Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 9
MOftGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 Ludvik Svoboda forseti Tékkóslóvakíu. LUDVIK SVOBODA for- seti Tékkóslóvakíu er 74 ára að aldri. Þjóðþing Tékkósló- vakíu kaus hann í þetta æðsta embætti landsins 30 marz sl. Hlaut hann 282 af 288 greidd um atkvæðum. Þessi kosning var um flest ólík nokkurri atkvæðagreiðslu, sem farið hafði fram í þjóðþingi Tékkó slóvakíu, allt fró því að komm únistar komust til valda í landinu. Hún fór fram fu'll- komlega leynilega þannig, að hver þingfulltrúi fékk seðil, þar sem hann skyldi skrifa nafn þess manns, sem hann vildi kjósa. En þrátt fyrir það að enginn vafi lék á því, að þessi kosning var leynileg, fór hún fram mjög opinber- lega, þ.e.a.s. það var sjónvarp að frá kosningunni, til þess beinlínis, að þjóðin sannfærð ist um, að beitt væri nýjum og lýðræðislegum aðferðum. Kosning forsetans fór því fram fullkomlega í samræmi við frjálsræðisstefnu þá, sem Alexander Dubcek var þegar Ludvik Svobota tekin að innleiða í landinu. Kjör Ludvik Svoboda til for- seta var sjálft veigamikill þáttur í frjálsræðisþróuninni. Hann var kjörinn í stað Antonin Novotnys, sem sagt hafði af sér 22. marz. Svoboda hefur verið einn ötulasti tals- maður frjálsræðisþróunar- innar og á hinum sjcamma ferli sínum sem forseti Tékkóslóvakíu hefur hann unnið sér geysilegar vinsæld- ir meðal landsmanna. Það voru einkum þrjár ástæður, sem ollu kjöri Svo- boda til forsetaembættisins. Báðar þjóðir landsins, Tékk- ar og Slóvakar, gátu sætt sig við kjör hans. Ráðamenn í Kreml áttu ekkert sökótt við hann persónulega og sjálfur hafði hann engan þátt tekið í hreinsunum tékkneskra yfir valda á árunum eftir 1950. í rauninni komu vart aðrir til greina við forsetakjörið en Svoboda, því að aðrir, sem höfðu þótt líklegir til þess að .verða forsetar eins og Cest- mar Cisar, sem naut mikilla vinsælda á meðal yngri kyn- slóðau-innar, drógu sig í hlé og studdu sjálfir kjör Svo- boda einarðlega. Menn vissu sem svo, að það var mikils virði, að um kjör forsetans næðist víðtæk samstaða og að hann yrði tá'kn þjóðarein- ingar. Ludvik Svoboda (Svoboda þýðir frelsi) er bóndasonur frá landbúnaðarhéraði á mörk um Bæheims og Mæris. í fyrri heimsstyrjöldinni barð- ist hann með tékkneskri her- deild þá rúmlega tvítugur að aldri. Árið 1922 gekk hann aftur í herinn og lauk her- skólanámi á árunum 1930-34. Eftir innrás Þjóðverja í Tékkó slóvakíu í marz 1939 varð hann forustumaður neðanjarð arhreyfingarinnar í austur- hluta Mæris, en flýði síðan til Sovétríkjanna, þar sem hann stofnaði og þjálfaði tékkneskar bardagasveitir. Þessi tékkneska herdeild, sem hlaut þjálfun sína í Sovét- ríkjunum, tók fýrst veruleg- an þátt í styrjöldinni í bar- dögunum við Sokolov í janúar 1943. Hún barðist einnig við Kiev og átti síðar mikinn þátt í úrslitasigrinum um Dikla í Austur-Slóvakíu. Eftir sigur- inn þar gat Svoboda á ný dregið þjóðfánann að hún í föðurlandi sínu. Það gerðist 6. október 1944 og á næsta ári, í apríl 1945, var hann gerður að varnarmálaráðherra í svonefndri Kosice stjórn. Svoboda var áfram í stjórn eftir valdatöku kommúnista í febrúar 1948 og gerðist ein- dreginn stuðningsmaður þá- verandi formanns flokksins, Klements Gottwalds. Á því sama ári gekk hann í komm- únistaflokkinn, þá 54 ára