Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBIiAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 196« Ashkenazy hyggst halda jól á islandi - HUGREKKI Framhald af bls. 3 hvar sem henni varð við kom ið“. Þá minntist sendiherrann á það frækilega afrek, er áhöfn Óðins bjargaði skipshöfninni af Notts Cunty og sagði, að það væri afrek, sem ætti fáa sína líka, þegar rætt væri um frækileg afrek á sjó. „f þessu tilfelli var - öll brezka þjóðin sammála um, að slíkt afrek mætti Land- helgisgæzlunni íslenzku ekki leyfast að láta liggja í lág- inni og vegna þess álits brezku þjóðarinnar erum við hér saman komin í dag*‘. Síðan afhenti sendiherrann Pétri Sigurðssyni, forstjóra 'Landhelgisgæzlunnar, vegg- skjöldinn, en í áletruninni er lýst áðdáun og þökk fyrir störf Landhelgisgæzlunnar fyrr og síðar. Sigurði Árnasyni, skipherra, afhenti sendiherrann, her- gráðu orðunnar OBE, sem er æðsta heiðursmerki, sem Bretadrottning getur veitt er- lendum manní Er Sigurður fyrsti fslendingurinn, sem hlýtur hergráðu þessarar orðu. Og sagði um leið: „Það er ekki erfitt að ímynda sér þá ábyrgð, sem á yður hvílir þessa fyrstu daga febrúarmán aðar. Me'ð þessu heiðursmerki viljum við tjá skilning okkar á þessari ábyrgð og aðdáun á því, hvernig þér brugðuzt við henni.“ Stýrimönnunum Sigurjóni Hannessyni og Pálma Hlöð- verssyni afhenti sendiherrann gullstig orðunnar „Sea Gall- antry Medal“ með þessum orð um: ,,Þið tveir buðust til að fara með björgunarbátana yf- ir að hinum strandaða Notts Country og björguðu áhöfn- inni. Að þetta skyldi heppn- ast í slíku veðri sannar ekki KIRKJUÞING, hið 6. í röðinni var sett í gær, að lokinni messu í Nestsfrkju, þar sem séra Þor- grímur Sigurðsson predikaði. Að messu lokinni var þingið sett í safnaðarsai kirkjunnar og var þá kosin kjörbréfanefnd. Var fundi síðan slitið, en til annars fundar boðað kl. 16. Er fundur hófst að nýju skil- aði kjörbréfanefnd áliti og kosn- ir voru fyrsti og annar vara- forseti, en forseti þingsins er sjálfskipaður, biskupinn yfir fs- landi. Fyrsti varaforseti var kjör inn Þórarinn Þórarinsson, fyrr- um skólastjóri á Eiðum, en annar varaforseti séra Gunnar Árnason. Ritarar þingsins voru kjörnir: aðeins afburða sjómennsku- hæfileika ykkar, heldur og hugrekki og ríka samkennd með öðrum mönnum". „Sea Gallantry Medal“ er eina orðan, sem brezka þingið veitir, og eru Sigurjón og Pálmj fyrstu erlendu mennirn ir, sem hljóta gullstig hennar. Briam Holt, ræðismaður, las upp forsendurnar fyrir orðu- veitingunum. Að afhendingunni lokinni hafði svo brezki sendiherrann boð inn í brezka sendiráðinu. séra Sigur'ður Guðmundsson, prófastur á Grenjaðastað og Steingrímur Benediktsson, skóla- stjóri í Vestmannaeyjum. Á fundinum var kosið í fasta- nefndir, en síðasta dagskrárat- riðið var skýrsla Kirkjuráðs, er biskup, herra Sigurbjöm Einars- son flutti. - TITANIC Framhald af bls. 1 angurinn heitir Douglas Woolley, 32 ára gamall Breti. Hann sagði að fyrsta stigið væri að finna flakið, sem tal- ið er liggja á botninum suður af Nýfundnalandi. Hann gerði ráð fyrir að það myndi taka allt að sex mánuði. Þegar flakið er fundið verður nælon belgjum komið fyrir í því og þeir blásnir upp. Leiðangur sem þessi er tal- inn munu kosta a.m.k. tvær milljónir sterlingspunda. Woolley kveðst þegar hafa fundið menn sem viljj kosta björgunina, en neitar að láta uppi nöfn þeirra. Hann sagði og að alltof lengi hefðu verið uppi getgátur um hvað skeð hefði nóttina hræðilegu þann 15. apríl 1912, og að nú myndi kannske allur sannleikurinn koma í ljós. Píanósnillingurinn