Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 19®8 Endurskipulagning fiskveiðilögsögu varðandi veiðirétt er nauösynleg, nú þegar — fiskifræbingar telja veibarfæri togbáta ekki hættulegri fiskistofninum en önnur veibafæri A síðastliðnu hausti bárust þingmönnum úr þremur kjör- dæmum, þ.e. Suðurlandskjör- dæmi, Reykjaneskjördæmi og Reykjavik, tilmæli frá ýmsum skipstjórnarmönnum og samtök- um útgerðarmanna í hinum ýmsu verstöðvum í þessum kjör- dæmum, þar sem skorað var á þingmenn kjördæmanna að virma að því að bátum allt að 150 rúmlestir yrðu leyfðar tog- veiðar innan núverandi fisk- veiðilandhelgi. Þingmönnum bárust tilmæli og bréf frá eftirfarandi stöðum:Frá Vestmannaeyjum barst greinar- gerð með ákveðnum ti'llögum á- samt útfærðum sjókortum, og einnig bárust tilmæli frá sjó mönnum og útgerðarmönnum í Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrar bakka, Reykjavík og öllum ver- stöðvum Suðurnesja. Verður greinargerð Vestmannaeyinga birt í heild hér á ef tir. Þingmenn umræddra kjör- dæma héldu fundi um málið og skiluðu hugmyndum þingflokk- unum til athugunar. Eftur at- hugun málsins kom það til um- ræðu í sjávarútvegsnefnd Neðri deildar í sambandi við frumvarp til laga um sama efni. Taldi meirihluti sjávarútvegsnefndar tímabært að nefndin afgreiddi má'lið með ákveðnum breyting- um samkvæmt sérstöku þing- skjali. Frestun varð á þessu, þar sem nefndinni barst boð um, að sjávarútvegsmálaráðherra hefði í byggju að skipa milliþinganefnd í málið. Meirihluti sjávarútvegsnefind- ar skilaði samt sem áður nefnd- aráliti og benti á eftirfarandi atriði í því sambandi: 1. Fyrir liggja ákveðin tilmæli £rá skipstjórnarmönnum og sam tökum útgerðarmanna á Suður- og Suðvesturlandi um, að bát- um af tiltekinni stærð verði leyfðar togveiðar innan fiskveiði landhelginnar. 2. Að fiskifræðingar, sem mál- ið hefur verið rætt við, telja tog veiðar út af fyrir sig, með þeirri möskvastærð, sem nú er ákveð- in fiskistofnunum ekkert hættu legri en önnur veiðarfæri, sem nú eru notuð. 3. Að enn ljósara liggur fyrir en áður, að brýn nauðsyn er á að auka hráefnisöflun fisk- vinnslustöðvanna, sérstaklega utan vetrarvertíðar, til þess að forðast atvinnusamdrátt hjá sjó- mönnum og verkafólki í hinum ýmsu verstöðvum, og að ekki hefur verið bent á aðrar raun- hæfari leiðir til úrbóta í þessu sambandi en auknar veiðiheim- ildir innan fiskveiðilandhelginn ar fyrir báta af tiltekinni stærð. Lagði meirihluti nefndarinn- ar til að frumvarp á þingskjali 107, um breytingu á lögum um botnvörpuveiði, verði samþykkt með þeirri breytingu, sem flutt er af meirihluta nefndarinnar. Einstakir nefndarmeim áskildu sér rétt til þess að flytja frekari breytingartillögur við frumvarp ið, eða fylgja breytingartiliögum sem fram kunna að koma. Sem fyrr segir flutti meiri- hluti sjávarútvegsnefndar breyt ingartillöguna, en meirihlutann skipa: Guðlaugur Gíslason, Sverrir Júlíusson, Björn Páls- son og Pétur Sigurðsson. Fjöldi báta trá 30- 150 lestir var 327 ufii s.l. áramót Samkvæmt upplýsingum skrif stofu skipaskoðunarstjóna, voru um sl. áramót alls 327 fiskibát- ar á öllu landinu af stærðinni 30-150 rúmlestir. Skiptust þeir þannig á hina einstöku lands- hluta: Vestfirðir 38, Norðurland 21, Austurland 20, svæðið Horna fjörður — Grindavík 78 og svæð ið Sandgerði til Stykkishólms 170. í nefndaráliti meirihluta sjáv- arútvegsnefndar segir m.a. varð andi útgerðarmöguleika þessara 62, 18. maí 1967, um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu. 1. gr. orðist svo: í stað annarrar málsgreinar 1. gr. laganna komi: Heimilt er ráðherra einnig að veita skipum allt að 150 brúttó- lestir að stærð leyfi til togveiða irunan þeirra marka, sem ákveð- in eru í reglugerð nr. 21. 19. marz 1952, ef eftirfarandi skil» yrði eru fyrir hendi' vörpu með minni möskvastærð en 130 mm. d. Ráðherra setur þau skil- yrði fyrir leyfisveitingu, sem nauðsynleg teljast, og varða í- trekuð brot gegn þeim svipt- ingu leyfis. Togveiðar skulu þó ekki leyfðar innan 12 mílna fisk veiðilandhelginnar á eftirtöldum stöðum: 1. Á svæði, sem takmarkast að vestan af línu, sem hugsast dregm í réttvísandi norður frá Rauðunúpum (grunnlínupunkt- ur 9) og að austan af línu, sem hugsast dregin í réttvísandi austur frá Skálatóarskeri (grunn línupunktur 13). 