Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 1908 BtlAtftCAN Sími 22-0-22 Raubarárstíg 31 f&«'"' 1-44-44 WMF/ff/fí Hverfis/fötu 103. Siml eftir lokun 31160. MAGMÚSAR SK!PHOlTl21 SÍMA*2]190 - •ítlrlol.unílml 40381 LITLA BÍLALEIGAN BerifstaðastræU 11—13, Hagstætt leiguejald. Sírni 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748. Sigurður Jónsson. BILALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Siml 35135. Eftir lokun 34936 of 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Kinar Viðar, hrl. Suðurlandsbraut 6 Sími 38640 Hafnarstræti 11 - Sími 19406 [NNkDVENNI Skemmtileg og spennandi unglingasaga um hrausta stráka sem lenda í ótrúlegustu ævintýrum. Þetta er fyrsta bók Hafseins, og hún lofar svo sannarlega góðu. ¦M Afjjr. er f Kjðrgarði síml 14510 Q Torræðar ályktanir Alþýðusambands fslands Eggert Hauksson skrifar: „Kæri Velvakandi! Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, kom á rabbfund til okkar háskólastúdenta fyrir skömmu. Hannibal stóð sig vel að vanda vann hugi og hjörtu viðstaddra með ræðusnilld, máiflutningi og framkomu. Ég þori þó ekki að ábyrgjast, þrátt fyrir þetta, að fundarmenn myndu allir ganga í nýja flokkinn hans Hannibals, þegar jóðsóttinni lýkur. Á þessum rabbfundi með Hanni bal, kvartaði ég undan því við hann, að ég ætti stundum bágt með að átta mig á ýmsum þeim ábúðarmiklu röksemdum, sem ASÍ léti frá sér fara, þegar um þjóð arhag væri að tefla. Nefndi ég sem dæmi mótmæli stjórnar ASI gegn byggingu álverksmiðjunnar, þar sem ein helzta mótbáran var sú, að hinum erlendu aðilum skyldi leyft að afskrifa verk- smiðjuna og hafa fyrningarféð á brott með sér úr landi! Ég skil ekki þessa röksemd enn þann dag í dag þrátt fyrir mikil heila brot. Nærtækasta skýringin hlýtur að vera tornæmí "miít. Mér þyk- ir samt leitt eftir að hafa beð- ið Hannibal tvisvar, og reyndar ýmsa aðra ágæta menn, um að bæta þetta skilningsleysi mitt upp með þvi að gera a.m.k. tilraun til þess að skýra þetta út, — en án árangurs. % Óskiljanleg þvæla Þingi ASÍ er nýlokið. Það á- lyktaði eins og oft áður og benti á það, sem betur mætti fara hjá íslendingum. 1 ályktun þingsins segir m.a.: „Takmarkaður verði eða bannaður innflutningur á þeim iðnaðarvörum og smíði, sem ís- lenzkur iðnaður hefur sýnt, að hann er samkeppnisfær um verð og vörugæði". Hér sigldi ég enn einu sinni í andlegt strand. Til hvers þarf að banna eða takmarka innflutn- ing á þeim iðnaðarvörum og smíð ef íslenzkur iðnaður er samkeppn isfær um verð og gæði? Takmark ast ekki slikur innflutningur af sjálfu sér? Ég er nú um það bil að ljúka háskólanámi og hef haft mitt nám af nokkurnvegin klakklaust. Þess vegna yrði þessum vanga- veltum mínum og tornæmi ef til vill bezt svarað af ályktanasmið- um ASÍ með vísu Stephens G. Stephenssonar: „Hámenntaða virðum vér vora lærdómshróka, sem eru andleg ígulker ótal skólabóka". Eggert Hauksson, viðskipta- fræSinemi". 