Vladimir Ashkenazy kom til Islands síð- degis í gær, frá Glasgow. , Ashkenazy var að vonum þreyttur eftir ferðalagið og stöð- uga tónleika erlendis að undan- förnu. Kona hans, Þórunn S. Jó- hannsdóttir, sagði, að Vladimir væri mjög ánægður yfir að vera kominn hingað nú og að honum litizt vel á heimili það, sem þau - OTA SIK Framhald af bls. 1 við fréttamenn, m.a. til að gera ekki gestfjöfum sínum aðstöðuna erfiðari. Rússar hafa mjög gagnrýnt Sik og ásakað hann um að hafa reynt að koma á auðvaldsskipu- lagi í Tékkóslóvakíu, og að hafa aukið mjög viðskipti við vestræn lönd. Nafn hans var oft nefnt í hugmyndafræðilegum ri.tum í Rússlandi, þegar verið var áð réttlæta og útskýra innrásins í Tékkóslóvakíu. - ELDUÐU MAT Framhald af bls. 1 Eisele sást taka eitt'hvert áhald sem líktist ryksugu og bera það að pollinum meðan Schirra út- skýrði það sem fram fór. — Hann sogar vatnið í þetta tæki. Þetta er töluverður pollur svo að það tekur dálítinn tíma. Þegar hann er búinn að soga þetta allt upp, er því sleppt út í geiminn, um sérstaka ventla. — Þegar hreingerningunni var lok- ið var vélinni beint um stjórn- klefann og sýnd stjórntæki og mælar. Þegar sjónvarpsþættinum lauk reyndu þeir félagar eldflaugar- hreyfilÍQn sem á að nota til að stjórna geimhylkinu í tunglferð- inni og sögðu á eftir að hnykk- urinn hefði verið svona álíka og þegar tveir „tívolí bílar“ rekast saman. Skömmu síðar fór geimfarið yfir Kanaríeyjar og Eisele, sem var við stjórntækin, sagði við William Pougue, sem var við tal- stöðina á jörðu niðri: „Hey Bill, biddu turninn um flapsa gráðu“ (það gera flug- menn á farþegavélum þegar þeir koma inn til lendingar". „Allt í lagi Don, og þú ættir að aðgæta hvort eldsneytisgjaf- irnar séu rétt stilltar." Það heyrðist hlátur frá geimfar inu og þeir félagar héldu áfram að gantast þar til Schirra tók við stjórninni. (William Popue, er einn geimfaraefnanna sem kom til fslands í fyrrasumar). Seinnihluta dagsins flugu geim fararnir yfir hvirfilvindinn Gladys og gáfu upp nákvæma staðarákvörðun hans. Þessu var komið áfram tii „Hvirfilvinda miðstöðvarinnar" og þegar Sehirra var sagt það sagði hann: — Biddu þá um að koma hon- um burt fyrir næsta þriðjudag. Þá á geimfarið að lenda á þeim slóðum, og því var að sjálfsögðu lofað. hjón hafa stofnað hér á íslandi, en þegar Ashkenazy var á ferð hér síðast voru þau hjónin ekki flutt í húsið. Ashkenazy hefur aðeins stutta viðdvöl hér a'ð þessu sinni, en. á næstunni heldur hann hljómleika í París, Hollandi, Danmörku, Sví- þjóð og Bandaríkjunum. Þau hjón hyggjast þó halda jól hér á landi í vetur. - KOSYGIN Framhald af bls. 1 var frá undirbúningsatriðum samningsins. AP fréttastofan segir, að það hafi vakið mikla athygli, að hvorki Ludvik Svo- boda, forseti né Alexander Dub- cek, flokksleiðtogi hafi tekið á móti Kosygin þar sem allir æðstu leiðtogar Sovétríkjanna hafi fagnað Cernik í Moskvu og með þeim forsætisráðherrum hafi kveðjur verið kaldar og hvorki viðhöfðu kossar né faðm lög, eins og venja sé þegar hátt- settir fulltrúar kommúnistaríkja hittist. Stjórnmálafréttaritarar benda á, að sú staðreynd, að hvorki Dubcek né Svoboda hafi tekið á móti Kosygin bendi til þess, að Tékkóslóvakar vilji með því sýna leiðtogum Sovétríkj- anna, að hér sé um algera nauð- ungarsamninga að ræða. Síðar 1 dag hitti Kosygin þó Alexander Dubcek að máli. í ræðu, sem Alexei Kosygin hélt eftir að samningurinn hafði verið undirritaður sagði hann, að megintilgangurinn með hon- um væri að tryggja öryggi Tékkó slóvakíu og efla hagsmuni hins ■sósialiska þjóðfélags, svo að það fengi staðið gegn áhrifum heims valdasinna og endurskoðunar- sinna. Hann sagði, að samningur inn væri byggður á gagnkvæmu trausti milli kommúnistaflokk- anna, ríkisstjórnanna og þjóð- anna í þessum tveimur löndum. Kosygin sagði, að hersveitir frá Póllandi, Ungverjalandi, Austur- Þýzkalandi og Búlgaríu myndu hverfa frá Tékkóslóvakíu áður en langt um liði og Sovétríkin myndu standa við þau skilyrði samningsins um að flytja meiri- hluta sovézka hernámsliðsins einnig á braut. Forsætisráðherr- ann sagði, að brottflutningur herjanna væri ákveðinn vegna þess að leiðtogar Austur-Evrópu ríkjanna væru sannfærðir um, að Tékkóslóvakar myndu halda áfram þeirri viðleitni sinni að koma ástandinu í landinu í eðli- legt horf og tékkneska þjóðin myndi aldrei leyfa and-sósialisk- um öflum að stöðva þá þróun. Kosygin sagði að nauðsynlegt væri að gera allt sem unnt væri til að efla traust og vináttu milli þjóðanna tveggja og ekkert mætti verða til að grafa undan því. Kosygin réðst á Atlantshafs bandalagið og Vestur-Þýzkaland sérstaklega fyrir að hafa sýnt óeðlilegar áhyggjur af málefn- um Austur-Evrópuríkja. NTB fréttastofan segir, að þetta sé í fyrsta skipti síðan 1946, að sovézkt herlið er í Tékkó- slóvakíu með leyfi stjórnarvalda. Bandaríska blaðið The New York Times segir frá því á for- síðu í dag, að Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, hafi nýlega fullvissað Dean Rusk um að Vestur-Berlín yrði ekki fyrir neinum ógnunum né valdbeit- ingu af hálfu Austur-Evrópu- ríkja í náinnj framtíð. í frétt blaðsins eru ábyrgar heimildir 1 Vestur-Evrópu bornar fyrir þess ari staðhæfingu og sagt að Gromyko hafi fullvissað Rusk um þetta í New York þann 6. októ- ber sl. Bandaríska utanríkisráðu neytið hefur neitað að segja nokk uð um þessa frétt og vill hvorki síaðfesta sannleiksgildi hennar né neita því. Nauðungaruppboð amnað og siðasta á hluta í Bragagötu 22, hér í borg, þkngl. eigm Jóns Brynjólfssonar fer fram á eigninnd sjálfri, máraudaginm 21. október 1968, kl. 10.30. Borgarfógctaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og tollstjórans í Reykjavík fer fram nauðuragaruppboð að Síðumúla 20 hér í borg, (Vöku h.f.) máraudagiran 21. október n.k. kl. 13.30 og verða þar seldar eftirtaldar bifreiðar: R-985, R-1375, R-2987, R-3249, R-3880, R-4342, R-4450, R-5280, R-5531, R-5723, R-6023, R-6360, R-7498, R-7679, R-8263, R-8792, R-8967, R-9971, R-10638, R-11376, R-11435, R-11523, R-12569, R-12601, R-13602, R-13913, R-14256, R-14472, R-14835, R-15468, R-15730, R-16127, R-16464, R-16832, R-16979, R-17037, R-17293, R-17790, R-18791, R-19164, R-19279, R-19451, R-19566, R-19620, R-19672, R-20050, R-20108, R-20447, R-20461, R-20574, R-20843, R-21230, R-21520, R-21904, R-22167, R-22271, R-22350, R-22469, R-22482, G-1163, Y-1922, Fiat 600 árg. ’65, Citroen árg. ’63, Volkswagen árg. 1965, Merc. Benz árg. 1962. Eranfremur traktorsgrafa Rd. 151, 2 skurðgröf ur, 2 vörulyftarar og 2 loftpressur. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. UPPBOD Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og fleiri kröfu- hafa verða ýmsir lausafjármunir seldir á opinberu uppboði í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu í Hafn- arfirði í dag, fimmtudaginn 17. október, kl. 17.00. Seld verða sjónvarpstæki, útvarpstæki, ísskápar, þvottavélar, peningaskápar, bækur og húsgögn. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Steingrímur Gautur Krlstjánsson, ftr. Kirkjuþing sett í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.