Morgunblaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DES. 106« "Oltgieifeiindi H.f. Árvakur, Reykjavíik. Framkrvaandaatj óri Haralidur Sveinsaon. 'Ritstjórai' Sigurður Bjarniasioon frá VígfUT. Maitth'ías Joíhannesslen. Eyjólfur Konráð Jónsaon, Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðimnndssoib Fréttaistjóri Bjiörn Jólhannssoi& Anglýsingiastjórá Árni Garðar Kristinsson. Ritetjórn og afgreiðsla AðaMræti 6. Sítni 10-109. Auiglýsingar Aðalatræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargj ald kr. ISO.OO á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 10.00 eintakið. ÖFLUGUR A TVINNUREKSTUR jll'egintilgangurinn með efna hagsráðstöfunum er sem kunnugt sá, að tryggja fulla atvinnu og öflugan rekstur íslenzks atvinnulífs. Sjást þess þegar merki, að atvinnu- fyrirtækin auka starfsemi sína og fyllsta ástæða er til að ætla, að áður en langt um líður muni atvinnuvegimir mjög eflast. Þegar gengisbreytingin var gerð, lýsti ríkisstjómin því yfir, að ýmsar hliðarráðstaf- anir yrðu gerðar, einkum til að treysta hag útflutnings- framleiðslunnar. Alþingi fjall ar nú um lagasetningu í þessu efni, og áfram verður unnið að því að treysta atvinnulífið, samhliða því sem aðrar hliðar ráðstafanir verða gerðar til að létta þeim, sem við erfiðust kjör búa, það mikla áfall, sem aflabrestur og verðfall hefur leitt yfir þjóðarheildina. Sem betur fer gera lands- menn allir sér grein fyrir því, að óhjákvæmilegt var að gera róttækar ráðstafanir til að treysta efnahag þjóðarinnar, vegna þeirra gífurlegu erfið- leika, sem við íslendingar höf um á.tt við að búa að undan förnu. Þessi almenni skilning- ur gefur vissulega vonir um, að ekki takist tilraunir öfga- manna til að brjóta niður hin hagstæðu áhrif gengisbreyt- ingarinnar. Ábyrgir verkalýðsleiðtogar hafa yfirleitt talað skynsam- lega um þessar aðgerðir, og gefur afstaða þeirra vonir um, að þjóðarsamstaða geti tekizt um stefnuna í kaupgjaldsmál- um, meðan verið er að rétta við hag atvinnuveganna og tryggja atvinnuöryggi. Að sjálfsögðu munu Moskvukommúnistar nú sem áður gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að hindra, að íslenzkir atvinnu- vegir verði styrktir og góð lífsafkoma tryggð landsmönn um. Sjást þessa daglega merki í kommúnistamálgagninu, sem hefur það æðsta takmark að svívirða alla ábyrga verka lýðsleiðtoga. Kommúnistar væru ekki sjálfum sér sam- kvæmir, ef þeir nú allt í einu tækju að bera hag þjóðarinn- ar fyrir brjósti. Þess vegna þarf enginn að kippa sér upp við árásir af þeirra hálfu. BJARNI OG EYSTEINN Ffceila sú, sem fyrir nokkru ^ reis á Alþingi milli Ey- steins Jónssonar, foringja Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, um starfshætti Alþingis hefyr vakið mikla og verðskuldaða athygli. Eysteinn Jónsson hélt fram þeim skoðunum, að alþingis- menn ættu allir að vera at- vinnustjórnmálamenn og þinghald ætti mjög að lengja. Bjarni Benediktsson hélt fram alveg gagnstæðum skoð- unum. Hann benti á, að með bættum vinnubrögðum mætti stytta þingtímann og lagði ríka áherzlu á nauðsyn þess, að alþingismenn væru í sem nánustum tengslum við hin ýmsu svið í þjóðlífinu, og þess vegna væri fáránlegt, að þeir ættu allir að hafa fullt starf af því að stunda stjórnmál. Þvert á móti bæri að leggja kapp á, að afburða menn á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs- ins fengjust til þátttöku í lög- gjafarstarfi, en forsenda þess væri sú, að ekki væri þar um fullt starf að ræða eins og Eysteinn Jónsson krefðist. Tíminn finnur greinilega að kenning Eysteins Jónssonar um að þingmenn eigi allir að vera atvinnustjórnmálamenn og þingið að sitja meginhluta ársins fellur ekki í góðan jarð veg hjá þjóðinni. Þess vegna reynir hann í forystugrein sinni í gær að draga fjöður yfir fyrrgreindar skoðanir Eysteins Jónssonar. En um- mæli hans voru ótvíræð um þetta. Samkvæmt frásögn Tímans 