Morgunblaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DBS. 1968 17 Afbrotaaldan MbL hefur haft samband vi5 fjórar konur, sem ráðizt hef- ur verið á hér í borg og þær misst veskin sín í árásumþess um: Guðrún Magnúsdóttir, ritari var fyrsta konan, sem varð fyrir barðinu á þeim, ogsagði hún meðal annars: „Mér varð auðvitað illt við. Ég var á gangi í Garðastræti er hann réðist á mig, maður- inn. Hamn var tegleigur, með mik ið dökbt hár og vel klædd- ur. Ég sá, að ekki skorti hann neitt af veraldlegum aðbún- aði. Ég fór svo upp í Túngötu til vinafó'lks míns, þangaðvar ég á leiðinni, er þetta gerðist. Þaðan hringdi ég á lögregl- una og nokkru seinna bað hún mig að koma og kíka á menn niðri á lögreglustöð, sem þá höfðu ráðizt á aðra konu í sama tilgangi. Ég gat ekki ábyrgst að þetta væru sömu mennirnir því að mér hafði sýnzt sá, er á mig réð- ist vera eldri. Það kom þó upp úr kafinu, að það voru sömu mennirnir á ferðinni, því að þeir játuðu á sig að hafa rænt veski mínu. Höfðu þeir setið inni á kaffihúsi, og skort fé til að borga með, og var þetta ráð það sem þeir tóku til að borga upp í skuldir sínar. Margt var það, sem ég tap- aði af eigum mínum, sem ó- bætanlegt er og ófáanlegt, en ekki samt nærri allt metið til fjár. Piltarnir fleygðu vesk- inu í höfnina og vissu, hvar, því að þeir bentu lögreglunni á staðinn. — Mér líður ágætlega eft- ir þetta. Það er ekkert að mér. Ég er svo sem hvorugt, örugg eða hrædd. En mér varð hugsað til þessarra manna, og hverskonar óilánsmanneskjur þetta væru, að eiga engin önnur úrræði. H«Iga Jónsdóttir, heitir önn ur kona, sem varð fyrir barð inu á pörupiltunum, sem voru þetta kvöld á ferðinni til að leita sér skotsilfurs til að mæta veitingahúsþörfum sín- um. — Hvernig varð yður við Helga? — Nú, mér varð svo sem ekkert við. Þetta gerðist svo fljótt. — En hvernig hugsuðuð þér til mannsins? — Ég gat ekki annað en sárkennt í brjósti um hann, piltinn. Mér fannst hann eiga svo bágt. Mér fannst það svo ömurlegt, að ungir menn skyldu fást til þess að gera svona hluti. — Var hann ekki skömm- ustulegur? — Ég veit það nú ekki, það er ekki svo gott að segja. Ég sá hann nú í ljósi úti á lögreglustöð. Hann var snyrti legur og ekkert þesslegur að eiga svona tiltæki til. Hann hefur verið viðvaningur, bless aður. Hinn virtist vera kald- ari. — Hvernig er yður innan- brjósts, núna er þér eruð ein á ferli? Hefur þebta haft ill áhrif á yður? Eruð þér hræddari en áður? — Nei það er svo sem sama hvar maður gengur. Fólk á bara að passa sig. Það er ekki vert að vera með neina peninga eða neitt vermætt á AUGLÝSING Að gefnu tilefni skal ítreka eftirfarandi reglur, sem gilda um áhafnagjaldeyri skipverja á togurum og öðr- um fiskiskipum, er sigla með afla eða aðrar sjávar- afurðir til sölu upp úr skipi á erlendum markaði. Ná þessar reglur til al'lra söluferða, einnig veiðiskipa, sem eru á veiðum á fjarlægum miðum og sigla þaðan með afla á erlendan markað. a. Skipverjar á skipum, sem sigla með ísfisk eða saltfisk, mega mest fá 35 sterlingspund í söluferð eða samsvarandi fjárhæð í öðrum gjaldeyri, en skípstjórar á sama hátt mest 45 sterlingspund. Gíengið er út frá því, að söluferðir falli ekki tíðar en einu sinni í mánuði. b. Skipverjar skipa, er landa afla erlendis tíðar en einu sinni í mánuði skulu fá í gjaldeyri, sem nemur £ 18-0-0, eða samsvarandi fjárhæð í öðrum gjald- eyri, en skipstjórar á sama hátt £ 23-0-0 fyrir hvern hálfan mánuð í úthaldi. c. Skipstjórum og útgerðarmönnum er bent á, að óheimilt er er með öllu að ráðstafa gjaldeyri af