Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1966 »Heíma« auglýsir Tilbúinn rúmfatnaður, hvítur og mislitur; handklæði og glasaþurrkur; lök og lakaefni, hvítt og mislitt. Póstsendum. HELMA Hafnarstræti, sími 11877. Sim/ 22-0-22 Rauðarársiíg 31 1-44-44 Hverfisgötu WJ. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR tKIPHOUI 21 ÍÍMAB 2H90 - 40381 j LITLA BÍLALEIGAN Bercstaðastræti 11—13. Hagstætt leijufjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða «1748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN AKBBADT SENDUM SÍMI 8-23-47 BILALEIGAIM - VAKUR - Sundlaueavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. 9 Sími 20070 -19032 Volkswagen 1300 árg. ’67 Volkswagen árg. ’65 Rambler Ambassador 6 cyl. beinskiptur, ekinn 12 þús Taunus 12 M árg. ’63 Cortina árg. ’68 Austin Gipsy árg. ’67, dísil. bílanala GUÐMUNDAR Berjþérugðttt 3. Sfmar 19033, 20070. r BIRGIR ÍSL.GUNHARSSON' HÆ STARETTARL ÖGMA ÐUR LÆKJARGÓTU 6B SÍMI22120 meðal stúdenta", vill stjórn Stúd- entafélags Háskóla íslands taka fram, að hér var um áUt ein- staks stúdents að ræða, en alls ekki yfirlýsing af hendi stúdenta sem heildar. Þvert á móti telur stjórn Stúd- lenzkum stúdentum sæmi ekki að fordæma baráttuaðferðir félaga sinna í öðrum löndum, sem mót- ast af þeim þjóðfélagsaðstæðum, sem þeir búa við. Stjórn SFHÍ“. Svo mörg voru þau orð. Það er að vísu ágæt yfirlýs- ing frá stjórn Stúdentafélags Há- skóla íslands, að íslenzkir stúd- entar eigi ekki að vera að skipta sér af alls konar fólki og málum úti í heimi, sem þeim komi ekki við. Hingað til hefur mér þó fundizt, að stjóm þessa unga og sjálfsagt ágæta félags hafi ekkert haft á móti því að leggja fólki í öðrum löndum lífsreglurnar. En kannski stúdentar í öðrum lönd- um séu í sérflokki, ekki megi skipta sér neitt af þeim. Þó finnst mér nokkuð langt gengíð, þegar „einstakur stúdent" er hálfvegis hirtur opinberlega fyrir að segja mikið sannyrði. í orðum hans felst einmitt sannur menntamannsandi, sem hver stúd ent má vera fullsæmdur og stolt ur af: að bækur eru betri en grjót. Með niðurlagi klausunnar virðast stúdentar telja réttmætt að afsaka hvers konar óhæfuverk, morð og misþyrmingar, bóka- brennur og barsmíðar, íkveikj- ur og útrýmingarherferðir, vegna þess að slíkar baráttuaðferð- ir mótist „af þeim þjóðfélags- aðstæðum, sem þeir búa við“. Menntamenn allra alda hafa ein- mitt ávallt barizt fyrir þvi, að bókin eigi að mega sín meira en grjótið. Það er forsenda alls menntálífs, allrar andlegrar iðju, og til þess nota þeir talað orð og skrifað, en hvorki barefli né grjót. Enginn verður heldur bar- inn til bókar. Með grjótkasti verður enginn menntaður, held- ur þvert á móti. Grjótkast er aft- urkast til villimannalíís, en ný bók varðar veginn fram á við til betra mannkyns. Þetta er sann- leikurinn, sem stúdentar hafa allt af verið að reyna að troða inn í höfuðið á grjótkösturum með frið samlegu móti. En fari stúdentar að kasta grjóti til þess að móta nýjar þjóðfélagsaðstæður, þá ættu 0 Bækur eða grjót „Akademiker með þrítuga stú- dentshúfu” skrifar: „Kæri Velvakandi! Má ég vekja athygli þína á eftirfarandi klausu, sem birtist í Morgunblaðinu finuntudaginn 28. nóvember? Með þínu ieyfi, þá hljóðar hún þannig: „Athugasemd frá stúdentum Vegna fréttar frá blaðamanna- fundi stúdenta, sem birtist í Morgunblaðinu 26. nóvember, þar sem stúdentum voru lögð í munn þau ummæli, að þeim fynd ist „sæma betur að gefa út þessa bók (Mennt er máttur) en kasta grjóti, eins og nú tíðkast mjög SNYRTIVÖRUR Halldór Jónsson f Hafnarstræti 18 f ' sími 22170-4 línur þeir að stiga skrefið til fulls, annað hvort upp í trén eða nið- ur í hellana. Þrjátíu ára stúdent f dag hef- ur lifað í heimi, þar sem of- beldi og villimennska hafa ráð- ið alltof miklu. Þó að þeir ungu muni það ekki, ættu þeir samt að vita það. Akademiker með þrítuga stúdentshúfu". ^ Ljóðakennsla í skólum Jón Sigtryggsson, Kleppsvegi 20, skrifar: „Það er líkt og ylur í ómi sumra braga, mér hefur hlýnað mest á þvi marga kalda daga“. Þi. Velvakandi sæll! Hinn 24. nóv. s.l. óskar þú eft- ir fleiri bréfum um ljóðakennslu í skólum, þvl sendi ég þessar lín ur. Innan við fermingu lærði ég kvæði og sálma svo tugum