Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DEISEMBER 1968 - STJÖRNARFRV. Framhald af bls. 1 gjaldsins tekjur af síldarafurð- um. Jafnframt myndast betra samræmi milll gjaldanna og þeirra hagsmuna, er hver veiði- grein hefur af gjaldinu. Til þess að ná þessum árangri hefur bein hækkun gjaldsins verið látin koma niður á afurðum þorskafl- ans. Jafnframt er lögð tii nokk- ur lækkun gjalds af síldarafurð- um. Hér á eftir eru helztu efnis- ákvæði frumvarpsins rakin, svo og skýringar við þau: Um ákvörðun fiskverðs og stofnfjársjóð 1. grein Verðlagsráð sjávarútvegsins skal eins fljótt og við verður komið ákveða nýtt lágmarksverð á öllum tegundum sjávarafla, samkvæmt lögum nr. 97 18. des. 1961, um Verðlagsráð sjávarút- vegsins. Hið nýja verð skal taka gildi frá og með 15. nóv. 1968, og gilda ekki skemur en til loka fyrsta verðlagstímabils arsins 1969. 2. grein Þegar fiskiskip selur afla í inn. lendri höfn, eða afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram, skal fiskkaupandi eða fiskmóttakandi greiða gjald til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, er nemi 10% fiskverðs eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjavar- útvegsins. Þó skal greiða 20% af verði síldar og humars. Hið Sama gildir. þegar fiskiskip, sel- Ur eða afhendir afla sinn öðru 'skipi til löndunar í innlendri höfn. Greiðsla stofnfjárgjalds kemur til framkvæmda við gild- istöku nýs fiskverðs. Um ráð- stöfun tekna stofnfjársjóðs fer eftir ákvæðum laga um Stofn- fjársjóð fiskiskipa. Ákvæði um inhheimtu þessa gjalds skulu sett með reglugerð. Heimilt er sjáv- arútvegsmálaráðuneytinu að á- íkveða, að ekki skuli gr.eiða gjald til Stofnfjársjóðs, þegar afli er seldur til neyzlu innanlands. TEKJUR AF STOFNUÁNA- FJÁRSJÓÐSGJALDI 300-^00 MILLJÓNIR KR. Á ÁRI ’1 Þessi grein kveður á um igreiðslu stofnfjárgjalds, er fisk- ikaupandi greiðir til Stofnfjar- sjóðs fiskiskipa. Er gert ráð fyrir, að gjaldið nemi 10% af fiskverði, eins og það er ákveðið af Verð- lagsráði sjávarútvegsins, fyrir aðrar tegundir fisks og krabba- dýra en síld og humar, en fyrir þær nemi það 20%. Gert er ráð tfyrir, að tekjur af stofnfjársjóðs- gjaldi muni nema 300 til 400 m. ikr. á ári eftir aflabrögðum. Er þetta talsvert lægri upphæð en afborganir og vextir af stofnlan- um fiskiskipaflotans sem nema yfir 400 m. kr. Ætlunin er, að ráðstöfun tekna stofnfjársjóðs af stofnf j árgjöldum fari _ að öllu íleyti eftir núgildandi ákvæðum laga nr. 58, 1. maí 1968, um • Stofnfjársjóð fiskiskipa. Munu þau stofnfjárgjöld, er greiðast af afla hvers fiskiskips, verða greidd inn á reikning skipsins í stofnfjársjóði. Innstæðan á þeim ■reiknángi verður síðan notuð tfyrst og fremst til greiðslu af- borgana og vaxta af lánum skips- ins í Fiskveiðasjóði. Sé atfgangur á reikningnum af þessu loknu, má íhann notast til greiðslu af- borgana og vaxta af stofnlánum eða öðrum skuldum hjá öðrum opinberum sjóðum. Notist inn- stæðan ekki til þessara þarfa, má heimila notkun hennar til 'greiðslu endurbóta skips eða til greiðslu kostnaðar við kaup á ■nýju skipi eða aðrar meiriháttar tframkvæmdir í sjávarútvegi. Sé ekki ástæða til að ætla, að þörf sé á innstæðunni til þessara þarfa, er heimilt að greiða hana innstæðueiganda. Gert er ráð fyrir, að innheimta gjaldsins fari fram við veðsetningu afurða. Hins vegar eru ekki sett ákvæði um þetta í frumvarpið, heldur er gert ráð fyrir, að þau ákvæði verði sett með reglugerð. Athug- un hefur farið fram á því, hvern- ig þessari