8. nóv. sl. kemst Ey- steinn að orði á þessa leið: ,,Nú er þannig búið að þing mönnum, laun þeirra eru þannig, að þeir þurfa allir að afla sér verulegra tekna um- fram þingmannslaunin, ef þeir eiga að hafa nokkra von um sæmilega afkomu. Það er óhugsandi að lifa af þingfarar kaupinu með þeim kostnaði, sem þingmennsku fylgm. Sum ir eru að reyna að hafa at- vinnurekstur með höndom og má nærri geta, hvemig þau vinnubrögð verða miðað við það, sem þeir þurfa að sinna af öðrum störfum. Aðrir eru að reyna að sinna föstum störfum, þó einkum á vegum ríkisins, því að það mun vera leitun einkaatvinnurekanda, sem telur sér fært að hafa alþingismann í sinni þjón- ustu, eins og nærri má geta þegar miðað er við það, sem þeir þurfa að standa í. Enn eru þeir sem reyna að ’ifa á UK MM A7n Fréttir frá Sameinuðu þjóðunum SAMEINUÐU ÞJOÐIRNAR UNDIRBÚA ÞRÓUNARTUG- INN 1970—80. Nú þegar fyrsti þróunarára- tugur Sameiniuðu þjóSannia er senn á enda, hafa allar sitofn- anir saimtaikanna, sem hiut ei'ga að málii, hafið undirbún- ing þeirrar stefnu í þróunar- máliuim, sem ætlunin er að fylgja á árunum 1970-80. Yfirstandamdi þróunarára- tugur var ákveðinn á Allis- herjarþingiirau 1961, og settu meran sér þá það markmið, að árið 1970 skyldu þjóðartekjur vanþróuðu landanna hafa vax ið sem naemi 5 prósentum ár- lega. f annarri ályktun lét Allsherjarþingið í Ijós von um að ríki sem betur væri á vegi stödd ykju hjálp sína við van- þróuðu löndin svo að hún næmi 1 prósenti af þeirra eiig- in þjóðartekjum. Enda þótt segja megi, þegar á heildina er liltið, að hvorugu þessara markmiða hafi verið náð, þá er ekki ólíklegt að við leitni iðnaðarlandainna við að útvega fjármagn og átaik van- þróuðu laradanna til að aiuka efraaihagsvöxtinn hefðu verið talsvert taikmarkaðri, ef ekki hefðu komið til umræður um markmið þróuraaráraitugsims, eins og þau voru skilgreind í „World Economic Survey“ Sameinuðu þjóðanna. Á hinn bóginn kamn gaign- rýnið mat á áraragri yfir- staradandi þróuraaráratugs — eins og hann hefur birzt á liðnum fjórum árum í allimörg um skýrsium Sameimuðu þjóð araraa — vakið þá hugsun, að þau tvö meginmarkmið að auka þjóðartekjur og greiða fyrir fjármagnsstraiúmi séu kanraski of einhæf og einfölld til að gefa rétta hugmyrad um, að hve miiklu leyti vanþróað larad hafi auikið efnahagsvöxt sinn. í umræðum hiraraa ýrnsu stofraana Sameirauðu þjóð- anraa befur komið fram, að atriði, eiras og tilhögun fjár- festingar, stórnskipun la'rads- ins, mamnleg afköst og fram- leiðni vinnuaflsiras séu enigu síður mikilvæg en aflmennur vaxtarhraði efraahagslífsins í hverj u eirastöku landi. Afleiðiragin af þessari nið- urstöðu og öðirum svipuðum hefur orðið sú, að hjá Sam- einuðu þjóðumum hafa hafizt nýjar umræður um markmið og eðli þróuraaráratugsins 1970 80. í undirbúnimgi er ný stefraa og tilihögun á hjálparstarfinu við þróuniarlöndin, sem varðar allilar stofraanir Sameinuðu þjóðararaa. Yfirstandandi afllls- herjarþing á að gera uppkaist að alþjóðlegri stefnuskrá um þróuraarmál næsta áratug. Undirbúningsstarfið sem nú er í fulllum garagi á að búa í haginn fyrir isíðari álykitun Allsherj arþingsiras um annan þróunaráratugiran 1970—80. Fundur um stöðvun kjumorku- vígbúnuðurkupphluupsins? — Bandaríkjamenn vilja hefja samninga strax Washington 1. desember, NTB. — Dean Rusk, utanríkisráðherra Banðaríkjanna, sagði í sjónvarps viðtali á sunnudag, að ekki væri ólíklegt að Johnson forseti myndi innan skamms eiga fund með æðstu ráðamönnum Sovét- rikjanna, um takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðarkapphlaupsins. — Hann tók þó fram að enn sem komið væri hefðu engar endan- Iegar ákvarðanir verið teknar. Ráðherrann lagði áherzlu á þá ósk stjórnar Johnsons, að eftirlit með hverskonar kjarnorkuiðnaði hæfist sem allra fyrst og að um- ræðurnar hæfust eing fljótt og auðið er, jafnvel áður en repu- blikanar tækju við völdum í næsta