Morgunblaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DES. 196« 27 Nýskipaður sendiherra Kanada, George Kinnear Grande, am- bassador, afhenti í gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt í skrif stofu forseta í Alþingishúsinu, að viðstöddum utanrikisráð- herra. Síðdegis þá sendiherrann heimboð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. (Ljósm.: P. Thomsen.) Laxveióin með bezta móti — Metveiði í nokkrum ám - KLÖGUMÁLIN Framhald af bls. I inna og særðra hafi verið mörg börn og gamalmenni. f gær kærðu Jórdanir ísraels- menn fyrir Sameinuðu þjóðunum vegna árása um helgina, og í dag lögðu báðir deiluaðilar fram kær ur hjá SÞ. Hafa kærur þessar verið lagðar fyrir Öryggisráðið, en ekki verið óskað eftir almenn um umræðum um þær á Alls- herjarþinginu. í sama mund og kæra Jórdana var lögð fram hjá SÞ, skýrðu talsmenn skæruliða- sveita flóttamanna frá Palestínu frá því í Amman að skæruliðar þeirra hefðu margsinnis gert skyndiáhlaup inn í ísrael í nóv- embermánuði, og alls fellt eða sært í árásum þessum 214 ísra- elska hermenn. Sjálfir urðu þeir ekki fyrir neinu mannfalli. f ræðu sinni á þingi sósíalista- bandalagsins í Kaíró í dag sagði Nasser forseti að frá því sex daga stríði Araba og Gyðinga lauk í júní í fyrra, hafi leyniþjónustan í ísrael verið önnum kafin við að fá egypzka stríðsfanga til að stunda njósnir fyrir sig, og hljóta frelsi að launum. Sagði hann að njósnahringur væri nú starfandi í Egyptalandi, en margir njósn- aranna þó verið handteknir að undanförnu. Hafi þessir njósnar- ar meðal annars hvatt stúdenta við háskólana í Egyptalandi til uppþota, en mikið hefur verið um stúdentaóeirðir í landinu að und anförnu. Einn þessara njósnara ísraels- rnanna er sagður vera Mohamed Mahmoud el-Haddad. ísraels- elsmenn tóku hann höndum í sex daga stríðinu í fyrra, og var hann fluttur í fangabúðir. Þegar hann reyndi að flýja úr búðun- um, var hann tekinn á ný, og til að forðast að verða skotinn, tók hann að sér njósnir fyrir fcrael, að sögn egypzkra yfir- valda. Hóf hann njósnastarfið strax við heimkomuna til Egypta lands, en vinnuveitendurnir voru óánægðir með uppskeru hans. Var el-Haddad loks handtekinn við stúdentaóeirðir í Alexandríu í fyrri viku, og við yfirheyrslu játaði hann á sig njósnirnar. Fundust einnig sönnunargögn í fórum hans. Segja yfirvöldin að el-Haddad hafi átt mikinn þátt í að efna til óeirðanna í Alex- andríu, en í óeirðum þessum lét- ust 16 manns og um 400 særð- ust. - DR. PÁLL Framhald af bU. 28 ■kantötunnar nú undir stjórn ÍRóberts A. Ottóssonar, því hann (hefði aðeins heyrt hana áður sem •stjórnandi við flutning í þrjú skipti, í Almannagjá á Þingvöll- wn 1030, skömmu síðar á úti- ‘tónleikum á Melavellj og loks •fyrir 25 árum í Fríkirkjunni. í tónleikaskránni segir svo um verk dr. Páls, sem flutt verða nk. fimmtudagskvöld: „Ég skoða mig ekki sem tón- skáld, ég hef bara samið tón- verk af því að þörf var á“, segir dr. Páll ísólfsson