Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1968 19 Eggert Hauksson: Þingmenn úr stjórnum opinberra stofnana — Aukaþing SUS leggur til, að óheim- ilt verði að kjósa Alþingismenn í yfir- stjórnir ýmissa menningarstofnana og atvinnufyrirtækja, sem Alþingi kýs stjórn í. Hvers vegna? Ein ástæðan er sú, að ungir Sjálf- stæðismenn á'líta völd og itök stjórn- málamanna vera of mikil á hinum ýmsu sviðs íslenzks þjóðlifs. Önnur ástæðan er sú, að ungir Sjálf- stæðismenn telja, að oþinberar stofnan- ir megni síður að þjóna hlutverki sínu sem þjónustu- og hagsmunastofnanir al mennings, ef hætta er á, að stjórnmála- hagsmunir ríki um of í stjórn og starfi slíkra stofnana. Þriðja ástæðan er sú, að ef stjórnum opinberra stofnana á að vera kleift að gegna hlutverki sínu, þá krefst það að öðru jöfnu slíks tima og sérþekkingar á eðli og starfsemi viðkomandi stofnun- ar, að vafasamt sé, að slíkt fari endi- lega saman við störf og annir Alþingis- manna. Eins og auðsýnt er, brýtur þessi krafa ungra Sjálfstæðismanna gjörsam lega í bága við ríkjandi hefð í þessum efnum. Mörgum er ljóst, að það er ekki á- vallt ásælni þingmanna í aukin völd og áhrif né vantraust þeirra í garð annarra manna, sem veldur því, að þeir tilnefna gjarnan sjálfa sig fremur en aðra til þess að fara með yfirstjórn op- inberra stofnana. Léleg laun þing- manna, sem hrökkva naumast fyrir nauðþurftum, krefjast þess, að þeir afli sér víðar viðurværis. Er þá auðveld- ast að 'leita á eigin náðir, þar sem sam- an fer ágætt kaup og lítil vinnuharka. Þótt laun laun þingmanna séu léleg, er þetta þó síður en svo æskileg eða eðlileg leið til þess að leysa þann vanda. Á þirngi SUS kom fram sú hugmynd að stjórnarsæti hinna einstijku opin- beru fyrirtækja yrðu auglýst laus til umsóknar og þau síðan veitt á grund- vélli reglna, sem geri auknar kröfur til hæfni og menntunar stjórnarmanna. Þessi hugmymd er athyglisverð. Hvort heldur, sem hún bendir á rétta leið til úrbóta eða ékki, þá skiptir hitt höfuð- máli, að sá háttur, sem nú er á hafður við skipan manna í yfirstjórnir opin- berra stofnana, tryggir ekki, að nægi- legs aðhalds sé gætt í starfsemi þeirra. Aðhaldsleysi og „gæzla stjórnmála- hagsmuna" í yfirstjórnum opinberra stofnana er hins vegar ein helzta or- sök þess, hve il'la þeim gengur stund- um að ná settu marki. Á aukaþingi SUS kom ennfremur fram andstaða gegn því, að bankastjór- ar ríkisbanka gætu átt sæti á Alþingi. Rökin sem færð eru fyrir því, eru í megin atriðum hin sömu og þau, sem gilda um setu þingmamna í yfirstjórnum opinberra stofnana, — með þeim á- herzlumun þó, að enn ríkari ástæða virðist vera til þess, að bankastjórar víki af Alþingi heldur en þingmenn úr stjórnum opinberra stofnana, einkum þar sem sú hætta er ávallt fyrir hendi að vinsældir þeirra sem þingmenn stafi öðru fremur af vinsældum þeirra sem „góðir“ bankastjórar. Þess eru dæmi í nágrannalöndum að bankastjórar séu ekki kjörgengir til löggjafarþings. Aukaþing SUS hefur orðið tilefni um- ræðna og umhugsunar innan og utan raða Sjálfstæðismanna. Þetta þing var haldið í því skyni að beizla þá orku, sem er _að leysast úr læðingi hjá ungu fólki á íslandi. — Það er eins og klaka stífla sé að bresta og áfram belji straum urinn, sem engu þyrmir. Hvernig sem fer og hvaða stefnu sem þessi straum- ur tekur, þá boðar hann ný viðhorf og nýja tima á íslandi. Hann fær enginn stöðvað úr þessu. Þess verður vart, að