Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 17. OKTÓBER 196« Ný 50 kr. mynt gefin út 1. desember nk. 1 fréttabréfi Landsambands ís lenzkra frímerkjasafnara er kom út fyrir skömmu var frá því skýrt að Seðlabanki íslands mundi á 50 ára afmæli fullveld- is íslands gefa út afmælismynt, sem gilti 50 kr. f gær sendi Seðlabankinn út fréttatilkynningu, þar sem frétt þessi er staðfest. Fer fréttatil- kynningin hér á eftir. „Seðlabanki íslands tók, sem kunnugt er, við myntsláttu á sl.. vori. Var þá gerð grein fyrir fyriraet'lunum bankans um endur skipulagningu mynt- og seðlaút- gáfu, er reynt yrði að koma í framkvaemd á nokkurra ára tíma bili. Meðal herztu breytinganna er, að gefnar verða út nýjar myntir í stað smæstu seðlastærð- anna, og var fyrsti áfangi beirra útgáfa 10 kr. penings, sem kom í umferð í maímánuði. Meðal annarra breytinga, sem fyrirhug aðar hafa verið, er slátta 50 kr. penings, enda yrðu þá 25 kr. seðlar smám saman teknir úr um- ferð. Nú hefur verið ákveðið að gera tilraun með útgáfu 50 kr. penings með þeim hætti, að hann verði i fyrstu sleginn sem minnis peningur í tilefni 50 ára full- véldis íslands hinn 1. desember n.k. Verður þessi útgáfa með sér stakri áletrun, en peningurinn er auk þess aílfrábrugðinn þeim myntum, sem nú eru í umferð. Á annarri hlið peningsins verður mynd * af Alþingishúsinu, en hinni verðgildi hans. Er pening- urinn gerður eftir uppdrætti teiknaranna Þrastar Magnússon ar og Hilmars Sigurðssonar hjá auglýsingastofunni Argus. Verður peningurinn að stærð 30 mm og gerður úr níkkeli. Hann fær fullt myntgildi frá upp hafi, en seinni útgáfum verður breytt með því að fella niður á- ritunina, sem tengd er fullveld- isafmæhnu. Minnispeningsútgáf- an verður 100.000. Er upplagið ákveðið með tilliti til myntsöfn- unar annars vegar, bæði innan- lands og utan, og hins vegar með hliðsjón af því, að hluti upp lagsins fer í almenna peninga- umferð. Bankinn mun bjóða til sölu öskjur með peningnum. Mynd af peningnum er ekki fyrir hendi ennþá, en rétt þótti að birta þessa frétt nú þar sem birzt hafa villandi fréttir í blöð- um og útvarpi varðandi þessa myntútgáfu". Neitar orðrómi um stöövun loftárása - Báðir aðilar scgja að allt sitji við sama Nóbelsverðlaunahafarnir í læknisfræði í ár: Frá vinstri Marshall Khorana og Robert Holley. Nóbelsverðlaunin í lceknisfrœði: Veitt fyrir rannsóknir á erfðalyklinum W. Nirenberg, Har Gobind Washington 16. október, AP JOHNSON, forseti hefur borið til baka orðróm um að Banda- rikin ætli að hætta öllum loft- árásum á Norður-Vietnam ein- hvern næstu daga. Þessi orðróm ur komst á kreik eftir þrjá fundi sem Ellisworth Bunker, am bassaðor, og Van Thieu, forseti, héldu með sér á miðvikudag að beiðni hins fyrrnefnða. Það styrkti orðróminn að Le Duc Tho, ráðgjafi Norður-Vietnam við friðarviðræðarnar í París, hélt heimleiðis í gær og kom við í Kreml til að raeða við Kosygin. Johnson, forseti, hafði sima- símasamband við frambjóðend- urna þrjá til forsetakjörsins, þá Nixon, Humphrey og Wallace, til að segja þeím að ekkert hefði breytzt. f tilkynningu sem hann las upp fyrir þá sagði, að afstaða Bandaríkjanna til stríðsins í Ví- et-Nam væri óbreytt og engar miklar stefnubreytingar væru ~ Sinióníu- tónleikar á Akranesi AÐRIR tónleikar Sinfóniu- hrjómsveitar Islands utan