stundum. Öll þrjú verkin, sem hér eru flutt, eru samin af þess konar „þörf“, og íslenzkur tónskáldskapur væri miklu fátækari en hann er nú, ef Páll hefði aldrei ort upp í „þörfina". Hátíðarmarsinn (1961) er hugsaður sem forspil, er rekt- or, kennarar og háskólaborgarar ganga fylktu liði inn í samkomu sal háskólans, og er helgaður Há skóla íslands á 50 ára afmæli hans. Honum lýkur með hlið- stæðu stefi og „Úr útsæ rísa ís- lands fjöll“. Passacaglian var sömuleiðis samin af gefnu tilefni, upphaf- lega fyrir orgel. Tilefnið var fæð ing lítils stefs, sem vel mátti nota til smíði passacagliu. Árið 1938 var hún svo flutt, dálítið breytt frá upphaflegu gerðinni, á nor- Tænu tónlistarmóti í Kaupmanna höfn, ífærð í þann hljómsveitar- búning, sem hún skartar nú. Alþingishátíðarkantatan var samin á hálfu öðru ári fyrir há- tíðina 1930. f fyrstu hafði verið efnt til samkeppni um hátíðar- ljóð, og síðan var keppt um tón- smíðar við verðlaunaljóð Davíðs Stefánssonar, „Að Þingvöllum 930-1930“. Dómnefnd skipuðu þeir Sigfús Einarsson, Haraldur Sigurðsson og Carl Nielsen. All margir tóku þátt í keppni þessari og varð kantata Páls hlutskörp- ust, svo sem kunnugt er. „Fyrir mér vakti fyrst og fremst að semja einfalda, aðgengilega mús- ík, sem allir gætu skilið“, segir Páll um Alþingishátíðarkantöt- una. „Dómnefndin lagði til, að ég breytti einum þætti hennar, semdi hann eiginlega alveg upp á nýtt. Það var seinasti þáttur- inn“. Kantatan var frumflutt á Þingvöllum, 100 manna kór söng, Pétur Jónsson söng einsönginn en Óskar Borg flutti framsögn- ina. Hljómsveitin var að nokkru skipuð mönnum, sem fengnir voru að láni alla leið frá Kaup- mannahöfn. Páll stjórnaði sjálf- ur, „og rigndi ekki nema pínu- lítið“, segir hann, þegar hann rifjar upp þennan atburð. Skömmu síðar var fólki í Reykja vík gefinn kostur á að heyra þetta verk, og veðurfarinu stork- að á útitónleikum á Melavelli, skammt héðan frá samkomusaln um nú. Síðan hefur Alþingishá- tíðarkantatan aðeins heyrzt einu sinni öll, og það var á afmaelis- tónleikum Páls í Fríkirkjunni fyr ir 25. árum. - LANDSLIÐ Framhald af bls. 26 Hafsteinn sagði að það hefði alltaf verið skoðun sín að lengja iþyrfti keppnistímabilið hér og inú hyllti undir að svo yrði með 18 liðum í 1. deild og 10 liðum ií aðalkeppni Bikarkeppninnar. iMætti þá ætla að keppnistíma- 'bilið teygðist út allan október <og e.t.v. lengra. Aðspurðir sögðu stjórnarmenn KSÍ að nú væri kominn alvar- legur skriður á flóðlýsingarmál ihér í Reykjavík og hyllti undir 'að annar hvor völlurinn hér yrði 'lýstur upp. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 LAXVEIÐIN í sumar var með bezta móti og metveiði í nokkr- hm ám, að því er segir í frétt, Isem Morgunblaðinu barst frá 'Veiðimálastofnuninni í gær. Lax- Inn var yfirleitt vænn og bar tmest á laxi, sem dvalizt hafði Itvo vetur í sjó. í fréttinni frá Veiðimálastofn- uninni segir: „Laxveiðin í sumar var miðað við heildarveiðina sú bezta síðan ifarið var að safna skýrslum. Veð urfar á veiðitímanum var lang- itímum óihagstætt víða framan af, •vegna vorkulda og ísa fyrir Norður- og Austurlandi og þeg- ar leið á vegna lítils vatnsrennsl- is í ánum. Laxveiði í net var ágæt í Borg arfirði og við Ölfusá og Hvítá, ien veiðin í Þjórsá var með minna móti. Stangaveiði var yfirleitt •góð eða ágæt, en misjöfn að vanda í einstökum ám. í ám á Suður- og Vesturlandi var víð- ast hvar ágæt veiði, og metveiði var í nokkrum ám eins og í Ell- iðaánum, Laxá í Kjós, Þverá, Langá og Laxá í Dölum. Laxveið in í ám á Norðurlandi var í meðallagi og á Norðausturlandi var hún með lakara móti. Júlí- mánuður var bezti veiðimánuð- ur að þessu sinni, en bezt veidd- ist undir mánaðarlokin. Vatnasilungsveiðin komst yfir meðallag í Mývatni, en veiðin í Þingvallavatni var með lakara móti og murtuveiðin var mjög léleg. Álaveiðar voru með minnsta móti. Fiskrækt var mikil á árinu. Hátt í 2 milljónir seiða af ýms- um stærðum af laxi, urriða og bleikju var sleppt í ár og vötn, en langmestur hluti þeirra voru laxaseiði. Rúmlega 1,5 milljón laxaseiða á kviðpokastiginu var Sleppt, um 160 þúsund sumar- öldum seiðum og nálægt 115 þúsund gönguseiðum í um 50 ár víðsvegar á landinu. Unnið var að fiskvegagerð á fjórum stöðum - FEÐGAR Framhald af hls. 1 Geisler með hamrinum, en það var hann sjálfur sem drap Geisl- er með því að slá hann marg- sinnis í höfuðið með hamarvör- inni,“. Það er hvassari enda ham- ershaussins. Sonurinn sagði einn- ig að skömmu fyrir morðið hafi faðir hans lagt til að þeir rændu Geisller, en ekki skýrt nánar hvers vegna. í réttarhöldunum í dag sagði saksóknarinn að þar sem unnt hefði verið að bena framburð feðganna saman, hefði framburð- ur sonarins reynzt sannari. - BRETAR SPILLA Framhald af bls. 1 sambönd og saimskipti ríkjanna. Nýlegt dæmi um þetta er algjör- lega ástæðulaus ákvörðun brezku stjórnarinnar um að tak- marka fjölda starfsmanna við sovézka sendiráðið í London.“ Eftir að ljóst varð í Londoon að Boriisenko hafði stundað njósnir í starfi sínu vi'ð sovézka sendi- ráðið, var sendiherra Sovétríkj- anna, Mikhail N. Smimovsky, boðaður til viðtals í utaniríkis- ráðuneytinu hinn 11. nóvember. Þar var sendiherranum skýrt frá því að honum bæri að fækka starfsmönnum við sendiráðið, en þeir voru þá 79. Til samanburð- ar var á það bent að 40 manns anni störfum brezka sendirá’ðs- ins í Moskvu. Borisenko sendiráðsfulltrúi var sendur heim til Moskvu áður en réttarhöld hófust í máli hans, en í réttarhöldunum kom í Jjós að hann hafði notið aðstoðar tækni- fræðings í brezka flughemum við öflun upplýsinga. Tækni- fræðingurinn, Douglas Britten, var dæmdur til 21 áns fangelsis- vistar. og að undirbúningi á fimmta fisk veginum, en auk þess var haldið áfram undirbúningi við vatns- miðlunarstíflu i Langá við Lang- árvatn. Lax- og silungseldi var stund- að í 11 eldisstöðum víðsvegar um landið, en ein þeirra hætti störfum á sumrinu. í eldi var langmest af laxaseiðum, en