Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 10
10 MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 — Aðdiagandinn Frambald af bls. 8 braut ákveðin, sem farin yrði í Tékkóalóvakíu. FRJÁLSRÆÐISÞRÓUNIN HEFST Hér skal þessi þróun rakin lítillega, en farið hratt yfir sögu, því að hún er flestum að meira eða minna leyti kunn. í marz sl. var prentfrelsi komið á í landinu. Blöðin tóku upp sjálfstæða afstöðu gagnvart stjómarvöldunum, gagnrýni á þau varð :að sjálfsögðum hlut, sem þau fremur hvöttu til en löttu og í stað fangeisana og annarra réfsiaðgerða gripu full trúar ríkisvaldsins til pennans eða hljóðnemans til þess að verja gerðir sínar. Ferðafrelsi var komið á. Hver mátti fará hvert á land sem hann vildi, ef hann aðeins átti fé til. Raúnar má segja, að það hafi verið miklum erfiðleikum bundið fyrir fólk að ferðast til útlanda, jáfnvel þótt það hefði fé til, því að al'lur erlendur gjaldeyrir’ sem viðkomandi fékk til farar sinnar, nam tíu dollurum ög varð að kaupa þá á fimmföldu gengisverði. Þessu oltu gjaldeyriserfiðleikar lands ins. Engu að síður var þetta stórkostleg breyting. Þeir sem áttu settingja í öðrum löndum og gátu látið þá standa straum af kostnaðinum við ferð sína létu ekki segja sér s'líkt tvisv- ar. Loks gafst tækifæri til þess að sjá son, dóttur, móður, föður o.s.frv. eftir ef til vill tuttugu ára aðskilnað. Þá voru framkvæmdar stór- felldar breytingar á réttarfari landsins. Héðan í frá skyldi vera ókleift að handtaka nokk urn fyrirvaralaust og halda honum fangelsuðum langtímum saman, án þess að viðkomandi vissi um, hvað honum væri gef ið að sök í raun og veru og mál hans látið koma fyrir rétt. Dómsvaldið átti að vera eftir- leiðis fullkomlega aðgreint frá ríkisvaldinu og óháð því. Hver, sem ákærður var, skyldi eiga heimtingu á því, að mál hans yrði tafarlaust látið koma fyr- ir rétt, þar sem óhlutdrægur dómari kvæði upp rökstuddan úrskurð eða dóm í máli hans. Mál þúsunda manna sem dæmd ir höfðu verið saklausir, voru tekin upp að nýju, þeim veitt uppreisn æru og auk þess greiddar skaðabætur fyrir áorð ið misrétti, eftir því sem unnt var. Tékkóslóvakía var orðin að réttarríki að nýju. Trúarbragðafrelsi var komið á og prestar landsins tóku aft- ur við embættum sínum í kirkj um þeim, þar sem þeir höfðu þjónað. Áður höfðu fjölmargir þeirra mátt sæta afarkostum og verið hraktir úr embættum sín um. Kirkjan skyldi gerð að sérstakri stofnun en í bylt- ingunni 1948 tók ríkið algjör- lega við stjórn hennar og bann aði í reynd starfsemi hennar. Menningarfrelsi var komið á. Nú þurfti ekki lengur leyfi til þess að stofna félög í því skyni að vinna að sameiginleg- um áhugamálum. Skátahreyfing landsins og hvers konar félög áhugafólks tóku að starfa að nýju. SÓSÍALÍSKT HAGKERFI SKYLDI HALDAST Svo langt var gengið, að öðr um stjórnmálaflokkum en komm únistaflokknum var veitt leyfi til sjálfstæðrar starfsemi. Þeir urðu að vísu að starfa innan svokallaðrar Þjóðfylkingar, þar sem kommúnistar voru enn alls ráðandi, en grundvöllurinn var lagður að kerfi, þar sem stjórnmálaflokkarnir voru fleiri en einn. Það var ekki einu sinni áskilið að þeir væru sósíalist- ískir. Allir gengu þó út frá því sem gefnu. Eitt skyldi hald azt óhaggað og það var hið sósíalistíska hagkerfi. Ríkið skyldi eftir sem áður ráða at- vinnutækjunum. Miklar umbæt ur í efnahagsmálum voru þó ráðgerðar. Lögð skyldi meiri áherzla á að hvetja einstakling inn til meiri og betri afkasta. Nú skyldu menn valdir í ábyrgðarstöður í atvinnulífinu eftir getu og hæfileikum. Það átti ekki að duga lengur að vera bara dyggur flokksmað- ur. Aðeins smávægilegar breyt ingar skyldu eiga sér stað, sem unnt var að flokka undir frá- hvarf frá sósíalisma. í land- búnaði skyldi búrekstur þeirra, sem enn byggju á eigin jörð- um, efldur. í verzlun skyldi smásala gerð að einkarekstri í takmörkuðum mæli að nýju og eins skyldi farið með smáiðnað. Talið var, að þetta kynni að reynast hagkvæmt og veita rík isfyrirtækjum nauðsynlega sam keppni. Hið sósíalistíska hag- kerfi duldist engum eftir sem áður. Atvinnutækin voru áfram eign hins opinbera. Eins var með langmestan hluta íbúðar- húsnæðis og raunverulega allt land. Það var eins og allir gerðu sér Ijóst, að stórfelldra breyt- inga væri að öðru leyti þörf á atvinnu- og efnahagslífi lands- ins. Þrátt fyrir tuttugu ára kommúnisma voru lífskjör verkamanna verri en á Vestur löndum. Slíkt var ósæmandi, en til þess að bæta lífskjörin varð að gera framleiðsluvörur landsins samkeppnisfærar