Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 13
MORGUNHLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. OKTÓOER 1968 13 Heimsmet í þrístökki Lítt þekktur ítali bœtti heimsmetið um 7 cm í undankeppni þrístökks Tyus kemur að marki í 100 m. hlaupi, þar sem hún setti heimsmet 11,0. Tyus setti heimsmet og hef- ur ákveiið ai hætta keppni L.ÍTT þekktur ítaii, Giuseppe Gentile, setti nýtt heimsmet í undankeppni þrístökksins. — Náði hann frábæru stökki í annarri tilraun sinni, sem mældist 17.10 metrar, eða sjö sentimetrum lengra en gild- andi heimsmet Josefs Scmidts frá Pólandi. Keppendum var í undan- keppninni skipt í tvo hópa. í fyrri hópnum náðu aðeins 4 af 17 keppendum tilskilinni lág- markslengd eða 16.10 metrum. Sentile var einn þeirra, en hin ir voru: Philip May frá Ástra- líu. 16.32, Rúmeninn Ciochina með 16.21, og fyrrverandi 'heims- og olympíumeistari Josef Scmidt frá Póllandi. í hópi B. náðu eftirtaldir st'ökkvarar lágmarkinu: Man- sor frá Senigal 16.58, Art Walker frá Bandaríkjunum með 16.49, Prudencio frá Brazilíu með 16.46, Stoykovski frá Búlgaríu með 16.24, Sen- eyev frá Rússlandi 16.22, Ar- eta frá Spáni með 16.20, Kugl er frá V-Þýzkalandi með 16.20, Kalocsai frá Ungverjalandi með 16.16 og Rússinn Dudkin með 16.15. WYOMIA Tyus frá Bandaríkj- unum varð fyrst allra til að verða Olympíumeistari á tveimur Olympíuleikjum í röð í 100 m. hlaupi. Hún sigraði í úrslita- 999 Körfu- boltinn KEPPNI í körfuknattleik Ol- ympíuleikanna var fram haldið í gær. Þá urðu úrslit þessi: Bandaríkin —- Filippseyjar 96-75 Júgóslavía — Senegal 84-65 Spánn — Gullströndin 88-82 Ítalía — Puerto Rico 68-65 Sovét. — S-Kórea 89—58 Pólland — Kúba 78-75 Rúlgaría — Marokko 77—59 Panama — Filipseyjar 95-92 Spánn — Puerto Rico 86—61 q&p Misstu meðvit- und í róðrurkeppni ÞUNNA loftið í Mexíkó reynist mörgum íþróttamönnum erfiður þrándur í götu. Þegar undanúr- slit fóru fram í róðri í fyrra- dag, féllu fjórir ræðarar í yfir- lið og fara varð með þá til lækn is. í 1000 metra kappróðri átti sveit Dana sigurmöguleika í riðl inum og var í öðru sæti eftir 500 metra. Eftir að rónir höfðu verið 700 metra féll einn kepp- endanna meðvitundarlaus niður, og þar með voru sigurmöguleik ar Dana úr sögunni. í öðrum riðli missti Sovétmað- ur meðvitund aðeins skammt frá markinu, en sveitin lauk keppn- inni og varð í þriðja sæti. hlaupinu á þriðjudag af öryggi, og setti nýtt heimsmet 11.0 sek- úndur. Reyndar hafði hún náð sama tíma í forkeppni hlaupsins, en vindur var þá of mikill til að metið fengist staðfest. Engum kom á óvart, að Tyus skyldi fara með sigur af hólmi núna, né að hún skyldi bæta heimsmetið, því að hún hefur allt frá OL í Tokyo verið talin fremst spretthlaupara af veikara kyninu og arftaki Wilmu Ru- doíph. Mikil taugaspenna ríkti á rás- línunni, þegar hlaupið átti að héfjast. Tvívegis varð að kalla h'lauparana aftur í holurnar vegna þjófstarts, en loks gekk allt að óskum. Tyus hafði náð greinilegri forustu eftir 20m og sleit snúruna um metra á undan næsta keppinaut. Önnur í hilaupinu var stalía hennar, Barbara Farell frá Bandaríkjunum, þriðja Irena Kir Ztenstein frá Póllandi, sem marg ir höfðu spáð sigri, og fjóirða Raelen Boyle frá Ástrálíu, allar á tímanum 11.1 sek. Hin síðast- nefnda á án efa eftir að láta mikið á sér kveða síðar, því að hún er aðeins 16 ára að aldri og á því framtíðina fyrir sér. í fimmta sæti var Margaret Bail- es frá Bandaríkjunum á 11.3 og sjötta Diana Burga frá ÁstraKu á 11.4 sek. Tyus lýsti því yfir skömmu eft ir hlaupið, að hún mundi hætta keppni, þegar heim kæmi. Yfir 1000 stig að meðaltali í grein EFTIR fyrri dag fimmtarþraut- ar kvenna hafði Austurríska stúlkan Prokop forustuna, hafði hlotið 3.061 stig. í öðru sæti var Tikomirova, Rússlandi með 3000 stig og þriðja var Peters, Bret- landi 2.965 stig. Meðal keppenða í þessari grein eru þrjár af stúlk unum, sem tóku þátt í Norður- lanðameistaramótinu hér í sum ar. Nina Hansen frá Danmörku stóð sig bezt af þeim fyrri ðag- inn og var þá í 