0 Stórt orð, snillingur Velvakandi þakkar bréfið og gerir þá einu athugasemd, að bréfritari virðist ekki gera sér ljóst, að til þess að vera kallað- ur ræðusnillingur, þarf miklu meiri hæfileika en vart hefur orð- ið hjá Hannibal um dagana. Það er slæmt, þeagr sterk orð eru útjöskuð með ofnotkun eða notkun, þar sem þau eiga alls ekki við. Maður, sem vinnur hugi og hjarta fólks með ræðusnilld, er mjög sjaldgæfur, og slíkur mað ur er Hannibal alveg áreiðan- lega ekki, hvað sem annars má um þennan pólitíkus segja. Sterku orðin ber að spara og nota í hófi. Þá eru þau líka þeim mun áhrifameiri, en annars missa þau allan kraft % Ekkert gefið „Kona í úthverfi" skrifar: „Kæri Velvakandi Ég átti um daginn leið fram- hjá einni af stærri verzlunum borgarinnar. Þar er jafnan á boð stólum mikið úrval af ýmsum smávörum til sauma og mér datt í hug, að ganga inn og athuga, hvort til væru nokkur skraut- bönd, sem ég gæti notað á gaml- an kjól, sem ég ætla mér að breyta örlítið. Þegar ég svo hafði Appelsínur og epli JÓLASENDINGIN KOMIN. Mjög gott verð Opib til kl. W í kvöld Sri Vörumarkaðurinntif. ARMÚLA 1 A • REYKJAVÍK - SÍMi 81680 3ja herb. íbúð Höfum til sölu 3ja herb. íbúð á 1. hæð við Flókagötu, ásamt 1 herb. og annað að hálfu í kjallara, suðursvalir, ræktuð lóð. íbúðin er laus nú þegar. Útb. 500 þús. Ekkert áhvílandi, eftirstöðvar til 10 ára með 7% vöxtum. Verð 1 milljón og 50 þús. Tryggingar & Fasteignir Austurstræti 10 A 5. hæð. Sími 24850, kvöldsími 37272. áttað mig á öllum þeim fjölda skrautbanda, sem til voru og fundið nokkrar tegundir, sem til greina komu fyrir mig, spurði ég eina afgreiðslustúlkuna, hvort nokkur leið væri að fá af þeim smásýnishorn. Jú, jú, það var hægt. Hvað ég vildi mikið, svona 5 sentimetra? Ég taldi mig kom- ast af með svona 1 sentimetra, ég þyrfti aðeins að átta mig á breiddinni. Stúlkan taldi, að ég hefði ekkert gagn af svo lítilli „prufu", ég sæi ekkert á þvi. Ég sagði henni að fyrir mér vakti aðeins að spara mér ferð í bæinn. Ef ég fengi aðeins smá- prufu, gæti ég svo sent með hana aftur og látið kaupa eftir henni. Þar að auki væri ég ekki búin að mæla, hve mikið ég þyrfti. Þá var eins og stúlkan áttaði sig og sagði: „Við gefum ekki prufur, ef það er það, sem þér meinið!" (Hún lagði mikla á- herzlu á orðið gefum). ,Jæja, ekki það?" „Nei" sagði stúlkan og brosti háðslega „við mundum þá ekki gera annað allan daginn en mæla upp prufur. Neei við gefum ekki prufur!" Aðrir við- skiptavinir verzlunarinnar, sem næstir stóðu, litu ósjálfrátt á mig, og mér fannst allt í einu ég hefði verið staðin að verki fyrir einhvern glæpsamlegan verknað. Ég reyndi þó að biðjast afsök- unar og sagði, að það væri svo misjafnt hvað verzlanir gerðu. Sumar gæfu aldrei prufur, en aðr ar klipptu smábút af ströngum og hefðu í prufur handa við- skiptavinunum. Og þær verzlan- ir töpuðu örugglega ekki á þeirri greiðasemi. „Ég veit ekki, hvað yrði, ef við ættum að fara að gefa prufur. Við gerðum þá ekk- ert annað allan daginn." Q Dónaleg afgreiðslu- stúlka Ég ætlaði að kveðja og ganga út efnisprufulaus en þá hug- kvæmdist mér að spyrja, hvort ég gæti þá fengið að kaupa eins og einn sentimetra af þessum 4 tegundum, sem að kæmu til greina fyrir mig. „Já, já þa» er allt í lagi." Og háðs- glottið var enn á andliti henn- ar. Það var auðséð að henni blöskraði meira en lítið ósvífni mín að ætla að fá gefins pruf- ur. Henni tókst þó að ná sér í mælistokk og mæla handa mér 1 sentimetra af þeim 4 tegundum skrautbanda sem ég hafði hug á. Og slík var nákvæmnin að heldur klippti hún í hálfan takka af bandinu heldur en skaða verzl unina um 2—3 millimetra. Síðan lét hún prufurnar í lítinn, brún- an poka og tók að reikna út verðið. Og nú var engin þörf fyrir nákvæmni. „Þetta eru svona 2 krónur." Hún skrifaði verðið á pokan og sagði, að ég ætti að borga við kassann. Ég sá í hendi mér að verðið var of hátt reikn að, en ég