einn- ‘ig bleikja og urriði, og voru ‘seiðin, sem sleppt var í ár og 'Vötn og sem framan getur, alin •upp í eldisstöðvunum. Skilyrði ’til fiskeldis í stöðvunum hafa 'Verið bætt á árinu. Safnað hefur verið alls um 5 milljónum lax- og silungshrogna nú í haust til klaks, og mun hrognum klakið ■út á 13 stöðum i vetur. Stórt •Klakhús var reist af Veiðifélagi Árnesinga að Lagarbökkum í 'ölfusi í sumar. Veiðimálastofnunin hefur m. a. unnið að fiskmerkingum, ýmist sjálf eða í samvinnu við aðra aðila. Merktir hafa verið á árinu um 12.500 laxar og silungar af ýmsum stærðum, en þar af voru merkt rúmlega 10.000 laxaseiði af gönigustærð og voru flest þeirra í Laxeldisstöðinni í Kolla- ifirði. Margir merktir fiskar hafa •endurheimtzt í sumar, þar á með 'al lax, sem veiddist 1. júlí við 'Færeyjar. Laxinn, sem var 85 sm ■að lengd og vó 11 pund, hafði verið merktur í eldisstöðinni að Keldum hinn 23. júní 1966 og eleppt nokkrum dögum síðar í Tungulæk í Landbroti. Er þetta ‘anriar merktj íaxinn, sem veið- »ist fjarri íslandi, en hinn veidd- ist við Grænland í fyrra. Hann Framhald af bls. 3. ræða við ykkur uim efnathaigs- mál, af því finnst yklkur eflaust nóg um þessar mundir. En þó langar mig til þests að vekja at- hygli ykibar á einfölduim sbað- reynduim, sem eru vissulega aiug- ljósar, en engu að síður sést okk- ur uim of yfir þær. Við tölum um sveiiflurnar í íslenzku atvinnu- lífi: síldaræfinitýri í daig, ör- deyða á morgun, eða mokafli og svo ekki bein úr sjó. Og aaimt er þebta sjáivarú/bvegurinin, burð- arásinn í okkax einhæifa abvininu- lífi fnam til þassa. Fyrir tveimur árum sendum við ÍSlendinigair til annarra landa útflhitiniingBiverð- mæti fyriir um 6 þúsund milljón- ir króna. Ef aiflabrögð og verð- lag væri nú með svipoiSuon hætti í ár, þó ekiki sé gerð krafa til neinnar aukningar, þæði vegna fólksfj öigunar og nýrna fram- leiðslutækja, sem aflað hefir ver- ið með ærnuim tilkostnaði, ættu þessi ú tf lutn imgsvei'iðmæti á þessu lári að nema um 8 þús. milLlj. (kr., aðeins vegna álhrifa gengisbreytingarinnar í nóvem- ber í fyrra, þ.e.a.9. miðað við j afnvirði í erlendum gjaldeyrL En það vantar mikið upp á. Út- flubningBverðmætin í ár meana kannske um 4500 milllj. króna aðeins . Þarna vantar þá upp á aillt að 3500 miUj. króna. Það má finna minna igrand í mat sín- um! En hvað kernur niú þetta bytgg- ingu þessa sjúkraihúss við, geta memn spurt. Er líklegt, að bæj- arstjóm Akraness hefði talið áreninilegt að hefja byggingiu þessa sjúkrahúss, ef bæjarsjóður hefði áður orðið fyrir hliðstæð- um áföllum og óg lýsti. Ég geri ekki ráð fyrir því. En mú er byggingunni lokið og mú hefst rekstur þess. Og víða annars staðar á lamdinu eru sjúlkrahús í byigigingu, sem enn er ólokið. Þessum 'sjúkrahúsum þarf að ljúka og byggimg nýrra þarf að héfjaist og hvergi má stöðvast rekstur sjúkrahúsa. Engum detbur í hug, þegar bæjarstjórn Akranesis semur fjárhaigsáætiliun sína fyrir næsta ár, að hún muni Ihafði