gam all, og varð meðlimur mið- stjórnar hans, en tveimur ár- um síðar féll hann í ónáð, var settur af sem varnarmála- ráðherra, en í þess stað feng in í hendur yfirstjórn íþrótta mála og líkamsræktar. Þetta embætti missti hann þó einn- ig og sat í fangelsi um hríð. Að fangelsisvistinni lokinni starfaði hann sem skrifstofu- maður á samyrkjubúi í heima héraði sínu. Þar dvaldist hann, að mestu gleymdur, fram til ársins 1955, er stofn- að var til hátíðahalda í til- efni þess, að tíu ár voru lið- in frá sigri Tékka og banda- manna þeirra á nazistum. Sagan hermir, að einn með- lima sendinefndar Sovétrikj- anna, sem kom til þess að taka þátt í hátíðahöldunum, hafi spurt: En hvar er Svo- boda? Var þá mannaður bíll og Svoboda sóttur til þess að sitja hátíðahöldin. Þetta ár var hann gerður að yfirmanni herskólans og þeim starfa gegndi hann til ársins 1959, er hann komst á eftirlaun. Auk þess tók hann þátt í ýmiss konar stjórnmála samtökum, var m.a. í stjórn félags, er efla skyldi vináttu- samband Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna og í stjóm fé- lags, sem hefur andstöðu við fasisma á stefnuskrá sinni. Svoboda hefur hlotið fjölda heiðursmerkja og orða bæði innlendar og útlendar. Hann hefur hlotið Leninorðuna og Suvorovorðuna frá Sovétríkj unum og sæmdarheitið „Hetja Sovétríkjanna“. Auk heiðurs merkja frá mörgum Austur- Evrópuríkjum hefur Svoboda hlotnazt viðurkenning frá Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Æðstu viður kenningu fyrir vaska fram- göngu sem hermaður hefur Svoboda fengið sex sinnum í heimalandi sínu, þrisvar í hvorri heimstyrjöldinni. Eiginkona Svoboda og börn urðu eftir í Tékkóslóvakíu, þegar hann flýði til Sovétríkj anna eftir hernám Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni. Kona hans, Irena að nafni, var meðlimur neðanjarðar- hreyfingar, sem aðstoðaði flóttafólk yfir landamærin, Framhald á bls. 11 Alexander Dubcek ■ / Alexander Dubcek Þjóðfélagsbreytingar þær, sem orðið höfðu í Tékkósló- vakíu fyrir innrás Varsj'ár- bandalagsríkjanna, hö'fðu að mestu leyti gerzt á 8 mánuð- um. Þetta er skammur tími. í fararbroddi þessar frjálsræðis 'þróunar hefur öðrum fremur staðið einn maður, Alexander Dubcek. Alexander Dubcek, síðara h iti þessa manns er talsvert einkennandi. Það þýðir ung eik. Ferill hans fram að þeim tíma, sem hann verður áhrifa mesti stjórnmálamaður Tékkó slóvakíu er hvorki litríkur né stormasamur heldur hæglát- ur, líkt og maðurinn hafi vilj- að forðast að hafa sig of mik- ið í frammi. Alexander Dubcek er fædd ur 21. nóvember 1921 í Uhro- vec í Slóvakíu og er því 46 ára að aldri. Foreldrar hans voru þá nýkomnir aftur frá Bandaríkjunum, en þangað höfðu þau farið sem útflytj- endur. Þegar Alexander var þriggja ára gamall hélt fjöl- skylda hans til So'vétríkj- anna, nánar til tekið til Kir- gisiu og myndaði þar ásamt nokkrum Tékkum, Slóvökum og Pólverjum 'þorp, sem var eins konar Kibbuz eða sam- yrkjubú. Þetta voru allt sann færðir kommúnistar og þessi nýju heimkynni voru fyrir- heitna landið í hinu nýstofn- aða ríki öreiganna, sem Len- in hafði komið á fót. Sjálfur hafði faðir Alexanders verið einn af stofnendum kommún- istaflokksins í Slóvakíu. Faðirinn virðist ekki hafa verið miklu hrifnari af Sovét ríkjunum, þegar til lengdar lét en Bandaríkjunum. Um 14 árum