framkvæmd verði bezt hagað, og eru fulltrúar útvegs- manna og fiskkaupenda, ásamt starfsmönnum banka og starfs- mönnum Fiskifélags íslands, sem þessi mál hafa verið rædd við, á einu máli um, að framkvæmd innheimtunnar geti orðið tiltölu- lega einföld og auðvelt sé að fella hana inn í það kerfi veð- setningar og gjaldeyrisskila, sem nú eru fyrir hendi. Erfitt getur hins vegar orðið að innheimta gjaldið, þegar fiskur er seldur til neyzlu innanlands. Þar sem undanþágur frá gjaldinu geta aftur á móti leitt til ýmissa vand kvæða, er hér lagt til, að sjávar- útvegsmálaráðuneytinu sé veitt heimild tii að undanþiggja neyzlulisk gjaldi þessu. Ákvörð- un um notkun undanþágunnar yrði tekin eftir að frekari at- hugun málsins hefði farið fram. 3. grein Þegar fiskiskip selur afla í inn- lendri höfn, eða afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram, skal fiskkaupandi eða fiskmóttakandi greiða útgerðar- manni eða útgerðarfyrirtæki hlutdeild í útgerðarkostnaði, er nemi 17% miðað við fiskverð eins og það er ákveðið af Verð- lagsráði sjávarútvegsins . Hið sama gildir, þegar fiskiskip selur afla sinn öðru skipi til löndunar í innlendri höfn. Greiðsla kostn- aðarhlutdeildar kemur til fram- kvæmda við gildistöku nýs fisk- verðs. Kostnaðarhlutdeildin kem ur ekki til hlutaskipta eða afla- verðlauna, og gildir þetta einnig um alla ráðstötfun tekna úr Stofn fjársjóði fiskiskipa. 17% HLUTDEILD FISKKAUP- ANDA í UTGERÐAR- KOSTNAÐI Þessi grein fjallar um þá hlut- deild í útgerðarkostnaði, sem ætlazt er til, að fiskkaupandi greiði útgerðarmanni eða út- gerðarfyrirtæki, þegar fiskkaup fara fram. Er lagt til, að þessi hlutdeild verði 17% af fiskverði eins og það er ákveðið af Verð- lagsráði sjávarútvegsins. Er sú iillaga á þeirri ihækkun útgerð- arkostnaðar, sem gera má ráð tfyrir, að breyting gengisins hatfi í för með sér, en ’hún er áætluð 18—20% á þorskveiðum báta miðað við núgildandi fiskverð. í öðrum veiðum, einkum síld- veiðum en einnig þorskveiðum togara, er kostnaðarihækkunin nokkru meiri en þetta. Eigi að síður er lagt til, að kostnaðar- hlutdeildin sé sú sama í öllum veiðum, og er þá höfð hliðsjón atf því, að lagt er til, að stotfn- tfjársjóðsgjaldið verði hærra fyr- ir síldveiðar en þorskveiðar. Þessi grein kveður einnig á um, að hvorki kostnaðarhlutdeildin né ráðstöfun tekna úr stofnfjár- sjóði skuli koma til hlutaskipta eða aflaverðlauna. 4. grein Þegar fiskiskip selur afla í er- lendri höfn skal það greiða 22% af heildarsöluverðmæti aflans til Stofnfjársjóðs fiskiskipa. Hið sama gildir, þegar fiskiskip selur afla sinn öðru skipi í erlendri höfn. Þessi greiðsla kemur til frádráttar frá heildarsöluverð- mæti ásamt frádráttartölu kjara- samninga við ákvörðun aflaverð- launa, aukaaflaverðlauna og hluts samkvæmt kjarasamning- um. Heimilt er sjávarútvegs- málaráðuneytinu að lækka gjald þetta vegna hækkunar, er verða kann á öðrum gjöldum við sölu aflans. STOFFJÁRGJALD VEGNA 'SÖLU ERLENDIS Þessi grein fjallar um greiðslu stofnfjárgjalds af sölu fisks í er- 'lendri höfn. Er lagt til, að það gjald verði 22% af heildsöluverð- mæti (brúttósöluverðmæti). Á hinn bóginn er ekki um neina kostnaðarhlutdeild að ræða, þeg- ar selt er erlendis. Þar sem hækkanir á öðrum gjöldum á þessar sölur, svo sem á útflutn- ingsgjöldum eða tollum, gætu 'gert það að verkum, að stofn- tfjárgjaldið yrði óeðlilega hátt, er í greininni heimild til sjávar- útvegsmálaráðuneytisins til að ■lækka gjaldið vegna hækkunar á öðrum gjöldum. 