Reykjavíkur verða haldnir á vegum Tónlistarfélags Akraness fimmtudaginn 17. þ.m. í Bíóhöll- inni. Stjórn hljómsveitarinnar legg- ur mikla áherzlu á að halda tónleika sem allra víðast uní landið og hefur um það sam- vinnu við tónlistarfélög á hverj- um stað. 1 byrjun september hélt hljóm sveitin tónleika í Vestmanna- eyjum og fyrirhugaðir eru tón- leikar hjá Tónlistarfélagi Garða- hrepps 31. október. Tónleikar á vegum Tónlistarfélags Keflavík- ur verða fimmtudaginn 14. nóv. A tónleikunum á Akranesi 17. þ.tn. verða flutt verk eftir Haydn, Halvorsen, Bizet, Rossini og Strauss. Hljómsveitarstjóri verður Sverre Bruland. ráðgerðar á næstunni. Um svipað leyti hófst 26. við- ræðufundur samningasveitanna í París og hvorugur aðilinn viður kenndi að miðað hefði í sam- komulagsátt. Norðurvietnamar halda enn fast við að Banda- ríkjamenn hætti loftárásum án nokkurra skilyrða, en Banda- ríkjamenn vilja fá tryggingu fyr ir því að það leiði til alvarlegra friðarviðræðna, sem strax bæru einhvern árangur. Þeir vilja einn ig fá tryggingu fyrir því að Norðurvietnamar noti sér stöðu muninn ekki til aukinna hernað- araðgerða. Stokkhólmi, 16. okt. NTB, AP. ÞRÍR bandarískir vísinda- menn hlutu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, sem Kon- unglega sænska Karolinska- stofnunin veitir. Þeir heita Marshall W. Nirenberg, Har. Gobind Khorana og Robert W. Holley. í greinargerð stofn unarinnar segir, að þeir hljóti verðlaunin fyrir skýringar sínar á erfðalyklinum og starf hans við framleiðslu á eggja- hvítuefnum. Verðlaunaupp- hæðin er að þessu sinni 350 þús. sænskar krónur og skipta vísindamennirnir upphaeðinni jafnt með sér. Vísindamennirnir starfa all ir sjálfstætt að rannsóknum sínum, en þær beinast að því að leysa sameiginlega vanda- mál á sviðum sameindaefna- fræðinnar. Nirenberg er yfir- maður lífefnafræðdeildar við The National H;art Institute í Bethesda. Hann er fæddur í New York riki árið 1927 og lauk þrófi frá háskólanum í Florida og tók síðar doktors- gráðu sína í lífefnafræði við Michigan háskóla árið 1957. Árið 1965 sæmdi Johnson Bandaríkjaforseti hann sér- stöku heiðursmerki fyrir rann sóknir sínar. Rannsóknarsvið hans beinist einkum að því — fyrir utan rannsóknir hans á erfðalyklinum — hvernig efnafræðilegri uppbyggingu kjarnasýru er háttað. Robert William Holley er prófessor í lífefnafræði við Cornell-háskólann í íþöku. Hann er fæddur árið 1922. Að alviðfangsefni hans hafa verið myniíuji eggjahvítusamsetn- inga og kjarnasýra. Har Gobind Khorana er prófessor við háskólann í Wisconsin. Hann er fæddur í Raipur á Indlandi 1922. Hann lauk prófi frá indverskum há- Sonur minn Sinfjötli kominn út á dönsku vxTcítT: < >u Hárpedl Komin er út á Dönsku bók Guðmundar Daníelssonar, Sonur minn Sinfjötli. Forlagið Fremad gefur "bókina út, en það hefur áður gefið út á dönsku skáld- sögu Guðmundar, Húsið. - Ekki togarinn Vikingur heldur Víkingur III ] [ÞESS skal getið, að frásögn J Morgun hlaðs ins um sjópróf (vegna hvarfs brezka togar- | ans St. Romanus, sem birtist á iforsíðu Mbl. í gær er byggð á 'frásögn brezku blaðanna The Times og Sunday Times. f frásögn brezku blaðanna ker talað um Víking in. Þau [mistök urðu í þýðingunni að 'talað var um togarann Vík- (ing, en þar átti auðvitað að jstanda vélbáturinn Víkingur .III. Biður blaðið