síðar sneri hann aftur til fyrri heimkynna sinna í Slovakíu. Engu að síð- ur hafði hann ekki glatað trú sinni á kommúnismann og syni sína ól hann upp við sömu lífsskoðun. Þegar byltingin varð í Tékkóslóvakíu 1948, var Dub- cek yngri aðeins venjulegur verkamaður í ölgerðarverk- smiðju. Hann var ekki enn orðinn neinn áhrifamaður í flokknum, enda þótt hann væri þar mjög virkur félagi. Þegar hann var gerður að flokksritara í bænum Trenc- in 1949 má segja, að ferill hans sem áhrifamanns innan flokksins hefjist. Á árunum 1955 til 1958 dvaldist hann við nám við flokksháskólann í Moskvu. Þar kynntist hann hinu vold- uga bræðraríki að ofan, ef svo má að orði komast. Sem barn og unglingur kynntist hann því neðan frá og hafði þá lært rússnesku reiprenn- andi. Skóli sá, sem hann sótti í Moskvu, er fræg stofnun í Austur-Evrópu. Hann er ætl- aður úrvals starfsmönnum kommúnistaflokksins ekki bara í Sovétríkjunum, heldur öðrum kommúnistaríkjum, einnig. Þetta var á valdatíma- bili Krúsjeffs. Árið 1963 var Dubcek gerð ur að flokksritara í Slovakíu. Hann kom þar í stað Bacileks, alræmds stalinista, sem var orðinn svo óvinsæll að Nov- otny, vinur hans og samstarfs maður treysti sér ekki til þess að láta hann _ gegna þeirri stöðu áfram. Ástæðan fyrir' því, að Dubcek var valinn í hans stað, kann að hafa ver- ið sú, að Novotny og félagar hans hafa talið hann hættu- lausan, sökum þess hve hann var ungur og ferill hans áður sléttur og felldur og laus við öll umbrot. Gagnvart almenn ingi hafði hann það til síns ágætis, að hann hafði aldrei hvorki látið hengja nokkurn eða varpað neinum í fangelsi. Allur ferill Dubceks er slíkur, að það gegnir næst- um furðu, að hann ætti eftir að verða slíkur umbrotamað- ur innan kommúnistahreyfing arinnar og raun varð á. Hann hafði fengið eins fullkomið uppeldi og nokkur kommún- isti gat fengið. Hann þótti hvorki litríkur né mikill per- sónuleiki, ekki einu sinni góð ur ræðumaður. Samt átti hann eftir að verða að hálfgerðum guði í vitund þjóðar sinnar og persónudýrkun á honum að yfirganga flest það, sem tíðkast hafði á Stalinstímabil inu, en það ber að athuga, að þetta var ekki skipulögð per- sónudýrkun. Hún skapaðist af sj'álfu sér á meðal fjöldans. Mesta afrek Dubceks er það, að honum tókst að skapa traust þjóðarinnar að nýju á kommúnistaflokknum. Hann safnaði um sig ihópi manna, s:m voru jafn frjálsynd- ir og hann og hó'f stór- felldar umbætur innan flokksins. Á flo'kksþing- inu í janúar sl. tókst honum að tryggja sér öruggan en nauman meirihluta innan for- sætisnefndar flokksins og tók að framkvæma með ótrú- legum hraða þær breytingar í átt til aukins frelsis, sem raktar eru hér annars stað- ar í blaðinu. Afleiðingin varð sú, að kommúnista- flokkur landsins, sem sennilega hefði fengið um 5 prs. atkvæða hefði verið geng ið til frjálsra kosninga í land- inu um síðustu áramót, varð nú það afl í landinu, sem all- ir settu traust sitt á. Ef geng ið hefði verið til slíkra kosn- inga um mánaðamótin júlí ág- úst, er eins víst að kommún- istaflokkurinn hefði fengið hreinan meiri hluta atkvæða. Hver er svo skýringin á því, að maður eins og Dub- cek kemur skyndilega fram á sjónarsviðið og tekur að stokka kommúnistiskar lifs- og þjóðfélagsskoðanir upp á Framhald á bls. 13 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.