Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 4
-j 4 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1968 ► * BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaucaveei 12. Simi 35135. Eítir lokun 34936 o( 36217. Sími 22-0-22 Rauðarárstíg 31 siM'1-44-44 mmwiR Hverfisfföta 163. Simi eftir lokun 31166. MAGIMÚSAR ikiph otn21 mmar21190 fftir lokim «)*•■' 403 81 ^ 0 Reykingar við stýrið í SVARI Velvakanda viS bréfi G.Í.S. 8. þ.m. var sagt, að Vel- vakanda rámaði 1, að einhvern- tíma hafi verið bannað að reykja við akstur bifreiða og einhvers- staðar væri ef til vill ákvæði um það. Nú hefur einn lesandi dálk- anna sent Velvakanda eintak af umferðarlögunum og vakið at- hygli hans á ákvæði í 24. grein þeirra laga. Þar segir: — „Tób- aksreykingar eru bannaðar við akstur leigubifreiða til mann- flutninga“. — Þá vitum við það, og ekki þarf að draga í efa að öllum leigubílstjórum sé það ljóst. En úr því farið er að minnast á umferðarlögin er ekki úr vegi að geta lítillega fleiri ákvæða þeirra. öllum er ljóst, að ekki má aka bifreið ef viðkomandi hefur neytt áfengis, eða deyfandi lyfja. En það er fleira en áfengi, sem getur gert menn óhæfa til að stjórna ökutæki, t.d. ef ökumaður vegna veikinda, ofreynslu, og svefnleysis er haldinn slíkri þreytu ’eða sljóleika, að hann geti ekki stjórnað ökutæki á tryggilegan hátt. Og lítum á 26. greinina. Þar segir: , .ökumanni er skylt að sýna prúðmennsku og varkárni gagnvart farþegum og öðrum veg farendum. ökumaður skal hafa góða útsýn úr sæti sínu frameftir vegi og til hliðar. Hann skal ávallt gæta þess, að ökutæki og búnaður þess, einkum stjórntæki, hemlar, ljósker og merkjatæki séu í fullkomnu lagi. — ökumað- ur vélknúins ökutækis skal hafa gát á, að notkun þess valdi ekki óþarfa hávaða, reyk, gufu eða óþef'. Já, góðir ökumenn, hvernig væri að kynna sér umferðarlögin betur. Velvakandi hefur þegar ákveðið að lesa kverið — og er þess fullviss að þeim tima, sem í það fer, er ekki illa varið. 0 Innheimta afnotagjalda S.P. VILL meiri ráðdeild við innheimtu afnotagjalda hljóð- Ibúðir til sölu 4ra herbergja íbúð við Jörvabakka 14. Upplýsingar á byggingarstað kl. 8—6 og í síma 35801 og 37419. MIÐÁS H.F. varps og sjónvarps. Bréf hans fer hér á eftir: „Kæri Velvakandi. í Ríkisútvarpinu heyrast nú stöðugt tilkynningar um að N.N. sé umboðsmaður hljóðvarps og sjónvarps á einhverjum tiltekn- um stað, hann hafi sett upp skrif- stofu og fengið sér síma og eru menn áminntir að standa skil á afnotagjöldum til þess heiðurs- manns. Gjöldin er rétt að greiða, en skemmtilegra væri að ekki færi stór hluti þeirra í innheimtu- kostnað. Er það kannski í sparn- aðarskyni, að komið sé upp heil- um her af embættismönnum ríkis- útvarpsins í því skyni að inn- heimta afnotagjöld í stað þess að nota til þess þann aragrúa af bankastofnunum, sem fyrir eru i landinu eða þá pósthúsin? Ég held að síðari leiðin hljóti að verða ódýrari og menn geti þá greitt gjöld sín til hljóðvarps- og sjónvarps mátulega sannfærðir um að þar sé ráðdeildarlega með fjármuni farið. Ég hef líka verið að velta því fyrir mér, hvort heimild hafi verið í fjárlögum til ráðningar þessara innheimtu- manna. Svari nú þeir, sem vita. Með kveðju S.P.