afsökunar á 'þessum mistökum. Sonur minn Sinfjötli nefnist Sværdet og Harpen í hinni dönsku þýðingu Grethe Bene- diktsson. Efni skáldsögunnar er sótt í Eddukvæðin og Völsunga- sögu og eru aðalpersónur henn- ar Sigmundur Völsungur, Signý systir hans og frændsystkini þeirra, drengurinn Sinfjötli. Húsið fékk mjög góða dóma í Danmörku og var m.a. lesin sem Tshombe ekki framseldur Genf 16. október. NTB. SADRUDDIN Aga Khan, prins, yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði á blaðamannafundi i dag, að Alsír myndi ekki framselja Moise Tshombe til Kongó. Prinsinn sagði þetta á blaðamannafundi og bætti því við, að stjórnin í Alsír hefði fullvissa'ð sig um þetta þegar hann var á ferð þar fyrir skömmu. Hann sagði að ríkisstjórnin reyndi að finna mannúðlega lausn á Tsfiombe vandanum. Kápusíða Sværdet og Harpen. framhaldssaga í danska útvarp- ið í fyrra. Báðar þessar bækur hafa verið lagðar fram af fs- lands hálfu við úthlutun bók- menntaverðlauna Norðurlanda ráðs. Guðmundur Daníelsson tjáði Mbl., að bókin væri rituð á ár- inu 1959-1960 og komið út haust- ið 1961. Hann sagði, að utan þessara bóka hefði ekkert ver- ið þýtt af bókum hans, en smá- sögur hefðu birzt í bókmennta- tímaritum í Þýzkalandi, Dan- mörku, Svíþjóð og Bandaríkjun- skóla 1943 og síðar háskólan- um í Liverpool. Khorana hóf feril sinn sem efnafræðingur í lífrænni efnafræði og á ár- unum 1950-1952 starfaði hann með Nóbalsverðlaunahafan- um A. Todd í Cambridge á Englandi við að byggja upp flókin efnafræðisambönd, sem eru kölluð nucleotides. Hann hófst síðar handa um tilraun- ir til að sameina ýmsar teg- undir nucleotida í því augna- miða að byggja upp kjarna- sýrur með þekktum röðum af nucleotidum. Með þyí að Khorana tókst að framleið.a gervikjarnasýrur á þennan hátt varð mögulegt að rann- saka 'erfðafræðilega þætti ýmissa annarra amminosyra. í kringum árið 1960 gerðu vísindamenn um allan heim víðtækar rannsóknir varðandi erfðalykilinn og unnu við þær bæði heimsfrægir vísinda- menn og lítt þekktir. Það var Nirenberg sem fann lausnina 1961, en hann var þá óþekkt- ur með öllu. Lausnin á erfðalyklinum hefur valdið gjörbreytingu hvað snertir lausn margs kon ar vandamála í lífefnafræði og hjálpar til að leysa vanda- mál um byggingu á kjarna- sýrum og eggjahvítuefnum og skýrir hvernig gen frumunn- ar stjórna starfsemi hennar. Hallur tonn- læknir látinn HALLUR L. Hallsson, einn elzti tannlæknir landsin3 og sá sem manna lengst hefur annast tann viðgerðir Islendinga, er látinn. Hann lézt á heimili sínu sl. laug ardag, 78 ára að aldri. Hallur var fæddur að Syðstu Görðum í Kolbeinsstaðahreppi árið 1890. Hann lauk prófi frá Tannlækningaskólanum í Kaup- mannahöfn 1923 og stundaði tann lækningar í Reykjavík frá 1924 og til dauðadags, eða í 44 ár. Hallur var í stjórn Tannlækna- félags fslands frá stofnun þess 1927 og var síðar formaður þess. Hann var heiðursfélagi félags- ins. Eftirlifandi kona hans er Amalína Skúladóttir frá fsafirði. From-fundur í Hafnarfirði FUNDUR verður í Landsmála- félaginu Fram í kvöld. Dóms- 'málaráðherra Jóhann Hafstein ræðir þar um viðhorfin í byrj- un þings. Að lokinni framsögu- ræðu ráðherrans verða frjálsar umræður. Þess er vænzt að flokksfólk fjölmenni á fundinn, en hann hefst kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.