á frjálsum markaði að nýju. Ljóst var, að samstarfið innan Come- con var ekki fullnægjandi. Það þurfti að endurnýja atvinnu- tækin einkum vélabúnað iðnað arins. Tit þess þurfti stórfélld lán og ef þau fengust ekki í Sovétríkjunum, skyldi þeirra leitað annars staðar, og þá óhikað á Vesturlöndum. Menn sögðu sem svo: Það er ekki skortur í landi ekkar, en það er ekki nóg. Við viljum lifa betur. í utanríkismálum skyldi stefna landsins haldast óbreytt. Það átti samstöðu með öðrum ríkj- um Varsjárbandalagsins. Krafa Súdetaþjóðverja í Vestur- Þýzkalandi um endurheimtingu á fyrri landsvæðum í Tékkó- slóvakíu virtist enn ’lifa góðu Mfi. Þetta var einhver helzta hætta Tékkóslóvakíu nú sem á dögum Hitlers. Til þess að af- stýra þessari hættu var nauð- synlegt að eiga stuðning Sovét ríkjanna og annarra ríkja Var- sjárbandalagsins. Það voru vin ir, sem unnt var að treysta. HVERS VEGNA? Hér hefur verið dregin upp mynd af Tékkóslóvakíu eins og hún var að verða og átti að verða og reynt að skýra ástæðurnar fyrir þeirri þróun, sem orðin var. Ljóst var, að stórkostlegar breytingar voru orðnar að staðreynd á flestum sviðum þjóðlífsins og allt hafði þetta gerzt að mestu leyti á 8 mánuðum. Hvers vegna fékk þessi þró- un ekki að halda áfram? Hvers vegria gripu Sovétríkin og fylgiríki þeirra til þess ráðs að senda her inn í Tékkóslóvakíu og hernema landið? Við þess- um spurningum er ekki til neitt óyggjandi svar. Sú skoðun er að sjálfsögðu nærtækust, að ráðamenn í Sovétríkjunum hafi talið, að Tékkóslóvakía hafi ver ið í upplausn, kommúnistaflokk ur landsins verið búinn að missa alla stjórn úr höndum sér á þróuninni og gagnbylting in á næsta leiti. En hversu nærtæk sem þessi skýring er, þá er hún einnig nánast vafa- söm. Sovézkum ráðamönnum sem ö'llum öðrum, er þekktu til ástandsins í Tékkósíóvakíu, hlaut að vera það ljóst, að kommúnistaflokkur landsins naut nú meiri stuðnings en nokkru sinni fyrr. Hættan á því, að kommúnistaafl, miseti völdin úr höndum sér, var alls ekki fyrir hendi. Sú skýring kann að vera öllu sennilegri, að valdhafarnir í Sovétríkjunum hafi beinlínis óttazt, að þær þjóðfélagstil- raunir, sem verið var að gera í Tékkóslóvakíu, bæru árangur og það sannaðist í raun að frelsi og sósíalismi gætu farið saman. Hefði það gerzt, hefði núverandi þjóðfélagsbygging Sovétríkjanna, sem er reist á sósíalisma en ófrelsi, riðað til falls. Sósíalisminn hefði ekki verið í neinni hættu þar, en hugmyndirnar um frelsi og mannréttindi samfara sósíalisma hefðu að öllum líkindum farið sem logi yfir akur um Sovét- ríkin og atla Austur-Evrópu. Þá hefðu þeir menn, sem nú sitja í valdastólum í Sovétríkj- unum og víðast hvar annars staðar í Austur-Evrópu mátt vita, að valdatímabil þeirra og þess embættismannakérfis, er þeir hafa stuðst við, væri senn á enda. Ný umbótasinnuð öfl hefðu tekið við forystunni í þjóðfélaginu þar eins og í Tékkóslóvakíu og sópað burt þeirri kynslóð íhaldsmanna, sem með völdin fara nú. Hver veit, nema það hafi verið ótt- inn við þetta, sem hafi verið meginástæðan fyrir árásinni á Tékkóálóvakíu. Hér skal engu spáð um þró- un frjálsræðishreyfingarinnar í Tékkóslóvakíu. Ljóst er, að Sovétríkin reyna eftir megni að snúa hjóli tímans aftur í það horf, sem það var áður. ótrú- legt er, að það muni takast nema að mjög takmörkuðu leyti. Sú vakning, sem gagn- tekið hefur þjóðir Tékkóslóvak íu er allt of sterk, til þess að hún verði kæfð til fullnustu. Þessi vakning hlýtur líka að geyma mikla von fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Þessi vakning kann a'ð ná til þeirra eða fæð- ast af sjálfu sér á meðal þeirra á svipaðan hátt og átti sér stað í Tékkóslóvakíu. Slík vakning kann að vera nær framundan en nokkurn grunar. Bifreiðaeigendur Höfum ávailt fyrirliggjandi flestar stœrðir af snjóhjólbörðum. Munið að sameinar gott snjómynstur og mikla endingu Vökull h/f. (bílabúð), Hringbraut 121, R. Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Gíslasonar, Laugavegi 171, R. Hjólbarðaverkstæðið Hraunholt v/Miklatorg, R. Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar v/Nesveg, R. Hjólbarðaviðgerðin, Hafnarfirði. Aðalstöðin h/f., Keflavík. Vökull h/f., Glerárgötu 26, Akureyri. Bifreiðaþjónustan, Borgarnesi. Hermann Sigfússon, ísafirði. Vélsmiðjan Sindri, Patreksfirði. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu MOSKVICH Moskvich fólksbifreiðar fyrirliggjandi. Óbreytt verð kr. 162.483.00. Hagstæðir greiðsluskilmálar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.