mánuði. Hann kvaðst vona persónulega að einhver árangur hefði náðst þegar fyrir 20. janú- ar, en viðurkenndi að fundartími eða staður hefði ekki verið ákveðinn enn. Innrás Varsjárbandalagsríkj- anna í Tékkóslóvakíu, kollvarp- aði fyrirliggjandi áætlunum um þessar viðræður, milli stórveld- anna tveggja. Utanríkisráðherr- ann kvaðst ekki álíta að Rússar viðhefðu neinar sérstakar ögran- ir í dag, hernaðarmáttur þeirra í Tékkóslóvakíu hefði verið minnk aður niður í þrjár, fjórar her- deildir. Hann lagði áherzlu á að rússnesk árás á land eins og t. d. Rúmeníu gæti haft miklu alvar- legri afleiðingar en innrásin í Tékkóslóvakíu, Bandaríkin gætu Larsen Iætur uf formennsku Kaupmannahöfn, 1. des. (NTB) AKSEL Larsen sagði á sunnudag af sér formennsku sósíalista- fiokksins danska, sem jafnan hef ur verið við hann kenndur. Hef- ur Larsen verið formaður flokks- ins frá því hann var stofnaður fyrir tíu árum. Á ársþingi flokks ins, sem haldið var um helgina, var Sigurd Ömann þingmaður kjörinn formaður í stað Larsens, en Larsen situr áfram í mið- stjóminni. Eftir stjórnarkjörið flutti Ö- mann ávarp, þar sem hann sagði að íframtíðinni yrði mörkuð á- kveðnari stefna varðandi afstöð- una til flokks jafnaðarmanna. Er talið að nýi formaðurinn hafi með orðum sínum verið að boða grundvall'arbreytingu á þeirri stefnu Larsens að leita eftir sam vinnu við jafnaðarmenn. ekki staðið aðgerðarlaus og horft á sjálfstæði lands fótum troðið, jafnvel þótt það væri hinumegin við járntjaldið. Rusk kvaðst halda að Rússar myndu fallast á hergagnaeftirlit í lönd- unum fyrir botnf Miðjarðarhafs þegar búið væri að finna viðun- andi friðarlausn fyrir þau. Banda ríkin myndu halda áfram stuðn- ingi sínum við Gunnar Jarring, sendimann Sameinuðu þjóðanna, bæði í nánustu framtíð og eftir að Nixon tæki við völdum. Fullveldis minnst GAGNFRÆÐASKÓLINN á Sel- fossi miraratist á suraraudagiran 1. desemfl>er 50 ára fufllveldis- ins. Hófst athöfnin með því að nemendur skólans fjölmenntu í skrúðgöngu þar sem bornir voru 50 íslenzkir fánar. Fór skrúðgang an frá skólahúsinu til kirkjunn- ar, þar sem hlýtt var á hátíðar- messu, er séra Sigurður Pálsson, vígslubiskup, söiig. Að því loknu var gengið í skrúðgöngu að Sel- fossbíói, þar sem hátíðardagskrá fór fram. Formaður skólafélags- ins, Eiríkur Einarsson, setti sam komuna, en síðan kom Auðbjörg Guðmundsdóttir fram í gerfi fjallkonunnar, og flutti kvæði. Kór skólans söng undir stjórn Jóns Inga Sigmundssonar, og lúðrasveit skólans lék, undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar. Emma Eyþórsdóttir las upp kvæði, og skólastjórinn Jón R. Hjálmarsson flutti ávarp. þingfararkaupinu og svo greiðslum sem þeir fá fyrir störf sín í nefndum og stjórn- um stofnana, þótt slíkt sé ill kleift. Ég tel að bæta þurfi kjör alþingismanna, :-nda má telja það fulla vinnu að sinna svo vel þingmannastarfi, að Alþingi haldi sínum hlut eins og komið er málum.“ Þessi ummæli taka af öll tvímæli um það, sem Ey- steinn Jónsson sagði. Um- mæli hans hafa verið rétt hermd af forsætisráðherra. LANDHELGIS- MÁLIN F’ins og kunnugt er af frétt- ^ um hafa allmargir bátar nú verið teknir fyrir ólögleg- ar veiðar í landhelgi. Að und- anförnu hefur það tíðkazt af illri nauðsyn, að mjúkum höndum hefur verið farið um landhelgisbrot. Við slíkt á- stand verður ekki unað til langframa og þess vegna ekki annarra kost völ en að fram fylgja gildandi landslögum, meðan Alþingi hefur ekki haft manndóm til að breyta þeim á þann veg, sem hyggi- legt getur ta’izt. En aðgerðir Landhelgis- gæzlunnar hljóta að leiða til þess, að þingið skjóti sér ekki lengur undan þeirri ábyrgð að setja heilbrigða löggjöf um fiskveiðar í íslenzkri fiskveiði lögsögu. Slík lög verður að setja, þótt nokkuð sýnist sitt hverjum og vonandi ber Al- þingi gæfu til þess að afgreiða þau hið bráðasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.