skipti, auk ferskeytlanna, sem voru margfalt fleiri. Nokkur þessara kvæða kann ég enn, eftir rúm 60 ár og hinum, er ég vel kunnug- ur. Þetta kvæðanám hefur eflt þroska minn, aukið mér ánægju og orðið mjög gagnlegt margvís- lega. Ég tel það með gagnlegasta bóknámi mínu, næst á eftir lestri, skrift og reikningi. Ef ég hefði skilið það í æsku, hversu mikils virði kvæðanámið gæti orðið mér síðar á ævinni, þá hefði ég lært miklu fleiri kvæði. Þess vegna mæli ég með þvl, að skólamir kenni börnum kvæði og duglegum bömum sem flest. Hins verður einnig að gæta að fara hægt á þeirri braut, þegar um seinþroska böm er að ræða, sem ef til vill eiga nóg með að nema það, sem talið er nauðsyn- legast. Til að gera langt mál stutt vil ég segja þetta: Gott kvæði, sem barn lærir utanbókar eftir andleg an þroska bransins, skerpir skiln- ing þess, málsmekk og dóm- greind, eykur því víðsýni og fegurðarkennd og veitir því marga ánægjustund. Til eru þau kvæði, sem gera menn að betri mönnum, s.s. feg- urstu sálmar sálmabókarinnar og einnig sum veraldleg kvæði, sem svo eru nefnd. Mörg okkar þeztu ljóða eru fullkomin listaverk, sem 1 engu standa að baki beztu listaverk- um annarra listgreina, s.s. mynd- list. Ein ferskeytla getur flutt okk ur heila ævisögu. Bending: Leitið uppi og lærið óð, ljóð, með snilli orðum. Það yrkja fáir eins vel ljóð og hann Þorsteinn forðum. Kleppsvegi 20, 26. nóv. Jón Sigtryggsson". 0 Hvar er vöndurinn Maður hér i bæ sendir eftlr- farandi bréf, og þykir Velvak- anda hann hafa all-forneskjuleg- ar réttarfarshugmyndir. Hann hefur valið sér dulnefnið HarB- stjóri: „Ágæti Velvakandi Éitt af þeim málum, sem hæst ber um þessar mundir, er skálm- öld sú sem rikt hefur í höfuð- borginni og nágrenni að undan- förnu. Lítil ráð virðast til að draga úr þessum ófögnuði. Þvi að þótt þrjótarnir náist er ekki til handa þeim öruggur „sama- staður”, og þeir halda áfram sinni þokkalegu iðju, jafnvel nótt eftir nótt. Nú mun það hvort tveggja vera að lítið fé er fyrir hendi til byggingar betrunarhúss, og að slfk framkvæmd mundi taka mörg ár. En menn eru líklega sammála um, að eitthvað þurfi að gera og það heidur fyrr en seinna. Ég legg þvi til að við vindum okkur I að breyta þess- um hegningarlögum til samræmis við breytta tíma og versnandi fjárhag rikisins og tökum upp gömlu góðu aðferðina — hýðing ar á Austurvelli. Það er augljóst, að með þessu gætum við sparað okkur (þessum heiðarlegu) að miklu leyti byggingu betrunar- húsa, auk uppihalds, fyrir þessa karla og það er ekki svo lítill sparnaðarliður. í öðru lagi gætu menn tekið út sina flengingu jafnskjótt og dómur væri upp kveðinn og fengið þar með dýrmæta reynslu í stað þess að bíða árum saman í hinni mestu óvissu um framtíð- ina. Þá þætti mér ekki óliklegt, að margur þrjóturinn hugsaði sig um tvisvar áður en haim fram- kvæmdi einhver heimskupör, ef hann ætti von á hýðingu fyrir vikið. Ef þessi tillaga skyldi nú ekki koma til framkvæmda fyrir jólin, væri ekki úr vegi að fá myndir af afkastamestu stigamönnunum, svo að hinir vammlausu bjóði þeim ekki til stofu að óþörfu. Harðstjóri". Gapastokkurinn gamli mun hafa verið þar sem nú er bila- stæði Steindórs, en kannske væri meira svigrúm fyrir böðul og flengingameistara á Austurvelli, ef einhverjir gerðu sér ómak til þess að horfa á húðlátið. Velvakandi er hræddur um, að harkalegar refsiaðgerðir mýki seinlega spillt eðlisfar, ^stelsýki og aðra ónáttúru, sem mannkind in hefur orðið að dragast með frá öndverðu. Hitt er annað mál, sem Velvakandi hefur mjög orðið var við í bréfum til hans og i viðtöl- uk við fólk, að almenningi blöskr ar sú glæpaalda, sem honum finnst vera að byrja að rísa, og vill ýmislegt til vinna til þess að kveða hana niður nú þegar. Verzlunorhúsnæði tU Ieigu við Laugaveg neðarlega. Upplýsingar í síma 35200. Mohair plyds Hefi fengið yfir 20 teg. af hollenzkum Mbhair plydsum. Dam sui>er modern á kr. 1126.00 pr. met. og Sat super modern á kr. 1082.00 pr. met. Enncfremur gullhrokade á rococo stóla, (Ifrönsk mynstur), snúrur, kögur, dúska, agramana. Sel áklæði án þess a’ð vinna úr því. GUNNAR S. HÓLM Húsgagnabólstrunin Njálsgötu 5. Sími 13980. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.