1 5., 6. og 7. grein 1 í stað 4. greinar laga um Stofnfjársjóð fiskiskipa, komi ný grein svo hljóðandi: Stofntfjársjóðsgjöld, er greiðast til Sofnfjársjóðs fiskiskipa, skulu leggjast inn á reikning þess fiskiskips sem aflað hefur þess hráefnis, sem gjaldið er greitt af. Hvert fiskiskip skal hafa sér- reikning hjá sjóðnum. Sé inni- stæða á slíkum reikningí lengur en einn mánuð’ skal Fiskveiða- sjóður færa á reikninginn til tekna vexti, er séu 14% lægri á ári en innlánsvextir eru á almennum sparisjóðsbókum á hverjum tíma. Þá koma einnig nýjar greinar í stað 5. og 6. greinar um Stofn- fjársjóð fiskiskipa og er þar kveðið á um að Fiskifélag fs- lands skuli senda Fiskveiðasjóði háJfsárslega skýrslu um afla og aflaverðmæti allra fiskiskipa, hvort sem afla þeirra er landað hérlendis eða í erlndri höfn, og að Fiskviðisjóður skuli að fengn- um þessum skýrslum láta endur- skoða greiðslur stofntfjársjóðs- gjalda á reikninga fiskiskipa og sannreyna að þær greiðslur séu í samræmi við aflaverðmæti skipanna, -og þau stofnfjársjóðs- gjöld, sem af þeim ber að greiða. Framlag ríkissjóðs til sjóðsins á árinu 1968, 124 millj. kr., skal skipta á milli fiskiskipa í hlut- falli við aflaverðmæti skipanna tfrá 1. janúar til 14. nóv. 1968. BREYTINGAR Á STOFNFJÁR- 'SJÓÐI FISKISKIPA Þessar greinar fela í sér breyt- ingar á 4., 5. og 6. gr. laga nr. 58 1. maí 1968, um Stofnfjársjóð fiskiskipa. Eru þessar breytingar nauðsynlegar vegna þeirra tekna, er sjóðurinn nú mun fá af stofn- fjárgjaldi, og þess innheimtu- fyrirkomulag, sem fyrirhugað er og lýst var í aðalatriðum í at- hugasemdum við 2. gr. Myndi hin nýja 4. gr. laganna kveða á um reikninga fiskiskipa hjá stofnljánasjóði, um greiðslu stofn fjárgjalda inn á þá reikninga og um vexti af innstæðum á reikn- ingunum. í 5. gr. laganna myndu vera ákvæði m skýrslur Fiski- félags íslands um afla og afla- verðmæti fiskiskipa, sem nú myndu verða sendar Fiskveiða- sjóði hálfsárslega í stað ársfjórð- ungslega áður, og sem nú myndu /ná til allra fiskiskipa og til land- lana bæði innanlands og erlendis. S 6. gr. laganna myndi kveðið |á um notkun skýrslna Fiskifé- lagsins til endurskoðunar á stofn tfjársjóðsgjöldum. Þá myndi þessi Igrein einnig fela í sér ákvæði ium það, að skipting framlags Iríkissjóðs til stofnfjársjóðs á ár- inu 1968, 124 m. kr., skuli miðast Ivið aflann frá 1. janúar til 14. ínóvember, en ekki við aflann á iöllu árinu. Er stungið upp á þess- lari tilhögn í samræmi við óskir iLandssambands íslenzkra útvegs- imanna. 8. grein Stjórn Aflatryggingas’jóðs er heimilt að ákveða, að bætur til Itogara úr sjóðnum vegna afla- Ibrests skuli miðast við úthalds- ttíma þeirra á því ári, sem bæt- lurnar eru greiddar fyrir, svo og lað setja um þetta nánari reglur imeð samþykki sjávarútvegsmála- iráðuneytisins. IBÆTUR TIL TOGARANNA Hér er lun að ræða ákvæði ium bætur til togara úr Afla- 'tryggingasjóði, sem verið hefur d gildi á undanfömum árum, en hefur aðeins verið lögfest til eins árs í senn. Fyrir árið 1967 er þetta ákvæði að finna í 4. gr. ilaga, nr. 79, 29. desembep 1967, um ráðstöfun á gengishagnaði af útfluttum sjávarafurðum o. fl. iHér er ákvæðið orðað þannig, að það gildi ekki aðeins til eins árs .1 senn, heldur sé heimild, sem ■gildi um ótiltekinn tíma. ) BRÁÐ ABIRGÐ AÁK V ÆÐI Hafi fiskiskip verið i leigu hinn 15. nóvember 1968, og hafi .leigan verið miðuð við það, að leigutaki greiddi vexti og af- borganir af stofnlánum skipsins, akal leigufjárhæðin lækka sem svarar greiðslum inn á reikning