Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 196« 17 Undravert er, hversu áfram hefur miðað Rœða forseta íslandst hr. Kristjáns Eldjárns, á hátíðarsam komu Sfúdentafélags Háskóla íslands I. desember Góðir áheyrendur. HINN fyrsta desember ár hvert, þegar skammdegið er um það bil að leggjast með þuniga á þá sem norðrið byggja, höldum vér fs- lendingar hátíð til þess að minn- ast hins mesta sigurs, sem vér unnum í sjálfstæðisbaráttu vorri. í dag eru þessi hátíðahöld með veglegri haetti, en verið hefur um sinn, þar sem nú er liðin hálf ö'ld síðan í gildi gengu þau lög, sem gerðu ísland að full- valda ríki og opnuðu oss leið- ina að_ fullu sjáifstæði þjóðar- innar. í dag eru fimmtíu ár síð- an þjóðfáninn var dreginn að hún yfir fullvalda þjóð, hið sýni lega tákn um hinn nýja veg hennar heima fyrir og meðal þjóða heims. Fyrsti desember er ekki þjóð- hátíðardagur íslendinga. Það er 17. júní, fæðingardagur Jóns Sigurðssonar forseta og sá dag- ur, þegar lýðveldi var stofnað á íslandi. En fyrsti desember er þjóðminningardagur, sem ekki má og ekki mun niður fa'lla. Svo er að sjá sem þessum degi hafi þó fyrst framan af ekki verið neinn sérstakur sómi sýndur. Sagt er frá því í blöðum 2. des- ember 1921 í fáorðri frétt, að í gær hafi verið þriggja ára af- mæli fullveldisins, fánar hafi verið dregnir að hún víða í Reykjavíkurbæ og kennsluhlé gert í skólum, hátíðarbragur ann ars enginn. Minna gat það varla verið, en þó má sjá þarna nokk- urn vísi að því, að menn gerðu sér dagamun, og 1922 komu svo stúdentar til sögunnar og tóku daginn upp á arma sér, fæðing- ardag Eggerts Ólafssonar, full- veldisdaginn frá 1918, og gerðu hann að minningardegi íslenzku þjóðarinnar og um leið að stúd- enitadegi. í vitund þjóðarinnar varð fyrsti desember eins konar þjóðhátíðardagur, þótt ólöggilt- ur væri. En eftir að lýðve'ldið var stofnað 1944, hefur dagur- inn umfram allt verið dagur stúd enta, og allar líkur eru á að það muni hann verða framvegis. Og það er að ósk og vilja stúdenta, að ég stend hér í dag, til þess að mæla, á þeirra samkomu, nokk- ur orð fyrir minni dagsins og fullveldisins. Hálf öld er ekki langur tími í lífi þjóðar. Enn er á lífi einn þeirra þignmanna, sem sæti áttu af íslands hálfu í dansk- íslenzku sambandslaganefnd- inni, enn eru þeir allmargir með- al vor, sem glöggt muna atburð- ina frá 1918 sem fulltíða menn, enn öðrum eru þeir fyrir barns- minni. Engu að síður er það önn ur og ný kynslóð, sem nú bygg- ir landið, og fyrir oss flestum eru þessir atburðir saga, sem vér lærum um í skólum og lesum um £ minningabókum. Hratt líður tíminn, finnst oss, þegar horft er um öxl, og reyndar mætti svo virðast sem hann liði æ hraðar frá ári til árs á vorum dögum. á fyrri skeiðum mannkyns finnst oss eins og al'lt hafi stað- ið svo sem í stað, tíminn hafi silazt áfram eins og óendanlega hægstreym elfur, en vér nútíma börn erum því vön að sjá allt á himni og jörðu steypa stömp- um hvað eftir annað, og tíminn, þetta torræða hugtak, sem vér þykjumst þó öll vita hvað tákn ar, brunar fram. Vér erum svo önnum kafin við að lifa daginn í dag, að vér gefum oss naumast tóm til þess að hugleiða minn- ingar hins liðna eða reyna að skilja þann straum tórnans, sem borið hefur oss í þann áfanga sem vér erum í hverju sinni. Það er eðlilegt að vér verðum fyrst og fremst að beina kröft um vorum að líðandi stund og framtíðinni, en til þess er sagan að vér megum skilja hvar vér stöndum og sú gata, sem er geng in, skal vera ti'l leiðsögu á þeirri braut, sem fram undan