OTA SIK, fyrrverandi varafor- sætisráðherra Tékkóslóvakíu, er sagður hafa beðizt hælis í Sviss sem pólitískur flóttamaður. Það voru fyrirhugaðar breytingar hans á efnahagskerfi landsins, sem leiddu af sér þá öldu aukins frjálsræðis sem aftur leiddi til innrásarinnar í landið. Hann er Ross Clevelnnd stóðst ekki lúgmarks öryggiskröiur Systurskip togarans haía verið reynd og eru ekki nærri nógu stöðug Hull, 15. október. (Einkaskeyti frá AP). SJÓRÉTTUR hefur komizt að þeirri niðurstöðu að togarinn Ross Cleveland sem sökk und an ströndum íslands í febrúar, hafi verið það lélegt sjóskip að hann hafi ekki staðizt lág- markskröfur í þvi efni. Tog- arinn, sem var 659 lestir að stærð, valt á hliðina og sökk vegná mikillar ísmyndunar. — Aðeins einn maður komst af, Harry Eddom, sem bjargaðist á undursamlegan hátt. 18 félag ar hans fórust. Tilraunir voru gerðar með systurskip Ross Cleveland og kom í ljós að stöðugleiki þeirra var fyrir neðan lág- markskröfur. Þegar svo stöð- ugleikinn minnkaði enn vegna ísmyndunar þyrfti ekki mikið til að hvolfa þeim. Harry Eddom sa,gði, að um 11 vindstig hefðu verið á fsa- firði, þar sem þeir leituðu skjóls. Togarinn hefði skyndi- lega hallazt á vinstri hlið og ekki rétt sig af aftur. Hann taldi að hægt væri að minnka ísingu með því að nota há- þrýstislöngu með gufu. Hann taldi einnig að skjól- fatnaður ætti að vera í útbún- aði björgunarbáta, tveir fé- lagar hans hefðu dáið úr kulda. Len Whur, skipstjóri á Kingston Andalusite, sem var í talstöðvarsambandi við Ross Cleveland rétt áður en hann sökk, sagði að hknn teldi að togarinn hefði sokkið vegna ísfargsins sem var á honum, vegna þess að skipið var létt, þar sem eldsneyti og vistir voru á þrotum, og vegna þess að mikið hvassviðri var. sá fyrsti af háttsettum tékknesk um kommúnistum sem þetta ger- ir, en þúsundir menntamanna eru i Sviss, sem ferðamenn og biða átekta. Sik, sem er 49 ára gamall, kom til Sviss frá Belgrad, þar sem hann var staddur ásamt þrem öðrum ráðherrum stjórnarinnar í Prag, þegar innrásin var gerð. Hinir þrír. einn þeirra var Jiri Hajek, utanríkisráðherra, sneru aftur til Prag og margir töldu að það myndi Ota Sik einnig gera er frammí sækir. Ef hann hefur nú beðizt hælis sem pólitískur flóttamaður er það talið benda til þess, að hann búist við að Rússar muni enn herða tökin á Tékkóslóvakíu. Svissneska dómsmálaráðuneyt- Jð gaf úr yfirlýsingu, þar sem segir, að Sik og fjölskylda hans hafi komið í einkaheimsókn til Sviss, og að svo stöddu sé ekki hægt að segja meira um fyrir- ætlanir hans. Tékkóslóvakíska sendiráðið í Bern hefur upplýst, að Sik hafi ekki haft samband við neinn þar,. en gaf í skyn að svissnesk yfirvöld hefðu sagt að Sik hefði beðizt hælis. Það getur dregizt í nokkra daga að varaforsætisráðherrann fyrrverandi fái landvistarleyfi. Meðan Sik var í Júgóslavíu ein- angraði hann sig og ræddi ekki Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.