skipsins hjá Stofnfjársjóði fiski- skipa á leigutímanum. Útflutningsgjald af sjáv- arafurðum 9. grein Útflutningsgjald af sjávaraf- urðum samkvæmt lögum þessum greiðist sem hér segir: i 1. Kr. 1.360,00 á hvert útflutt ■tonn greiðist af freðfiskflökum, tfrystum hrognum, verkuðum salt tfiski, verkuðum og óverkuðum saltfiskflökum, söltuðum þunnild um, söltuðum hrognum, saltbit- um, söltuðum og frystum gellum, skreið, hertum þorskhausum og niðursoðnum og niðurlögðum s j ávaraf ur ðum. Nemi gjald samkvæmt þessum tölulið meiru en svarar 5% af tfob verðmæti útfluttra sjávar- vöru, er heimilt að fella niður þann hluta gjaldsins, sem er um- tfram þetta mark. 2. 3% gjald af fob verðmæti greiðist af heilfrystum fiski, frystum fiskúrgangi, frystum humar, írystri rækju, frystri loðnu, loðnumjöli, loðnulýsi og hertum sjávardýraolíum. 3. 5% gjald af fob verðmæti greiðist af hvalafurðum, öðrum en niðursoðnum eða niðurlögð- um. 4. 6% gjald af fob verðmæti greiðist af fiskimjöli, karfamjöli, humarmjöli, rækjumjöli, þorska- lýsi, karfalýsi, heilfrystri síld, frystum síldarflökum og öðrum þeim sjávarafurðum, sem ekki eru sérstaklega taldar í þessari grein. 5. 7% gjald atf fob verðmæti greiðist af óverkuðum saltfiski og nýjum ísvörðum fiski. Þó getur sjávarútvegsmálaráðu neytið ákveðið, að útflutnings- gjald af nýrri og ísaðri síld skuli vera allt að því eins hátt og greitt mundi við sams konar verk un hennar hér á landi og hún fer til erlendis. 6. 8% gjald af fob verðmæti greiðist af síldarmjöli, síldarsoð- 'kjarna, síldarlýsi og saltsíld. 7. Útflutningsgjald greiðist ekki af selafurðum. ( SAMRÆMING Á GJALD- SKRÁ ÚTFLUTNINGSGJALDS Þar sem svo almennt tilefni gefst nú til endurskoðunar á út- 'flutningsgjaldinu, hefur verið ■leitazt við að færa gjaldskrána tfil betra innbyrðis samræmis en áður. Jatfnframt verður að sjálf- sögðu að taka tillit til mismun- andi afkomu og gjaldþols fram- leiðslugreinanna, hráefnisverð- mætis, sem innifalið er í afurð- unum og til stærðar og dýrleika þess flota, er aflar hverrar teg- undar hráefnis. Magngjaldið er nú látið ná til tfleiri tegunda en áður, þ. e. salt- aðra þunnilda, saltaðra hrogna og niðursoðinna og niðurlagðra afurða, jafnframt því að það er hækkað verulega, úr 530,00 kr. í 1360,00 kr. pr. tonn. Undir það íellur mestallur þorskafli annar en ísfiskur og óverkaður salt- fiskur. Meðalhlutfall gjaldsáns miðað við fob verðmæti hækkar úr 2,0% í 3,2%. Aukning tekna umfram beinan umreikning við gengisbreytinguna nemur 34,8 m. kr. samkvæmt áætlun. Fellur hækkunin að langmestu leyti á afurðir frystihúsa. Niðursoðnar og niðurlagðar afurðir, er hafa verið gjaldfrjálsar, eru nú færð- ar undir magngjaldið. Er nauð- synlegt að tryggja sjávarútveg- inum þennan gjaldstofn að réttri tiltölu við hráefnisinniihaldið, enda þótt þær séu fullunnar. Þess ber og gæta, að magngjald- dð fellur á nettóþunga afurðanna, en ekki á umbúðir, sem eru til- tölulega þungar, að því er niður- soðnar og niðurlagðar afurðir snertir. NOKKRAR BREYTINGAR A ÚTFLUTNINGSGJALDI Undir 3% gjald eru settar atf- urðir, er æittu atf ýmsum ástæð- um að bera einna lægist gjald hhittfalLsilega og eiga ekki heima í magngj aldflokki sökum hluit- falMega mikillar þymgdar sam- anborið við verð, auik þess sem ekki er helduir um mismuinandi vinnslustig að ræða innan þess- ara afurða, er geri magngjalds- fyrirkomiulag e’ðli'legt. Rækjan, er áðuir bar hverfandi lítið gjald atf magni, hefur verið færð í þennan flofck, og enn frermur