er. í dag er það fyrsti desember 1918 og allt sem þeim degi er tengt, sem vér beinum hug vor- um að og reynum að skilja hvað að baki lá og hver hafa orðið örlög vor á þeim nýja tíma, sem hann boðaði. Svo mætti virðast, að sá mikli sigur sem vér unn- um, þegar Danir viðurkenndu ísland sem fullvalda ríki í per- sónusambandi við Danmerkur- konung hafi verið einkennilega auðunninn. Lokaþáttur sjálf- stæðisbaráttunnar, undir vitur- legri og hagsýnni stjórn Jóns Magnússonar forsætisráðherra, gerðist með býsna skjótum og að því er virðast kann auðveldum hætti, sérstaklega þegar haft er í huga allit það þóf og stapp og seinagangur, sem verið hafði í á- tökunum um stjórnarfarsleg rétt indi þjóðarinnar a'llar götur síð- an frumherjarnir og síðar Jón Sigurðsson hófu sókn sína á önd verðri 19. öld. Vitanlega er það rétt, að heimsástandið og aðstaða Dana um þessar mundir voru oss hliðholl, kröfur vorar voru einmitt þess eðlis að þær voru í samhljóman við þá kenningu, sem á loft var haldið víða, að þjóðirnar ættu sjálfar að kjósa sér hlutskipti í þjóðrétitarlegu tilliti, og Dönum kom það vel að geta sýnt svart á hvítu, að þeir aðhyl'l tust þessa kenningu og breyttu í samræmi við hana. Hér er þó fyrst og fremst um það að ræða, að utanaðkomandi atvik flýttu fyrir endanlegri lausn, sem þó hlaut að koma fyrr eða síðar. Hún hlaut að koma sem ávöxtur af hinni löngu, tor- sóttu og þrautseigu baráttu, sem fslendingar höfðu háð fyrir þjóðfrelsi sínu. Hún var afleið ing baráttunnar, hún var upp- skerulaunin fyrir ævilangt starf beztu manna þjóðarinnar og þol góðan stuðning allrar alþýðu manna við þá og trú á málstað- inn, hversu hægt sem miðaði og hversu mörg, sem vonbrigðin urðu. Hver sigur sem þeir unnu, hvert fet sem áfram miðaði, færði oss nær því marki sem náðist 1918, það liggur órofin atburðakeðja frá upphafi þjóð- frelsisbaráttu fs'lendinga til 1. desember 1918, þegar hinn mikli lokaaigur vannst. Látum hann því ekki, eða 'ljómann af honum, gera oss þá glýju í aug un, að vér munum ekki og met- um allt sem á undan var gengið. Vér skulum í dag heiðra þá alla og hylla, forustumennina, stú dentana í Kaupmannahöfn, sem merkið hófu fyrstir, Jón Sigurðs son og samherja hans, já einnig þá sem á eftir honum komu og létu sér engan hálfan sigur nægja nema sem áningarstað af því að ekki varð lengra komizt í bráð. Það er heilsusamlegt að minnast þessara manna, sem af ævilöngum trúnaði unnu fyrir þá hugsjón, að ísland mætti rísa og íslenzk þjóð hefjast úr ösku stó, frjáls þjóð stjórnarfarslega, sjálfstæð þjóð efnahagslega, full gild þjóð meðal þjóða menning- arlega. Þessir menn, skulu þess sannmælis njóta, að þeir áttu sér draum og fyrir hann unnu þeir af því þolgæði, sem eitt gat ár- angur borið. Hér mun ég enga sögu rekja, og engin manndýrk un skal í frammi höfð, en mann- dýrkun er það ekki, þótt einn í allra stað sé nefndur Jón Sig- urðsson forseti. Það er bæði rétt ljúft og skyldugt að gera nú og við hvert það tækifæri, þar sem fslendingar koma saman til að minnast þess, hvaða götu vér urðum að ganga, frá hjálendu, næstum því nýlendu, til full- valda ríkis, sem situr sinn bekk í eigin umboði meðal þjóða 'heimsins. Jón Sigurðsson birtist á sviðinu í fyllingu tímans. Með honum urðú rómantískar draum- sýnir um endurreisn fslands að raunhæft mark var sett og stefnt að því með kappi og forsjá. Eng inn íslenzkur foringi jafnast á við Jón Sigurðsson. Á unga aldri gerði hann sér ljóst hlutverk sitt og hann sparaði sér enga fyrirhöfn til að búa sig undir það. Hann