16. sæti með 2.775 stig, en Norðurlandameist Al Orter setti tvö Olympíumet í sömu grein: OL-meistari í 4. sinn og hef ur aldrei kastað jafnlangt Gerð/ heimsmethafann taugaóstyrkan og óvigan A1 Orter 32ja ára Bandaríkja maður setti tvöfalt Olympíumet er hann sigraði í kringlukasts- keppninni í Mexíkó. Aldrei áð- ur hefur kringla flogið jafn langt á leikunum og aldrei áður hefur neinum tekizt að sigra í frjálsíþróttagrein á fjórum Olym píuleikum. Vafalaust verður fyrr nefnda metið slegið á leikum framtíðarinnar, en h'itt á senni- lega eftir að standa óhaggað í áraraðir, nema þá hann verði sjálfur til að slá það 1972. Flestir höfðu orðið til þess að spá heimsmethafanum Jay Sil- vester sigri í þessari grein. Hann setti í vor glæsilegt heimsmet og kastaði 66,54 metra og í undan- keppninni bætti hann svo olym- píumeit Orters og kastaði 61.00 metra. Þá má einnig geta þess íð þeir Orter og Silvester hafa keppt nokkrum sinnum í sumar og Silvester jafnan borið sigur úr býtum. En Orter hefur það í poka- horninu sem reynst hefur í- þróttamönnum happasælt vega nesti í mikilli keppni. Hann harðnar við hverja raun og ekkert virðist setja hann úr jafnvægi. Fyrir leikana var hann ákveðinn að sigra og hann fékk enga minnimáttar- kennd þegar hann horfði á Sil- vester slá Olympíumet hans. Þvert á móti. Strax í umferð keppninnar náði Orter forystu og við það var sem allur vind- ur væri úr heimsmethafanum. Hann varð greinilega taugaó- styrkur og köstin misheppnuð ust hjá honum. Það var ekki fyrr en undir lok keppninnar að hann náði sinu bezta kasti 61.78 metra sem nægði aðeins til fimmta sætis. Orter var hins vegar í essinu sínu, átti 3 köst yfir 64 m — en því marki hef- ur hann aldrei náð fyrr. Sig- urkastið kom í 3. umferð. Annar í keppninni varð Milde frá A-Þýzkalandi og kastaði hann 63,08 metra. Þriðji varð Evrópumethafinn og fyrrum heimsfhethafi Ludvig Danek frá Tékkóslóvakíu kastaði 62.92 metra. í Tokyo varð Danek ann- ar og kastaði þá 60,62 metra. Fjórði í keppninni var Losch, A -Þýzkalandi 62,12, fimmti Silvest er 61.78 metra 6. Catlsen, USA 59,46 metra. Sænski jötuninn og glaumgosinn Richard Buck varð áttundi, kastaði 59,28 metra. Það er haft til marks um keppnishörku Orters að nokkr- um dögum áður en Tokyoleik- arnir hófust meiddist hann illa í æfingakasti. „Þeir vöfðu mig eins og múmíu“, sagði hann, ,,og ég sigraði í næst síðasta kast- inu. Það tók mig meira en ár að jafna mig eftir meiðslin". Orter hafði ráðgert að hætta keppni eftir Mexíkóleikana. Hann sagðist hætta þegar hann hefði ekki lengur ánægju af í- þróttinni og væri ekki lengur gjaldgengur á stórmótum. En eft ir sigurinm er ekki ólíkíegt að hann endurskoði þessa afstöðu sína og taki að keppa að leik- unum Í972. arinn Berit Berthelsen var í 23. sæti með 2.621 stig, en hennar betri greinar eru seinni ðaginn. 90.10 m r • I spjoti í GÆRKVÖLDI fóru fram úr- slit í spjótkasti á OL. Janus Lus- is vann þá fyrsta gull Sovétríkj- anna í frjálsíþróttakeppninni, eins og allir bjuggust við — og fór hann létt með sigurinn og setti glæsilegt OL-met, 90.10 m. Úrslit: Janus Lusis, Sovétr. Kinnunen, Finnland G. Kulcsar, Ungv.:rjal. V. Nikiciuk, Pólland, M. Stolle, A-iÞýzkal. Áke Nilsson, Svíþjóð 90.10 88.58 87.06 86.70 84.412 88.48 Beyer náði ekki í UND ANKEPPNINNI í sleggjukasti í gær urðu mik- il vonbrigði hjá óvenju mörg um. Uwe Bayer, Þjóðverjinn sem flistir íslendingar kann- ast við cftir leik hans í hlut- verki Sigurðar fáfnisbana komst ekki í aðalkeppnina. Til þess þurfti 66 m. en Bay- er kastaði „aðeins“ 65.44. Bay- er varð 2. á síðasta Evrópu- móti og hefur verið og er í röð fremstu sleggjukastara álfunnar og heims þó svona illa tækist til nú. Fleiri urðu fyrir vonbrigð- um sárum. Harold Conolly, Bandaríkjamaðurinn sem tví- vegis hefur orðið OL-meistari í þessari grein, komst heldur ekki í aðalkeppnina og sömu sögu er að segja um landa hans A1 Hall, sem einnig hef- ur verið í úrslitasætum á Ol- ympíuleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.