2. Á svæði, sem takmarkast að sunnan af línu, sem hugsast dregin í réttvísandi vestur frá Uppdrátturinn sýnir, hvaða reglur gilda um veiðar íslenzkra skipa með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót á beltinu, sem liggur 4-12 sjómílur utan við grunnlínur fiskveiðilögsögunnar. Reglugerðin um þessi mál var gefin út 29. ágúst 1958. Samkvæmt þessu korti sést að Vest- mannaeyjar og mestallt það veiðisvæði, sem nú er lagt til að opnað verði er innan núgildandi fiskveiðilögsögu togbáta. báta að tryggja verði þeim ann an rekstrargrundvöll sérstaklega utan vetrarvertíðar en verið hef ur og sé slíkt undirstöðuatriði fyrir atvinnulíf og afkomu fó'lks í mörgum verstöðvum. Breytingatillaga meirihlufa sjávar- útvegsnefndar Breytingartillagan frá mieiri- hluta sjávarúitvegsnefndar hljóð aði svo: „Breytingati'llaga til laga um breytingu á lögum nr. a. Hafrannsóknastofnunin og Fiskifélag fslands mæla með því að heimlia togveiðar og hafa gert tillögur um takmörkun veiðisvæða, veiðitíma, og tölu þeirra fiskibáta, sem veita á leyfi. Skulu þær tillögur m.a. miðast við, að fullt til'lit sé tekið til ólíkra veiðarfæra, sem notuð eru á miðunum. b. Að ákveðið sé, þegar skip- um er veifct leyfi til togveiða, að afli skuli lagður upp til vinnslu á stöðum sem liggja að hinum leyfðu veiðisvæðum. c. Að fiskiskipum, sem slík leyfi fá, skuli óheimilt að nota Látrabjargi (grunnlínupunktur 43) og að norðan af línu, sem hugsast dregin í réttvísandi norð ur frá Horni (grunnlínupunkt- ur 1). Enn fremur er ráðherra heim- ilt að veita vélbátum undanþágu frá banni þessu til að stunda kampalampaveiðar og leturhum arveiðar á tilteknum svæðum með venjulegri kampalampa vörpu og leturhumarvörpu. Áð- ur en undanþága er veitt, skal leitað um hana álits hafrann- sóknarstofnunarinnar og Fiskifé lags Islands." CreinargerÖin trá Vestmannaeyingum Skipstjóra og stýrimannafélag ið Verðandi í Vestmannaeyjum og Útvegsbændafélag Vest- mannaeyja sendi þingmönni- um Suðurlandskjördæmis á- kveðnar tillögur varðandi fisk- veiðilögsöguna á Suðurlandssvæð inu með útfærðum kortum þar að lútandi og ályktun. Fer á- lyktun Eyjamanna hér á eftir á- samt skýringamyndum, en að margra áliti er þessi greinargerð sjómanna og útgerðarmanna í Eyjum sú raunhæfasta, sem fram hefur komið í þessu máli. Fer bréfið hér á eftir, en það er stílað til Guðlaugs Gíslasonar, þingmanns Vestmannaeyinga: „Okkur hefur nýlega borizt til eyrna, að innan tíðar muni tekn ar upp á Alþingi umræður um breytingar á lögum um fsikveiði lögsögu íslands. Enn fremur höf um við fengið afrit af bréfum, sem skipstjórar og útvegsmenn í Reykjavík og Suðurnesjum hafa sent þingmönnum kjördæma sinna, um þessi mál. í bréfum þessum er farið fram á allveru- lega opnun veiðisvæða innan nú verandi fiskveiðilandhelgi fyrir vissa stærð báta, ásamt fleiri óskum. Eins og yður mun kunnugt, höfum við Vestmannaeyingar lengi barizt fyrir því að fá rétt til fiskveiða með botnvörpu innan fiskveiðilögsögunnar fyrir minni báta og talið það nauð- synlegt með hliðsjón af atvinnu öryggi í byggðarlagi okkar og vegna skorts á sjómönnum, þar sem útgerð þessara báta þarf að- eins helming þess mannafla sem þeir annars þyrftu, t.d. á línu- og netabátum, og hefur skoðun okkar á þessari nauðsyn ekki breytzt. En vegna reynslu okk- ar undangengin ár og mjög auk- ins fjölda botnvörpubáta í öllum nærliggjandi verstöðvum getum við ekki verið að öllu leyti sam- mála þeim kröfum, sem fram koma í fyrrgreindum bréfum, og munum við nú reyna að f æra rök fyrir áliti okkar. Við viljum fyrst benda á, að á undanförnum ár um hefur mjög aukizt sókn botnvörpu-, nóta- og netabáta frá öðrum verstöðvum á mið okkar Vestmannaeyinga, og telj um við, að vegna þessarar gíf- urlegu sóknar sé miðunum hér í kring stór hætta búin og þar með atvinnuöryggi og lífsaf- komu íbúa Vestmannaeyja stefnt í bráðan voða. Starfsbræður okk ar í Reykjavík og á Suðurnesj- um leggja til, að leyfðar verði allt að ótakmarkaðar veiðar með botnvörpu við suðurströnd landsins. Teljum við það al- gerlega frá'leitt að fenginni reynslu. Vitum við, að á vissum svæðum við suður- og suðaust- urströndina veiðist nær ein- göngu mjög smár fiskur, nema á þeim tíma, er loðna gengur með ströndinni. Svæði þessi, er við I'ramhald á bls. 18 ""™"*™"™^~^^- ¦ • Veiðisvæðið innan svörtu línunnar skal aðeins opið á vissum árstíma fyrir togbáta samkvæmt tlllögum Eyjamanna, en hitt allt ár ið. Svæði I og 2 er merkt svæði með smáfiski, ýsu og þorski, nema þá tvo mánuði, sem loðna gengur með ströndinni. Loðnutím- ann, ca 15.2-15.4 er stór fiskur á svæðunum, sem og annars staðar. (Sjá kort á baksíðu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.