gerði enga athugasemd. (Það var líka eins gott, því að þegar heim kom, reyndist ein prufan 1,3 sentimetrar.) Ég vil geta þess, að verðið á þessum skrautböndum er kr. 24.00, 34.00, 45.00 og 46.00 pr. metra. Svo að með réttu kostuðu prufurnar kr. 1.49 en ekki kr. 2.00. Umræddar prufur hafa verið tll sýnis á heimiil mínu, og hafa margir fengið að heyra þessa frá sögn. Sumir hafa undrazt, en þó nokkrum konum hefur ekki kom ið þetta á óvart, þvi að þær hafa fengið svipaða fyrirgreiðslu hjá þessari verzlun (og einmitt sömu stúlkunni). Það eru sannilega um 3 vik- ur síðan þetta atvik gerðist. I gær var ég svo að skoða ýmsar gamlar blúndur og bönd, sem ég á i ruslakassa í vinnuborðinu mínu. Rekst ég þá ekki á af- gang af ullarkögri, sem ég hafði keypt í umræddri verzlun fyrir jólin I fyrra. Ég þurfti þá um einn metra af þessu kögri, en til voru aðeins 2 bútar, annar hefur verið 75 sm. en hinn um 50 sm. Svo vildi til að nákvæmlega út reiknað gat ég notað kögrið, þó að það væri þannig í tvennu lagi, og ákvað því að kaupa stærri bútinn og 30 sm af hinum. En það var nú ekki aldeilis hægt Þá hefði verzlunin setið uppi með 20 sm, sem enginn hefði keypt. Ég varð því að kaupa báðar lengjurnar eða ekkert. Þessi við- skipti voru horfin úr huga mér, en rifjuðust upp, þegar ég fann 20 sm bútinn I ruslakassanum hjá mér. Og þá gat ég ekki lengur á mér setið að skrifa þér (sérstaklega þegar mér varð ljóst að sama stúlkan hafði afgreitt mig þá og nú.) 0 Látum bjóða okkur allt En svona erum við íslenzkir neytendur, við gleymum fljótt þó að okkur sé sýnd ókurteisi í verzlunum og við aðra af- greiðslu, og við tökum möglunar laust við gölluðum vörum og jafn vel skemmdum. Og hver heyrist kvarta, þó að ekki sé tilgreint á umbúðum ísl. framleiðsluvara um magn vörunnar og jafnvel heldur ekki um nafn framleið- anda. Og í úthverfunum, þar sem langt er á milli verzlana, skipt- ir það islenzka neytendur engu, þó að kjötkaupmaðurinn hafi sorg arrönd undir nöglunum, gangi I rifnum og óhreinum agreiðslu- slopp dag eftir dag eða láti ryk- fallnar vörurnar liggja í einum hrærigraut I hillunum vikum sam an. Þetta er víst orðið langt mál um lítið efni, en ég get þó ekki stillt mig um að segja fá kaup- um mínum í lltilli verzlun á Snorrabrautinni I fyrri viku. Ég bað um 2,25 metra af sængur- veradamaski, sem kostaði tæpar 100 krónur metrinn. Til voru 2,40 metrar á einum stranga og ann- ar strangi nýupptekinn. „Þú færð þetta fyrir tvo metra", sagði af- greiðslustúlkan. Óbeðin gaf hún mér efni fyrir tæpar 40.00 krón- ur. Ósjálfrátt varð mér hugsað til stúlkunnar í skrautbandabúð- inni. Þakka þér svo, Velvakandi góð ur, fyrir dálkana þína. Vertu bless aður og sæll. Kona i úthverfi". Lóan tilkynnir — ódýrar vörur LoðfóðraðaT telpna- og drengjaúlpur, umdirkjólar 1—14 ára, netsokkabuxur, telpnablússur 3ja—14 ára, ódýrir telpnakjólar 1—14 ára, nátt 100.—, regnkápur 3ja—14 éra, jólaballveski, telpnasloppar 2ja—14 ára 300—350.—, telpna- og drengjahúfur og m. fl. — Allt á gamla verðinu. Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 20 B, (Gengið inn frá Klapparstíg móti Haimborg). Vil kaupa íbúð Óska eftir að kaupa íbúð í Reykjavík, 60 — 85 ferm., þarf helzt að vera: Ekki eldri en 10 ára. Á 1. hæð eða jarðhæS. Tilboð með sem gleggstum upplýsingum óskast lagt inn á Morgunblaðið merkt: „Útb. 400—450 þús. — 6366".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.