söluverði selds afla eriendis, nema til nauðsyn- legra útgjalda vegna heimferðar eða næstu veiði- ferðar skips, svo sem til vista, veiðarfæra og út- búnaðar, sem óhjákvæmilegt reynist að endurnýja í söluferð. Á það skal sérstaklega bent, að öll tollvöruúttekt skipverja skal greidd með þeim gjaldeyri sem þeim er ætlaður eftir reglum skv. a. eða b. hér að ofan. d. Útgerð skips og skipstjóra ber skylda til að sjá um, að reglum þessum sé fylgt. Ber þessum aðilum að gera gjaldeyriseftirliti Seðlabankéms grein fyrir greiðsium og gjaldeyrisskilum sem fyrst eftir lok ferðar og síðast innan tveggja mánaða frá því að sala á sér stað. Reglur þessar hafa verið settar á grundvelli 17. gr. reglugerðar nr. 79/1960 um skipan gjaldeyris- og inn- flutningsmála. Reykjavík, 2. desember 1968 SEÐLABANKI ÍSLANDS, Gjaldeyriseftirlit. sér. Það er ekki rétt ef hjá því verður komizt, því að ekki á að vera að glæða gróðamöguleikana hjá þess- um mönnum með því að ganga með f jármuni í veskinu. Ekki úr því að lífið er orð- ið svona í Reykjavík. Þriðja konan er fyrir árás varð, var frú GuSsteina Sig- urðardóttir. Er Morgunblað- ið hafði við hana samband, sagði hún: — Mér er nú farið að líða vel núna. Ég varð fyrir slysi fyriir 2—3 árum, og var að ná mér eftir það, en var þó veil fyrir hjarta, svo að ég fékk taugaáfall hálfgert við þessa árás. Ég hafði hátt, svo að til mn heyrðist, og komu mér þá til hjálpar tveir dreng ir, 10 og 11 ára gamlir. Ég sagði þeim að fara heim og hringja á lögregluna, og það gerðu þeir. Síðan var mér boðið inn í hús þarna og var fólkið gott við mig, og allt gert fyrir mig. — Ég hafði verið á leiðinni upp á Mánagötu til systur minnar, ætlaði að sjá sjónvarp ið hjá henni, því að ég bý ein, og langar gjarnan .til að horfa á svona stundum. Nú og ég var með egg handa henni, kíló af eggjum, en hann réðst á mig og ég fann þau detta, en fann hinsvegar ekki, að hann hrifsaði vesk- ið. Drengirnir, sem mér komu til hjálpar kölluðu til mín, að hann hefði tekíð veskið. — Ég var semsagt með taugaáfall, hálfgert. Maður getur tapað fleiru en pening- um. Veskið fannst í húsasundi þarna, og maðurinn hafði sézt við sjoppu rétt hjá og verið að kaupa eitthvað. — Hann var með mikið dökkt hár, og þykk gleraugu. — Dóttir mín sótti mig síð- an, hún býr uppi við Geitháls. — Það er nú orðið svo, að varla er þorandi að fara út ekki a.m.k. ein síns liðs. — Fólk á bara ekki að hafa veski með sér, er það fer út, maður þarf ekki að vera með nein ósköp með sér. — Lykla og smádót má gjarn an geyma innan á sér eða í vasa hitt á að skilja eftir heima. — Hvað ég hugsa til manns ins? — Ja, mér finnst sérstakt að drengir skuli geta lagt sig niður við svona lagað. Mað- ur getur svo sem vorkennt þeim að vera svona. Að þeir skuli ekki heldur vera að vinna. — Maður má svo sem þakka fyrir að hafa ekki tapað neinu öðru en peningum. Það er aldrei að vita, hvað þessum óþokkum dettur í hug. Fjórða konan, sem ráðizt var á, var Áslaug Björns- dóttir, og fórust henni orð á þessa leið: — Ég streittist á móti, og hélt eftir veskishanskanum, meiru ekki. — Mér varð auðvitað afar hverft við, er ráðizt var á mig, en þetta skeði svo fljótt, Framhald á bls. 21 CJft, t drealcir eppi — leppacirecý Glæsilegt úrval af gólfteppum frá hinum heimsþekkta gólfteppa- framleiðanda cJ~!ouló Jbe Poortere í fJel^íu f/oU ur mduersh 9ó(f- teppi nýhomin Urvaf af njateppam Teppadreglar — breiddin er 365 cm. — Við leggjum teppin með stuttum fyrir- vara. Laugavegi 31 — Sími 11822.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.