fulltrúum þeirr- ar kynslóðar, sem mótar stjórnmálalíf þjóðarinnar í dag, finnist æskan fella þungan dóm byggðan á vanþakklæti fremur en raunhæfu mati á öllum að- stæðum fyrr og nú. Það er einnig spurn ing, hvort þeir, sem nú gagnrýna mest hefðu gert betur. Framtíðin skiptir þó höfuð máli. Þeir stj órnmálamenn og stjómmálaflokkar, sem hika við að hlýða kalli nýrrar kynslóðár og nýrra viðhorfa, 'hljóta fyrr en síðar að heltast úr lestinnL Sportkruft Ný verxtun á Akureyri Lœknaskortur vandamál Austfjarða Breiðdalsvík, 15. október. ÞETTA sumar var óvenju stutt til heyöfíunar. Alkunnugt er, hve seint spratt, sláttur hófst því um mánuði síðar en venju- lega, eða um mánaðamót júlí- ágúst. Reyndin varð sú, að aðeins ágústmánuður var sæmilega hag stæður til heyöfltmar, en síðan má telja látlausa ótíð og eiga bændur því enn úti hey og sum- ir verulegt. Slátrun gripa :er langt komið, og að sögn vigtarmanns reynast íömb í löku meðallagi. Endanleg ar tölur liggja þó ekki fyrir enn þá. \ Byggingarframkvæmdir eru tal verðar, einkum þurrheyshlöður og peningshús. Vegabætur eru meiri en venja er. T.d. var fullgerður vegurinn sunnan í Breiðdalsheiði og byggð brú á Breiðdalsá við heiðina. Nú er unnið í vegi hjá Asunni- arstöðum, sem ekki verður þó fulllokið í haust. í Stöðvarfirði var ýtt upp kafla vestan þorps ins, en langstærsta átakið í vega máhim er þó Vattarnesvegur,sem unnið hefur verið við í allt sum- ar, enda til hans stærsta fjár- veiting, sem veitt hefur verið til vega á Austurlandi. Eitt alvarlegasta vandamálið á Austfjörðum er læknaskortur- inn. Ráðamenn standa ráðþrota og efast ég þó ekki um góðan vilja þeirra. En í þessu efni verð ur að leysa vandann. — FréttaritarL Saumakonur óskast Aðeins vanar koma til greina. PRJÓNASTOFAN IÐUNN H.F. Skerjagötu 1, Seitjarnamesi. # Hringstigor og pallstigor í íbúðarhúsnæði og verksmiðjur. VÉLSMIÐJAN TRAUSTI, Skipholti 21 — Sími 20850. Iðnaðarhúsnæði ósknsl til kaups um 300 ferm. jarðhæð. Til'boð óskast sent / Mbl. merkt: „2165“ fyrir 22. október. var Akureyri, 13. október. NÝ verzlun, Sportkraft, opnuð í Strandigöbu 11 í gær. Eig endur eru hjóniin Jórunin Sæ- miundsdóttiir og Jón Ævar Ás- 'gtrímssom. Hjalti Þonsteinsson hefir vierið með í ráðum um vöruival, en Davíð Haraldsson um búrnað verzlumarinner og út- lát. í V'erzkunirmi eru til sölu alts ikonar íþróttavörur til innianhúss- og utamhússíþrót’ta snrmar og vetuir, svo sem íþró ttabúniiingar, skautar, skíðL ísihockeyútbún- aður, kmettiir o. fl. Einmig eru sieldar spomtvörur hvens komar, svo sem rifflaa-, haglaibyssur, ekotfæri, vedfðistemigur ag veiði- tæki af morgiu tagi. Þá má nefna viðlegubúnað, báta úr tnefjiaglieri og leik'tæki ýmisleg. Auk alls þessia er til sölu bíla- lakk og síðar gluggalatkk. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu I 22 - 24 SÍMAR: 30280-32262 Gólfdúkur — plast- vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7 Vixl5, 11x11 og 15x15. Ameriskar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf„ Málning hf. og Slipp- fél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgisk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. JAPANSKAR TÁTILJU Seljum í dag og nœstu daga japanskar tátiljur, fyrir börn, unglinga og kventólk — Verð krónur 53,oo, krónur 56,oo, krónur 69,oo. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. SKOVAL Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.