heiltfrystur fiskur og frystur fiskúrgangiur, úr 4.2% gjaldi, en þessar atfurðir eru nú ekki tald- ar svo ábatavænlegar, sem áður var talið, og fryst loðna, sem bar 6% gjald. Við þessar breytingar fellur 4.2% gjaldtflokkurinn nið- ur. Þá eru hertar sjávardýraolí- ur einnig settar í þennan flokk. Mun gjaldið þá vera nærri þvi að samsvara gjaldi af lýsisinni- haldi þeirra. Með færslu hvalafurða úr 6% gjaldi í 5% gjald er komið nokk- uð til móts vfð kvartanir um misræmi milli réttinda og skyldna hvalveiðanna í gjald- kerfinu. En 6% flokkurinn hefur aðeins breytzt við færslu atfurða til annarra flokka. Lagt er til, að nýr tflokkur með 7% verðmætisgjaldi verði mynd- aður og falli undir hamn nýr og ísvariinn fis'kur, er áður var í 6% gjaldi, og óverkaður salt- fiskur úr 3.5% gjaldi. Með þess- um breytinguim, er samkvæmt áætlun aflað 36.5 m. kr. umtfram hlutfallslega aukningu miðað vfð gengi. HlutfalLslega meiri hækk- un þessara atfurða en annarra stendur í sambandi við tiltolu- lega hagstæða afkomu í fram- leiðslu þessara afurða af völdum gengisbreytingarinnar, auk þess sem um lítt unnar eða óunnar afurðir er að ræða. Lagt er til, að sett verði heim- ildarákvæði lun hækkun gjalds af síld landaðri erlendis. Er heimild til sveigjantegrar ákvörðunar þess bráðnauðsynleg vegna saimræmis við gjöld atf síld unninni hér. En miðað við hráefnisverðmæti mun það væntanlega geta orðið 13—14% af hráetfni bræðslusíldar, en um eða yfir 20% af hráefni saltsíld- ar. Yerði brögð að löndun síld- £ir erlendis, mun verða óhjá- kvæmitegt að nota heimildina, bæði til að bæta upp missi gjalda af vinnsluafurðunum, svo og til þess að tryggja atvinnu í vinnslugreinum og atfkomu þeinra. Gjald atf síldarmjöli og sáldar- lýsi, 8%, er lagt til að verði óbreytt. En gjald af saltsíld er nú mjög hátt, einkum að tiltöliu við hráefnisverðmæti. Er því lagt til, að það verði læfckað niður í 8%, enda þótt gjald- stotfninn þoli tæplega þá lækk- un, og það hafi í för með sér, að seilast verði mjög Langt til spamaðar í greiðslu tryggingar- iðgjalda fiskiskipa. Að undanfömu hafa skip, er siigla með atfla, fengið mjög hag- stæðan frádrátt reiknaðra flutn- ingsgjalda. Er þetta með öLLu ástæðu'laust, þar sem þau njóta fullra réttinda í tryggingum sem fiskiskip á siglingunni. Mikil aukninig getur orðið á siglingu með ýmiiss konar atfla, nýjan, ís- áðan og saltaðan, og því mjög varhugavert að undanskAlja miik- inn hluta verðimætisins frá gjöid- uim, jatfntframt því að þá er að ,því stuðlað, að vinnslunni sé beint út úr landinu. Er því lagt til, að miðað verði við heildsölu- verðmæti í ertendri hötfn að frá- dregnum tollum og öðrum bein- um köstnaði vi'ð löndun og söLu. Kemur það heim við þann grund völl útfLutningsskýrslna, sem Hagstofan notar nú. Séu tilsvair- andi atfurðir hins vegair útflutt- ar með farmskipuim, miðast gjaidið við fob-verðmæti. Auk útflutningsgjaldsins sjáltfs eru imnheimt gijöld til Atflatrygg- ingasjóðs, 1.25% og til fersktfisk- eftirlits 0.16%, og er ekki lagt til að þeim verði breytt, né held- ur framlögum til síldarleitair- skips 0.2—0.3%. 10. GREIN Ríkissj óðuir annast innheimtu útflutningiS'gjalds, og skiptast tekjur þeirra sem hér segir: 1. Til greiðslu á vátryggingar- iðgjöldum fiskiskipa, samkvæmt reglum sjávarútvegsmáiaráðu- neytisins 80,0%. 2. Til Fiskvei’ðasjóðs Islands 12,7%. 3. Ti'l Fiskimálasjóðs 3,5%. 4. Til byggingar hatf- og fisk- rannsóknaskips 2,0%. Framhald á bts. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.