verið merktur í Laxeldis- 'stöðinni í Kollafirði vorið 1966. iSýna þessar endurheimtur á . ís- lenzkum löxum á fjanlægum mið <um, að laxinn okkar kann að 'fara yfir mjög víðáttumikið isvæði í hafinu í ætisleit, og enn- 'fremur, að nauðsynlegt er að 'halda áfram miklum gönguseiða- 'merkingum hér á landi, en til iþess skortir fé. Eldistilraunir hafa verið fram- ikvæmdar í Laxeldisstöðinni í Kollafirði undir umsjón Árna ifsakssonar, fiskifræðings Veiði- imálastofnunarinnar, og ná þær m. a. til tilrauna með mism.un- andi fóðurtegundir og hag- ikvæmni bleikjueldis í tjörnum." Ný tegund gosdrykks fró Coco Coln í DAG og næstu dag kemur á markað í Reykjavík og nágrenni ný begund gosdrykkjar. Ber hann nafnið Ferska og er sykurlaus kjarnadrykkur sem framleiddur er af Cooa Cola verksmiðjunum. Pétur Björnsson, framkvstj. Víf ilfells, sem sér um framleiðsluna samkvæmt einkaleyfi í Cooa Cola, sagði Mbl í gær að drykk- ur þessi, hefði náð afar skjótum vinsældum í Bandaríkjunum og þegar á fyrsta ári orðið fjórði í röðinni þar í landi hvað neyzlu snerti. ráðgera að skera niður rekstrar- kostnað sjúkrahúissins með því að ákveða að löka t.d. isjúkra- stofum 2—6. Bn þama komum við að merg miáilsins. Á þessu sviði, sviði heil'brigðismála, sviði menniniganmála, skólamála ag mairglháttaðra félaigsmála eru ekki eðli miáttsins samikvæmt þær sveiiflur, sem óg áðan lýsti á sviði atvininuilífsiinis eða fjár- öfluinarinnair 1 þjóðfélaginu. Halda verður fram því, sem haf- ið er, hvað sem á dymiur. En hverniig tárum við þó leyst slíban vainda? Með því eimu mótí. að verjast átfölttum. hins einhæfla at- vinnulítfs þannig að renina flleiri stoðum undir það, aiuka Æjöi- breytnina og mieð því að steitna að meira öryggi og jiatfnari þró- uin. Þetta er kjaminin í stór- iðjuáíonmum íalrindinga, sam- fana stórvirkjunum til þesa að eiga kost nægjamlegrar og ódýr- ari orku til uppbyggimgar öðru atvinnulífi jatfnfnamt. Þetta er kjarnimn í þeim áformum að auka fjölbreytmi útfllutnimgs- framle iðlslunnar, eirnnig á sviði iðnaðar. Þegar við nú gleðjumst hér við opnun nýis og veglegs sjúkna- h'úss og vitum að það á ytfir að náða góðu startfsfólki, hæifum læknum og nægjanlegri hjarta- hlýju til þesa að búa sjúkum skjól og tteiða þá til heilbrigðis á ný eftir beztu igebu, þá stoulum við sameinast í þeirri ósk og vom að gætfa þjóðar okkar megi verða nægjanttega traust tíl þess að framtíðin flæri oikkur mögu- leika til þess að leggja hom- steima að fleiri slíkum byggimg- um, að dyr hjálpar og líknar megi halda átfram að opmast í vaxamdi mæli hér á Skagamium, — í öðrum byggðum þessa lamds. Ég óska byggimgarniefndimni og bæjanstjórn Akramess til ham- ingju með þarnn áfamga, sem hér er náð. Þökk sé þeim, sem verk- im unmu. Ég óska fólkimu á Akramesi og í byggðum Borgarfjarðar heilla af stanfrækslu þessa sjúikrahúss. Megi Guðs blessum og farsæld ríkja hér innan ve@gjia“. - NÝSJÚKRADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.