Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUD^GJII* ’l^’ OKTÓRER 1^8 Dönsku meistar- arnir mæta FH Þetta er eitt sterkasta lið á Norður- löndum segir Geir Hallsteinsson í KVÖLD gefst íþróttaunnendum tækifæri á að sjá það bezta í dönskum og íslenzkum hand- knattleik. F.H., íslandsmeistar- ar utanhúss mæta 'H.G., Dan- merkurmeisturunum innanhúss og heíst leikurinn kl. 8,30 e.h. í Laugardalshöllinni. Án :efa verð ur spennandi að sjá þessi lið eig- ast við, en rétt er að geta þess að ekkert íslenzkt lið hefur stað ið sig eins vel gegn erlendum liðum og einmitt F.H. H.G. verður samt ekkert lamb að leika sér við. Þeir hafa orðið 11 sinnum Danmerkurmeistarar í handknattleik innanhúss, þar af nú í þrjú ár í röð. Geir Hall- steinsson liðsmaður í F.H. og einn okkar vinsælasti og bezti handknattleiksmaður segir að þetta lið sé tvímælalaust eitt sterkasta lið á Norðurlöndum og •er þó af mörgu góðu að taka. Við trúum einhuga á getu F.H. í kvöld. Þeir hafa oft áður sannað aií af þeim er alls góðs að vænta þegar við mjög sterkt lið er að eiga. Spurningin er þá: höfum við sigrazt á hinum svokallaða „Dana komplex" í eitt skipti fyrir öll, þá er við sigruðum danska lands liðið síðastliðið haust? Þessari spurningu verður svarað að 'ein- hverju leyti í kvöld og næstu kvöld. Fólki er bent á að höllin tek- ur aðeins um 2,600 manns, svo að vissara er fyrir fólk að nota sér forsölu í bókaverzlunum Lárusar Blöndal, Oft hefur verið þröngt á þingi í höllinni þegar um stór- leiki er að ræða, eins og nú, bið- raðir við miðasölu. ■Hér er um spennandi leik að ræða sem fæstir ættu að láta fara fram hjá sér. HG-menn í baráttu við KR-inga. Það er Palle Nielsen, hættulegur vinstri liandarmaður (með skegg) sem skorar. Estudiantes vann Manch. Utd. og heimsmeistaratitil Leiknum i gær lauk með jafntefli, en samanlögb markatala var 2:1 ARGENTÍNSKA liðið Estudiant es og Manchester Cnited léku í gær síðari Ieik sinn um heims- Nú eru menn hættir að kasta úti, en æfingar eru hafnar innanhúss. Æfingar í köstum inni INNANHÚSSKASTÆFINGAR á vegum Kast og kennslunefnd- ar Stangavefðifélags Reykjavik- ur, Stangaveiðifélags Hafnar- fjarðar og Kastklúbbs Reykja- víkur (áður Kastklúbbur Is- lands), hófust að þessu sinni sunnudaginn 13 okt., og verða í íþróttahöllínni í Laugardal í vetur alla sunnudagsmorgna kl. 10.20 til 12.00. Auk leiðsagnar og æfinga í fluguköstum, eiga menn þess kost að læra og æfa sig í algeng- ustu og beztu veiðimannahnút- um, — og einnig að læra heiti og stærðarnúmer á helztu laxa- og silungaflugum. Á öllum æfingunum eru til staðar leiðbeinendur á vegum viðkomandi félaga, reiðubúnir að aðstoða og leiðbeina þeim er þess óska. Hvert námskeið eða tímabil er 4 eða 5 sunnudagsmorgnar, þau verða því 2 til áramóta, og hið fyrra þeirra hefst, eins og áður segir, n.k. sunnudagsmorg- un. Forigangsrétt að æfihgunum hafa meðlimir stangaveiðifélag- anna og Kastklúbbs Reykjavík- ur, en öðrum áhugamönnum er heimil þát'ttaka eftir því sem húsrúm'leyfir. Utanfélagsmönn- um skal á það bent að þátttöku- rými undangengna vetur hefir verið langbezt á fyirstu námskeið um vetrarins, eftir áramót hefir að jafna'ði verið mjög þröngt á þingi. Upplýsingar og þátttökutil- kynningar hjá Halldóri Erlends- syni, sími 18382, Sigbirni Eiríks- syni, sími 34205, Ólafi Ingimund arsyni (Hafnarfirði, sími 51112) og á æfingunum. meistaratitil félagsliða og fór hann fram í Manchester. Jafn- tefli var 1-1 eftir sögulegan