fann þann grundvöll, sem sjálfstæðiskröfurnar gátu hvílt á, og hvikaði aldrei frá honum, og á þeim grund- velli vann þjóðin alla sína sigra. Meginatriðið var þetta: ís'lend- ingar hafa aldrei formlega geng- izt undir Noregs- eða Danmerk- urríki eða nokkurt annað ríki, heldur aðeins konung þessara ríkja. Það er réttur íslendinga að vera í persónusambandi einu við Danakonung, bæði löndin iúti sama þjóðhöfðingja, en séu annars óháð hvort öðru. Langt var enn að þessu marki, þegar Jón Sigurðsson féll frá, en engu að síður voru það ávext irnir af baráttu hans, er þessi réttindi féllu oss í skaut árið 1918. Vér heiðrum nú og jafnan minningu Jóns Sigurðssonar. Hann er hinn mikli foringi ís- lendinga, en hann er einnig ein hin fegursta mannhugsjón ís- lenzk, dæmi um hæfileikamann, sem þroskaðist eðlilega og varð það úr sér, sem efni stóðu til, en dæmi hans er þeim mun skýr ara sem saga vor þekkir fleira af miklum mannsefnum, sem fóru forgörðum, góðum gáfum, sem kyrktust og köfnuðu eða náðu var'la hálfum þroska. En þó að Jón væri mestur og hans verk væri undirstaðan, má það eigi henda, og allra sízt á þessum degi, að látið sé í þagn- argildi liggja starf þeirra, sem við merki hans tóku og þeirra sem að lokum báru það til sigurs 1918. Fyrir fimmtíu árum gengu íslenzkir menn, þeir sem bezt var til treyst, til samninga við göfuga danska menn, sem hing- að voru sendir þeirra erinda. Það var þessi nefnd, sem samdi dansk íslenzku sambandslögin sem stundum voru kölluð Nýi sáttmáli, fullveldisskráin og lyk i'ilinn að fullu sjálfstæði. Það er flestra manna mál, að þessi nefnd hafi unnið verk sitt vel, samningamenn Islendinga hafi þar sýnt bæði vit og lipurð, en viðsemjendur þeirra sanngirni og manndóm. Þjóðin lagði blessun sína yfir gerðir þessarar nefnd- ar og í dag hugsum vér með virðingu til þessara manna, sem sumarið 1918 sátu á langdregn- um fundum hér í Reykjavík og stóðu að lokum upp sammála um þá fullveldisskrá íslendinga, sem þeir höfðu tekið saman. Þeim sé heiður og þökk. Og heið ur sé hinni gömlu sambandsþjóð vorri, Dönum, sem árið 1918 mættu kröfum vorum með þeim skilningi og sanngirni, að vin arhugur gagntók íslenzku þjóð- ina, vinarhugur, sem græddi marga gamla meinsemd og enn endist og mun vonandi 'lengi end ast. Á þessum degi sendum vér bróðurlega kveðjur til dönsku þjóðarinnar. Frá því er sagt, að hinn 1. desember 1918 hafi verið dumb- ungsveður um morguninn og drurigalegt yfir að líta í höfuð- stað landsins. En þegar á dag- inn leið breyttist veður, og er því lýst svo, að það hafi orðið eins fagurt og fremst má verða um þetta leyti árs, skýlaus him inn, frostlaust og kyrrt, svo að það merktist aðeins á reykjun- um upp frá húsunum, að sunn- anblær var í lofti og ýtti hann móðunni, sem yfir bæinn leggst í logni, hægt og hægt norður á flóann. Sveitirnar voru auðar og mjög dökkar yfir að líta, en hrím á hæstu fjöllum, og sló á það róða við só'laruppkomuna. í slíku veðri fóru fram full- veldishátíðahöldin framan við Stjórnarráðshúsið, og liggur við að þótt hafi spá góðu, að snögg veðrabrigði urðu til hins betra rétt í sama mund. En annars er að sjá að fögnuður manna við fullveldistökuna hafi þótt við hóf, menn voru naumast búnir að átta sig, og hugirnir voru öðrum þræði bundnir við ömur- lega hluti, illt árferði, vand- ræði af stríðsvöldum, blóðferil spönsku veikinnar. En vitaskuld fögnuðu menn þó, aðeins á hinn tómlátlega íslenzka hátt, og fundu um leið til vandans, sem þjóðin tókst nú á herðar. í einu blaði segir: „f dag stöndum vér