“ Q Árangurslaus bið „Strætóvilltur“ skrifar: „Kæri Velvakandi. Eg hef skrifað þér áður, Vel- vakandi góður en 1 þetta sinn er annað mál á dagskrá. Það er nefnilega með þennan vagn, leið 19 — 20, sem áður hefur verið rit- að um í Velvakanda. Ég beið eftir leið 19 — 20 á horni Réttar- holtsvegar og Bústaðarvegar laug ardaginn 5. okt. Ég var að fara á völlinn til að sjá leik Í.B.V. og K.R. b. Leið 19 —20 gengur alla leið frá Réttarholtsvegi niður á torg og þaðan að Melavelli, og það var í þeim tilgangi að ég ætlaði að taka leið 19 —20. Ég varð að bíða til klukkan 2.30, en þá fór ég að verða óþolinmóður og spurði næsta vegfaranda, hve- nær leið 19 —20 kæmi. Hann svar- aði því til, að vagninn hefði hætt að ganga kl.l. Ég varð bál-ösku- vondur, og er engin furða því nú þurfti ég að taka annan vagn niður í bæ. Hann kom klukkan 2.30 og var kominn niður í bæ klukkan 2.45. Ég hljóp upp á Melavöll og kom kl. 2.55 og hafði misst af 25 mínútum af leiknum. Þetta hefur komið fyrir, mig áður þegar ég ætlaði að fara á bíó og beið eftir vagninum til kl. 8.40. Þá fór ég heim og var sagt að hann hefði hætt að ganga kl. 7, svo ég hélt auðvitað að vagninn gengi líka til kl. 7 á laugardögum. Ég vona að bréfið lendi ekki í „gúanóinu", því að ég ætla að biðja Strætisvagna Reykjavíkur að koma upp skilti á öllum stöð- um þar sem vagninn stoppar og þar skrifaður áætlunartími vagns- ins. Að lokum vil ég skila kærri kveðju til sjónvarpsins, með von um skjótan bata, því það hefur verið svo frámunaniega leiðinlegt undanfarið, og fréttirnar er varla hægt að horfa á nema Eiður Guðna son segi þær. Og allra síðast, Vel- vakandi minn, kær kveðja til þín, sem hefur verið annað helzta les efni mitt í Mogganum (íþróttir eru númer eitt). Þökk fyrir birt- inguna. strætóvilltur" LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14976 eða 31748. Sigurður Jónsson. Höfum til sölu Dodge weapon bifreiðar með bensín. og dísilvélum. Úrval bifreiða af ýmsum gerð um ávallt á sölulista hjá okkur. Höfum kaupendur að dráttar- vélum af öllum stærðum. Bíla- og btivélasalan við Miklatorg - Símd 23136. BÍLAR Mercedes-Benz 200, dísil. mjög vel með farinn, ’66. Hillman Minx ’68. Toyota Crown ’65. Voikswagen ’68. Lincoln ’57, einkabíll. Saab ’66. Okkur vantar allar tegund- ir smábíla, Landrover og Bronco. guomundar Bergþórugtitu 3. Simar XM3Z, 20919 SAMKOMUR K.F.U.M. — A.D. Fundur í húsi félagsins við Amtmannsstíg í kvöld kl. 8.30. Séra Jóhann Hannesson, próf., flytur erindi: Sértrúarflokkar I. Vottar Jehóva. — Allir karlmenn velkomnir. Heimatrúboðið Almenn samkoma í kvöld að Óðinsgötu 6 A kl. 20.30. Allir velkomnir. FVRIR 1500 KRÓNUR 0 mánuði og 1500 krónur út getið þér eignazt borðstofu- borð með eins mörgum borðstofu- stólum og þér óskið EMSTAKT TLB09 Þér getið valið á milli 10 tegunda af borð- stofustólum, margra gerða af borðum og - 80 lita af áklæðum eða skinnlíki. i-------- -------------r r ] i Sími-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.