leik og með þau úrslit hafa Argentínu menn hlotið heimsmeistaratitil- inn, því þeir unnu fyrri leik- inn 1-0. Þó mikiil hiti væri und- ir niðri í áhorfendum hylltu þeir Argentínumenn mjög að leiklokum. Þúsundir biðu þeirra í göngum vallarins og hrópuðu til þeirra fagnarópum og sam- tímis var blásið í horn þúsunda bifreiða. Argentínumenn skoruðu mark upp úr aukaspyrnu, þegar á 5. mín. leiksins og þar sem saman- lögð markatala ræður, voru þeir nú með 2—0 forystu í keppninni um titilinn. iÞeir lögðu því aðal- áherzlu á vömina og æ meir er á leið, enda sóttu liðsmenn Man- chester af örvæntingu. Til marks um það er að mark- vörður Manch. Utd. kom ekki n:ma tvisvar eða þrisvar við knöttinn í síðari hálfleik að sögn útvarpsins brezka. Vörn Argentínumanna var mjög þétt og stóð af 'sér marg- ar harðar sóknarlotur liðsmanna í heild eða einstaklingsframtaks George Best, Dennis Law og Bobby Charlton. Þó hefði iþessi sigur ekki unnizt ef argentínski markvörðurinn hefði ekki átt frábæran leik og bjangaði 6 sinn um mústaralega, að sögn AP. '"5 mín fyrir leikhlé hljóp mark vörður Argentínumanna út móti Dennis Law með þeim afleið- ingum að báðir urðu að hverfa af velli um stund — og Law kom ekki inná aftur, enda ný- risinn upp úr meiðslum. Tveim mínútum fyrir leikslok kom til átaka milli Georges Best og isins og varnarmönnum Argen tínumanna. Slógu þeir til hvors annars og dómarinn vísaði þeim umsvifalaust af velli. Og þeir héldu barsmíðunum áfram á leið út af vellinum. Slíkur var hitinn síðustu mínúturnar. Meðan æsingurinn stóð út af þ:ssu jöfnuðu Manchestermenn og var Morgan að verki. Maneh. var enn í sókn er flaut að var til leiksloka, en í hita leiksins oig ópum fólksins heyrðu liðsmenn ekki flautið og börðust áfram og í markið fór knöttur- inn — en þa'ð var greinilega eftir leikslok. Fögnuðurinn yfir sigri Argen- tínumanna náði alla leið þangað heim — þar sem þúsundir manna gengu um götur og torg syngj- andi af gleði yfir unnum sigri liðs síns. Fró GLÍ ÁRSÞING Glímusambands ís- lands 1968 verður háð sunnudag- inn 20. október nk. og hefst kl. 10 árdegis. í Bláa salnum á Hótel Sögu. Glímunámskeið á ísafirði Nýlokið er glímunámskeiði hjá íþróttabandalagi ísafjarðar. Þátt- takendur á námskeiðinu voru 50. Kennarar voru Þorsteinn Kristj- ánsson, landsþjálfari Glímusam- bandsins og Gíslí Kristjánsson, ísafirði. Tommie Smith á 19,8‘ Tommie Smith reyndist alger yfirburðarmaður er til úrslit- anna kom í 200 m hlaupi í gær- kvöldi. Hann rann skeiðið á 19.8 sek og setti glæsilegt heimsmet, og eitt af þeim ótrúlegu. Hann og landi hans John Carlos höfðu báðir hlaupið á 20,1 í undanúr- slitum. 200 m hlaup: Olm. T. Smith, USA, 19,8 2. Peter Norman, Ástralía, 20.0 3. John Carlos, USA, 20.0 4. Edwin Robert, Trinidad, 20.3 5. R. Bambuk, Frakkland, 20.5 6. Larry Questad, USA, 20.6 3000 m hindrunarhlaup: Olm. Amos Biwott, Kenia, 8:51.0 2. Benjamin Kogo, Kenia, 8:51.6 3. George Young, USA 8:51.8 4. A. Rolants, Belgíu, 8:59.4 Amos Biwott var alveg óþekkt stjarna fyrir þessa leiki, en vakti athygli þegar í æfingamótum þar. Eigi að síður var hann tal- inn sigurstranglegastur fyrir úr- slitahlaupið nú, eftir hin ágætu „sýningarhlaup" sín í undanrás- um. . 400 m hlaup kvenna: Olm. C. Besson, Frakklandi, 52.0 2. L. Board, Englandi, 52.1 3. Petsjenkova, Sovét. 52.2 4. Timpson, USA, 52.3 5. A. Penton, Kúbu, 52.7 6. Jarvis Scott, USA, 52.7 Tommie Smith

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.