augliti til auglitis við heiminn á eigin á- byrgð en ekki annarra. f dag fá íslendingar það hlutverk-, að halda uppi sæmd yngsta ríkisins í heiminum. Og vonandi finnur öll þjóðin til vandans, sem þeirri vegsemd fylgir. Það er eigi minna um vert að gæta feng ins fjár en afla þess“. í þessum orðum felst stolt og von og um leið vottur af kvíða. Hvað skyldi framtíðin bera í skauti sér fyrir þessa ör'litlu fá- tæku þjóð, sem nú hafði öðlazt fullveldi. Mundu draumarnir rætast, draumarnir, sem bundn- ir voru við þetta langþráða mark, sem nú var náð? Veröld- in var ótrygg, heimsstyrjöldin fyrri var mikið reiðarslag fyrir þá bjartsýnu trú á batnandi heim, sem gagntók hugi manna í upphafi þessarar aldar. Hvað var fram undan? Það var von að menn spyrðu. Menn störðu fram en störðu forgefins, eins og skáldið kvað, þá eins og ætíð skyggði Skuld fyrir. En vér sem nú höldum hátíðlegt hálfrar ald- ar afmæli fullveldisins spyrjum líka, spyrjum á annan veg, og til þess er þessi dagur öllu öðru fremur. Hver er reynsla vor af fimmtíu ára sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar? Hvernig hefur þessari litlu þjóð vegnað þessi fimmtíu ár, og hafa draum- ar feðra vorra rætzt um heill og hamingju henni til handa, þeg- ar hún var orðin sjálfri sér ráð- andi. Slíkum spurningum er ætíð vandsvarað nema með almenn- um hugleiðingum. Fortakslaust er þó hægt að segja, að íslend- inga hefur aldrei iðrað þess, að þeir stigu það spor, sem þeir stigu árið 1918. Engum kemur til hugar, að vér værum betur á vegi staddir nú, þótt vér hefðum hætt við há'lfnað verk í rétt- indabaráttu vorri og verið áfram í einhvers konar sambandi við Danmerkurríki eða Danmerkur- konung. Þvert á móti munu allir viðurkenna, að fullveldi þjóðar- innar og síðar algjört sjálfstæði hafi orðið henni tli hinnar mestu gæfu. Það er í vorum augum og hefur lengi verið svo sem sjálf- sagður hlutur, að við þe>tta hlut- skipti eitt gætum vér unað, og ávextirnir eru auðsæir. Þjóðinni hefur vaxið kjarkur og sjálfs- virðing, hún finnur til þess, þótt smá sé, að hún er fullgild og þegnar hennar fullfærir á borð við hvaða þjóð sem er, hún hugs ar nú eins og sjá'lfstæð full- veðja þjóð, sem stefnir að því sama í félagslegum og menning- arlegum efnum og þær þjóðir, sem hæst stefna. Þessi vitund og hugsunarháttur er vafalaust beinn árangur af stofnun full- valda ríkis, af þeirri ábyrgð, sem því fylgir, og þeim þroska- möguleikum, sem slítot býr þjóð og einstaklingi. Þessi fimmtíu ár hafa verið mikill umbrotatími í veröldinni og engan gat órað fyrir því árið 1918 hvað yfir kynni að dynja og hver yrði staða íslands í heiminum, en þeg ar á allt er litið hafa þó draum arnir um fui'lveldið og blessun þess ekki orðið sér til minnk- unar. Hitt er annað mál, að oft hef- ur verið vandsiglt síðastliðna hálfa öld, og um það má enda- laust deila, hvort hægt hefði verið að sigla betur og meira á stundum. Um hið liðna dæmir sagan, en engum getur dulizt, að undravert er, hversu áfram hefur miðað, undraverð eru þau stakkaskipti, sem þjóðin hefur tekið. Það eitt er nógu furðu- legt umhugsunarefni, að þjóðin hefur meira en tvöfaldazt að höfðatölu. Þjóðarauðurinn hef- ur hins vegar margfaldazt og al- menn lífskjör stórlega breytzt tfl hins betra. Slíbt er rétt að nefna á fullveldisafmæli, þótt engum komi til hugar að þakka það allt fullveldinu. Þjóðin var þegar á framfarabraut, áður en hún varð fullvalda, og vitanlega Framiiald á bls. 19 Forseti íslands heldur ræðu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.